Bloggfćrslur mánađarins, mars 2015
31.3.2015 | 12:04
Af Riddurunum - veglegt páskamót á morgun
Ţó ekki sjáist mikiđ af vopnaskaki í Vonarhöfn á ţessum síđum etja gamlingjar ţar kappi vikulega allan ársins hring á miđvikudögum, sumpart ţeir sömu og hjá Ćsum ađ viđbćttum öđrum skákástríđumönnum, sem finna sig ţar betur heima. Á morgun verđur ţar haldiđ veglegt páskaeggjamót og ţví eru allir eldri skákkmenn hvattir til ađ blanda sér í baráttuna um glćslega vinninga í bođi Sćlgćtisgerđarinnar Sambó.
Hér fylgir međ smá yfirlit af gangi mála suđur ţar ađ undanförnu:
GUNNI GUNN EKKI DAUĐUR ÚR ÖLLUM ĆĐUM
Ţeir voru svipţungir og djúpthugsandi skákhyggjumennirnir átján sem tóku Hafnarfjarđarsnúninginn á skákgyđjunni í vikunni sem leiđ. Sumir haldnir tafláráttuheilkenni samhliđa veđurgremjuröskun á háu stigi sem er ekki til ţess fallin ađ bćta úr skák. Ţví má segja ađ ţeir hafi veriđ óvenju illskeyttir og tilbúnir til máta hvern annan svo fljótt sem verđa mćtti. Stundum gekk ţetta eftir en einstaka sinnum snerust vopnin í höndum snillinganna og svo ţeir urđu ađ gefa skákina eđa verđa sjálfir mát ella. Eins og sjá má á mótstöflunni voru ţarna hörkugóđir meistarar mćttir. Ţar fór fremstur hinn aldni höfđingi Gunnar Kr. Gunnarsson, fyrrv. Íslandsmeistari í skák- og fótamennt. Hann gerđi sér lítiđ fyrir ţrátt fyrir ađ vera nýupprisinn af sjúkrabeđi eđa bera glćsilegt sigurorđ af öđrum í hörđum slag.
INGIMAR VINNUR SKÁKHÖRPUNA
Kappteflinu um Skákhörpuna lauk fyrir skömmu eftir fjögurra móta baráttu, ţar sem Ingimar Halldórsson fór međ sigur af hólmi međ fullu húsi. Ţetta var í ţriđja sinn sem hann hampar sigri í keppninni en ţó ekki í röđ. Keppt verđur aftur um hörpuna í haust ţví viđ erum komnir einu ári eftir á.
GUĐFINNUR SLEGINN TIL HEIĐURSRIDDARA
Trúnađarráđ Riddarans, skákklúbbs eldri borgara á Stór-Hafnarfjarđarsvćđinu ákvađ í tilefni af 70 ára afmćli kappans ađ sćma hann heiđursriddaranafnbót í virđingar- og ţakklćtisskyni fyir ómetanlegt starf hans fyrir klúbbinn og lofsvert framlag til íslensks skáklífs um árabil. Guđfinnur hefur teflt í Riddaranum frá aldamótum, nánast síđan hann var stofnađur, sjálfum sér og öđrum til yndisauka, jafnframt ţví ađ sinnastörfum skákstjóra, međ annarri hendi. Hann hefur reynst mjög öflugur og slyngur skákmađur, traustur félagi og hvers manns hugljúfi, eins og segir í greinargerđ fyrir útnefningu hans til ţessarar heiđursnafnbótar, sem hann er vel ađ kominn. Athöfnin fór fram í Vonarhöfn, skáksal klúbbsins, og var GRK sleginn ferföldu sverđaslagi af hefđbundnum riddarasiđ af ESE erkiriddara, á báđar axlir, brjóst og höfuđ. Ţetta sé góđu heilli gjört - gćfa og dáđir fylgi - eins og komist var ađ orđi.
PÁSKAMÓTIĐ Á MORGUN hefst kl. 13 og tefldar verđa 11 umferđir á 10 minútum ađ venju.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 12:06 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.3.2015 | 10:06
Mikil skemmtun á lokamóti Páskaeggjasyrpunnar!
Lokamótiđ í Páskaeggjasyrpu Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur fór fram síđastliđinn sunnudag. Fyrstu tvö mótin í syrpunni heppnuđust afar vel og voru mikil skemmtun, og lokamótiđ varđ engin undantekning.
Í eldri flokki mćttu 33 keppendur til leiks, allt frá krökkum sem tiltölulega nýlega hafa byrjađ ađ yđka skák af kappi upp í okkar sterkustu og efnilegustu unglinga. Stigahćstir og sigurstranglegastir fyrirfram voru tvíburabrćđurnir Björn Hólm og Bárđur Örn Birkissynir en ţeir höfđu barist um sigurinn í öđru móti syrpunnar. Ţar hafđi betur Bárđur Örn og svo fór ađ lokum ađ hann sigrađi einnig í lokamótinu.
Ţeir brćđur komu hnífjafnir í mark međ 5 1/2 vinning úr sex skákum eftir ađ hafa gert innbyrđis jafntefli en sigrađ alla ađra andstćđinga sína. Tvöfaldan stigaútreikning ţurfti til ađ úrskurđa Bárđ sigurinn!
Í ţriđja sćti endađi svo Birkir Ísak Jóhannsson međ fimm vinninga en hann hefur teflt mikiđ í vetur og er í mikilli framför. Allir koma ţessir strákar úr afrekshóp Taflfélags Reykjavíkur og hafa látiđ mikiđ ađ sér kveđa á mótum vetrarins.
Ţorsteinn Magnússon, einnig úr TR endađi einn í fjórđa sćti međ fjóra og hálfan vinning en sex keppendur komu síđan nćstir međ fjóra vinninga. Međal ţeirra var Katla Torfadóttir sem vakti sérstaka athygli fyrir góđa taflmennsku en hún mćtti ásamt nokkrum félögum sínum frá Hellu í öll mót syrpunnar. Hún varđ efst stúlkna á mótinu. Afskaplega skemmtileg heimsókn krakkanna frá Hellu og frábćrt ađ sjá hve öflugt skákstarf fer ţar fram.
Ţađ var ekki bara keppt um sigur í mótinu á sunnudag, heldur einnig um besta samanlagđa árangurinn úr mótunum ţremur í syrpunni. Ţar hafđi sigur hinn ungi og bráđefnilegi Alexander Már Bjarnţórsson en hann er einungis 10 ára.
Hann sigrađi í fyrsta móti syrpunnar og náđi góđum árangri í hinum mótunum tveimur sem skilađi honum í fyrsta sćtiđ međ 13 vinninga samtals úr 18 skákum.
Í öđru sćti samanlagt varđ áđurnefnd Katla Torfadóttir, og í ţriđja sćti Bárđur Örn Birkisson sem sigrađi á tveimur mótum syrpunnar.
Í yngri flokk ţar sem kepptu börn fćdd 2006 og síđar var baráttan jöfn og tvísýn. Ţađ dró til tíđinda í fjórđu umferđ en ţá mćttust Stefán Orri Davíđson Huginn og Gabríel Sćr Bjarnţórsson TR sem báđir höfđu unniđ ţrjár fyrstu skákirnar sínar. Í ţeirri viđureign stóđ Gabríel til sigurs ţegar ađ hann féll á tíma.
Stefán Orri gerđi svo engin mistök í síđustu tveimur skákunum og sigrađi međ fullu húsi sex vinningum af sex mögulegum. Hann endurtók ţví leikinn frá ţví í öđrum móti syrpunnar en ţar sigrađi hann einnig međ fullu húsi.
Gabríel Sćr endađi í öđru sćti međ fimm vinninga og í ţriđja sćti varđ svo Alexander Björnsson einnig úr TR međ fjóra og hálfan vinning.
Freyja Birkisdóttir TR stóđ sig best af stelpunum og endađi í fjórđa sćti međ fjóra vinninga.
Sérstaka athygli í ţessum flokki vakti Bjartur Ţórisson úr TR en hann er einungis fimm ára. Hann stóđ sig vel á fyrstu tveimur mótunum og í ţví ţriđja gerđi hann sér lítiđ fyrir og krćkti í fjóra vinninga. Sannarlega efnilegur piltur ţar á ferđ!
Keppnin um besta samanlagđa árangurinn í yngri flokki var ekki síđri en í ţeim eldri.
Ţar sigrađi Vignir Sigur (nafn međ rentu) Skúlason úr TR. Hann vann fyrsta mótiđ og náđi svo ágćtis árangri í öđru og lokamótinu sem tryggđi honum fyrsta sćtiđ međ 13 vinninga. Í öđru sćti samanlagt varđ skákprinsessan Freyja Birksidóttir og í ţví ţriđja Stefán Orri Davíđsson.
Ţađ var mikil eftirvćnting í lokin ţegar dregin voru út í happdrćtti ţrjú stór og gómsćt páskaegg frá Nóa Síríus ásamt glćsilegri skákklukku. Ţar hafđi Iđunn Helgadóttir heppnina međ sér og vann stćrsta eggiđ. Skákklukkan kom svo í hlut Björns Magnússonar og kannski viđ hćfi enda ţekktur fyrir klukkubarning!
Ađ lokum fengu allir sem tóku ţátt í syrpunni lítiđ páskaegg ađ gjöf frá Nóa. Ţađ var bros á hverju andliti ţegar syrpunni var formlega slitiđ!
Páskaeggjasyrpan var líkt og í fyrra einn best heppnađi og skemmtilegasti viđburđur starfsársins hjá TR. Taflfélag Reykjavíkur vill ţakka ţeim fjölmörgu krökkum sem tóku ţátt, foreldrum sem fylgdust spennt međ framgangi ungviđsins og síđast en ekki síst Nóa Síríus fyrir ađ styrkja svo myndarlega sem raun bar vitni Páskaeggjasyrpuna 2015. Sjáumst ađ ári!
Lokastöđuna í eldri flokk má finna hér
Lokastöđuna í yngri flokk má finna hér
Fjölmargar myndir frá mótunum ţremur í syrpunni má finna hér
Nánar á heimasíđu TR
30.3.2015 | 20:00
Skákţáttur Morgunblađsins: Skákfélagiđ Huginn varđ Íslandsmeistari
Skákfélagiđ Huginn er Íslandsmeistari skákfélaga keppnistímabiliđ 2014-2015 en fjórar síđustu umferđir Ísllandsmótsins fóru fram í Rimaskóla um helgina. Fyrir lokasprettin sóttu sveitir Taflfélags Reykjavíkur og Taflféags Vestmannaeyja hart ađ efsta liđinu en ţrátt fyrir stóra sigra hélt Huginn forystunni allt til enda. Tíu sveitir tefldu í efstu deild og fór keppnin fram á átta borđum í hverri umferđ. Lokaniđurstađan varđ ţessi:
1. Huginn 56˝ v. (af 72 mögulegum) 2. Taflfélag Reykjavíkur 55 v. 3. Taflfélag Vestmannaeyja 52˝ v. 4. Fjölnir 38 v. 5. Taflfélag Bolungarvíkur 36 v. 6. Skákfélag Akureyrar 33˝ v. 7. Vikingaklúbburinn 29˝ v. 8. Huginn b-sveit 25 v. 9. Skákfélag Reykjanesbćjar 17˝ v. 10. Skákfélag Íslands 16˝ v.
Íslandsmótiđ fer fram samkvćmt hefđ í tveimur hlutum en fyrri hlutinn fór fram sl. haust. Reglur keppnnnar gera ráđ fyrir ađ erlendir keppendur megi vera tveir í hverri umferđ. Međal erlendu stórmeistaranna sem tefldu međ sveit Hugins voru Englendingurinn Gawain Jones, Búlgarinn Cheparinov, Hollendingurinn Robin Van Kampen og Kanadamađurinn Eric Hansen. Hjörvar Steinn Grétarsson og Stefán Kristjánsson tefldu allar níu umferđirnar fyrir Hugin.
Íslandsmótiđ fór fram í fjórum deildum. Í 2. deild sigrađ Taflfélag Reykjavíkur. Í 3. deild sigrađi c-sveit Taflfélags Reykjavíkur og í 4. deild sigrađi d-sveit Taflfélags Reykjavíkur.
Jón beiđ í 45 ár eftir sigri yfir stórmeistara
Talsvert var um óvćnt úrslit í keppni helgarinnar. Baldur Kristinsson sem tefldi fyrir b-sveit Hugins vann stórmeistarann Margeir Pétursson í 6. umferđ. Í 7. umferđ vann Rúnar Sigurpálsson Portúgalann Louis Galego, Stefán Bergsson vann Helga Áss Grétarsson í 8. umferđ og í sömu umferđ vann Guđmundur Kjartansson sigur á Jóhanni Hjartarsyni.
Ţegar seinni hluti Íslandsmótsins hófst sl. fimmtudagskvöld var ţađ hinn 72 ára Jón Kristinsson sem átti sviđiđ er hann vann Henrik Danielsen sem tefldi fyrir Taflfélag Vestmanaeyja á sannfćrandi hátt. Jón var einn sigursćlasti skákmađur Íslands á sjöunda og áttunda áratug síđustu aldar. Um miđjan áttunda áratuginn var hann ráđinn útbússtjóri Búnađarbanka Íslands á Hólmavík og hćtti ţá taflmennsku ađ mestu leyti. En hann er byrjađur aftur og hefur veriđ međ á tveim síđustu Reykjavíkurskákmótum. Á Reykjavíkurmótinu áriđ 1970 vann hann stórmeistarana Friđrik Ólafsson og Milan Matulovic og í Rimaskóla 45 árum síđar kom nćsti sigur:
Jón Kristinsson - Henrik Danielsen
1. d4 d6 2. c4 e5 3. Rc3 exd4 4. Dxd4 Rc6 5. Dd2 Rf6 6. g3 Be6 7. Rd5 Re5 8. b3 Re4 9. Dc2 Rc5?! Svartur átti sterkari leik 9.... Bf5.
10. Bb2 c6 11. Rf4 Be7 12. b4 Bf6 13. Hc1 Rd7 14. Rxe6 fxe6 15. Bh3 0-0 16. f4 Db6? Hćpin mannsfórn. Eftir 16.... Rf7 17. Bxe6 hefur svartur vissar bćtur fyrir peđiđ.
17. fxe5 Rxe5 18. Dd2 Had8 19. Bd4 c5 20. Be3 d5
Hann varđ ađ bregđast hart viđ liđskipunaráformum svarts.
21. Bxc5 Da6 22. b5 Da4 23. Bxe6+ Kh8 24. Bxd5 Hfe8 25. Bd4 Hxd5 26. cxd5 Bg5 27. e3! Rg4 28. Hc3 Bxe3 29. Bxe3 De4 30. Rf3! Dxf3 31. Hf1 De4 32. d6 Rxe3 33. Hxe3!
Gegn leiknum sem blasir viđ: 33.... Dxe3+ hafđi Jónfundiđ snjalla vinningsleiđ:
34. Dxe3+ Hxe3 35. Kf2! He8 36. d7 Hd8 37. He1! og vinnur.
34. Ke2 Dxb5+ 35. Dd3 Db2+ 36. Kf3
og svartur gafst upp.
Helgi Ólafsson helol@simnet.is
Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.
Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 23. mars 2015.
Spil og leikir | Breytt 31.3.2015 kl. 08:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Jón Ţorvaldsson, liđsstjóri a- og b-liđa Íslandsmeistara Skákfélagsins Hugins hefur ritađ pistil um Íslandsmót skákfélaga. ţar segir međal annars:
Skákfélagiđ Huginn reit nafn sitt á rollu íslenskrar skáksögu međ sigri á nýloknu Íslandsmóti skákfélaga. Fylgt var fimm ára búnađaráćtlun Hermanns Ađalsteinssonar, fjárbónda og formanns félagsins, er hann lagđi fram á skerplu áriđ 2010, ásamt 200 lausavísum um strategíska hugsun í skák og ágćti framsóknarmennsku. Fengu sauđamenn í sveit Gođans sáluga skýr fyrirmćli um ađ hampa sigurverđlaunum á Íslandsmótinu á 10 ára afmćli félagsins áriđ 2015, félaginu til framdráttar og Framsóknarflokknum til dýrđar, auk ţess sem ţeim var gert ađ lćra lausavísurnar utanbókar. Hermann vissi sem var ađ á tímum endalauss bölmóđs og upphafningar lágmenningar međ gosi í Eyjafjallajökli í ofanálag, vćri nauđsyn ađ blása liđsmönnum nýjum metnađi í brjóst.
Pistillinn má finna í heild sinni á Skákhuganum.
30.3.2015 | 09:53
Skákdeild KR - Fréttir af vesturvígstöđvunum
HÖRĐUR ARON KOM SÁ OG SIGRAĐI
Skákkvöldin í KR-heimilinu standa jafnan vel fyrir sínu ţó ţátttaka í vetur hafi veriđ breytileg rétt eins og veđriđ. Ţar geysa jafnan stormar á skákborđinu og ţátttaka ţví ekki heiglum hent.
Ţađ er ávallt gaman ţegar ungir skákmenn og upprennandi koma í heimsókn, sína snilli sína og ná ađ láta ljós sitt skína. Svo var á mánudaginn var ţegar glađbeittir KR-ingar komu saman til ađ fagna góđum árangri í nýafstađinni Deildakeppni ţar sem skáksveit ţeirra náđi skipa sér á ný í röđ fremstu taflfélaga landsins međ ţví ađ ávinna sér rétt til ađ keppa í fyrstu deild í haust međ glćsilegri frammistöđu.
Fjölnismađurinn slyngi Hörđur Aron Hauksson blandađi sér í hópinn og gerđi sér lítiđ fyrir og varđ efstur ásamt heimamanninum Gunnari Skarphéđinssyni međ 12 vinninga af 13 mögulegum. Jón Ţór Bergţórsson fylgdi fast á hćla ţeim međ 11 v. en eftir ţađ fór ađ teygast úr lestinni eins og sjá má á međf. mótstöflu.
ÁRDEGISMÓT Á LAUGARDÖGUM
Undanfarna laugardaga hafa veriđ haldin ţar í samstarfi KR og Gallerý Skákar Árdegismót fyrir árisula ástríđuskákmenn sem vilja hrista af sé sleniđ eftir ađ hafa fengiđ sér sundsprett í Vesturbćjarlauginni. Ţar hafa ţeir Guđfinnur R. Kjartansson og Ţórarinn Sigţórsson stađiđ sig fádćma vel ađ formanninum Kristjáni Stefánssyni og öđrum minni spámönnum ólöstuđum. Mótin hefjast kl. 11 f.h. og eru öllum opin, jafnt ungum sem öldnum og jafnan heitt á könnunni.
SAMBÓ PÁSKAKAPP&HAPP OG GUNNARASLAGUR
Í kvöld, mánudaginn 30. apríl, verđur mikiđ um dýrđir í vestur ţar í SkálkaSkjóli, skáksal KR sem svo hefur veriđ nefndur, ţegar SAMBÓ risapáskaeggja- og súkkulađiboltamótiđ fer ţar fram. Allir taflfćrir Gunnarar eru sérstaklega hvattir til ađ mćta ţví sérstök verđlaun verđa veitt ţeim sem leggur flesta skákmenn međ ţví herskáa nafni ađ velli og einnig ţeim Gunna sem vinnur flesta nafna sína.
Dregin verđa út risastór ljúffeng og lokkandi páskaegg og boltar auk ţeirra sem veitt verđa í verđlaun til ţeirra sem efstir verđa í mótinu sem er öllum opiđ. Ţađ hefst kl. 19.30 eins og venjulega og tefldar verđa 13 umferđir međ 7 mín. uht.
30.3.2015 | 09:45
Grćnlandsmót í Vin í dag: Allir velkomnir!
Vinaskákfélagiđ og Hrókurinn halda hrađskákmót í Vin, Hverfisgötu 47, mánudaginn 30. mars klukkan 13. Mótiđ er haldiđ í tilefni af páskaferđ Hróksmanna til Ittoqqortoormiit, ţar sem mikil hátíđ verđur haldin fyrir börn og ungmenni í afskekktasta ţorpi Grćnlands.
Á Grćnlandsmótinu í Vin á mánudaginn verđa tefldar sex umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma. Skákmenn á skólaaldri eru sérstaklega bođnir velkomnir á mótiđ, enda komnir í frí og verđa páskaegg í verđlaun fyrir ţá keppendur 16 ára og yngri sem bestum árangri ná.
Vinaskákfélagiđ stendur fyrir vikulegum ćfingum í Vin á mánudögum, en ţar er teflt alla daga og reglulega slegiđ upp stórmótum. Félagiđ var stofnađ ađ frumkvćđi Hróksmanna sumariđ 2003, um svipađ leyti og skáklandnám Hróksins á Grćnlandi hófst.
Heiđursgestur á Grćnlandsmóti Hróksins og Vinaskákfélagsins á mánudaginn er Kristín Hjálmtýsdóttir framkvćmdastjóri Grćnlensk-íslenska viđskiptaráđsins. Kristín var nýlega kjörin formađur Reykjavíkurdeildar Rauđa krossins sem annast rekstur Vinjar.
Allir eru hjartanlega velkomnir á Grćnlandsmótiđ í Vin. Ţátttaka er ađ venju ókeypis og bođiđ verđur upp á ljúffengar veitingar.
30.3.2015 | 07:00
Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld
Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 30. mars nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7 umferđir međ sjö mínútna umhugsunartíma. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Í vetur verđa svo hrađkvöldin fyrsta og síđasta mánudaga í hverjum mánuđi ađ ţví undanskildu ţegar mánudag ber upp á stórhátíđ.
Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.
Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).
Spil og leikir | Breytt 29.3.2015 kl. 19:54 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2015 | 19:53
Tómas Veigar vann páskaskákmót Hugins á Húsavík
Tómas Veigar Sigurđarson vann öruggan sigur á páskaskákmóti Hugins sem fram fór á Húsavík í gćrkvöld. Tómas hafđi mikla yfirburđi á mótin og lagđi alla andstćđinga sína ađ átta ađ tölu (Rp 2416).
Smári Sigurđsson varđ í öđru sćti međ 7 vinninga og Rúnar Ísleifsson varđ ţriđji međ 5,5 vinninga.
Níu keppendur tóku ţátt í mótinu og voru tímamörkin 10 mín á mann ađ viđbćttum 5 sek á leik.
29.3.2015 | 09:10
Lenka og Oliver efst í áskorendaflokki - mikiđ um óvćnt úrslit
Áskorendaflokkurinn hefur hafist međ miklum látum og hafa óvćnt úrslit sett mikinn svip á mótiđ. Ţegar ţremur er lokiđ eru Lenka Ptácníková (2242) og Oliver Aron Jóhannesson (2212) efst međ fullt hús. Fimm keppendur koma humátt á eftir međ 2,5 vinning. Hlé er nú á mótinu fram á ţriđjudag.
Tvćr umferđir voru tefldar í gćr. Í annarri umferđ bar ţađ til tíđinda ađ Eiríkur Björnsson (1961) vann Dag Ragnarsson (2347), Elvar Örn Hjaltason (stigalaus) hafđi betur gegn Stefáni Bergssyni (2063), Andri Freyr Björgvinsson (1764) lagđi Halldór Pálsson (2021) ađ velli. Stórmeistarinn Hjörvar Grétarsson (2554) tók yfirsetu ţar sem umferđin rakst á próf.
Í ţriđju umferđ urđu sannkölluđ óska(rs)úrslit. Óskar Long Einarsson (1574) vann Dag Ragnarsson (2347) en stigamunurinn er nálćgt 800 stigum! Óskar Víkingur Davíđsson (1454) gerđi svo jafntefli viđ Vigni Vatnar Stefánsson (1909). Jón Trausti Harđarson (2170) gerđi einnig jafntefli viđ Davíđ Kjartansson (2364).
Stađa efstu manna:
- 1.-2. Lenka Ptácníková (2242) og Oliver Aron Jóhannesson (2212) 3 v.
- 3.-7. Jón Trausti Harđarson (2170), Davíđ Kjartansson (2364), Eiríkur Björnsson (1961), Elsa María Kristínardóttir (1875) og Guđmundur Gíslason (2321)
Tvö efstu sćtin gefa keppnisrétt í landsliđsflokki ađ ári.
Stađan á Íslandsmóti kvenna:
- 1. Lenka Ptácníková (2242) 3 v.
- 2. Elsa María Kristínardóttir (1875) 2,5 v.
- 3.-4. Tinna Kristín Finnbogadóttir (1950) og Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1571) 1 v.
Stađa efstu manna í opnum flokki:
- 1. Stefán Orri Davíđsson (1038) 3 v.
- 2.-5. Birkir Ísak Jóhannsson (0), Freyja Birkisdóttir (1000), Nikulás Ýmis Valgeirsson (1000) og Pétur Jóhannesson (1023) 2 v.
Fjórđa umferđ hefst á ţriđjudagskvöld kl. 18. Ţá mćtast međal annars: Lenka-Oliver, Eiríkur-Davíđ, Jón Trausti-Elsa og Hjörvar-Ingvar Örn.
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
29.3.2015 | 07:00
Lokamót Páskaeggjasyrpu TR fer fram í dag
Nú styttist í eina af skemmtilegustu mótasyrpum ársins! Páskaeggjasyrpa Nóa Síríus og Taflfélags Reykjavíkur sló rćkilega í gegn í fyrra ţegar vel á annađ hundrađ krakkar tóku ţátt í ţremur mótum syrpunnar. Í ár endurtökum viđ leikinn og međ ţessu framtaki vill T.R. í samstarfi viđ Nóa Síríus ţakka ţeim gríđarlega fjölda sem sótt hefur barna- og unglingaćfingar félagsins í vetur.
Frábćrar ađstćđur eru hjá Taflfélagi Reykjavíkur, margir reyndir ţjálfarar og félagiđ býđur eitt félaga upp á ítarlegasta námsefni sem völ er á hér á landi. Allar ćfingar og allt námsefni er frítt, ţađ ţarf bara ađ mćta og taka ţátt í ţessum stórskemmtilegu ćfingum!
Mótin í ár verđa reiknuđ til alţjóđlegra hrađskákstiga og glćsileg verđlaun eru í öllum mótunum, sem og fyrir samanlagđan árangur úr ţeim öllum. Í hverju móti verđur síđan dregin út glćsileg DGT Easy skákklukka handa einum heppnum ţátttakanda.
Páskaeggjasyrpan mun samanstanda af ţremur skákmótum sem haldin verđa ţrjá sunnudaga fyrir páska í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur ađ Faxafeni 12:
1. NÓA KROPP PÁSKAEGGJAMÓTIĐ. Sunnudaginn 15. mars kl. 14
2. NIZZA LAKKRÍS PÁSKAEGGJAMÓTIĐ. Sunnudaginn 22. mars kl. 14
3. NIZZA HRÍSKÚLU PÁSKAEGGJAMÓTIĐ. Sunnudaginn 29. mars kl.14
- Keppt verđur í tveimur flokkum, 1-3 bekk (og yngri) og 4-10 bekk.
- Sex umferđir verđa tefldar í hverju móti međ 10 mínútna umhugsunartíma á mann.
- Glćsileg verđlaun eru í bođi fyrir alla hressu skákkrakkana sem taka ţátt í syrpunni!
- Verđlaunapeningar fyrir ţrjú efstu sćtin í hvorum flokki á hverju páskaeggjamóti.
- Stór páskaegg fyrir ţrjú efstu sćtin samanlagt úr mótunum í hvorum flokki (misstór eftir sćtum)
- Allir sem taka ţátt í minnst tveimur af ţremur mótum í syrpunni fá lítiđ páskaegg í verđlaun fyrir ţátttökuna og verđa ţau veitt í lok ţriđja mótsins í syrpunni.
- Dregin verđur út ein stórglćsileg DGT Easy skákklukka handa heppnum skákkrakka á hverju páskaeggjamóti!
Skráning fer fram hér og lista yfir skráđa keppendur má sjá hér.
Taflfélag Reykjavíkur og Nói Síríus hlakka til ađ sjá ykkur áPÁSKAEGGJASYRPUNNI 2015!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Nýjustu fćrslur
- Ný vefsíđa Skák.is!
- Loftur fćr Héđin í fyrstu umferđ
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bćttust viđ á keppendalistann á l...
- Ný alţjóđleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - međ vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Ćsir - vertíđarlok
- Fundargerđ ađalfundar SÍ
- Íslandsmótiđ í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferđ Altibox Norway Chess
- Ţrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimiliđ, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíđa SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíđa tileinkuđ Friđriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíţróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallţráđur skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef ţú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alţjóđlega skáksambandiđ
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norrćna skákfréttasíđan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.11.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 138
- Frá upphafi: 8771192
Annađ
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 106
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar