Leita í fréttum mbl.is

Mön: Frábćr dagur hjá íslenska hópnum

Íslensku skákmeistararnir sem taka ţátt í hinu ćgisterka alţjóđlega móti á Mön stóđu sig vel í 3.umferđ. Guđmundur Kjartansson hefndi fyrir Gauta Pál og vann sigur gegn ţýska FIDE-meistaranum Johannes Paul (2335).  Helgi Ólafsson varđ ađ sćtta sig viđ jafntefli gegn Jan Woellermann (2384) en Dagur Ragnarsson komst loks í gang međ sigri gegn Baard Dahl (194). Ţá vann Bárđur Örn Birkisson sigur gegn Vilmos Balint (2281) og Gauti Páll Jónsson lagđi Filiz Osmanodja (2245). Ţá gerđi Aron Ţór Mai jafntefli viđ Jena Kumar Rakesh (2418). Hilmir Freyr Heimisson og Björn Hólm máttu hinsvegar sćtta sig viđ tap gegn sterkum andstćđingum.

Guđmundur_Kjartansson

Fjórir keppendur hafa enn fullt hús í mótinu, Magnus Carlsen, Rustam Kasimdzhanov, Aleksandr Lenderman og Pavel Eljanov.

Mesta athygli vakti sigur James Tarjan, sem tefldi á Reykjavíkurmótinu á ţessu ári, gegn Vladimir Kramnik. Tarjan er fćddur áriđ 1952 og var ólseigur stórmeistari á árum áđur. Hann tók sér hinsvegar frí frá skák í ţrjá áratugi (!) og sneri aftur til leiks áriđ 2014, ţá einmitt á Mön. Ţetta var án ef hans stćrsti sigur og hann átti erfitt međ ađ hemja tilfinningar sínar viđ blađamenn eftir skákina.

Tarjan_Kramnik

 

Ţá heldur harmsaga Hou Yifan áfram. Hún tapađi í gćr gegn georgísku skákkonu Nino Batsiashvili. Eins og skákáhugamenn vita hefur hún átt í stríđi viđ enska mótshaldara útaf ţeirri stađreynd ađ hún teflir, ađ hennar mati, of oft viđ konur í opnum mótum. Í Gíbraltar-mótinu um áriđ tefldi hún viđ sjö skákkonur í tíu skákum og á Mön hefur hún teflt viđ ţrjár í fyrstu ţremur umferđunum. Hún mćtir ísraelsku skákkonunni Yuliya Shvayger í 4.umferđ og er eflaust hoppandi kát međ ţađ.

Í fjórđu umferđ mćtir Guđmundur Jeffrey Xiong sem er eflaust vígamóđur eftir tap sitt gegn Carlsen í síđustu umferđ. Má búast viđ ađ skákin verđi í beinni útsendingu á helstu skákmiđlum.

Ađrar viđureignir Íslendinga eru eftirfarandi:

Eugene Perelshteyn (2542) – Dagur Ragnars

Peter T. Roberson (2403) – Helgi Ólafs

Bárđur Örn – Shinya Kojima (2403)

Aron Ţór – Konstantin Kavutskiy (2390)

Ketevan Arakhamia-Grant (2369) – Gauti Páll

Hilmir Freyr – Stephen Mannion (2320)

Björn Hólm – Janik Kruse (2096)

Heimasíđa mótsins

Úrslit

Beinar útsendingar 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 31
  • Sl. viku: 166
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 130
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband