Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2018

Reykjavik Puffins međ jafntefli viđ franska sveit međ MVL í fararbroddi!

PuffinsÍ gćrkvöldi hófst keppnistímabiliđ í hinni svokölluđu PRO Chess League sem er deild sem keyrđ er af Chess.com. PRO stendur fyrir Professional Rapid Online og vísar til ţess ađ skákirnar eru atskákir međ 15+2 tímamörkum.

Deildin er ţannig upp byggđ ađ skipt er niđur í fjóra átta liđa riđla eftir heimshlutum (Atlantic, Central, Pacific og Eastern) og keppa ţau innbyrđis. Hvert liđ samanstendur af skákmönnum sem búa í ţeirri borg sem liđiđ er frá eđa tengjast ţví á einhvern hátt. Hverju liđi er jafnframt heimilt ađ fá til liđs viđ sig "free agent" eđa keppendur sem búa annarsstađar í heiminum og ţví eru flestir af bestu skákmönnum heims skráđir í einhver liđ.

Íslenka liđiđ, Reykjavík Puffins, er í eigu Ingvar Ţórs Jóhannessonar og Björns Ţorfinnssonar og sjá ţeir um rekstur liđsins.

Fyrsta viđureignin í gćr var gegn Marseille Migraines og var ţar svo sannarlega höfuđverkur á ferđinni! Fyrirfram voru Frakkarnir taldir sigurstranglegir enda međ einn besta skákmann heims, Maxime Vachier-Lagrave (MVL) innan sinna rađa. Jafnframt var hans helsti međreiđarsveinn Etienne Bacrot sem oft hefur veriđ yfir 2700 elóstigum og var sterkasti skákmađur Frakka ţar til MVL kom á sjónarsviđiđ.

Reglur keppninnar eru ţó skemmtilegar ađ ţví leyti ađ hvert liđ má ekki hafa međalstig yfir 2500 skákstigum. Nokkrar undantekningar eru á ţeirri reglu og t.d. er veittur afsláttur á stigum allra stigahćstu skákmanna heims og bónus fyrir ađ vera međ kvenmenn í liđinu svo eitthvađ sé nefnt. Međalstig Frakkanna voru ţví ađeins yfir 2500 stigum á međan Puffins liđar voru í rúmum 2480 í međalstigum liđsmanna. Veikasti hlekkur Frakkanna var efnilegur 11 ára drengur međ um 1900 skákstig en ljóst var snemma ađ styrkleiki hans var mun hćrri en ţađ. Engu ađ síđur var leikáćtlun Puffins manna ađ hamra á litla guttanum og ná svo ađ lágmarki einum punkti í hinum ţremur skákunum í hverri umferđ.

Teflt er á fjórum borđum og tefla allir međlimir sveitanna innbyrđis og ţví alls 16 vinningar í bođi.

1. umferđin fór mjög skemmtilega af stađ og setti Bragi Ţorfinnsson tóninn međ algjörri slátrun gegn Etienne Bacrot í einna af skákum dagsins!

 

Bragi og Etienne mćttust einmitt í Disney móti áriđ 1993 sćllar minningar fyrir Braga og ákvađ hann ađ vera ekkert ađ sleppa takinu ţó ađ ferill Bacrot hefđi veriđ eilítiđ farsćlli eftir ţađ ćvintýri!

Hjörvar ţurfti ađ hafa mikiđ fyrir ađ leggja stigalćgsta Frakkann og ađrar skákir töpuđust. Björn lá í endatafli gegn MVL sem hafđi betra tafl lengst af ţó Björn hefđi veriđ mjög nálćgt ţví ađ ná jafnteflinu. Helgi náđi sér ekki á strik gegn Moussard og stađan eftir 1. umferđ ţví 2-2.

Í annarri umferđ lagđi Helgi ţann stigalćgsta međ laglegu taktísku skoti:

HOL1

19.Rxd5! og svartur tapar peđi ţar sem dráp á d5 er svarađ međ Bxd5+ og svo slćr hvítur á e8 tvisvar og vinnur liđ.

Björn var ađ verjast vel međ svörtu gegn Bacrot og líklegast jafntefli í augsýn ţegar Frakkinn lék skyndilega heilum hrók í dauđann! Hjörvar fylgdi svo eftir međ góđum sigri en Bragi tapađi gegn MVL.

Góđ umferđ hjá Puffins, 3-1 og stađan ţví 5-3!

Ţriđja umferđin hófst á besta veg ţegar Bragi lagđi Marc Andria Maurizzi og stađan orđin 6-3 Puffins í vil! Hér voru áhorfendur farnir ađ veita viđureigninni verđskuldađa athygli enda stefni hér í mjög óvćnt úrslit!

Helgi Ólafsson varđist glćsilega gegn MVL í mjög athyglisverđri skák ţar sem Helgi stóđ á tímabili betur. Hér voru Puffins menn komnir í 6.5 vinning og tvćr skákir eftir í ţriđju umferđinni og virtist vera ađ Puffins stćđu til vinnings í ţeim báđum! Hjörvar sótti hart ađ Bacrot og Björn var liđi yfir.....en ţá dundi ógćfan yfir!

HSG1

Bacrot í algjörri nauđvörn síđustu leiki međ hvítu fann hér 36.Hxf7! sem bjargar taflinu. Hjörvar hefđi líklegast getađ náđ jafntefli ţar međ bestu vörn en lenti í mátneti. Á nánast sama tíma lenti Björn í óvćntu mátneti líka og vćntingarnar kramdar á nanósekúndu! Eftir ţennan viđsnúning stóđu leikar 6.5-5.5 fyrir Puffins eftir ţriđju umferđina.

Ljóst var ađ síđustu fjórar skákirnar yrđu ćsispennandi. Bragi lék fljótlega illa af sér og tapađi peđi fyrir litlar bćtur. Frakkinn sigldi ţví örugglega í höfn og stađan ţví 6.5-6.5. Nú ţurftum viđ ađ ná góđum punktum gegn ţeirra bestu mönnum. Slćmu fréttirnar hćttu ekki ţegar Björn Ţorfinnsson lék illa af sér og var orđinn peđi undir og međ vel rangstćđan riddara sem átti á hćttu ađ komast ekki í heimahöfn. Á einhvern ótrúlegan hátt náđi Björn ađ snúa á andstćđing sinn og loks ađ fella hann á tíma....viđ mikinn fögnuđ liđsstjóra Puffins sem sá um beina útsendingu á netinu:

Nú voru tvćr skákir eftir og báđar tvísýnar. Hjörvar virtist aldrei í taphćttu gegn MVL og raunin varđ sú ađ hann náđi jafntefli ţar og tryggđi okkur stöđuna 8-7 og ţví ljóst ađ allt var undir í síđustu skákinni milli Helga og Bacrot. Ţar náđi Bacrot ađ rétta úr kútnum eftir erfiđa byrjun og sneri á Helga og tryggđi Frökkum ađ okkar mati heppnis jafntefli!

 

Frétt Chess.com

 

Puffins sendu út beina útsendingu á netinu en ţví miđur láđist ađ geyma af henni afrit. Ţví verđur kippt í liđinn nćst og útsendingin auglýst betur nćst enda gekk hún vel upp og menn ánćgđir međ hana. Enn er hćgt ađ nálgast útsendingu Chess.com en ţar er fariđ yfir Central  deildina (okkar) en skákir Puffins manna voru mikiđ í sviđsljósinu í ţeirri útsendingu:

Bein útsending Chess.com

Heimasíđa PRO Chess League


TORG skákmót Fjölnis verđur haldiđ 26. janúar á Skákdegi Íslands – Ókeypis ţátttaka

Mi+¦gar+¦sm+¦t +ˇ sk+ík 2016 (2)

Skákdeild Fjölnis hefur stađiđ fyrir afar glćsilegu TORG – skákmóti, hvert ár síđan 2004. Ţetta er eitt allra vinsćlasta barna-og unglingaskákmót landsins og er ćtlađ öllum áhugasömum grunnskólanemendum í Grafarvogi og á landinu öllu. Teflt er um verđlaunagripi og 30 verđlaun eđa happadrćttisvinninga. Teflt er í hátíđarsal Rimaskóla og hefst skákmótiđ kl. 15:00 föstudaginn 26. janúar og lýkur sama dag um kl 17:00. Skráning á stađnum og ţví heppilegt ađ allir keppendur mćti korteri fyrir keppni.

TORG skákmótiđ ber ađ ţessu sinni upp á Skákdag Íslands 26. janúar sem er afmćlisdagur Friđriks Ólafssonar fyrsta stórmeistara Íslands í skák. Friđrik verđur 83 ára ţennan dag og verđur honum bođiđ ađ vera viđstaddur mótiđ sem heiđursgestur og fylgjast međ ćsku Íslands ađ tafli. Ţátttaka á ţessu glćsilega móti er ókeypis. Hagkaup og Emmess ís eru styrktarađilar mótsins. Fyrirtćkin gefa fjölda vinninga og bjóđa öllum ţátttakendum upp á ís, drykk og nammi í skákhléi. Fyrirtćkin á Torginu viđ Hverafold gefa einnig vinninga til mótsins, gjafabréf á pítsur, bćkur, tískufatnađ ofl.  Foreldrar sem eru međvitađir um áhuga barna sinna á skáklistinni ćttu ađ hvetja börn sín til ađ taka ţátt í ţessu vinsćla skákmóti og taka tímann frá. Foreldrar eru einnig velkomnir ađ fylgjast međ og ţiggja kaffiveitingar á stađnum. Grunnskólanemendur, fjölmennum á skemmtileg skákmót í Rimaskóla á Skákdegi Íslands föstudaginn 26. janúar kl. 15.00 – 17:00.  

 


Jón Kristinn í forystu Skákţings Akureyrar

Önnur umferđ Skákţings Akureyrar fór fram í gćrkvöldi, 18. janúar. Úrslit:

Andri-Sigurđur E        1-0

Jón Kristinn-Benedikt   1-0

Rúnar-Símon             1/2

 

Andri vann öruggan Sigur(đ) eftir ađ sá síđarnefndi tapađi skiptamun í miđtaflinu, bótalaust.  Ţá vann fráfarandi meistari líka Benedikt örugglega. Eftir ţetta sátu ţeir Rúnar og Símon lengi einir ađ tafli. Tefldi sá fyrrnefndi til sigurs og hafđi lengi vel smávćgilega stöđuyfirburđi. Símon tókst ţá međ klókindum ađ einfalda tafliđ.  Undir lokin áttust ţeir viđ í hrókseendatafli fjögur peđ gegn ţremur á sama vćng og var umframpeđiđ í liđi Fidemeistarans. Símon varđist ţó vel og náđi jafntefli eftir tćpa 80 leiki. 

Ţeir Jón Kristinn og Andri hafa unniđ báđar sínar skákir. Sigurđur hefur einn vinning og Rúnar og Símon hálfan og á sá fyrrnefndi skák til góđa ţar sem hann sat yfir í upphafsumferđinni. 

Nćst verđur teflt sunnudaginn 21. janúar og ţá eigast viđ:

Benedikt og Rúnar

Sigurđur og Jón Kristinn

Haraldur og Andri

Símon situr hjá. 

Mótiđ á Chess-results  

Heimasíđa Skákfélags Akureyrar


Íslandsmótiđ í Fischer-random skák fer fram eftir viku

Susan-Polgar-and-Bobby-Fischer-playing-Fischer-Random

Skáksamband Íslands stendur fyrir fyrsta opinbera Íslandsmótinu í Fischer-random skák fimmtudaginn 25. janúar nk. Tilvalin ćfing fyrir íslenska skákmenn Evrópumótiđ í Fischer-random skák fer fram í Hörpu 9. mars  á 75 ára afmćlisdegi Fischers. Friđrik Ólafsson leikur fyrsta leik mótsins en mótiđ er hluti af hátíđarhöldunum í kringum Skákdag Íslands sem er afmćlisdegi Friđrik, degi síđar. 

Teflt er í húsnćđi Taflélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, og hefst taflmennskan kl. 19:30.

Tefldar međ 7 umferđir međ umhugsunartímanum 5-3

Góđ verđlaun verđa í bođi en GAMMA er styrktarađili mótsins. 

 1. 40.000 kr.
 2. 25.000 kr.
 3. 15.000 kr.
 4. 10.000 kr.
 5. 10.000 kr.

Verđlaun skiptast eftir Hort-kerfinu. 

Eftirtaldin aukaverđlaun verđa í bođi. 10.000 kr. í hverjum flokki: 

 • Kvennaverđlaun
 • Unglingaverđlaun (2002 og síđar)
 • Öldungaverđlaun (1953 og fyrr)

Aukaverđlaun skiptast ekki – heldur er stuđst viđ Buchols-stig. Ekki er hćgt ađ fá bćđi ađal- og aukaverđlaun heldur fá menn ţau sem eru hćrri.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn).  

Ţátttökugjöld eru kr. 1.000. Stór- og alţjóđlegir meistarar eru undanţegnir ţátttökugjöldum. Helmingsafsláttur fyrir 16 ára og yngri. 

Stuđst er viđ FIDE-reglur um Fischer-random sem og almennar hrađskákreglur FIDE. Hvorug tveggja má nálgast hér

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér


Mamedyarov efstur ásamt Giri og Anand

phph0S47O

Íslandsvinurinn Shakhriyar Mamedyarov (2804) bćttist viđ í hóp efstu manna á Tata Steel-mótinu međ sigri á Caruana (2811). Aserinn brosmildi er nú kominn í annađ sćti á "lćf-listanum" og er ţar eini mađurinn ásamt Carlsen međ meira en 2800 skákstig. Anish Giri (2752) og Vishy Anand (2767) héldu sig jafnteflin í gćr. Allir hafa ţeir 3˝ vinning eftir fimm umferđir. Heimsmeistarinn, Magnús Carlsen (2834) er ţar skammt undan međ 3 vinninga ásamt Vladimir Kramnik (2787). Ţeir gerđu jafntefli í innbyrđis skák í gćr. 

phprD4D0Q

Í gćr hittu ţeir fígúrur úr Sesamstrćti - alias muppets. 

Ítarlega frásögn frá gangi mála má finna á Chess.com.

Frídagur er í dag vegna umferđar á Skákţingi Akureyrar. Veislan í Sjávarvík heldur áfram á morgun. Giri og Anand mćtast og spáir ritstjóri jafntefli. Carlsen mćtir Svidler (2768) og Mamedyarov teflir viđ annan afar brosmildan, Indverjann Adhiban (2665). 

php9JeDoy

Myndir: Maria Emelianova/Chess.com

 


Hannes í 1.-4. sćti í Prag

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2523) gerđi jafntefli viđ slóvakíska stórmeistarann Milan Parcher (2444) í sjöundu umferđ Prag Open í gćr. Hannes er í 1.-4. sćti á mótinu. Áttunda og nćstsíđasta umferđ fer fram í dag og ţá teflir Hannes viđ rússneska FIDE-meistarann Ilya Chekletsov (2373). 

Umferđin hefst kl. 15. Hćgt er ađ fylgjast međ Hannesi beint á Chess24.

226 skákmenn frá 32 löndum taka ţátt í mótinu. Ţar af eru 10 stórmeistarar. Hannes er nćststigahćstur keppenda.  


Hannes vann ekki í gćr - efstur ásamt Pacher

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2523) gerđi jafntefli viđ slóvakíska stórmeistarann Marian Jurcik (2460) í sjöttu umferđ alţjóđlega mótsins í Prag í gćr. Sigurganga Hannesar stöđvuđ eftir 5 sigurskákir í röđ - sex ef fyrsta umferđ MótX skákhátíđarinnar er talin međ. Hannes hefur 5˝ vinning og er í 1.-2. sćti ásamt öđrum slóvakískum stórmeistara, Milan Parcher (2444). 

Sjöunda umferđ hefst á eftir kl. 15. Hćgt er ađ fylgjast međ Hannesi beint á Chess24.

226 skákmenn frá 32 löndum taka ţátt í mótinu. Ţar af eru 10 stórmeistarar. Hannes er nćststigahćstur keppenda.  


80. Skákţing Akureyrar hafiđ!

Skákţing Akureyrar, hiđ 80. í röđinni hófst sunnudaginn 14. janúar kl. 13. Alls eru sjö keppendur skráđir til leiks, sem er mun fćrra en undanfarin ár, en mótiđ er góđmennt engu ađ síđur. Ţađ eru í farabroddi meistari síđasta árs, Jón Kristinn Ţorgeirsson og ţarf enginn ađ veltast í vafa um ţađ á hvađa sćti hann stefnir í ţessu móti. Víst er ađ "gamalkunnur" meistari, sem kemur nú aftur til leiks eftir ađ hafa gert nokkurra ára hlé á ţátttöku í Skákţinginu, Rúnar Sigurpálsson, stefnir á sama sćti. Ţađ gera auđvitađ ađrir keppendur líka, en ţessir tveir eru stigahćstir og eru auk ţess einu keppendurnir sem skarta hinum veglega titli FIDE-meistari (FM). 

Tveimur skákum er lokiđ úr fyrstu umferđ:

Símon Ţórhallsson-Jón Kristinn Ţorgeirsson    0-1

Sigurđur Eiríksson-Haraldur Haraldsson        1-0

Ţeir Andri Freyr Björgvinsson og Benedikt Stefánsson tefla sína skák 17. janúar.

Annarri umferđ verđur svo hleypt af stokkunum fimmtudaginn 18. janúar og hefst kl. 18. Ţá eigast ţessir viđ:

Rúnar-Símon

Jón Kristinn-Benedikt

Andri-Sigurđur

Haraldur situr yfir.

Mótiđ á Chess-results  

Heimasíđa Skákfélags Akureyrar


Anand međ glćsisigur á Caruana - efstur ásamt Giri

phpN9rG0n

Vishy Anand (2767) vann  sigur á Caruana (2811), međ glćsilegri drottningafórn, í ţriđju umferđ Tata Steel-mótsins í Sjávarvík í gćr. Anand er nú efstur ásamt Anish Giri međ 2˝ vinning. Íslandsvinurinn Gawain Jones (2640), sem reyndar verđur ekki međal keppenda á GAMMA Reykjavíkurskákmótinu í ár, vann nýjasta Íslandsvininn Baskaran Adhiban (2655) sem mun hins vegar taka ţátt.  

Lok skákar Anands og Caruana.

dynboard (3)

 

42. Hd6!! 

Öđrum skákum lauk međ jafntefli og ţ.m.t. skák Magnusar Carlsen (2834) og Wei Yi (2743).

Heimsmeistarinn var ókátur og neitađai ađ tala viđ norska fjölmiđla ţrátt fyrr skuldbindingar ţar um. Hann hins vegar tjáđi sig á samfélagsmđlum ađ skák lokinni

 

 

 Ítarlega frásögn frá gangi mála má finna á Chess.com

Fjórđa umfeđr hefst kl. 12:30. Ţá teflir Carlsen viđ Giri, Anand mćtir landa sínum Adhiban. 

 

Myndir: Maria Emelianova/Chess.com

 


Stálin stinn mćtast á Skákhátíđ MótX

20180109_202304

Skemmtilegur andi, keppnisskap og litríkir persónuleikar settu svip sinn á 1. umferđ Skákhátíđar MótX í Skákmusterinu á Kópavogsvelli í síđustu viku. Gestamótiđ er sem fyrr í sameiginlegri umsjá Hugins og Skákdeildar Breiđabliks og hefur aldrei veriđ sterkara en í ár međ ţátttöku 24 titilhafa, ţar af 8 stórmeistara, og eru međalskákstig í A flokki 2.329. Alls eru ţátttakendur á Skákhátíđ MótX 2018 á sjöunda tug talsins.

A flokkur

Í A-flokki var stigamunur milli keppenda í fyrstu umferđ nćrri 200 stigum sem er auđvitađ uppskrift ađ miklum sviptingum. Óvćntustu úrslitin voru sigur Kristjáns Eđvarđssonar (2186) á FM Degi Ragnarssyni (2332), ţar sem Kristján náđi ađ brjótast inn á 7. reitaröđina međ ógnunum sem ekki varđ mćtt međ góđu móti. Athygli vakti ađ FM Halldór Grétar Einarsson (2236) knúđi fram jafntefli gegn stórmeistaranum Jóni L. Árnasyni međ markvissri taflmennsku, CM Bárđur Örn Birkisson (2190) og IM Ingvar Ţór Jóhannesson gerđu stutt jafntefli og Baldur Kristinsson (2185) og IM Einar Hjalti Jensson (2336) skildu jafnir eftir ađ Baldur var ţremur sćlum peđum yfir.

Sérstaka athygli vakti viđureign stigahćsta keppandans í A-flokki og hins yngsta. Ţar lenti hinn öflugi stórmeistari Hjörvar Steinn Grétarsson (2565) í kröppum dansi gegn ungstirninu Vigni Vatnari Stefánssyni (2304) en stórmeistarinn landađi loks sigrinum í miklu tímahraki.

Margir skemmtilegir skákmenn tefla á Skákhátíđinni eftir langt hlé frá kappskákmótum. Ţar má t.d. nefna FM Ásgeir Pál Ásbjörnsson (2267) sem tekur nú ţátt í sínu fyrsta kappskákmóti eftir margra áratuga hlé. Ásgeir Páll er til alls vís en ţurfti ţó ađ lúta í dúk ađ ţessu sinni gegn GM Hannesi Hlífari Stefánssyni (2523) í vandtefldri skák ţar sem ćfingaleysiđ sagđi til sín í lokin. Önnur úrslit í A-flokki voru eftir bókinni (sjá töflu hér ađ neđan).

Í annarri umferđ í A-flokki sem fram fer ţriđjudaginn 16. janúar kl. 19.30 verđa margar athygli verđar viđureignir. Á efsta borđi eigast viđ GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2565) og IM Björn Ţorfinnsson (2400). Dragist skák ţeirra á langinn má búast viđ miklum sviptingum enda tveir af snjöllustu hrađskákmönnum landsins hér á ferđ. Ekki verđur spennan minni á nćst efsta borđi ţar sem stórmeistararnir Ţröstur Ţórhallsson og Jóhann Hjartarson reyna međ sér. Ţröstur sigrađi á ţessu móti í fyrra ásamt Dađa Ómarssyni og Jóhann er einn af fremstu stórmeisturum Íslendinga ţannig ađ blikur verđa á lofti ţessari snerru. Ađrar viđureignir verđa ekki síđur spennandi: 

Hvítir hrafnar

Í flokki eldri skákkappa, Hvítum hröfnum, er fámennt en góđmennt. Í fyrstu umferđ lagđi Bragi Halldórsson (2082) Björn Halldórsson (2182). Sá síđarnefndi er nýstiginn inn á leikvanginn köflótta eftir áratuga fjarveru og er ţađ skákunnendum fagnađarefni. Björn vann mann af Braga og stefndi peđum upp í borđ á drottningarvćng en gćtti ekki ađ gagnsóknarfćrum rithöfundarins margreynda á kóngsvćng og ţví fór sem fór. Skákmeistarinn talnaglöggi og fyrrum liđsmađur hinnar knáu skáksveitar Breiđagerđisskóla, Júlíus Friđjónsson (2137), lagđi hinn öfluga meistara Jónas Ţorvaldsson (2258) eftir ađ sá síđarnefndi var sleginn skákblindu. Jónas hefur mjög lítiđ teflt síđustu ár og er ţví mikill fengur ađ fá hann inn í íslenskt skáklíf á ný. Stórmeistarinn ţjóđkunni, Friđrik Ólafsson (2365), frestađi skák sinni gegn Jóni Ţorvaldssyni (2170). Mikill heiđur er ađ ţátttöku Friđriks í mótinu en ţessi síungi kappi lćtur engan bilbug á sér finna á hvítum reitum og svörtum.

B-flokkur 

Vegna ţess hve A-flokkurinn var vel skipađur í ár var ljóst ađ margir sem ćttu undir venjulegum kringumstćđum fullt erindi ţangađ myndu ţurfa ađ tefla í B-flokki. Oft er ţađ ţannig ađ menn eru ekkert alltof spenntir fyrir slíkum vistaskipti. En eins og vitur mađur sagđi ţá er stundum betra ađ vera stór fiskur í lítilli tjörn en lítill fiskur í stórri. Viđ ákváđum ađ reyna ađ gera litlu tjörnina sem eftirsóknarverđasta og m.a. var ákveđiđ ađ peningaverđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin yrđu helmingur samsvarandi sćta í A-flokknum. Smám saman safnađist í tjörnina og endanleg ţátttaka varđ skemmtileg blanda af bestu ungu skákljónunum okkar, eldri og reyndari séntilmönnum og efnilegustu skákkrökkum landsins.

Aldursforsetinn er hinn geđţekki lćknir Ólafur Gísli Jónsson og ţau yngstu eru Gunnar Erik Guđmundsson og Batel Goitom Haile 10 ára. Stigahćstur er Gauti Páll Jónsson og fast á hćla hans koma skákljónin Hilmir Freyr Heimisson, Björn Hólm Birkisson og Aron Ţór Mai. Skákţjálfararnir Siguringi Sigurjónsson og Birkir Karl Sigurđsson eru líklegir til ađ blanda sér í toppbaráttuna. Međal ţátttakenda eru einnig Agnar Tómas Möller sem auk ţess ađ vera góđur skákmađur, er mikilvćgur bakhjarl fyrir skákhreyfinguna í gegnum fyrirtćkiđ Gamma, knattspyrnumanninn Kristján Halldórsson, hinn skeggmyndarlega baráttumann Kristján Örn Elíasson, bćjarfulltrúann Andra Stein Hilmarsson og síđastan en ekki sístan hljómborđsleikara Hjaltalín og son Norđurlandameistarans í skák Hjört Yngva Jóhannsson.

Úrslitin í fyrstu umferđ voru eftir bókinni enda stigamunurinn 4-500 stig. Ţó gerđi hinn efnilegi Örn Alexandersson úr Skákdeild Breiđabliks sér lítiđ fyrir og vann Ólaf Gísla og Robert Luu og Sigurđur Freyr Jónatansson náđu báđir góđum jafnteflum á móti sér stigahćrri mönnum.

Í annarri umferđ teflir Gauti Páll viđ Kristján Halldórsson á fyrsta borđi og líklegt má telja ađ skákin verđi jafnari en stigamunurinn gefur til kynna. Á öđru borđi eigast viđ ungstirnin Stephan Briem unglingameistari Breiđabliks og Aron Ţór Mai sem er sigrađi Vigni Vatnar á dögunum. Mjög áhugavert verđur ađ fylgjast međ mörgum öđrum viđureignum enda margir sem ćtla sér ađ ná góđu móti og víst er ađ spenna og leiftrandi tilţrif eru síst minni í ţessum flokki en hjá stigahćrri keppendunum.

Nánar á Skákhuganum

 


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (19.1.): 595
 • Sl. sólarhring: 1482
 • Sl. viku: 7531
 • Frá upphafi: 8457717

Annađ

 • Innlit í dag: 350
 • Innlit sl. viku: 3895
 • Gestir í dag: 284
 • IP-tölur í dag: 261

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband