Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2017

Skákţáttur Morgunblađsins: Hótunin er sterkari en leikurinn

Ţó ađ Hjörvar Steinn Grétarsson sé stigahćsti keppandinn á Haustmóti Taflfélags Reykjavíkur og meistaramóti Hugins er hann langt í frá öruggur međ sigur en ţátttaka hans í báđum mótunum er ánćgjuleg og nokkrir ađrir hafa fariđ ađ dćmi hans og tefla bćđi í Faxafeninu og í Mjóddinni ţar sem Meistaramót Hugins fer fram. Á Haustmóti TR eru keppendur í efsta flokki 30 talsins og stađa efstu manna ţegar tefldar hafa veriđ sjö umferđir af níu er ţessi: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 6 v. (af 7) 2. Magnús Örn Úlfarsson 5 ˝ v. 3.-5. Einar Hjalti Jensson, Ţorvarđur Ólafsson og Björgvin Víglundsson 5 v.

Varđandi stöđuna á Meistaramóti Hugins er vert ađ hafa í huga ađ keppendur geta tekiđ tvćr yfirsetur en reikna má međ ađ úrslit fáist í uppgjöri efstu manna í lokaumferđunum. Efstu menn eru ţessir: 1.-3. Vignir Vatnar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Björn Ţorfinnsson 4 v. (af 5).

Á Akureyri stendur yfir haustmót Skákfélags Akureyrar og ţar er Jón Kristinn Ţorgeirsson efstur međ 3 ˝ v. eftir fjórar umferđir en međ ˝ vinningi minna eru ţeir Sigurđur Arnarson og Smári Ólafsson.

Taflfélag Reykjavíkur hefur látiđ slá inn allar viđureignir mótsins og birt á netinu, ţar vakti athygli mína skák Hjörvars Steins og Einars Hjalta Jenssonar úr sjöttu umferđ. Eftir átakalitla byrjun fór spennan ađ magnast og eftir 28. leik hvíts kom ţessi stađa upp:

Haustmót TR 2017:

Hjörvar Steinn – Einar Hjalti

GOR11QCUK28. ... Dxa4?!

Teflt á tćpasta vađ. Öruggara var ađ valda f5-reitinn og leika 28. ... g6.

29. Dc4+ Kf8 30. b5!

Einar hafđi búist viđ ţessu, hann má ekki fara í drottningakaup en treysti á ...

30. ... Da3! 31. Df1!

Valdar hrókinn og hótar 32. Rc4.

31. ... Ra5 32. Ha1 Dxc3 33. Hc1 Dd3 34. Dh3!

Eftir allar ţessar vendingar búast menn hvíts til innrásar, svartur er í raun varnarlaus.

34. ... Dd7 35. Hc8+?! Ke7 36. Rf5+ Ke6

Setningin ađ hótunin sé sterkari en leikurinn er talin ein mesta spekin úr herfrćđi skákarinnar og á vel viđ stöđuna sem kom upp eftir 34. leik svarts og einnig ţessa. „Vélarnar“ stađhćfa ađ 35. Dxh7 hefđi veriđ betra en 35. Hcc8+ og ađ nú sé 37. Dg4! leikurinn, t.d. 37. ... g6 38. Rh6+ f5 39. Rxf5 gxf5 40. Dg8+ og vinnur.

GOR11QCUO37. He8+? Kd5

Nú sleppur kóngurinn yfir á drottningarvćnginn og sókn hvíts er runnin út í sandinn. Í framhaldinu gat Einar leikiđ 44. ... a5 međ vinningsstöđu. Hjörvar var laginn viđ skapa sér gagnfćri og vann ađ lokum.

38. He7 Dxb5 39. Re3 Kc5 40. Dc8 Kb4 41. Dg4 Ka3 42. Df3 Ka2 43. Hxg7 Rc6 44. Dxf6 Db1 45. Kg2 De4 46. Kh3 Hb2 47. Rd1 Hb3 48. Hxb7 Dg6 49. Dxg6 hxg6 50. Hc7 Hb6 51. Rc3 Kb3 52. Rd5 Hb5 53. Hxc6 Hxd5 54. Ha6 Hd7 55. Kg4 Kc4 56. h4 Kb5 57. Hxg6 Hf7 58. He6 Hxf2 59. Hxe5 Kb4 60. h5 a5 61. h6 Hf8 62. h7 a4 63. Kg5 a3 64. g4 a2 65. He1 Ha8 66. Ha1

- og svartur gafst upp. 

Aronjan og Ding tefla til úrslita

Armeninn Levon Aronjan og Kínverjinn Liren Ding tefla til úrslita á heimsbikarmótinu í Tiblisi í Georgíu. Aronjan vann Frakkann Vachier-Lagrave í armageddon-skák sl. fimmtudag og samtals 5:4. Áđur hafđi Liren Ding unniđ Wesley So 3 ˝ : 2 ˝. Einvígi Aronjan og Ding hefst í dag og tefla ţeir fjórar skákir. Ţeir hafa báđir unniđ rétt til ţátttöku í nćsta áskorendamóti.
 
 
Helgi Ólafsson helol@simnet.is

------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 23. september 2017

Skákţćttir Morgunblađsins


Mjög gott gengi í gćr á Mön

22104584_10155844067092728_2955235381720873632_o

Mjög vel gekk hjá íslensku skákmönnunum á alţjóđlega mótinu í Mön í gćr. Alls kom 6˝ vinningur í hús í átta skákum í meistaraflokki mótsins. Fimm vinningsskákir og ţrjú jafntefli. Gauti Páll Jónsson (2011) vann ţýska FIDE-meistarann Gerald Low (2262) og Aron Ţór Mai (2038) hafđi betur gegn skoska alţjóđlega meistaranum Stephan Mannion (2320). Auk ţeirra unnu Dagur Ragnarsson (2340), Bárđur Örn Birkisson (2164) og Björn Hólm Birkisson (2023) sínar skákir.

Sumir íslensku skákmannanna spiluđu fótbolta í gćr og í myndinni hér ađ ofan má sjá Bárđ Örn og Alexander Oliver kljást um boltann viđ heimsmeistarann!

Heimsmeistarann er efstur á mótinu međ 6 vinninga. Fimm skákmenn hafa 5˝ vinning. 

Úrslit gćrdagsins í Meistaraflokki

Clipboard04


Stađa íslensku keppendanna

Clipboard05


Tveir Íslendingar taka ţátt í 1. flokki (major). Alexander Oliver Mai (1875) oo Arnar Heiđarsson (1480) gerđu báđir jafntefli í gćr. Sá síđarnefndi viđ skákmann viđ 1805 skákstig! Alexander hefur 3˝ vinning en Arnar hefur 2 vinninga eftir 5 umferđir.

Freyja Birkisdóttir (1332) teflir í 2. flokki (minor). Hún heldur áfram ađ gera góđa hluti. Í gćr gerđi hún jafntefli viđ skákkonu viđ 1724 skákstig. Hún hefur 3 vinning eftir 5 umferđir og er taplaus ţrátt fyrir ađ hafa teflt viđ mun stigahćrri skákmenn í öllum umferđum!

 


Haustmót Vinaskákfélagsins fer fram á mánudaginn

Haustmót Vinaskákfélagsins verđur haldiđ mánudaginn 2. október. Mótiđ fer fram í Vin, ađ Hverfisgötu 47, og hefst kl.13.00.

Tefldar verđa sex umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á hverja skák. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskáksstiga. Skákstjóri mótsins verđur Hörđur Jónasson og verđa góđ verđlaun í bođ.

Hćgt er ađ skrá sig hér fyrir ofan á Skak.is (gulur kassi) en einnig verđur tekiđ viđ skráningum á stađnum.

Eins og venjan er í Vin verđur bođiđ uppá frábćrar veitingar í hléi.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér

Allir velkomnir!!

 


Opiđ Hús hjá Hróknum: Hátíđ á hamfćrasvćđum á Grćnlandi

Axel og Bjarni fra Circus of Iceland

Hrókurinn verđur međ opiđ hús í Pakkhúsinu, Geirsgötu 11 viđ Reykjavíkurhöfn, laugardaginn 30. september milli 14 og 16. Ţar munu međal annars sirkuslistamennirnir Axel Diego og Bjarni Árnason leika listir sínar, en ţeir verđa í föruneyti Hróksins sem heldur á hamfarasvćđin á Grćnlandi í nćstu viku međ hátíđ í farangrinum.

Uummannaq er 1300 manna bćr á samnefndri eyju, 600 km norđan viđ heimskautsbaug. Ţar eru líka um 170 flóttamenn, ţar af 70 börn, frá ţorpunum tveimur í firđinum sem voru rýmd eftir flóđbylgjuna ćgilegu sem kostađi fjögur mannslíf í Nuugaatsiaq og sópađi ellefu húsum til hafs. Vegna hćttu á frekari hamförum fá íbúar ţorpanna tveggja aldrei ađ snúa heim, og er nú unniđ ađ ţví ađ finna ţeim framtíđarheimili.

uummannaq_oeen_fra_vandflyver_larslyn

Á leiđinni til Uummannaq verđur komiđ viđ í höfuđborginni Nuuk og slegiđ upp skemmtun í verslunarmiđstöđ borgarinnar, athvarf fyrir heimilislausa heimsótt og fleiri fastir viđkomustađir Hróksins í Nuuk.

Hrafn Jökulsson forseti Hróksins og skipuleggjandi landssöfnunarinnar Vinátta í verki, sem efnt var til eftir hamfarirnar, segir mikla tilhlökkun í hópnum. ,,Ţađ er stórkostlegt ađ fá snillingana úr Sirkus Íslands međ, enda gleđigjafar af guđs náđ. Viđ verđum líka međ kennslu í skák, myndlist og dansi, og vonumst til ađ virkja bćjarbúa á öllum aldri í eina allsherjar hátíđ gleđi og vináttu."

21740370_1436653856442344_7224322538818517312_n

Landssöfnunin Vinátta í verki, sem var samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grćnlands, skilađi yfir 40 milljónum króna. Hrafn segir ađ mikilvćgt sé ađ peningarnir nýtist ţeim, sem verst urđu úti, međ sérstakri áherslu á börnin. Ađ beiđni Rauđa krossins á Grćnlandi verđur 500.000 dönskum krónum variđ til húsgagnakaupa fyrir ţá sem misstu allt sitt og ţá var ađ sjálfsögđu orđiđ viđ ţeirri beiđni grćnlenska Rauđa krossins um ađ kosta ferđ ţeirra fjölskyldna sem verst urđu úti til nánustu ćttingja skömmu eftir hamfarirnar.

Hrafn segist hlakka til ađ hitta fólkiđ í Uummannaq og kynnast ástandinu af eigin raun. Söfnunarfé Íslendinga eigi ađ sjálfsögđu ađ verja í samráđi viđ heimamenn og flóttafólkiđ í Uummannaq og verđur ţađ međal annars markmiđ ferđarinnar.

Ekki króna fór í kostnađ viđ landssöfnunina Vinátta í verki. Hátíđin sem í hönd fer er heldur ekki kostuđ af söfnunarfé, heldur međ samstilltu átaki fyrirtćkja á Íslandi og Grćnlandi.

Hrafn segir ađ um sé ađ rćđa mikilvćgustu ferđ Hróksins síđan 2003, ţegar landnám félagsins á Grćnlandi hófst. ,,Starf Hróksins á Grćnlandi er löngu hćtt ađ snúast bara um skák. Ţađ snýst um ađ auđga lífiđ og auka vináttu og samskipti grannţjóđanna á öllum sviđum. Kynni okkar af Grćnlandi hafa gefiđ okkur óendanlega mikiđ og ţeir eru bestu nágrannar í heimi. Viđ viljum endurgjalda ţađ og fara međ gleđi og kćrleika á ţann stađ á Grćnlandi ţar sem nú er helst ţörf."


Vignir Vatnar Stefánsson er hrađskákmeistari TR áriđ 2017

received_10214114732892171

Hrađskákmót Taflfélags Reykjavíkur fór fram miđvikudagskvöldiđ 27.september og voru 26 vaskir skákmenn mćttir í Skákhöllina til ađ takast á viđ skákgyđjuna. Tefldar voru 11 umferđir međ tímamörkunum 4+2. Góđ stemning var á međal ţátttakenda ţar sem margir ungir og efnilegir skákmenn hittu fyrir eldri en ekkert síđur efnilega skákmenn. Stigahćsti keppandinn –eini titilhafinn- vann mótiđ nokkuđ örugglega og reynsluboltar af landsbyggđinni komust einnig á pall.

Vignir Vatnar Stefánsson kallar ekki allt ömmu sína ţegar kemur ađ hröđum tilfćrslum taflmanna á reitunum 64. Pilturinn lék viđ hvurn sinn fingur og ţegar stađan á borđinu var ekki líkleg til ađ skila hagnađi ţá beitti hann leifturhrađa til ađ slá andstćđinga sína út af laginu. Ţeir féllu í valinn hver á fćtur öđrum allt ţar til í 7.umferđ er félagsmálafrömuđurinn ađ norđan, Stefán Bergsson, hélt ró sinni í ćsispennandi endatafli og hafđi sigur gegn Vigni Vatnari. Ţađ varđ norđanmanninum til happs ađ Vignir Vatnar missti af máti í 2 undir lokin og eru skákáhugamenn hvattir til ţess ađ kynna sér ţessi skemmtilegu tafllok á fésbókarsíđunni Íslenskir skákmenn (tímabundnir geta stokkiđ beint í mínútu 9:10). Ţetta reyndist eina tapskák Vignis ţví hann vann allar hinar og lauk ţví keppni međ 10 vinninga. TR-ingurinn knái vann ekki ađeins mótiđ heldur tryggđi hann sér um leiđ nafnbótina Hrađskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur 2017. Vignir Vatnar skipar sér ţar međ á bekk međ snjöllum meisturum á borđ viđ Friđrik Ólafsson og Guđmund Sigurjónsson.

Akureyringurinn beinskeytti Stefán Bergsson, sem í frístundum sínum selur skákvarning hvers konar, hlaut 9 vinninga og nćgđi ţađ til silfurverđlauna. Stefán lagđi báđa félaga sína á verđlaunapallinum en varđ ađ sćtta sig viđ tvö jafntefli snemma móts, auk ţess sem hann lét í minni pokann fyrir hinum bráđsnjalla knattspyrnumanni Stephani Briem.

Bronsverđlaunin komu í hlut hins eitilharđa Magnúsar Pálma Örnólfssonar. Mikill völlur er á Bolvíkingnum um ţessar mundir líkt og eftirtektarverđ framganga hans í nýafstöđnu Haustmóti TR ber vott um. Magnús Pálmi vann átta skákir, gerđi eitt jafntefli en beiđ lćgri hlut fyrir bćđi Vigni og Stefáni. Í skákinni gegn Stefáni varđ Magnúsi Pálma ţađ á ađ leika međ báđum höndum en nýútkomnar skákreglur FIDE taka hart á ţví og ber skákstjóra ađ dćma tap í slíkum tilfellum. Ţessi nýja regla alţjóđa skáksambandsins FIDE er umdeild og mun vafalítiđ reynast mörgum skákmanninum erfiđ viđureignar. Engu ađ síđur er óskandi ađ ađlögun íslenskra skákmanna gangi snurđulaust fyrir sig ţví töluverđ ógleđi fylgir ţví ađ tapa tafli vegna hinna nýju handalögmála. Hvađ sem ţví líđur ţá nćldi Magnús Pálmi sér í 8,5 vinning og virđist ţví vera kominn í áskrift ţetta haustiđ ađ verđlaunapallinum í Skákhöllinni.

Í 4.-6. sćti međ 6,5 vinning röđuđu sér reynsluboltarnir Ögmundur Kristinsson, Ţór Valtýsson og Eiríkur K. Björnsson.

Taflfélag Reykjavíkur ţakkar ţátttakendum fyrir spennandi og drengilega keppni og vonast til ţess ađ sjá sem flesta aftur á einhverjum af ţeim fjölmörgu skákmótum sem framundan eru í vetur.

Úrslit og lokastađa: Chess-Results

Nánar á heimasíđu TR.


Íslandsmót skákfélaga hefst 19. október í Rimaskóla

Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2017-2018 fer fram dagana 19.–22. október nk. Mótiđ fer fram í Rimaskóla. Fyrsta umferđ (eingöngu í 1.deild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 19. október. Ađrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 20. október kl. 20.00 og síđan tefla laugardaginn 21. október kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. Síđasta umferđin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 22. október. 

Umhugsunartími er 90 mín. á skákina + 30 sek. viđbótartími bćtist viđ eftir hvern leik. 

Frestur til félagaskipta rennur út á miđnćtti í kvöld. Ţó geta ţeir sem eru utan félaga og stigalausir skráđ sig í skákfélag allt fram á síđustu stundu.  

 

 

 


Síđari hluti Haustmóts SA hafinn - úrslit eftir bókinni

Í gćrkvöldi var tefld fyrsta umferđ af fimm í síđari hluta Haustmóts Skákfélags Akureyrar. Vinningar í ţessum hluta gilda tvöfalt á móti vinningum úr fyrri hlutanum. Lítilsháttar breyting varđ á keppendahópnum og eru tíu keppendur í síđari hlutanum. Úrslitin í gćrkvöldi.

  • Áskell-Sigurđur E         1-0
  • Eymundur-Jón Kristinn     0-1
  • Ólafur-Ulker              1-0
  • Jón Magnússon-Sigurđur A  0-1
  • Smári-Arnar Smári         1-0

Stađan í mótinu er ţá ţessi:

Jón Kristinn 8,5;  Sigurđur A 7;  Áskell 6,5;  Ólafur og Smári 6;  Sigurđur E 3,5; Eymundur og Arnar smári 2,5; Ulker 1,5.

Önnur umferđ síđari hlutans verđur tefld nk. sunnudag, 1. október, og hefst kl. 13. Ţá tefla ţessi:

  • Jón Kristinn og Ólafur
  • Arnarson og Áskell
  • Eiríksson og Smári
  • Arnar Smári og Eymundur
  • Ulker og Jón Magnússon

 

 


Helgi Dagur vann í gćr

Sjötta umferđ alţjóđlega mótsins Mön fór fram í gćr. Helgi Ólafsson (2512) og Dagur Ragnarsson (2340) unnu sínar skákir. Helgi vann skoska stórmeistarann Ketevan Arakhamia-Grant (2369). Önnur sigursák hans í röđ. Í dag teflir Helgi viđ gođsögnina Julio Granda Zuniga (2653) og verđur sú skák vćntanlega í beinni. Gauti Páll Jónsson (2011) heldur áfram góđu gengi og gerđi jafntefli viđ FIDE-meistarann Gerald Loew (2262). 

Heimsmeistarinn Magnus Carlsen (2827) virđist vera í feiknaformi og vann í gćr Pavel Eljanov (2734). Hann er efstur međ 5˝. Annar er indverski Íslandsvinurinn Guirathi Vidit (2702) međ 5 vinninga. Ţeir tefla saman í dag. 

Úrslit gćrdagsins í Meistaraflokki

Clipboard02


Stađa íslensku keppendanna

Clipboard03


Tveir Íslendingar taka ţátt í 1. flokki (major). Arnar Heiđarsson (1480) vann í gćr skákmann semđ 1789 skákstig og hefur 1˝ vinning.  Alexander Oliver Mai (1875) gerđi jafntefli og hefur 3 vinninga eftir fjórar umferđir. 

Freyja Birkisdóttir (1332) teflir í 2. flokki (minor) Hún gerđi gott jafntefli í gćr viđ skákmann međ 1633 skákstig. Hún hefur 3 vinninga eftir 4 umferđir. 

 

 


Bikarsyrpa TR hefst í dag

Annađ mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 29. september og stendur til sunnudagsins 1. október. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Dagskrá:

1. umferđ: 29. september kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 30. september kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 30. september kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 30. september kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 01. október kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 01. október kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 01. október kl. 16.00 (sun)

Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni 7. umferđ.

Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Sjálfkrafa tap dćmist á keppanda sem mćtir á skákstađ meira en 15 mínútum eftir ađ viđkomandi umferđ hefst.

Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.

Sigurvegari mótsins hlýtur ađ launum bikar og ţá hlýtur einnig efsta stúlkan í hverju móti bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sćti og 3. sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda; taflsett, skákklukka, 5.000kr bókainneign ásamt veglegum farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda, fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sćti gefur 5 einkatíma, 2. sćti gefur 3 einkatíma og 3. sćti gefur 2 einkatíma.

Nánari upplýsingar: http://taflfelag.is/bikarsyrpa-tr-heldur-afram-fostudaginn-29-september/


Skráđir keppendur: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1WeidUjiUR3feCyQidQrdHVmTMqlXnbHb2oBlyG4XVa8/edit?usp=sharing


Hörđuvallaskóli og Ölduselsskóli međ brons

Island högstadie 1 (1)

Norđurlandamót grunn- og barnaskólasveita fór fram helgina 22.-24. september ađ Laugm í Sćlingsdal. Fjórar íslenskar sveitir tóku ţátt tvćr í hvorum flokki. Hörđuvallskóli hlaut brons í eldri flokki og Ölduselsskóli í ţeim yngri. Norđmenn komu sáu og sigruđu og fóru heim međ gull í báđum flokkum.

Norđurlandamót grunnskólasveita

Hörđuvallskóli hlaut 13 vinninga í 20 skákum og enduđu í 3. sćti ađeins hársbreidd frá silfrinu. Sverrir Hákonarson fékk flesta vinninga Hörđuvellinga eđa 4 vinninga á fjórđa borđi. 

Norge högstadie

Norska sveitin, Langnes Skole, hlaut 14˝ vinning.

Rimaskóli hlaut 6 vinninga og endađi í fimmta sćti. Arnór Gunnlaugsson fékk flesta vinninga ţeirra eđa 2 vinninga.

Lokastöđuna má finna á Chess-Results.

Norđurlandamót barnaskólasveita

Island lĺgstadie 2 (1)

Ölduselsskóli hlaut 11 vinninga og bronsiđ. Birgir Logi Steinţórsson fékk flesta vinninga eđa 4 á fjórđa borđi.

Norge prisutdelning 3 (1)

Norska sveitin, Sörashögda skole, varđ efst međ 15 vinninga.

Álfhólsskóli varđ ađeins vinningi frá verđlaunasćti en sveitin hlaut 10 vinninga. Alexander Már Bjarnţórsson stóđ sig best ţeirra en hann hlaut 4 vinninga.

Nánar á Chess-Results.

Mótshaldiđ var í öruggum höndum Stefáns Bergssonar og Omar Salma. Ásdís Bragadóttir sá um undirbúning ţess.


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.12.): 20
  • Sl. sólarhring: 48
  • Sl. viku: 198
  • Frá upphafi: 8771977

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband