Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2018

Lundarnir fá Slóvenska sveit í ţriđju umferđ PRO Chess League

Tile_Reykjavik_PuffinsÍ kvöld klukkan 19:25 hefst 3. umferđ í PRO Chess League. Umferđin sjálf hefst í raun fyrr um daginn en viđureign Reykjavik Puffins og Ljubljana Turtles hefst á slaginu 19:25 á Chess.com.

Í síđustu viku unnu Lundarnir feykisterkan sigur á sveit frá London en vikuna ţar áđur gerđu Lundarnir jafntefli viđ Marseille Migraines međ Maxime Vachier-Lagrave í broddy fylkingar.

Ljublana Turtles liđiđ er leitt af enska stórmeistaranum Luca Lenic sem er 1. borđsmađur Slóvena. Í raun er kjarninn í liđinu í landsliđi Slóvena og ţví viđ ramman reip ađ draga. Sveitin er frekar stigahá en ungur drengur međ 2114 stig er á síđasta borđi. Sá hefur hinsvegar halađ inn vinningum og ţví ljóst ađ verkefni er ćriđ!

Liđ Lundana ađ ţessu sinni skipa:

GM Hjörvar Steinn Grétarsson (2567), GM Jóhann Hjartarson (2539), GM Ţröstur Ţórhallsson (2420) og IM Björn Ţorfinnsson (2398).

Allir tefla viđ alla á fjórum borđum og ţví 16 vinningar í bođi. Búast má viđ jöfnum og spennandi match.

Hćgt verđur ađ fylgjast međ skákunum og Chess.com en viđ mćlum međ ţví ađ kíkja á beina útsendingu Puffins í umsjón FM Ingvars Ţórs Jóhannessonar sem verđur hér: http://www.twitch.tv/reykjavikpuffins

Heimasíđa PRO Chess League

Útsending Chess.com


Ný alţjóđleg skákstig

Ný alţjóđleg skákstig eru komin út og taka ţau gildi á morgun, 1. febrúar. Héđinn Steingrímsson (2574) er sem fyrr stigahćsti skákmađur landsins. Stefán Már Pétursson er stigahćsti nýliđinn og reyndar sá eini. Benedikt Ţórisson hćkkar langmest frá janúar-listanum á stigum.

Topp 20

Litlar breytingar eru á stigalistanum nú enda skiluđu ađeins eitt innlent kappskákmót reiknađ til stiga ađ ţessu sinni. Miklu meira fjór verđur á mars-listanum ţegar Skákhátíđ MótX, Skákţing Reykjavíkur, Skákţing Akureyrar og Meistarmót Hugins (N) verđa öll reiknuđ. Ađeins ţrír skákmenn á topp 20 átta reiknađa skák í janúar og er röđ efstu manna óbreytt frá ţví sem veriđ hefur. Héđinn Steingrímsson (2574), Hjörvar Steinn Grétarsson (2565) og Jóhann Hjartarson (2536) eru í efstu sćtunum. 

No.NameTitfeb.18DiffGms
1Steingrimsson, HedinnGM257400
2Gretarsson, Hjorvar SteinnGM256500
3Hjartarson, JohannGM253600
4Stefansson, HannesGM2525217
5Olafsson, HelgiGM250800
6Petursson, MargeirGM249900
7Danielsen, HenrikGM249713
8Gunnarsson, Jon ViktorIM246600
9Arnason, Jon LGM245700
10Kristjansson, StefanGM244700
11Kjartansson, GudmundurIM244139
12Gretarsson, Helgi AssGM244100
13Gunnarsson, ArnarIM242800
14Thorfinnsson, BragiIM242600
15Thorsteins, KarlIM242600
16Thorhallsson, ThrosturGM241800
17Kjartansson, DavidFM240900
18Thorfinnsson, BjornIM240000
19Ulfarsson, Magnus OrnFM237100
20Arngrimsson, DagurIM237000


Nýliđinn


Ađeins einn nýliđi er á listanum ađ ţessu sinni. Ţar er á ferđinni enginn annar en Stefán Már Pétursson (1698), fađir Vignirs Vatnars. 

No.NameTitfeb.18DiffGms
1Petursson, Stefan Mar 1698169813


Mestu hćkkanir


Benedikt Ţórisson (+92) hćkkađi langmest á milli janúar og febrúar listans eftir frábćra frammistöđu á Rilton Cup eins og lesa má um á heimasíđu TR. Í nćstu sćtum eru Birkir Ísak Jóhannsson (+37) og Bárđur Örn Birkisson (+36) sem báđir stóđu sig afskaplega vel á minningarmótinu um Steinţór Baldursson. 

No.NameTitfeb.18DiffGms
1Thorisson, Benedikt 1235927
2Johannsson, Birkir Isak 1797377
3Birkisson, Bardur OrnCM2226367
4Thorhallsson, Simon 2064247
5Davidsson, Oskar Vikingur 1871177
6Ottarsson, Tryggvi 1600171
7Briem, Benedikt 1481176
8Stefansson, Vignir VatnarFM2320169
9Thor, Gudmundur Sverrir 2041131
10Thorarinsson, Pall A.FM2287122


Stigahćstu ungmenni landsins (u20)


Vignir Vatnar Stefánsson (2320) endurheimti toppsćtiđ á ungmennalistanum eftir smáfjarveru af toppnum. Jón Kristinn Ţorgeirsson (23199 hefur ađeins einu stigi minna. Ţriđji er Oliver Aron Jóhannesson (2263). Alexander Oliver Mai (1981) kemst í fyrsta skipti inn á topp 10.

No.NameTitfeb.18DiffGmsB-day
1Stefansson, Vignir VatnarFM23201692003
2Thorgeirsson, Jon KristinnFM2319001999
3Johannesson, OliverFM2263-1461998
4Birkisson, Bardur OrnCM22263672000
5Jonsson, Gauti Pall 2160-161999
6Heimisson, Hilmir FreyrCM2136002001
7Thorhallsson, Simon 20642471999
8Birkisson, Bjorn Holm 2046-3872000
9Mai, Alexander Oliver 19811172003
10Davidsdottir, Nansy 1975002002


Reiknuđ skákmót

Ađeins eitt innlent kappskákmót var reikađ til stiga nú. Hrađskámótin voru hins vegar allnokkur. Ţađ er ánćgjulegt ađ sjá hversu dugleg íslensku félögin eru ađ senda mót inn til stiga. 

 • Minningarmót um Steinţór Baldursson (kappskák)
 • Hrađskákmótaröđ TR I (hrađskák)
 • Nýársmót Vinaskákfélagsins (hrađskák)
 • Atkvöld Hugins (at- og hrađskák)
 • Hrađkvöld Hugins (hrađskák)
 • TR laugardagsmót I, II og III (hrađskák)
 • Friđriksmót Vinaskákfélagsins (hrađskák)

Heimslistinn

Magnus Carlsen (2843) er venju samkvćmt stigahćsti skákmađur heims. Í nćstu sćtum er Shakhriyar Mamedyarov (2814) og Vladimir Kramnik (2800).

Topp 100 má nálgast hér

Međfylgjandi er listinn yfir virka íslenska skákmenn í heild sinni. 


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Íslandsmót barnaskólasveita (1.-3. bekkur) fer fram 24. febrúar

Íslandsmót barnaskólasveita 1.-3. bekk 2018 fer fram í Rimaskóla, laugardaginn 24. febrúar nk.  

Tefldar verđa sjö umferđir eftir svissneska kerfinu. Umhugsunartími 8+2 á hvern keppenda. Mótiđ hefst kl. 11 og áćtlađ er ađ ţví ljúki međ verđlaunaafhendingu um kl. 14. Stutt hlé verđur tekiđ um 12:30 til ađ keppendur geti fengiđ sér nćringu.  

Hver skóli getur sent fleiri en eina sveit - en hver sveit er skipuđ fjórum nemendum 1.-3. bekkjar (auk allt ađ fjögurra varamanna). 

Ţátttökugjöld kr. 7.500.- á sveit. Ţó ekki hćrri en kr. 15.000.- fyrir hvern skóla. 

Veitt verđa verđlaun fyrir efstu ţrjár sveitirnar og einnig efstu b-e sveitir. Einnig borđaverđlaun fyrir bestan árangur á 1.-4. borđi. 

Núverandi Íslandsmeistari barnaskólasveita (1.-3. bekkur) er Vatnsendaskóli. Nánar um mótiđ í fyrra hér.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Skráningu lýkur á hádegi (12:00), föstudaginn 23. febrúar.

Upplýsingar um ţegar skráđar sveitir má finna hér.


Líf og fjör á Friđriksmóti Vinaskákfélagsins

20180129_143951-300x169

Ţađ var líf og fjör ţegar skákmenn komu til leiks á Friđriksmót Vinaskákfélagsins sem var haldiđ mánudaginn 29 janúar kl: 13, í Vin ađ Hverfisgötu 47.

Mótiđ er haldiđ vegna afmćli Friđriks Ólafsson fyrsta stórmeistara Íslands, en hann átti afmćli 26 janúar og var 83 ára ţá.

Tefldar voru 6 umferđir međ 7 mínútur á skák. Skákstjóri var Hörđur Jónasson og var mótiđ reiknađ til hrađskákstiga.

Međal skákmanna var afmćlisbarniđ Björgvin Kristbergsson sem varđ 55 ára ţennan dag. Ennfremur var gaman ađ geta ţess ađ skákmađurinn og skákrithöfundurinn Gunnar Örn Haraldsson sem skrifađi skákbókina um Karpov, tefldi á mótinu.

Í tilefni dagsins ţá gaf Bókasafn Vinaskákfélagsins Björvini bókina um Karpov sem höfundurinn áritađi hana međ gleđi.

20180129_144222-1-620x330

En aftur ađ mótinu. Róbert Lagerman sigrađi mótiđ međ fullu húsi eđa 6 vinningum, en hann gaf svo afmćlisbarninu Björgvini bikarinn og fór hann glađur heim á leiđ međ skákbók og bikar.

Í öđru sćti varđ Arnljótur Sigurđsson međ 4,5 vinninga og í ţriđja sćti var Jóhann Valdimarsson međ 4 vinninga. Eftir mótiđ var bođiđ upp á kaffi og vöfflur ađ hćtti Inga Hans og var góđur rómur gerđur ađ veitingunum. Héldu allir heim á leiđ mettir og glađir, ţrátt fyrir misjafnt gengi.

Sjá úrslit hér: Chess-Results

Nánar á heimasíđu Vinaskákfélagsins


Vesturbćjarbiskupinn fer fram á ţriđjudaginn

Vesturbćjarbiskupinn fer fram 6. febrúar í Hagaskóla og hefst mótiđ 16:00. Mótiđ er ćtlađ nemendum á grunnskólaaldri. Tefldar verđa sex umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Veitt verđa verđlaun í ţremur flokkum sem sjá má međ ţví ađ klikka á myndina á viđhengi sem fylgir

Mótiđ er haldiđ af Skákakademíu Reykjavíkur og Ţjónustumiđstöđ Vesturbćjar, Miđborgar og Hlíđa međ stuđningi frá Melabúđinni og Hagaskóla.  

Skráning er á skak.is og er skráningarfrestur til miđnćttis 4. febrúar. 

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

160 krakkar tóku ţátt í fjöltefli í Vatnsendaskóla

26962016_1408455145964203_8316920339775257723_o

Föstudaginn 26. janúar var skákdagurinn í tilefni af afmćli Friđriks Ólafssonar fyrsta stórmeistara í skák hadlinn. Í tengslum viđ ţađ var fjöltefli í Vatnsendaskóla. Metţátttaka var hjá nemendum og fengum viđ Birkir Karl Sigurđsson skákmeistara til ađ tefla fjöltefli viđ nemendur. Birkir Karl telfdi viđ 160 nemendur og stóđ hann vaktina í 4 klukkutíma.

Viđ ţökkum Birki kćrlega fyrir skemmtilega heimsókn í Vatnsendaskóla.

Myndir á Facebook-síđu skólans


Vignir Vatnar sigurvegari á fyrsta móti Hrađskákmótarađar TR

20180126_201642

Á sjálfum skákdeginum, afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, fór fram fyrsta mótiđ í Hrađskákmótaröđ TR sem er nýtt mót í fjölbreyttri mótaflóru Taflfélagsins. 15 vaskir skákgarpar mćttu, sumir ađ tefla fjórđa daginn í röđ, enda eru Skákţing Reykjavíkur og MótX mótiđ í gangi, auk ţess sem Íslandsmótiđ í Fischer random fór fram daginn áđur. Ţetta eru sterk mót, 2000+, en ţađ er líka nóg ađ hafa einhvern tíman á ferlinum rofiđ téđan 2000 stiga múr. Auk ţess fá nokkrir gestir međ minna en 2000 stig ađ taka ţátt, en í ţetta sinn voru ţađ Páll Andrason, Róbert Luu, Arnljótur Sigurđsson og Óskar Long Einarsson.

Vignir Vatnar Stefánsson fékk 12,5 vinning af 14 en ţađ ţykir ansi gott í ţetta sterku hrađskákmóti. Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson, sem lagđi svo skemmtilega til ađ fjölga umferđum svo allir tefldu viđ alla, var í öđru sćti međ 10,5 vinning. Ţriđji varđ Dagur Ragnarsson međ 10 vinninga.

Kjartan Maack sá um skákstjórn og gekk mótiđ hratt og snurđulaust fyrir sig. Nćsta mót fer fram föstudaginn 23. febrúar en teflt verđur síđasta föstudag hvers mánađar fram ađ vori.

Nánari upplýsingar um úrslit og lokastöđu má finna á Chess-Results.

Sjá nánar á heimasíđu TR.


Rimaskóli og Grunnskóli Grindavíkur Íslandsmeistarar stúlknasveita

Laugardaginn, 27. janúar sl., fór fram Íslandsmót grunnskólasveita, stúlknaflokkur, í Rimaskóla. Sextán sveitir tóku ţátt en teflt var í ţremur flokkum. Rimaskóli sigrađi í elsta (6.-10. bekkur) og yngsta flokki (1.-2. bekkur) en Grunnskóli Grindavíkur hafđi sigur í miđflokknum (3.-5. bekkur). 

Yngsti flokkur (1.-2. bekkur)

Rimaskóli hafđi mikla yfirburđi í flokknum. Stelpurnar hlutu 18˝ vinning í 20 skákum og urđu 1˝ vinningi fyrir ofan nćstu sveit.

Mikil spenna var um önnur sćti og ađeins munađi 1˝ vinning á silfursveitinni og sveitinni í fjórđa sćti. Svo fór ađ Salaskóli tók silfriđ og Hörđuvallaskóli bronsiđ.Sveit Íslandsmeistara Rimaskóla skipuđu:

 1. Svandís María Gunnarsdóttir
 2. Nikola Klimaszweska
 3. Vigdís Lilja Ţórólfsdóttir
 4. Adda Sif Snorradóttir

Liđsstjóri var Helgi Árnason. 

Yngsti1-Rima

Silfursveit Salaskóla

Yngsti2-Sala

Bronssveit Hörđuvallaskóla

Yngsti3-Hörđuvalla

 

Lokastađan

Clipboard01


Miđflokkur (3.-5. bekkur)


Grunnskóli Grindavíkur fór međ himinskautum í miđflokknum og var ţar yfirburđarsigur. Sveitin hlaut 18 vinninga af 20 mögulegum. Spennan um hin verđlaunasćtin var hins vegar jafnari og svo fór ađ sveitir Háteigsskóla og Salaskóla komu hnífjafnar í mark. Var ţá gripiđ til hlutkestis og kom silfriđ í hlut Salaskóla en bronsiđ varđ stelpnanna í Háteigsskóla

Sveit Íslandsmeistara Grunnskóla Grindavíkur skipuđu:

 1. Svanhildur Röfn Róbertsdóttir 
 2. Birta Eiríksdóttir
 3. Ólöf María Bergvinsdóttir
 4. Helga Rut Einarsdóttir

Liđsstjóri var Siguringi Sigurjónsson

Miđ1-Grindavík


Silfursveit Salaskóla

Miđ2-Sala


Bronssveit Háteigsskóla

Miđ3-Háteigs

 

 

Lokastađan

Clipboard02

 

Elsti flokkur (6.-10. bekkur)

Fjórar sveitir tóku ţátt í elsta flokki og ţar var tefld tvöföld umferđ. Rétt eins og í hinum flokkum tveimur lá engin vafi á ţví hver myndi vinna mótiđ. Stelpurnar í Rimaskóla höfđu mikla yfirburđi og hlutu 20 vinninga í 24 skákum. Samhverfan í úrslitum var reyndar algjör eins og sjá í töflu hér ađ neđan og koma Foldaskóli og Landakotsskóli hnífjafnir í mark. Var aftur gripiđ til hlutkestis, en ţađ er mjög sjaldgćft ađ ţess ţurfi, hvađ ţá tvisvar í sama móti, og fékk Foldaskóli silfriđ.

Sveit Íslandsmeistara Rimaskóla skipuđu:

 1. Nansý Davíđsdóttir
 2. Sara Sólvegi Ris
 3. Ásdís Birna Ţórarinsdóttir
 4. Tinna Sif Ađalsteinsdóttir

Liđsstjóri var Helgi Árnason.

Elsti1-Rima


Silfursveit Foldaskóla

Elsti2-Folda

 

Bronssveit Landaskotsskóla

 

Elsti3-Landakot

 

Lokastađan:

Clipboard04

Mótshaldiđ gekk afar vel fyrir sig. Skáksambandiđ ţakkar liđsstjórum fyrir frábćrt samstarf. Helgi Árnason fćr ţakkir fyrir lán á skákstađ. Skákstjórar voru Ingibjörg Edda Birgisdóttir og Gunnar Björnsson.

Nánari úrslit má finna á Chess-Results.


SŢR #6: Stefán Bergsson óstöđvandi

IMG_9666-620x330

Viđ upphaf sjöttu umferđar ţurfti ađ taka upp sögubćkurnar og fletta aftur á síđustu öld til ađ finna skákmann međ 6 vinninga eftir 6 umferđir í Skákţingi Reykjavíkur. Ţess ţarf ekki lengur ţví ţeim áfanga náđi hinn grjótharđi Stefán Bergsson (2093) síđdegis á sunnudag ţegar hann landađi sigri gegn Hrafni Loftssyni (2163). Sú stađreynd ađ Stefán hafi fullt hús vinninga ţegar ţrjár umferđir lifa af móti er í senn stórmerkileg en umfram allt stórglćsileg. Gárungarnir velta fyrir sér hverskonar kraftur sé kominn yfir kappann en einhverjir hafa fleygt ţví fram ađ ţeim finnist sem Stefán hafi allur eflst viđ hetjusögur af sérsveitarmönnum. Hvađ sem ţví líđur ţá er ljóst ađ hann er í lykilstöđu fyrir síđasta ţriđjung mótsins enda međ 1,5 vinnings forskot.

Stefán sér ţó ekki alveg strax til hafnar ţví fimm vígreifir skákmenn koma nćstir međ 4,5 vinning, hver og einn fćr um ađ mjaka sér á hinn kalda en eftirsótta topp. Ţetta eru ţeir Hilmir Freyr Heimisson (2136), Björn Hólm Birkisson (2084), Bragi Halldórsson (2082), Júlíus Friđjónsson (2137) og Sigurbjörn Björnsson (2288). Níu keppendur fylgja međ 4 vinninga en athygli vekur ađ stigahćstu keppendur mótsins eru ekki í efstu sćtunum…enn sem komiđ er.

Á öđru borđi gerđu Björn Hólm og Hilmir Freyr meinlaust jafntefli og á ţví ţriđja lagđi Júlíus Gauta Pál Jónsson (2161). Nokkuđ hefur dregiđ úr óvćntum úrslitum en ţó gerđu Jón Úlfljótsson (1687) og Vignir Vatnar Stefánsson (2304) jafntefli og ţá sigrađi Örn Alexandersson (1366) Arnar Heiđarsson (1592).

Ţađ er ljóst ađ síđasti ţriđjungur mótsins verđur ćsispennandi og spurningin sem brennur mest á skákheimi er ţessi: Nćr einhver ađ stöđva Stefán Bergsson? Ţađ verđur Fide-meistarinn Sigurbjörn Björnsson sem situr fyrst fyrir svörum ţegar hann stýrir svörtu mönnunum gegn ţeim fyrrnefnda í sjöundu umferđ sem fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld. Á nćstu borđum mćtast Júlíus og Björn, sem og Bragi og Hilmir.

Ţađ er eins gott ađ Birnu-vöfflurnar verđi orkumiklar og Birnu-kaffiđ koffeinríkt til ađ viđstaddir höndli spennuna sem mun ríkja í Skákhöllinni en flautađ verđur til leiks á slaginu 19.30. Áhorfendur eru sem fyrr velkomnir. Stöđuna, einstök úrslit ásamt skákum mótsins er ađ finna á Chess-Results.

Sjá nánar á heimasíđu TR.

 


Skákţing Akureyrar: Meistarar í kröppum dansi

Síđastliđinn sunnudag var tefld fjórđa umferđ á Skákţingi Akureyrar (sem skv. nýjustu útreikningum er hiđ 81. í röđinni!). Ţrjár baráttuskákir voru á dagskrá. Fyrsta skal nefna viđureign bekkjarbrćđranna Símonar Ţórhallssonar og Benedikts Stefánssonar úr Hörgárdal. Ţrátt fyrir lipurlega taflmennsku Bensa framan af skákinni sá hann ekki viđ brögđum Símonar og mátti játa sig sigrađan. Ţá er komiđ ađ meisturunum. Rúnar Sigurpálsson, Akureyrarmeistari 2010, lenti í mikilli nauđvörn gegn fulltrúa sýslumanns í mótinu, Sigurđi Eiríkssyni. Ţrátt fyrir alldrjúgan stigamun, Rúnari í hag, náđi Sigurđur grimmilegu steinbítstaki á stöđunni og virtist ćtla ađ sigla heilum vinningi í höfn. Honum fatađist ţó málsmeđferđin á síđustu metrunum og lék sig í mát. Ţá er ógetiđ viđureignar Akureyrarmeistara síđustu tveggja ára, Jóns Kristins og meistarans frá 2013, Haraldar nokkurs stýrimanns.

Ţar mátti búast viđ sigri stigahćsta keppendans, sem reyndar hafđi unniđ allar skákir sínar til ţessa, en Haraldur tapađ sínum. Nú brá hinsvegar svo viđ ađ Haraldur náđi undirtökum og hélt ţeim fast. Jokko reyndi allt hvađ hann gat til ađ grugga vatniđ - reyndar mjög tímanaumur - og á endanum féll ungi mađurinn á tíma, en ţá var stađa hans eiginlega orđin óverjandi. Óvćntustu úrslit mótsins til ţessa. 

Nú eru ţeir enn efstir, Jón Kristinn og Andri Freyr og á sá síđarnefndi skák til góđa. Rúnar nálgast ţá félaga, sem hafa ţrjá vinninga, en hann hálfum minna.


Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (29.5.): 26
 • Sl. sólarhring: 42
 • Sl. viku: 242
 • Frá upphafi: 8753251

Annađ

 • Innlit í dag: 21
 • Innlit sl. viku: 177
 • Gestir í dag: 16
 • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband