Bloggfćrslur mánađarins, september 2017
28.9.2017 | 09:59
Bikarsyrpa TR hefst á morgun
Annađ mót Bikarsyrpunnar hefst föstudaginn 29. september og stendur til sunnudagsins 1. október. Tefldar eru 7 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo mikilvćgt sé ađ börnin vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.
Dagskrá:
1. umferđ: 29. september kl. 17.30 (fös)
2. umferđ: 30. september kl. 10.00 (lau)
3. umferđ: 30. september kl. 13.00 (lau)
4. umferđ: 30. september kl. 16.00 (lau)
5. umferđ: 01. október kl. 10.00 (sun)
6. umferđ: 01. október kl. 13.00 (sun)
7. umferđ: 01. október kl. 16.00 (sun)
Verđlaunaafhending fer fram strax ađ lokinni 7. umferđ.
Tvćr yfirsetur (bye) eru leyfđar í umferđum 1-5 og fćst 1/2 vinningur fyrir hvora yfirsetu. Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.
Sjálfkrafa tap dćmist á keppanda sem mćtir á skákstađ meira en 15 mínútum eftir ađ viđkomandi umferđ hefst.
Ţátttökugjald í mótiđ er 1.500kr. Börn sem eru félagar í TR greiđa ekki ţátttökugjald.
Sigurvegari mótsins hlýtur ađ launum bikar og ţá hlýtur einnig efsta stúlkan í hverju móti bikar. Verđlaunapeningur eru veittur fyrir 2. sćti og 3. sćti. Sérstök verđlaun verđa veitt nćsta vor fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda; taflsett, skákklukka, 5.000kr bókainneign ásamt veglegum farandbikar. Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir besta samanlagđan árangur, ţar sem mest fjögur mót gilda, fyrir börn sem eru félagar í TR, en ţađ eru einkatímar hjá einhverjum af sterkustu skákmönnum félagsins; 1. sćti gefur 5 einkatíma, 2. sćti gefur 3 einkatíma og 3. sćti gefur 2 einkatíma.
Nánari upplýsingar: http://taflfelag.is/bikarsyrpa-tr-heldur-afram-fostudaginn-29-september/
Skráđir keppendur: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1WeidUjiUR3feCyQidQrdHVmTMqlXnbHb2oBlyG4XVa8/edit?usp=sharing
28.9.2017 | 08:26
Hilmir Freyr og Björn Hólm međ jafntefli viđ alţjóđlega meistara
Fimmta umferđ alţjóđlega mótsins í Mön fór fram í gćr. Í meistaraflokki (Masters) vann Helgi Ólafsson Jóvönu Rapport (2327). Ţrír íslenskir skákmenn gerđu góđ jafntefli. Hilmir Freyr Heimisson (2185) viđ indverska alţjóđlega meistarann Sharma Hermant (2342), Björn Hólm Birkisson (2023) á móti skoska alţjóđalega meistaranum Stephan R. Mannion (2320) og Gauti Páll Jónsson (2011) gegn Edmund Player (2202). Ađrar skákir töpuđust.
Magnus Carlsen (2827) og Pavel Eljanov (2734) eru efstir međ 4˝ vinning.
Úrslit gćrdagsins
Stađa íslensku keppendanna
Tveir Íslendingar taka ţátt í ađalflokknum (major)
Alexander Oliver Mai (1875) hefur byrjađ mjög vel og hefur 2˝ vinning eftir 3 umferđir. Arnar Heiđarsson (1480) hefur ˝ vinning. Freyja Birkisdóttir (1332) teflir í unglingaflokki (minor) og hefur 2 vinninga eftir 3 umferđir ţrátt fyrir ađ hafa teflt viđ stigahćrri andstćđinga í öllum umferđum.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2017 | 08:01
Ađalfundur Hugins fer fram í kvöld
Ađalfundur skákfélagsins Hugins verđur haldinn í húsnćđi Sensu hf. ađ Ármúla 31 í Reykjavík, fimmtudagskvöldiđ 28. september nk. kl. 20.00.
Dagskrá: Venjuleg ađalfundarstörf samkvćmt samţykktum félagsins.
- Sjá nánar hér: http://skakhuginn.is/um-gm-helli/samthykktir-gm-hellis/
Á ađalfundinum verđur fjallađ um eftirfarandi liđi:
(1) Kosinn fundarstjóri og fundarritari.
(2) Flutt skýrsla stjórnar.
(3) Lagđir fram reikningar félagsins sem ná yfir síđastliđiđ almanaksár.
(4) Umrćđur um störf stjórnar og afgreiđsla reikninga.
(5) Kosning formanns og varaformanns.
(6) Kosning stjórnar
(7) Kosnir tveir endurskođendur ađ reikningum félagsins.
(8) Formleg inntaka nýrra félagsmanna
(9) Félagsgjöld ákvörđuđ.
(10) Lagabreytingatillögur sem séu löglega bođađar
(11) Önnur mál.
27.9.2017 | 13:29
Levon Aronian sigurvegari Heimsbikarmótsins!
Armeninn Levon Aronian var rétt í ţessu ađ tryggja sér sigur á Heimsbikarmótinu í Tíblísi. Hann kjöldróg kínverska stórmeistarann Ding Liren í bráđabana, 2-0. Skákirnar, sem voru međ atskákstímamörkum, voru frábćrlega tefldar af hálfu Aronian og átti Liren ekki rođ í hann.
Ţetta er í annađ skiptiđ sem Aronian ber sigur úr býtum í Heimsbikarmótinu en ţađ gerđi hann einnig áriđ 2005.
Fyrir utan titilinn hlaut Aronian 120 ţúsund Bandaríkjadali í sinn hlut fyrir sigurinn. Ding Liren hlaut 80 ţúsund Bandaríkjadali fyrir sína frammistöđu.
Ţótt ađ aurinn komi eflaust ađ góđum notum ţá eru kapparnir eflaust enn sáttari viđ ţá stađreynd ađ báđir unnu ţeir sér sćti í Kandídatamótinu sem fer fram í Berlín á nćsta ári. Ţar munu átta sterkustu skákmenn heims keppa um réttinn til ađ skora á Magnus Carlsen í einvígi um heimsmeistaratitilinn.
Frábćr umfjöllun Chess.com um bráđabanann
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 16:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2017 | 11:36
Hrađskáksmót Taflfélags Reykjavíkur hefst í kvöld
Hrađskákmót Taflfélags Reykjavíkur fer fram í kvöld, miđvikudaginn 27. september kl. 19:30. og fer mótiđ fram í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12. Tefldar verđa 11 umferđir eftir svissnesku kerfi og er umhugsunartíminn 4 mínútur auk ţess sem 2 sekúndur bćtast viđ eftir hvern leik (4+2). Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga.
Ţátttökugjald er kr. 1.000 fyrir 18 ára og eldri, en kr. 500 fyrir 17 ára og yngri. Félagsmenn TR sem eru 17 ára og yngri fá frítt í mótiđ. Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin. Auk ţess verđur krýndur Hrađskákmeistari Taflfélags Reykjavíkur. Ţátttakendur eru beđnir um ađ skrá sig í forminu hér ađ neđan.
Ađ loknu hrađskákmótinu fer fram verđlaunaafhending fyrir Haustmót Taflfélags Reykjavíkur.
26.9.2017 | 20:08
Mön: Hilmir Freyr lagđi alţjóđlegan meistara
Fjórđa umferđ alţjóđlega mótsins á Mön fór fram í dag og var róđurinn ţungur fyrir íslensku skákmennina eftir gott gengi í umferđinni áđur. Helst gladdi augađ ađ Hilmir Freyr Heimisson lagđi skoska alţjóđlega meistarann Stephen Mannion (2320) ađ velli. Ţá gerđu brćđurnir, Bárđur Örn og Björn Hólm, báđir jafntefli. Bárđur gegn Shinya Kojima (2403) og Björn gegn Janik Kruse (2096).
Guđmundur, Helgi, Dagur, Gauti Páll og Aron Ţór töpuđu sínum skákum.
Enginn hefur fullt hús í Masters-flokki. Heimsmeistarinn Magnus Carlsen gerđi jafntefli viđ Rustam Kasimdzhanov frá Úsbekistan og Aleksandr Lenderman og Pavel Eljanov gerđu sömuleiđis jafntefli. Ţessir fjórir eru efstir međ 3,5 vinninga ásamt stórmeisturunum Laurent Fressinet, Julio Granda Zuniga og Santosh Vidit.
Ţá hófu ţrír íslenskir keppendur leik í Major-flokki mótsins, ţeir Alexander Oliver Mai, Agnar Tómas Möller og Arnar Milutin Heiđarsson. Alexander vann sína skák í fyrstu umferđ gegn stigalćgri andstćđingi en Agnar og Arnar nýtu sér báđir hjásetu í fyrstu umferđinni.
Í annarri umferđ gerđi Alexander jafntefli gegn Colm Buckley (1926) en Arnar tapađi gegn Alexander Stuhlmann (1857). Agnar tók hinsvegar ađra hjásetu.
Freyja Birkisdóttir (1332) teflir í Minor-flokki og hefur byrjađ afar vel. Hún gerđi jafntefli viđ Howard Dobson (1654) í fyrstu umferđ. Í annarri umferđ gerđi hún síđan jafntefli viđ Söndru Blackburn (1585).
Veislan heldur síđan áfram á morgun en pörun í Masters-flokki liggur ekki enn fyrir. Enginn Íslendingur verđur í beinni útsendingu á morgun.
Spil og leikir | Breytt 27.9.2017 kl. 10:08 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2017 | 19:46
Heimsbikarmótiđ: Úrslitin ráđast í bráđabana
Fjórđu og síđustu skák einvígis Ding Liren og Levon Aronian um Heimsbikarmeistaratitilinn lauk međ jafntefli í dag. Ţar međ er ljóst ađ úrslit einvígisins ráđast í bráđabana ţar sem leikar standa jafnir, 2-2.
Ding Liren stýrđi hvítu mönnunum í dag og komst ekkert áfram. Eins í annarri skákinni, ţar sem Aronian var einnig međ svart, náđi Aog ađrmeninn yfirhöndinni og vann loks peđ. Ding Liren barđist hinsvegar um á hćl og hnakka og hélt ađ lokum jafntefli. Samiđ var um skiptan hlut eftir 52.leiki.
Bráđabaninn hefst á morgun međ tveimur atskákum. Tíminn verđur styttur enn frekar ef annar hvor keppandinn nćr ekki ađ knýja fram sigur. Ađ lokum, ef fullreynt er ađ knýja fram úrslit, endar mótiđ međ Armageddon-skák.
26.9.2017 | 10:11
Meistaramót Hugins: Hjörvar Steinn í forystu
Sjötta og nćstsíđasta umferđ Meistaramót Hugins fór fram í gćrkvöldi. Á efsta borđi mćttust Vignir Vatnar Stefánsson og Björn Ţorfinnsson. Upp kom ítalskur leikur og voru báđir keppendur á ţví ađ Björn vćri langt kominn međ ađ valta yfir unga manninn. Ţađ var ţó bara byggt á tilfinningum beggja og samkvćmt tölvuforritum gat Vignir haldiđ sjó. Björn ratađi ekki á rétta framhaldiđ og međ nokkrum góđum varnarleikjum bćgđi Vignir allri hćttu frá og gott betur en ţađ. Ađ endingu bauđ sá ungi jafntefli í tvísýnni stöđu og Björn greip ţađ fegins hendi.
Á öđru borđi vann Hjörvar Steinn sigur gegn Snorra Ţór Sigurđssyni og Loftur Baldvinsson vann Óskar Víking á snaggaralegan hátt. Ţá hafđi Björgvin Víglundsson sigur gegn Elvari Erni Hjaltasyni og Ólafur Guđmarsson, sem einnig stóđ sig vel á nýafstöđnu Haustmóti TR, lagđi Hjört Yngva Jóhannsson ađ velli.
Hjörvar Steinn er ţví einn í forystu fyrir síđustu umferđ mótsins međ 5 vinninga af 6. Í öđru sćti eru Björn og Vignir međ 4,5 vinninga en síđan eru fjórir skákmenn međ 4 vinninga. Ţađ eru ţeir Sigurđur Dađi Sigfússon, Björgvin Víglundsson, Loftur Baldvinsson og Ólafur Guđmarsson.
Pörun síđustu umferđar liggur ekki enn fyrir en ljóst er ađ Hjörvar Steinn og Vignir Vatnar mćtast í hreinni úrslitskák.
26.9.2017 | 09:34
Mön: Frábćr dagur hjá íslenska hópnum
Íslensku skákmeistararnir sem taka ţátt í hinu ćgisterka alţjóđlega móti á Mön stóđu sig vel í 3.umferđ. Guđmundur Kjartansson hefndi fyrir Gauta Pál og vann sigur gegn ţýska FIDE-meistaranum Johannes Paul (2335). Helgi Ólafsson varđ ađ sćtta sig viđ jafntefli gegn Jan Woellermann (2384) en Dagur Ragnarsson komst loks í gang međ sigri gegn Baard Dahl (194). Ţá vann Bárđur Örn Birkisson sigur gegn Vilmos Balint (2281) og Gauti Páll Jónsson lagđi Filiz Osmanodja (2245). Ţá gerđi Aron Ţór Mai jafntefli viđ Jena Kumar Rakesh (2418). Hilmir Freyr Heimisson og Björn Hólm máttu hinsvegar sćtta sig viđ tap gegn sterkum andstćđingum.
Fjórir keppendur hafa enn fullt hús í mótinu, Magnus Carlsen, Rustam Kasimdzhanov, Aleksandr Lenderman og Pavel Eljanov.
Mesta athygli vakti sigur James Tarjan, sem tefldi á Reykjavíkurmótinu á ţessu ári, gegn Vladimir Kramnik. Tarjan er fćddur áriđ 1952 og var ólseigur stórmeistari á árum áđur. Hann tók sér hinsvegar frí frá skák í ţrjá áratugi (!) og sneri aftur til leiks áriđ 2014, ţá einmitt á Mön. Ţetta var án ef hans stćrsti sigur og hann átti erfitt međ ađ hemja tilfinningar sínar viđ blađamenn eftir skákina.
Ţá heldur harmsaga Hou Yifan áfram. Hún tapađi í gćr gegn georgísku skákkonu Nino Batsiashvili. Eins og skákáhugamenn vita hefur hún átt í stríđi viđ enska mótshaldara útaf ţeirri stađreynd ađ hún teflir, ađ hennar mati, of oft viđ konur í opnum mótum. Í Gíbraltar-mótinu um áriđ tefldi hún viđ sjö skákkonur í tíu skákum og á Mön hefur hún teflt viđ ţrjár í fyrstu ţremur umferđunum. Hún mćtir ísraelsku skákkonunni Yuliya Shvayger í 4.umferđ og er eflaust hoppandi kát međ ţađ.
Í fjórđu umferđ mćtir Guđmundur Jeffrey Xiong sem er eflaust vígamóđur eftir tap sitt gegn Carlsen í síđustu umferđ. Má búast viđ ađ skákin verđi í beinni útsendingu á helstu skákmiđlum.
Ađrar viđureignir Íslendinga eru eftirfarandi:
Eugene Perelshteyn (2542) Dagur Ragnars
Peter T. Roberson (2403) Helgi Ólafs
Bárđur Örn Shinya Kojima (2403)
Aron Ţór Konstantin Kavutskiy (2390)
Ketevan Arakhamia-Grant (2369) Gauti Páll
Hilmir Freyr Stephen Mannion (2320)
Björn Hólm Janik Kruse (2096)
26.9.2017 | 09:03
Heimsbikarmótiđ: Enn jafnt í Tíblísi
Ţriđja skák Levon Aronian og Ding Liren í Tíblísi var frekar tíđindalítil. Armeninn stýrđi hvítu mönnunum og tefldi enska leikinn. Ding var nú sem endra nćr viđ öllu búinn og lenti ekki í neinum vandrćđum međ ađ jafna tafliđ. Ađ lokum sömdu kapparnir eftir 31.leik.
Stađan í einvíginu er ţví 1,5 - 1,5 og er síđasta skák stórmeistaranna á dagskrá í dag. Ef enn verđur jafnt fer fram bráđabani á morgun, fimmtudaginn 27.september.
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 2
- Sl. sólarhring: 24
- Sl. viku: 436
- Frá upphafi: 8776150
Annađ
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 104
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar