Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2017

Haustmót SA: Jón Kristinn öruggur sigurvegari

Jón Kristinn Ţorgeirsson vann öruggan sigur á Haustmóti SA sem lauk í dag. Teflt var međ atskákstímamörkum, sjö umferđir, en fyrri hluti mótsins fór fram síđasta sunnudag.

Jón Kristinn var efstur í hálfleik, međ 3,5 vinninga af fjórum mögulegum. Hann mćtti í vígahug í dag og lagđi alla ţrjá andstćđinga sína af velli. Hann hlaut ţví 6,5 vinninga í 7 skákum og var 1,5 vinningi á undan nćsta manni.

Í öđru sćti var Sigurđur Arnarson međ 5 vinninga. Hann hafđi tryggt sér annađ sćtiđ fyrir síđustu umferđ en ţá ákvađ hann ađ komast í snertingu viđ sína innri sauđkind og laut í gras gegn Áskeli Erni Kárasyni.

Áskell Örn átti afleitan fyrri dag en hann bćtti ráđ sitt í dag og vann allar ţrjár skákirnar og stökk ţar međ upp í ţriđja sćti.

Alls tóku ellefu skákmenn ţátt í mótinu.

Úrslit mótsins á Chess-Results


Haustmót Vinaskáksfélagsins fer fram 2.október

Haustmót Vinaskákfélagsins verđur haldiđ mánudaginn 2. október. Mótiđ fer fram í Vin, ađ Hverfisgötu 47, og hefst kl.13.00.

Tefldar verđa sex umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á hverja skák. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskáksstiga. Skákstjóri mótsins verđur Hörđur Jónasson og verđa góđ verđlaun í bođ.

Hćgt er ađ skrá sig hér fyrir ofan á Skak.is (gulur kassi) en einnig verđur tekiđ viđ skráningum á stađnum.

Eins og venjan er í Vin verđur bođiđ uppá frábćrar veitingar í hléi.

Allir velkomnir!!

 


Haustmót TR: Hjörvar Steinn stóđ uppi sem sigurvegari

Hjörvar Steinn Grétarsson bar sigur úr býtum á Haustmóti TR sem lauk í dag. Í síđustu umferđ mótsins lagđi stórmeistarinn Loft Baldvinsson ađ velli og hlaut ţar međ 8 vinninga í 9 skákum.

Magnús Pálmi Örnólfsson kórónađi frábćrt mót sitt međ ţví ađ leggja Björgvin Víglundsson ađ velli. Magnús Pálmi varđ einn í öđru sćti međ 7 vinninga úr 9 skákum og mokađi inn rúmlega 20 FIDE-stigum!

Baráttan um ţriđja sćtiđ varđ ţví miđur endasleppt ţví á ţriđja borđi fékk Einar Hjalti Jensson ókeypis vinning gegn Oliver Aron. Ungi mađurinn var ţví miđur međ flensu og gat ekki mćtt til leiks. Ţar međ hlaut Einar Hjalti bronsverđlaunin, sem hann er fullsćmdur af, en eflaust hefur alţjóđlegi meistarinn viljađ hreppa ţau međ góđri sigurskák í síđustu umferđ.

Í 4-5.sćti urđu Björgvin Víglundsson og Ţorvarđur Fannar Ólafsson međ sex vinninga. Björgvin varđ efstur TR-inga í mótinu og er ţví Skákmeistari TR 2017!

Mótiđ á Chess-results

Heimasíđa TR

 

 


Mön 2.umferđ: Gott jafntefli Guđmundar og Arons

Önnur umferđ alţjóđlega mótsins á Mön fór fram í dag. Athygli allra íslenskra skákáhugamanna beindist ađ viđureign Hikaru Nakamura, sem er tíundi stigahćsti skákmađur heims, og Helga Ólafssonar. Erlendir skákáhugamenn fylgdust einnig vel međ og voru greinilega međ allt á hreinu. Einn ţeirra frćddi ađra um ađ fađir Helga hefđi unniđ sigur á Bobby Fischer um áriđ. Ţar var snillingurinn auđvitađ ađ vísa til Friđriks Ólafssonar og augljóslega var eftirnafniđ ađ rugla hann í ríminu. 

Helgi_Nakamura

 

Helgi átti allskostar viđ Nakamura í sjálfri skákinni, jafnađi tafliđ auđveldlega og virtist ćtla ađ sigla jafnteflinu í höfn. Ţá fór hinsvegar klukkan ađ segja til sín og međ lítinn tíma á klukkunni valdi Helgi vitlaust plan, hann óđ fram međ f-peđiđ sitt sem kom honum í örlítiđ óţćgilega stöđu sem síđan versnađi jafnt og ţétt ţar til yfir lauk. Líklega er smá ryđ í okkar manni.

Tíđindi umferđarinnar voru ţó tvö frábćr jafntefli Guđmundar og Arons Ţórs. Guđmundur var međ svart gegn Richard Rapport, sem nýlega gerđi mikinn usla á Heimsbikarmótinu í Tíblísi ţar sem hann komst í 8-manna úrslit. Ţví miđur var skákin ekki í beinni útsendingu en jafntefli međ svörtu gegn svo öflugum stórmeistara eru frábćr úrslit.

Aron Ţór gerđi síđan jafntefli gegn indverska alţjóđlega meistaranum Sharma Hemant (2342). Frábćr úrslit hjá ţessum efnilega skákmanni.

Dagur Ragnarsson gerđi jafntefli viđ ţýsku skákkonuna Alina Zahn en Bárđur, Björn Hólm, Gauti Páll og Hilmir Freyr töpuđu sínum skákum gegn sterkum andstćđingum.

Erlendir skákmiđlar fjalla nokkuđ um paranir sterkustu skákkonu heims, Hou Yifan. Eins og frćgt er orđiđ tók Yifan ţátt í opna Gíbraltarmótinu fyrr á árinu. Í síđustu umferđ mótsins tapađi hún viljandi gegn indverska stórmeistaranum Babu Lalith. Tilgangurinn var sá ađ mótmćla ţví ađ hún hefđi teflt viđ sjö skákkonur í umferđunum tíu og vildi Yifan meina ađ pöruninni hefđi veriđ hagrćtt. Ţeirri kenningu var alfariđ vísađ á bug af mótshöldurum sem sögđu ađ tölvuforrit parađi sjálfvirkt.

Ţetta er rifjađ upp vegna ţess ađ í fyrstu tveimur umferđunum á Mön hefur Yifan ađeins teflt viđ skákkonur! Fyrst viđ Alexöndru Kostenuik og síđan Elizabeth Phaetz. Verđur spennandi ađ sjá hvort ađ hún tefli viđ ţriđju skákkonuna í nćstu umferđ og allt verđi vitlaust!

Pörun ţriđju umferđar liggur ekki enn fyrir.

Mótiđ á Chess-results

 

 

 

 

 


Heimsbikarmótiđ: Ding hélt jöfnu

Önnur skák einvígis Ding Liren og Levon Aronian endađi međ jafntefli eftir harđa baráttu. Liren stýrđi hvítu mönnunum og beitti Catalan-byrjun. Aronian jafnađi tafliđ auđveldlega og allt virtist stefna í friđsamt jafntefli. Eftir mikil uppskipti endađi Aronian hinsvegar međ óţćgilegt frípeđ á a-línunni. 

Á tímabili stóđ Armeninn líklega til vinnings en ađ lokum tókst Ding Liren ađ halda jafntefli međ herkjum. 

Stađan í einvíginu er ţví jöfn, 1-1 og fer ţriđja skákin fram á morgun, mánudag. Hefst taflmennskan kl.11.00 á íslenskum tíma.

Beinar útsendingar

Heimasíđa Heimsbikarmótsins

 

 


NM á Laugum: Hörđuvallaskóli međ vinnings forskot fyrir síđustu umferđ

Mikil spenna ríkir fyrir síđustu umferđ í eldri flokki á NM grunn- og barnaskólasveita. Hörđuvallaskóli tapađi 1-3 fyrir norska skólanum Langnes. Međ ţeim sigri hleyptu Norđmennirnir mikilli spennu í mótiđ og er Hörđuvallaskóli nú međ vinnings forskot á bćđi norsku og dönsku sveitina. Hörđuvallaskóli mćtir dönsku sveitinni í síđustu umferđ sem hefst klukkan 16:00. Rimaskóli teflir viđ norsku sveitina og ná vonandi ađ krafsa einhverja vinning af ţeim til ađ hjálpa strákunum í Hörđuvallaskóla.

Í yngri flokki er Ölduselsskóli í ţriđja sćti en eiga erfiđa viđureign fyrir höndum í síđustu umferđinni. Ţá mćta ţeir Norđmönnum sem er efstir.

Fylgjast má međ beinum útsendingum á http://skaksamband.is/

Stöđur í flokkunum, skákir og öll einstaklingsúrslit má sjá hér: http://chess-results.com/tnr299668.aspx?lan=1


Mön 1.umferđ: Heimsmeistarinn lagđi Bárđ

Íslendingar voru fyrirferđamiklir í umrćđunni um fyrstu umferđ alţjóđlega mótsins á Mön sem hófst í gćr. Alls taka átta íslenskir skákmenn ţátt í mótinu og var ferđin skipulögđ af Skákskóla Íslands. Í farabroddi breiđfylkingarinnar er skólastjórinn Helgi Ólafsson sem aldrei ţessu vant mun tefla sjálfur í mótinu. Helgi vann sína skák gegn Íslandsvininum Alan Byron og mćtir einum besta skákmanni heims, Hikaru Nakamura, í annarri umferđ mótsins sem er ađ hefjast.

Mesta athygli fyrstu umferđar vakti viđureign heimsmeistarans Carlsen viđ Bárđ Örn Birkisson. Líklega ţarf ađ fara um ţrjá áratugi aftur í tímann til ţess ađ finna viđureign Íslendingsins og ríkjandi heimsmeistara. Bárđur tefldi byrjunina vel og var međ fína stöđu. Hann lék síđan nokkrum örlítiđ ónákvćmum leikjum og ađ sjálfsögđu refsađi Magnús  fyrir ţađ og hafđi betur ađ lokum. Hann er nú eftir allt saman heimsmeistarinn. Fjörlegar umrćđur voru í spjallglugga beinu útsendingarinnar á Chessbomb.com. Ţar voru menn mikiđ ađ velta fyrir sér nafni Bárđs og voru einhverjir á ţví ađ ţetta vćri gott nafn á dverg úr Hringadróttinssögu (Bardur, son of Birkir).

Ţá kveiktu einhverjir á ţví ađ Bárđur vćri líklega bróđir Björns sem tefldi nokkrum borđum neđar viđ gođsögnina Alexei Shirov. Ártölunum var flett upp og Sherlockarnir á spjallsvćđinu komust ađ ţví ađ líklega vćru Birkissynir tvíburar. Ţá hófust fjörlegar umrćđur um hverjir vćru sterkustu skáktvíburar heims og niđurstađan var sú ađ líklega vćru ţađ Pert-brćđur hinir ensku (Nick Pert er GM en amlóđinn Richard er bara IM). Loks kíkti einhver á skák Björns gegn Shirov og ţá var skrifađ í hástöfum: "HVAĐA BRJÁLĆĐINGUR TEFLIR DREKANN GEGN SHIROV?".

Drekinn var djarft val hjá Birni en svo fór ađ Shirov fékk upp ógnvekjandi kóngsókn og ţá ţurfti ekki ađ spyrja ađ leikslokum.

Fljótlega eftir ađ umferđin hófst bárust ţćr fréttir ađ fyrstu skák mótsins vćri lokiđ. Ţar var Íslendingur í eldlínunni en ţví miđur ekki á réttum forsendum. Dagur Ragnarsson ruglađist á leikjaröđ gegn indverska stórmeistaranum S. Narayanan og varđ ađ henda inn hvíta handklćđinu eftir 13.leiki. Hundfúlt en Dagur mun eflaust bíta í skjaldarrendur.

Guđmundur Kjartansson gerđi traust jafntefli viđ indverska stórmeistarann Vishnu Prasanna og Hilmir Freyr Heimisson gerđi jafntefli viđ ţýska FIDE-meistarann Gerald Loew.

Gauti Páll Jónsson tapađi gegn bandaríska stórmeistaranum Eugene Perelshteyn og Aron Ţór Mai tapađi gegn Fischer. Reyndar Daniel Fischer.

 

Bein útsending(Simon Williams skýrir)

Heimasíđa mótsins

Úrslit á Chess-results

 

 


Heimsbikarmótiđ: Jafntefli í fyrstu skák

Stórmeistaranir Levon Aronian og Ding Liren skyldu jafnir í fyrstu skák úrslitaeinvígis Heimsbikarmótsins sem fram fer í Tíblísi í Georgíu. Armeninn síkáti var međ hvítt og upp kom áhugavert afbrigđi í enskum leik.

Ding Liren var viđ öllu búinn og gaf engin fćri á sér. Kapparnir ţráléku og sömdu um jafntefli eftir 35.leiki.

Önnur skák einvígisins var ađ hefjast og má fylgjast međ henni í beinni útsendingu á nokkrum skákmiđlum

Bein útsending

Heimasíđa mótsins

 

Ding_Aronian

 


Hlemmur Square mót nr. 2 haldiđ í kvöld

Hlemmur Square mun í samstarfi viđ Vinaskákfélagiđ halda hrađskákmót á Hlemmur Square sunnudaginn, 24. september, klukkan átta.

Ţetta er annađ skákmótiđ í seríu mánađarlegra móta ţar sem teflt er í rúmgóđum heimkynnum veitingastađar hótelsins, Pylsa/Pulsa Restaurant. Síđasta mótiđ lukkađist vel en ţar fór Ingvar Ţór Jóhannesson međ sigur af hólmi međ fullt hús vinninga. .

Tefldar verđa 8 umferđir međ 4+2 mínútna umhugsunartíma. Skákstjóri og dómari er Hörđur Jónasson frá Vinaskákfélaginu.

Ţátttaka er ókeypis á mótiđ en Hlemmur Square gefur gjafabréf fyrir efstu ţrjú sćtin auk ţess sem medalía verđur veitt fyrir vinningshafann.

1. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 7.000 kr. +medalía
2. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 5.000 kr.
3. verđlaun: Gjafabréf á Pylsa/Pulsa Restaurant / bar fyrir 3.000 kr.

Gleđistundarverđlag á kranaveigum fyrir ţátttakendur mótsins, ef ţörf skyldi krefja í ţeim annars harđa skóla sem skákin er!

Gert er ráđ fyrir ţví ađ skákmótiđ taki innan viđ ţrjár klukkustundir.

Hćgt er ađ skrá sig í gegnum skak.is á gula kassann, en einnig á stađnum.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1vhVGHktFHzq4809Bf6k2JnrLRscFGaLdnwWv0K5lQz0/


NM á Laugum: Góđir sigrar í ţriđju umferđ

IMG_0855[1]Ţriđju umferđ á NM á Laugum lauk nú um kvöldmatarleytiđ. Ţremur íslenskum sveitanna gekk mjög vel og unnu öfluga sigra. Álfhólsskóli átti erfiđa viđureign gegn ţéttri sveit Svía. Ţrátt fyrir öfluga baráttu og langar skákir fékkst ađeins hálfur vinningur í hús en ţađ var Róbert Luu sem náđi í ţann hálfa punkt.

Ölduselsskóli vann góđan sigur á sveit Finna. Brćđurnir Stefán Orri og Óskar Víkingur bitu í skjaldarrendur og unnu báđir. Baltasar tapađi á ţriđja borđi en á fjórđa borđi heldur Birgir Logi áfram ađ hala inn vinningana og vann á laglegan hátt eftir ađ hafa stađiđ verr.

Ölduselsskóli og Álfhólsskóli mćtast í fyrramáliđ. Í síđustu umferđ á Ölduselsskóli svo ađ tefla viđ norsku sveitina sem er efst međ níu vinninga, en Ölduselsskóli kemur í humátt á eftir međ sjö og hálfan vinning.

Í eldri flokki mćtti Hörđuvallaskóli sćnskri sveit. Drengirnir sýndu enga miskunn og tóku alla punktana sem í bođi voru. Hörđuvallaskóli er kominn međ um ţriggja vinninga forskot á nćstu tvćr sveitir sem verđa einmitt andstćđingarnir á morgun.

Rimaskóli átti góđa umferđ gegn finnskri sveit. Arnór Gunnlaugsson gaf tóninn međ fljótum og sannfćrandi sigri á mun stigahćrri andstćđing. Anton Breki á fjórđa borđi hélt jafntefli međ góđri fléttu. Joshúa gerđi jafntefli á öđri borđi og stađan ţví 2-1 fyrir Rimaskóla. Nansý vann svo afskaplega smekklega á fyrsta borđi og 3-1 niđurstađan.

Fjórđa umferđ hefst í fyrramáliđ klukkan tíu.

Stöđuna má finna hér; http://chess-results.com/tnr299669.aspx?lan=1&art=0&wi=821

Beinar útsendingar eru ađgengilegar á http://skaksamband.is/

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 8764058

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband