Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, september 2015

Svidler og Karjakin mćtast í úrslitum

Peter Svidler (2727) og Sergei Karjakin (2753) mćtast í úrslitum Heimsbikarmótsins í skák. Ţađ er ljóst eftir spennandi undanúrslit sem kláruđst í gćr. Ţá vann Karjakin Eljanov í mjög spennandi einvígi sem ţurfti ađ ađ tvíframlengja. Áđur hafđi Svidler unniđ Anish Giri (2793) en ţurfti til ţess ađeins tvćr skákir. Svidler og Karjakin hafa báđir tryggt sér keppnisrétt í áskorendamótinu sem fram fer í mars nk.

Úrslitin hefjast á morgun kl. 10. Tefldur eru fjórar skákir. 


Íslandsmót unglingasveita fer fram 10. október

Íslandsmót Unglingasveita 2014 verđur haldiđ ţann 10. október nćstkomandi í Garđalundi í Garđabć. (Garđaskóli)

Mótiđ hefst kl. 13 og stendur líklega fram til 17. Umhugsunartími eru 15 mínútur á mann.

Mótiđ er liđakeppni Taflfélaga og eru 4 í hverju liđi auk varamanna.

Reglugerđ mótsins má finna á vefnum skaksamband.is http://www.skaksamband.is/?c=webpage&id=249

Ţátttökurétt hafa öll taflfélög sem og/eđa íţrótta/hérađssambönd svo framarlega ađ ekki er taflfélag á sama svćđi.

Skráning fer fram í tölvupósti til félagsins tg@tgchessclub.com

Benda ber sérstaklega á

 • ađ sameinuđ liđ geta ekki orđiđ Íslandsmeistarar
 • hverju liđi skal fylgja liđsstjóri sem sér um liđiđ og ađ fylla út öll úrslit í mótinu. Hver liđsstjóri skal ekki stýra meira en 2 liđum
 • Ţátttökugjöld eru 4000 kr. á hvert liđ.
 • Mótiđ verđur reiknađ til alţjóđlegra atskákstiga. Fćđingardagar ţeirra keppenda sem eru ekki á stigalista ţurfa fylgja međ skráningu.

Íslandsmeistarar 2014 voru Taflfélag Reykjavíkur. 

Sjá má úrslit á mótinu 2014 á Chess-Results. 


Bragi međ fullt hús í Stangarhyl í dag

Ţađ er búiđ ađ vera mikiđ um ađ vera í Íslenska skákheiminum síđustu viku. Á miđvikudagskvöldiđ fjölmenntu skákáhuga menn á öllum aldri í Háskólabíó og horfđu á nokkuđ skemmtilega  leikna mynd af ţeim Fischer og Spassky berjast um heimsmeistara titilinn í Reykjavík 1972. Ţađ var ágćt skemmtun.

Síđan fór fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga fram í Rimasóla um helgina og margir af okkar félögum ađ tefla ţar. Ţađ mćttu samt tuttugu og átta skákţyrstir öldungar til leiks í dag og sumir börđust til síđasta manns, en ađrir voru nćgjusamari og sćttust á jafntefli eins og gengur.

Bragi Halldórsson hreinsađi öll borđ og uppskar 10 vinninga af 10 mögulegum. Sćbjörn Larsen kom svo í humátt á eftir Braga međ 8 vinninga. Talsverđan spöl á eftir Sćbirni komu svo ţrír vígamenn, allir međ 6˝ vinning. Ţetta voru ţeir Guđfinnur R, Friđgeir Hólm og Ari Stefánsson. Guđfinnur var efstur á stigum í ţriđja sćti, Friđgeir í fjórđa og Ari í fimmta sćti dagsins. 

Sjá nánar í töflu og myndir frá ESE

2015-09-29

 

 


Kringluskákmótiđ fer fram á fimmtudaginn

KringlanKringluskákmótiđ 2015 fer fram fimmtudaginn 1. október, og hefst ţađ kl. 17:00. Mótiđ fer fram í Kringlunni, en ađ mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, međ ađsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni,í samstarfi viđ markađsdeild Kringlunnar. 

Gera má ráđ fyrir ađ margir af sterkustu skákmönnum ţjóđarinnar muni taka ţátt í ţví. Skákmenn eru hvattir til ađ skrá sig sem fyrst eftir ađ opnađ verđur fyrir skráningu. Mótiđ er öllum opiđ og er ţátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á Skák.is (Guli kassinn)Hámarkfjöldi keppenda er 60 manns og ţví er ekki hćgt ađ tryggja ţátttöku nema ađ skrá sig til leiks. Einnig er hćgt ađ skrá sig í síma 8629744 (Gunnar).

Fyrirkomulag mótsins er ţannig ađ keppendur draga fyritćkjaspjald úr hatti, sem keppandinn síđan teflir fyrir í mótinu. Skráningu líkur kl 12.00 ađ hádegi á mótsdag. Tefldar verđa 8 umferđir međ 5 mínútna umhugsunartíma. Skákstjóri er Haraldur Baldursson. Fyrstu verđlaun eru 20.000 kr. og góđir aukavinningar eru fyrir sćtkin ţar fyrir neđan.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Viltu taka ţátt í skákćvintýrinu mikla og vera sjálfbođaliđi á EM?

Viltu vera sjálfbođaliđi

Bragi Halldórsson og Donika Kolica verđa međal sjálfbođaliđa á EM. Hvađ međ ţig?

Skáksamband Íslands mun í vetur ráđast í eitt stćrsta verkefni íslenskrar skáksögu ţegar Evrópumeistaramót landsliđa verđur haldiđ í Laugardalshöllinni dagana 12. – 22. nóvember. Framkvćmdin er gríđarlega umfangsmikil. Skáksambandiđ leitar um ţessar mundir ađ sjálfbođaliđum til ađ starfa viđ mótiđ. Ýmis störf eru í bođi og verđur unniđ á tveimur vöktum. Önnur vaktin er frá 14:00 – 18:00 og hin frá 18:00 – 21:00. Sjálfbođaliđarnir munu m.a. vinna viđ miđasölu, móttöku keppenda, veitingasölu, vörslu verđmćta,uppsetningu og frágang, upplýsingagjöf og öryggisgćslu.

Óskađ er eftir 50-60 sjálfbođaliđum en nú ţegar eru sjálfbođaliđar ţegar orđnir 35 talsins. Skráning verđur opin til 8. október. Fundir međ sjálfbođaliđum verđa haldnir sunnudaginn 11. október. Annar klukkan 13:00 og hinn 20:00 en fariđ verđur yfir sömu atriđi á fundunum og geta sjálfbođaliđar valiđ hvorn fundinn ţeir sćkja.

Skáksambandiđ mun leggja mikla áherslu á góđan ađbúnađ sjálfbođaliđa. Ţeir munu fá góđa leiđsögn og ţjálfun svo störfin verđi sem auđveldust ađ vinna. Sérstakt herbergi í Höllinni verđur tekiđ frá fyrir sjálfbođaliđa ţar sem ţeir geta hvílst og notiđ veitinga. Ţeir sjálfbođaliđar sem taka sjö vaktir eđa fleiri fá bođ á lokhóf mótsins, veglega gjöf frá Skáksambandinu ađ móti loknu og bođ á uppskeruhátíđ mótsins í desember ţar sem landsliđsmenn munu koma í heimsókn og fara yfir ţátttöku sína á mótinu. Allir sjálfbođaliđar fá gefins minjagrip mótsins.

Skáksambandiđ hvetur fólk á öllum aldri til ađ skrá sig sem sjálfbođaliđa og taka ţátt í ţví skákćvintýri sem framundan er.

Bragi Halldórsson og Donika Kolica ćtla bćđi ađ vera sjálfbođaliđar á EM!  Viltu slást í hópinn?

Skráning hér.

ETCC_logo

 


Huginn međ hálfs vinnings forskot á TR eftir fyrri hlutann

IMG 7612

Skákfélagiđ Huginn hefur hálfs vinnings forskot á Taflfélag Reykjavíkur ađ loknum fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem fram fór um helgina í Rimaskóla. Í fimmtu umferđ unnu Huginsmenn Taflfélag Bolungarvík 6-2 en á sama tíma vann Taflfélag Reykjavíkur Skákdeild Fjölnis 5˝-2˝. Skákfélag Akureyrar sem vann stórsigur á Skákdeild Kr, 7-1, er í ţriđja sćti. 

Önnur úrslit urđu ţau ađ Víkingaklúbburinn vann b-sveit Akureyringa 4˝-3˝ og b-sveit Hugins vann b-sveit TR 5-3. 

Fallbaráttan í deildinni getur orđiđ jöfn og spennandi en ţrjú liđ eru neđst međ 12˝ vinning.

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.

2. deild

Skákfélag Reykjanesbćjar hefur 5 vinninga forystu í 2. deild. Sveitin hefur 19 vinninga c-sveit TR er í öđru sćti međ 14 vinninga og Taflfélag Garđabćjar er í ţriđja sćtm međ 13˝.

Fallbaráttan í deildin getur orđiđ mjög spennandi en ađeins munar vinningi á fjórum neđstu liđunum. 

Sjá Chess-Results.

3. deild

Vinaskákfélagiđ hefur fullt hús - hefur unniđ allar sínar viđureignir. C-sveit Skákfélags er í öđru sćti međ 6 vinninga og b-sveit KR er í ţriđja sćti međ 5 vinninga.

Sjá Chess-Results.

4. deild

Hrókar alls fagnađar fara mikinn á sínu fyrstu ári og eru efstir međ fullt hús stiga. Taflfélag Vestmanneyja er í öđru sćti međ 7 vinninga og Skákdeild Breiđabliks er ţriđja sćti einnig međ 7 stig en fćrri vinninga.

Sjá Chess-Results

Nánari umfjöllun um mótiđ á morgun.

 


Skákfélagiđ Huginn og Taflfélag Reykjavíkur berast á banaspjót

Ţröstur og Helgi Áss

Stórmeistarnir Ţröstur og Helga Áss tefla međ Hugin

Sveitir Skákfélagsins Hugins og Taflfélags Reykjavíkur (TR) eru sem fyrr jafnar og efstar á Íslandsmóti skákfélaga. Huginn vann Víkingaklúbbinn 5˝-2˝ og TR vann b-sveit Hugins međ sama mun. Í lokaumferđ helgarinnar sem hefst kl. 11 í Rimaskóla teflir Huginn viđ viđ Bolvíkinga en TR-ingar viđ Fjölnismenn. 

IMG 7654

Hannes Hlífar og Gummi Kja fara fyrir sveit TR

Huginn og TR hafa 26 vinninga. Fjölnismenn eru í ţriđja sćtiđ međ 18˝ vinning en ţeir unnu 7-1 stórsigur á b-sveit Skákfélags Akureyrar (SA). 

Önnur úrslit fjórđu umferđar urđu ţau KR-ingar unnu mjög góđan 4˝-3˝ sigur á Bolvíkingum og a-sveit SA vann b-sveit TR 6-2.  

Međal einstakra óvćntra úrslita má nefna Stefán Ţór Sigurjónsson (Víkingaklúbbnum) vann stórmeistarann Stefán Kristjánsson (Hugin)

Stöđuna má nálgast á Chess-Results.

Í gćr voru afhendir átta bíó-miđar á Pawn Sacrifice myndina. Í upphafi umferđarinnar á eftir verđa einnig afhendir fleiri miđar. 

Bođsmiđa fengu (tvo hver)

IMG 7645

Ţessir eru á leiđinni á bíó!

Fyrsta deild 

 • Lárus Knútsson
 • Magnús Pálmi Örnólfsson 

Önnur deild 

 • Magnús Matthíasson
 • Bárđur Örn Birkisson 

Ţriđja deild 

 • Gestur Guđrúnarson
 • Sveinbjörn Sigurđsson 

Fjórđa deild 

 • Hilmar Arnarson
 • Stefán Orri Davíđsson

Einnig voru afhend viđurkenningarskjöl sem nýlega tóku FIDE-ţjálfara námskeiđ og teljast nú viđurkenndir FIDE-ţjálfarar.

FIDE ţjálfarar

 

2. deild

IMG 7618

 

Skákfélag Reykjanesbćjar er međ algjöra yfirburđi í 2. deild en sveitin hefur 16 vinninga af 18 mögulegum. Í 2.-3. sćti eru c-sveit TR og Taflfélag Garđabćjar međ 11 vinninga. 

Sjá Chess-Results.

3. deild

Hjálmar og Hörđur

Hjálmar og Hörđur eru lykilmenn Vinaskákfélagsins.

Vinaskákfélagiđ er í forystu í ţriđju deild en félagiđ hefur 6 stig. d-sveit TRer í ţriđja sćti međ 5 vstig. b-sveit, Reyknesinga, c-sveit SA og d-sveit Hugins koma í nćstu sćtum međ 4 stig.

Sjá Chess-Results.

4. deild

Gunnar, Gunnar og Stjáni

"Ţađ er gott ađ búa í Fjallabyggđ" Gunnar Skarphéđinsson, Gunnar I. Birgisson og Kristján Stefánsson

Skákfélag Sauđárkróks og Hrókar alls fangađar eru í forystu međ 6 stig. Taflfélag Vestmannasveita a-sveit Breiđabliks koma nćst međ 5 stig. 

Sjá Chess-Results

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Aronjan, Gelfand og Kamsky úr leik á heimsbikarmóti FIDE

Ţessa dagana stendur yfir í Bakú í Aserbasjan heimsbikarmót FIDE en sigurvegarinn ţar fćr keppnisrétt í áskorendamótinu sem síđar ákveđur hver verđur áskorandi heimsmeistarans Magnúsar Carlsen. Alls hófu 132 skákmenn keppni um síđustu helgi en keppnisfyrirkomulagiđ býđur upp á tveggja skáka einvígi međ venjulegum umhugsunartíma. Verđi jafnt er gripiđ til skáka međ styttri umhugsunartíma. Og ţađ kemur auđvitađ á daginn ađ spennustigiđ í styttri skákunum er slíkt ađ skemmtanagildiđ eykst stórum og er ţađ auđvitađ í takt viđ hrađann á okkar tímum. Vefurinn Chess24 hefur veriđ međ skemmtilegar streymis-útsendingar frá mótinu ţar sem nokkrir af sigurstranglegustu skákmönnunum hafa ţegar ţurft ađ taka pokann sinn og eru á heimleiđ. Skal ţar fremstan telja Levon Aronjan sem féll úr keppni í 2. umferđ, Boris Gelfand datt strax úr leik, einnig Gata Kamsky og skákdrottningin Hou Yifan.

32 skákmenn voru eftir ţegar keppnin hélt áfram á fimmtudaginn og spennandi einvígi framundan: Kramnik gegn Andreikin, Giri gegn Leko, Radjabov gegn Svidler, Nakamura gegn Nepomniachtchi, Ivanchuk gegn Jakovenko, Grischuk gegn Eljanov svo nokkur dćmi séu tekin.

Kínverjarnir og afrek Eljanovs

Ţó ađ Kínverjar hafi unniđ opna flokk síđasta ólympíuskákmóts, státi af fremstu skákkonu heims svo fátt eitt sé tínt til, eru menn alltaf ađ gleyma ţví ađ ţeir eru hiđ nýja stórveldi skákarinnar. Vandi Kínverja hefur veriđ sá ađ ţrátt fyrir frábćran árangur í flokkakeppnum eiga ţeir enn eftir ađ slá í gegn á einstaklingsmótum. Kannski kemur ţađ nú; í Bakú tefla ţeir fram sínum bestu mönnum t.a.m. hinum 16 ára gamla Wei Yi sem margir telja ađ verđi nćsti heimsmeistari.

Í ljósi ţess hve mikiđ er undir í hverri skák er afrek Úkraínumannsins Pavel Eljanov magnađ en hann hefur unniđ allar fimm kappskákir sínar. Á fimmtudaginn vann hann fyrri skák sína viđ Alexander Grischuk í ćsispennandi skák. Rétt fyrir tímamörkin gat Grischuk unniđ. Síđar varđ hann ađ láta drottninguna en gat sennilega haldiđ jafntefli ţegar hann lék sig í mát:

Alexander Grischuk – Pavel Eljanov

Katalónsk byrjun

1. c4 Rf6 2. Rf3 e6 3. g3 d5 4. Bg2 dxc4 5. Da4 Rbd7 6. Dxc4 c5 7. O-O b6 8. Rc3 Bb7 9. d4 Hc8 10. Dd3 cxd4 11. Rxd4 Bxg2 12. Kxg2 Bb4 13. Rdb5 a6 14. Rd6 Bxd6 15. Dxd6 De7 16. Dd3 b5 17. Bf4 e5 18. Bg5 h6 19. Rd5 De6 20. Bxf6 Rxf6 21. Rxf6 Dxf6 22. Da3!

Stađan er býsna jafnteflisleg en Grischuk tekst ađ skapa sér ýmis fćri en tekur ákveđna áhćttu líka.

22. ... Hc2 23. b3 Dc6 24. Kg1 Dc5 25. Dxa6 O-O 26. a4 Hxe2 27. a5 e4 28. Hae1 Hxe1 29. Hxe1 f5 30. De6+ Kh7 31. Hd1 Hf6 32. Dd5 Dc2 33. Hd2 Dc3 34. Ha2 De1+ 35. Kg2 f4 36. a6 f3 37. Kh3 Hg6

GMBUKPRM38. Kh4?

Afleikur í tímahraki, 38. a7 vinnur ţar sem 38. .... Dg1 er svarađ međ 39. Df5!

38. ... Db4 39. Kh3 Hg5 40. Df7 Dc5 41. g4 Dc1 42. a7 h5 43. Dxh5 Hxh5 44. gxh5 Dc8 45. Kg3 Da8 46. Ha6 Kg8 47. b4 Kf8 48. Kf4 Ke7 49. Ke3 Kd7 50. Kd4 Kc7 51. Ke3 Kb7 52. Ha5 Kb6 53. Ha3 Kc6 54. Ha5 Kd6

Vandséđ er hvernig svartur getur unniđ eftir 55. Kf4, t.d. 55. ... Kd5 56. Hxb5+ Kc4 57. Ha5 Kxb4 58. Ha1! o.s.frv.

GMBUKPRE55. Kd4?? Dd5+ 56. Ke3 Ke5!

– hótar máti á d3 eđa d4. Grischuk gafst upp.

 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 19. september

Skákţćttir Morgunblađsins


Huginn og TR í forystu

 

Skákfélagiđ Huginn og Taflfélag Reykjavíkur eru jöfn og efst međ 20˝ vinning ađ lokinni ţriđju umferđ Íslandsmóts skákfélaga. Huginn vann Fjölni 6-2 en TR-ingar unnu Akureyringa 5˝-2˝. Sveitirnar eru efstir og jafnar međ 20˝ vinning. Víkingaklúbburinn er í ţriđja sćti međ 13˝ eftir 4˝-3˝ sigur á Bolvíkingum. 

B-sveit Hugins vann b-sveit Akureyringa 6-2 en KR-ingar gerđu 4-4 jafntefli viđ b-sveit TR.

Sjá nánar á Chess-Results.

2. deild

Skákfélag Reykjanesbćjar er efst međ 10 vinninga. Taflfélag Garđabćjar og c-sveit TR eru í 2.-3. sćti međ 8 vinninga.

Sjá Chess-Results.

3. deild

Vinaskákfélagiđ er efst međ 4 stig D-sveit TR og Skákfélag Siglufjarđar eru í 2-3. sćti međ 3 stig međ 7˝ vinning.

Sjá Chess-Results.

4. deild

Skákfélag Sauđárkróks, Hrókar alls fagnađar og unglingasveit Breiđabliks eru í forystu međ 4 stig.

Sjá Chess-Results

 


TR međ hálfs vinnings forskot á Hugin

"The Brothers" tefla međ forystusveit TR

Ţađ stefnir í harđa baráttu Taflfélags Reykjavíkur og Skákfélagsins Hugins um Íslandsmeistaratitil skákfélaga. Liđin kepptu bćđi í gćr viđ eigin b-sveitir og unnu yfirburđasigra. TR vann eigiđ b-liđ 8-0 á međan Huginn missti niđur hálfan vinning gegn eigin b-liđi ţar Magnús Teitsson (2157) gerđi jafntefli gegn Einari Hjalta Jenssyni (2392).

IMG 7612

Jon Ludvig Hammer og Helgi Ólafsson fara fyrir Huginsmönnum

Önnur úrslit gćrdagsins voru ţau ađ a-liđ SA vann eigiđ b-liđ 6˝-1˝, Fjölnismenn unnu Bolvíkinga međ minnsta mun og Víkingaklúbburinn lagđi KR-inga ađ velli 6-2.

TR hefur 15 vinninga, Huginn hefur 14˝ og Fjölnismenn eru ţriđju međ međ 9˝ vinning. 

Í ţriđju umferđ sem hefst kl. 11 teflir TR viđ SA á međan Huginn mćtir Fjölni. 

Sjá nánar á Chess-Results.

2. deild

IMG 7618

"Sjonni" og Örn Leó tefla fyrir Reyksnesninga

Reyknesingar eru efstir međ 5 vinninga, Selfyssingar og Garđbćingar eru í 2.-3. sćti.

Sjá Chess-Results.

3. deild

IMG 7630

"Gaman ađ ţessu" Róbert Lagerman forystusauđur Vinaskákfélagsins ásamt Kristjáni Erni skákstjóra og G. Sverri Ţór.

Vinaskákfélagiđ hóf keppnina međ látum og hefur 5˝ vinning. d-sveit TR og Skákfélag Siglufjarđar hafa 4˝ vinning.

Sjá Chess-Results.

4. deild

IMG 7624

Hreinn Hrafnsson og Sveinbjörn Sigurđsson tefla međ Akureyringum.

Eyjamenn eru efstir međ 6 vinninga. Unglingasveit Breiđabliks og hiđ nýstofnađa félag Áttavilltir eru í 2.-4. sćti međ 5˝ vinning.

Sjá Chess-Results

 


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (29.5.): 28
 • Sl. sólarhring: 42
 • Sl. viku: 244
 • Frá upphafi: 8753253

Annađ

 • Innlit í dag: 23
 • Innlit sl. viku: 179
 • Gestir í dag: 17
 • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband