Leita í fréttum mbl.is

SŢR #6: Stefán Bergsson óstöđvandi

IMG_9666-620x330

Viđ upphaf sjöttu umferđar ţurfti ađ taka upp sögubćkurnar og fletta aftur á síđustu öld til ađ finna skákmann međ 6 vinninga eftir 6 umferđir í Skákţingi Reykjavíkur. Ţess ţarf ekki lengur ţví ţeim áfanga náđi hinn grjótharđi Stefán Bergsson (2093) síđdegis á sunnudag ţegar hann landađi sigri gegn Hrafni Loftssyni (2163). Sú stađreynd ađ Stefán hafi fullt hús vinninga ţegar ţrjár umferđir lifa af móti er í senn stórmerkileg en umfram allt stórglćsileg. Gárungarnir velta fyrir sér hverskonar kraftur sé kominn yfir kappann en einhverjir hafa fleygt ţví fram ađ ţeim finnist sem Stefán hafi allur eflst viđ hetjusögur af sérsveitarmönnum. Hvađ sem ţví líđur ţá er ljóst ađ hann er í lykilstöđu fyrir síđasta ţriđjung mótsins enda međ 1,5 vinnings forskot.

Stefán sér ţó ekki alveg strax til hafnar ţví fimm vígreifir skákmenn koma nćstir međ 4,5 vinning, hver og einn fćr um ađ mjaka sér á hinn kalda en eftirsótta topp. Ţetta eru ţeir Hilmir Freyr Heimisson (2136), Björn Hólm Birkisson (2084), Bragi Halldórsson (2082), Júlíus Friđjónsson (2137) og Sigurbjörn Björnsson (2288). Níu keppendur fylgja međ 4 vinninga en athygli vekur ađ stigahćstu keppendur mótsins eru ekki í efstu sćtunum…enn sem komiđ er.

Á öđru borđi gerđu Björn Hólm og Hilmir Freyr meinlaust jafntefli og á ţví ţriđja lagđi Júlíus Gauta Pál Jónsson (2161). Nokkuđ hefur dregiđ úr óvćntum úrslitum en ţó gerđu Jón Úlfljótsson (1687) og Vignir Vatnar Stefánsson (2304) jafntefli og ţá sigrađi Örn Alexandersson (1366) Arnar Heiđarsson (1592).

Ţađ er ljóst ađ síđasti ţriđjungur mótsins verđur ćsispennandi og spurningin sem brennur mest á skákheimi er ţessi: Nćr einhver ađ stöđva Stefán Bergsson? Ţađ verđur Fide-meistarinn Sigurbjörn Björnsson sem situr fyrst fyrir svörum ţegar hann stýrir svörtu mönnunum gegn ţeim fyrrnefnda í sjöundu umferđ sem fer fram nćstkomandi miđvikudagskvöld. Á nćstu borđum mćtast Júlíus og Björn, sem og Bragi og Hilmir.

Ţađ er eins gott ađ Birnu-vöfflurnar verđi orkumiklar og Birnu-kaffiđ koffeinríkt til ađ viđstaddir höndli spennuna sem mun ríkja í Skákhöllinni en flautađ verđur til leiks á slaginu 19.30. Áhorfendur eru sem fyrr velkomnir. Stöđuna, einstök úrslit ásamt skákum mótsins er ađ finna á Chess-Results.

Sjá nánar á heimasíđu TR.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 41
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 208
  • Frá upphafi: 8764053

Annađ

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 169
  • Gestir í dag: 31
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband