Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, maí 2011

Hjörvar Steinn hrađskákmeistari Hellis

Ţorvarđur, Hjörvar og GunnarFIDE-meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2422) varđ í kvöld Hrađskákmeistari Hellis í fyrsta sinn.  Hjörvar hafđi mikla yfirburđi á mótinu, fékk 13 vinninga í 14 skákum, tapađi ađeins fyrir Jóhönnu Björg Jóhannsdóttur, enn og aftur.  Gunnar Björnsson (2122) varđ annar međ 10 vinninga og Ţorvarđur F. Ólafsson (2174) varđ ţriđji međ 9˝ vinning.  24 skákmenn tóku ţátt.

Stigamót Hellis er nćst á dagskrá hjá Helli, 1.-3. júní, en ţađ er síđasti séns fyrir íslenska skákmenn ađ tefla kappskák innanlands í sumar.


Lokastađan:

 

Rk. NameRtgPts. TB1
1FMGretarsson Hjorvar Steinn 242213114
2 Bjornsson Gunnar 212210118
3 Olafsson Thorvardur 21749,5122
4 Jensson Einar Hjalti 22279117
5 Bergsson Stefan 21358,5113
6 Vigfusson Vigfus 20018,5102
7 Johannsson Orn Leo 1889897
8 Kristinardottir Elsa Maria 1708893
9 Jonsson Jon Gunnar 07,594
10 Stefansson Orn 17707,586
11FMGretarsson Andri A 23177114
12 Sigurjonsson Magnus 07109
13 Johannsdottir Johanna Bjorg 18107102
14 Sigurjonsson Stefan Th 2108797
15 Hauksson Hordur Aron 17456107
16 Traustason Ingi Tandri 18306101
17 Saemundsson Bjarni 19506100
18 Ulfljotsson Jon 1875692
19 Nikulasson Gunnar 0683
20 Leosson Atli Johann 1673594
21 Einarsson Oskar Long 0576,5
22 Kristbergsson Bjorgvin 0574
23 Jonsson Robert Leo 0574
24 Johannesson Petur 00,572,5


Chess-Results


Hjörvar bestur í súpuskák

P5300096Hvađ eiga skák og súpa sameiginlegt? Jú, nefnilega súpuskák! Í framhaldi af ţessari uppgötvun var blásiđ til mótsins Súpuskák 2011. Á hinum bjarta og fallega mánudegi 30. maí mćttu hinir ýmsu skákmenn í Skákakademíuna, ţáđu súpu hjá Róberti Vert Lagerman og gripu í tafl. Ţar sem flestir keppendur voru bundnir viđ vinnu eftir hádegi var mótiđ snarpt; fimm umferđir hrađskák.

Ungverjalandsfarinn, nýkrýndi Íslandsmeistarinn í atskák og landsliđsmađurinn Hjörvar Steinn Grétarsson stóđ uppi sem sigurvegari á mótinu. Missti hann ađeins hálfan vinning niđur gegn félaga sínum í landsliđi Íslands bókmenntafrćđingnum Braga Ţorfinnssyni. Bragi náđi ţó einungis bronsinu ţar sem hinn síkáti og eldhressi Kristján Örn Elíasson fór mikinn og vann fjórar skákir og tryggđi sér ţar međ annađ sćtiđ.

Hjörvarsbaninn Jóhanna Björg Jóhannsdóttir hlaut kvennaverđlaunin; Skákakademíutreyju og bók frá Sögum útgáfu sem hinn mikli Máti Tómas Hermannsson rekur svo myndarlega. Sögur útgáfa styrkti mótshaldiđ og fćr forlagiđ sérstakar ţakkir frá Skákakademíunni fyrir ţann góđa P5300065stuđning.

Framhald verđur á hádegismótum Skákakademíunnar í sumar enda formiđ hiđ ákjósanlegasta fyrir hinn vinnandi mann sem vill njóta hádegisins í botn međ skák og međ ţví!

Nćstkomandi föstudag, um eftirmiđdegiđ, verđur opiđ hús í Skákakademíunni ţar sem starfssemi sumarsins og nćstkomandi veturs verđur kynnt. Nánar um ţađ í vikunni.

Myndaalbúm


Rk.NamePts. TB1
1Hjörvar Steinn  4,512
2Kristján Örn  413
3Bragi Ţorfinnsson  3,518,5
4Jóhann Ingvarsson  3,514,5
5Róbert Lagerman  3,511
6Pálmi Pétursson  313
7Arnar Ţorsteinsson  311,5
8Stefán Bergsson  2,513
9Eiríkur Björnsson  2,511,5
10Gunnar Björnsson  216,5
11Jóhanna Björg Jóhannsdóttir  213
12Stefán Már Pétursson  210,5
13Rúnar Berg  29
14Sigga Björg  112
15Guđmundur Guđmundsson  110,5

Björn í 1-2.sćti á Atskákmóti í Alimini

Björn ŢorfinnssonBjörn Ţorfinnsson deildi efsta sćti í atskákmóti sem fram fór í lok skákhátíđarinnar í Alimini Village. Björn fékk sex vinninga af sjö mögulegum ásamt serbneska stórmeistaranum Sinisa Drazic, sem var útskurđađur sigurvegari á stigum.

Lokaumferđ mótsins var dramatísk. Björn tefldi á 1.borđi gegn hinum unga og efnilega Nicola Altini sem var efstur međ 5,5 vinninga og hafđi lagt kempur á borđ viđ Conquest og Drazic ađ velli og haldiđ jöfnu gegn ítalska stórmeistaranum Godena. Skákin var löng og ströng en ađ lokum tókst Birni ađ svíđa barniđ í riddaraendatafli og tryggja sér ţar međ ađ minnsta kosti hlutdeild í fyrsta sćtinu. Á 2.borđi háđu Godena og Drazic mikla baráttu og var Godena međ harnćr unniđ tafl alla skákina en Drazic varđist afar vel. Skákin endađi međ ţví ađ Godena lék peđi sínu fram til c8, ýtti á klukkuna og gaf til kynna ađ hann sćtti sig viđ ţar međ viđ jafntefliđ enda átti Drazic bara riddara eftir og sá riddari varđ ađ enda ćvi sína međ ţví ađ fórna sér á c8. Drazic kom hinsvegar auga á besta leikinn í stöđunni og krafđist vinnings á ţeim forsendum ađ Godena hafđi ekki fengiđ sér drottningu á c8 heldur stćđi ţar bara aumt peđ. Eftir smá ţras ákváđu skákstjórarnir ađ dćma Drazic í vil og náđi hann ţar međ Birni ađ vinningum. 

Lokastađan:

1-2.sćti: Sinisa Drazic og Björn Ţorfinnsson - 6 vinningar
3.sćti: Nicola Altini - 5,5 vinningar
4-6.sćti: Michele Godena, Stuart Conquest og Igor Naumkin - 5 vinningar

Ţátttakendur voru tćplega 40 talsins og ţar af 6 stórmeistarar.


Norđurlandamót öldunga fer fram í september í Reykjavík

NM öldunga 2011Norđurlandamót öldunga fer fram á Reykjavík, 10-18. september nk. í húsnćđi Taflfélags Reykjavíkur, Faxafeni 12.  Mótiđ er opiđ öllum „öldungum“,fćddum 1951 og fyrr og reyndar einnig konum sem fćddar eru 1961 eđa fyrr.  Gera má ráđ fyrir mikilli ţátttöku erlendis frá en ţađ er ţegar ljóst ađ allmargir Danir, Norđmenn og Svíar ćtla ađ taka ţátt.  Tefldar verđa 9 umferđir eftir svissneska kerfinu. 

Ţátttökugjöld eru kr. 10.000 en veittur er 50% afsláttur fyrir íslenska skákmenn sem skrá sig til leiks fyrir 1. júlí nk., ţ.e. ţátttökugjald verđi ţá kr. 5.000.  Skráning fer fram á Chess-Results.  Einnig er hćgt ađ skrá sig sem tölvupósti í netfangiđ skaksamband@skaksamband.is.  Ţátttökugjöld skulu greidd inn á reikning 101-26-12763, 580269-5409. 

 


Glćsileg verđlaun á Ströndum: 100 ţúsund króna verđlaunapottur, lambalćri og silki frá Samarkand!

Hrafn ekki ađ hugsa um skákina heldur eitthvađ allt annađ!Vegleg og fjölbreytt verđlaun eru í bođi á atskákmóti Hróksins í Djúpavík, laugardaginn 18. júní nk. Í verđlaunapottinum eru 100 ţúsund krónur, en ađ auki er fjöldi spennandi verđlauna. Allir keppendur eiga möguleika á vinningi, ţví dregiđ verđur í happdrćtti ţar sem margt skemmtilegt er á bođstólum.
 
Verđlaunafé skiptist svo:

1. verđlaun 25.000
2. verđlaun 15.000
3. verđlaun 10.000
 
Ţá eru veitt 10 ţúsund króna verđlaun fyrir bestan árangur í eftirtöldum flokkum:
 
Bestur árangur stigalausra.
Bestur árangur skákmanna međ minna en 2100 stig.
Bestur árangur kvenna.
Bestur árangur 16 ára og yngri.
Bestur árangur heimamanna.
 
Ţá verđur best klćddi keppandinn verđlaunađur ađ vanda, sem og kurteisasti keppandinn. Ţá munu öll börn sem taka ţátt í mótinu fá glađning.
 
Af öđrum vinningum má nefna brakandi ferskar bćkur, handgerđa muni eftir heimamenn, gómsćt lambalćri, og síđast en ekki síst gersimar úr fórum Jóhönnu Kristjónsdóttur. Ţar má nefna handunniđ teppi frá Eţíópíu, tösku frá Turkmenistan og silki frá Samarkand í Úsbekistan.
 
Ţađ verđur semsagt alţjóđlegur blćr yfir Skákhátíđinni á Ströndum 2011. Keppendum fjölgar óđum og eru áhugasamir beđnir ađ skrá sig sem fyrst, hjá Hrafni í hrafnjokuls@hotmail.com eđa Róbert í chesslion@hotmail.com.

Pistill ritstjóra um mótiđ 2010


Hrađskákmót Hellis fer fram í kvöld

Hrađskákmót Hellis verđur haldiđ mánudaginn 30. maí nk. og hefst ţađ kl. 20.00. Teflt er í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a. Heildarverđlaun á mótinu er kr. 16.000.  Tefldar verđa 7 umferđir 2*5 mínútur.  Núverandi hrađskákmeistari Hellis er Davíđ Ólafsson. Ţetta er í sextánda sinn sem mótiđ fer fram.  Björn Ţorfinnsson hefur hampađ titlinum oftast eđa fjórum sinnum.  Verđlaun skiptast svo:
 1. 8.000 kr.
 2. 5.000 kr.
 3. 3.000 kr.

Ţátttökugjöld eru kr. 400 fyrir félagsmenn en kr. 600 fyrir ađra. Fyrir unglinga í Helli eru ţau kr. 300 en kr. 400 fyrir ađra. 

Hrađskákmeistarar Hellis:

 • 1995: Davíđ Ólafsson
 • 1996: Andri Áss Grétarsson
 • 1997: Hannes Hlífar Stefánsson
 • 1998: Bragi Ţorfinnsson
 • 1999: Davíđ Ólafsson (Jón Viktor Gunnarsson sigrađi á mótinu)
 • 2000: Bragi Ţorfinnsson
 • 2001: Helgi Áss Grétarsson
 • 2002: Björn Ţorfinnsson
 • 2003: Björn Ţorfinnsson
 • 2004: Sigurbjörn J. Björnsson
 • 2005: Sigurđur Dađi Sigfússon
 • 2006: Hrannar Baldursson
 • 2007: Björn Ţorfinnsson (Jón Viktor Gunnarsson sigrađi á mótinu)
 • 2008: Gunnar Björnsson
 • 2009: Davíđ Ólafsson
 • 2010: Björn Ţorfinnsson

Ađalfundur TR fer fram í kvöld

Ađalfundur Taflfélags Reykjavíkur verđur haldinn mánudaginn 30. maí kl. 20 í húsnćđi félagsins ađ Faxafeni 12.

Dagskrá fundarins er venjuleg ađalfundarstörf.

Stjórn T.R.

 


Ţrír efstir á Meistaramóti Skákskóla Íslands - Úrslit á ţriđjudagskvöld

efstu helgi david

Dađi Ómarsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og EmilSigurđarson urđu efstir og jafnir á meistaramóti Skákskóla Íslands semlauk á sunnudaginn. Ţeir hlutu allir 5˝ vinning af 7 mögulegum. Frammistađa Dađaog Hjörvars kemur ekki á óvart en Emil Sigurđarson  sýndi glćsileg tilţrifi lokaskákum sínum tveim.

Ţeir munu heyja sérstaka úrslitakeppni um titilinn meistariSkákskóla Íslands 2011. Keppnin hefst á ţriđjudagskvöld og hefst kl. 20 en tefltverđur eftir tímafyrirkomulaginu 25 10 - Bronstein.

Dregiđ var um töfluröđ eftir mótiđ í dag og varđ niđurstađanţessi: 1. Emil Sigurđsson 2. Hjörvar Steinn Grétarsson 3. Dađi Ómarsson.

Í fyrstu umferđ hefur Hjörvar hvítt á Dađa, síđan hefur Emilhvítt á Hjörvar og lok Dađi hvítt á Emil. Verđi jafnt verđa tefldar a.m.k.tvćr hrađskákir,  5 3 - Bronstein,  og síđan tekur viđ bráđabani ef tveir standa enn eftir.

Sverrir Ţorgeirsson varđ í 4. sćti međ 4˝ vinning ogefstur  ţeirra sem hlutu 4˝ vinning en í 5. sćti á sigumvarđ Hallgerđur Helga Ţorsteinsdóttir einnig međ međ 4˝ vinning.

Veitt voru verđlaun í ýmsum flokkum en sérstökkvennaverđlaun hlaut Jóhanna

hopurinn helgi david

 Björg Jóhannsdottir.

Í flokki pilta 14 ára og yngri náđi Jón Trausti Harđarson bestumárangri međ 4˝ vinning en nćstur í ţeim aldurflokki var svo félagi hans úrRimaskóla, Dagur Ragnarsson. Bestum árangri stúlkna náđu ţćr Veronika Steinunn Magnúsdóttir sem hlaut 4vinninga og Hrund Hauksdóttir sem var međ 3˝ vinning. Í flokki barna 12ára og yngri náđi Hilmir Freyr Heimisson bestum árangur en hann hlaut 3˝vinning. Nćstur kom Gauti Páll Jónsson međ 3 vinninga og og í 3. sćti varđNansý Davíđsdóttir einnig međ 3 vinninga.

Verđlaun voru annarsvegar ferđavinningar og hinsvegarbókavinningar. Mótstjórar voru Helgi Ólafsson, Davíđ Ólafsson og PállSigurđsson.

Lokastađan:

 

Rk.NameRtgClub/CityPts. TB1
1Omarsson Dadi 2245TR5,532,5
2Gretarsson Hjorvar Steinn 2456Hellir5,529
3Sigurdarson Emil 1824SFÍ5,526,5
4Thorgeirsson Sverrir 2279Haukar4,533
5Thorsteinsdottir Hallgerdur 2010Hellir4,529,5
6Johannsdottir Johanna Bjorg 1868Hellir4,528,5
7Sverrisson Nokkvi 1806TV4,528,5
8Hardarson Jon Trausti 1628Fjölnir4,527
9Kristinsson Bjarni Jens 1962Hellir4,526
10Karlsson Mikael Johann 1829SA4,522,5
11Ragnarsson Dagur 1659Fjölnir427
12Sigurdsson Birkir Karl 1594SFÍ426
13Jonsson Dadi Steinn 1641TV424,5
14Fridriksson Rafnar 1388TR423,5
15Magnusdottir Veronika Steinunn 1389TR420
16Hauksson Hordur Aron 1680Fjölnir3,529
17Johannesson Oliver 1559Fjölnir3,527,5
18Hauksdottir Hrund 1497Fjölnir3,521
19Heimisson Hilmir Freyr 0TR3,519,5
20Lee Gudmundur Kristinn 1802SFÍ327
21Jonsson Gauti Pall 1218TR323
22Davidsdottir Nansy 1106Fjölnir321,5
23Kravchuk Mykhaylo 0TR318,5
24Ţorsteinsson Leifur 1265TR315
25Stefansson Vignir Vatnar 1328TR2,525
26Mobee Tara Soley 1165Hellir2,520
27Johannsdottir Hildur Berglind 1062Hellir2,517,5
28Jóhannesson Kristófer Jóel 1304Fjölnir225
29Palsdottir Soley Lind 1214TG224
30Steinthorsson Felix 0Hellir221,5
31Magnúsdóttir Hafdís 1135TV122,5
32Kolica Donika 1000TR120,5

 


Skákţáttur Morgunblađsins: Gelfand og Grischuk tefla um réttinn til ađ skora á Anand

Fyrir meira en 60 árum fór fram fyrsta áskorendakeppnin í skák. Ć síđan hefur ţessi keppni átt óskipta athygli skákheimsins hvort sem hún fór fram međ mótafyrirkomulagi sem haldiđ var allt til ársins 1962 er ţví lauk á eyjunni Curacao í Karabíska hafinu. Ţá var tekiđ upp einvígisfyrirkomulag og ţar sýndi Boris Spasskí ótrúlega yfirburđi árin 1965 og 1968. Hápunkti var náđ áriđ 1971 ţegar Bobby Fischer vann Larsen og Taimanov 6:0 og síđar Tigran Petrosjan međ miklum yfirburđum.

Karpov og Kasparov sýndu frábćra taflmennsku ţegar ţeirra tími kom árin 1974 og 1983.

Ţegar heimsmeistararnir voru skyndilega orđnir tveir áriđ 1993 gengisféll keppnin og hefur ekki náđ sömu hćđum og áđur. Ţađ kom ţví ekki á óvart ţegar „norska undriđ" Magnús Carlsen lýsti sig ófúsan til ađ tefla um réttinn til ađ skora á Anand. Hann ţekkir ţá tilfinningu vel sem stundum sćkir ađ skákmönnum sem komnir eru til Rússlands yfir langan veg ađ ţar séu ţeir ekki á heimavelli. Áskorendakeppnin í Kazan í Rússlandi hefur veriđ sett í einn pakka og tekur vart meira en mánuđ í flutningi. Sigurstranglegustu keppendurnir, Kramnik, Topalov og Aronjan eru fallnir úr leik og úrslit mikilvćgustu einvígjanna hafa ráđist í hrađskákum.

Í annarri umferđ lauk öllum átta kappskákunum međ jafntefli og ţegar enn var jafntefli eftir fjórar at-skákir tóku viđ tvćr hrađskákir. Ţar reyndist Boris Gelfand sterkari en Gata Kamsky og Grischuk vann Kramnik einnig í hrađskákunum.

Gelfand og Grischuk hófu sex skáka lokaeinvígi sl. fimmtudag og lauk fyrstu skákinni međ jafntefli. Hvorugur ţeirra virđist eiga mikla möguleika í einvígi viđ Anand. En fyrirkomulag keppninnar virđist henta ţeim báđum vel en gerir ţađ jafnframt ađ verkum ađ spennandi einvígi um heimsmeistaratitilinn áriđ 2012 er tćplega í vćndum.

Gelfand hefur í níu tilraunum unniđ eina kappskák í Kazan. Hún kemur hér:

3. einvígisskák:

Shakriyar Mamedyarov - Boris Gelfand

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 b5 8. O-O Be7 9. Df3 Dc7 10. Dg3 O-O 11. Bh6 Re8 12. Had1 Bd7 13. f4 Rc6 14. f5!?

Athugun á stöđunni leiđir í ljós ađ Gelfand hefur fengiđ ţetta upp áđur. Andrei Sokolov lék 14. Rxc6 gegn honum fyrir meira en 20 árum 1988 og vann sannfćrandi. Munurinn liggur í ţví ađ möguleikar á leppun opnast nú eftir skálínunni a7-g1.

14. ... Rxd4 15. Hxd4 Kh8 16. Be3? Missir af upplögđu tćkifćri: 16. f6! var best og eftir 16. .... Bxf6 17. Hxf6 gxh6 18. Hxh6 Hg8 19. Dh4 Hg7 20. Re2 á hvítur góđa möguleika.

16. ... Rf6 17. Dh3 d5! 18. e5!?

Hrćrir upp í stöđunni.

Eftir 18. fxe6 fxe6! er svarta stađan einnig betri.

18. ... Dxe5 19. Hh4 Hfc8 20. Kh1 Hxc3!

Sjálfsögđ skiptamunsfórn sem byggir m.a. á ţví hversu klunnalega biskupinn stendur á b3.

21. bxc3 Dxc3 22. Hd4 a5 23. Hd3 Dc6 24. c3 a4 25. Bc2 e5 26. Bg5 b4 27. Dh4 bxc3 28. Hh3 Kg8! 29. He1

Hvítur kemst ekkert áfram eftir 29. Bxf6 Bxf6 30. Dxh7+ Kf8 o.s.frv.

29. ... e4 30. g4 Kf8 31. Be3 Dc4 32. g5

geangcsv.jpg32. ... Bxf5! 33. gxf6 Bxf6

Ţó hvítur sé hrók undir rćđur hann ekki viđ peđaflaum svarts.

34. Dh5 Bg6 35. Dg4 Dxa2 36. Bb1 Dc4 37. Dg2 a3 38. Ba2 Dc6 39. Hg3 Hb8

- og hvítur féll á tíma en stađan er töpuđ.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 22. maí 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


Stigamót Hellis hefst á miđvikudag

Stigamót Taflfélagsins Hellis verđur haldiđ í níunda sinn sinn dagana 1.-3. júní.   Fyrirkomulag mótsins hefur veriđ mismunandi í gegnum tíđina en ađ ţessu sinni er mótiđ haldiđ í kringum uppstigningadaginn ţannig ađ keppendur munu eiga frí helgina á eftir.  Góđ verđlaun eru í bođi á mótinu og mótiđ er opiđ öllum.  Skráning fer fram á heimasíđu Hellis.

Ţátttökugjöld eru kr. 3.000 fyrir fullorđna og 2.000 kr. fyrir 15 ára og yngri og rennur óskipt í verđlaunasjóđ mótsins.  

Síđasta tćkifćri fyrir marga til ađ tefla kappskákir innanlands í sumar.   

Núverandi Stigameistari Hellis er Guđmundur Gíslason.

Umferđatafla:

 • 1.-4. umferđ, miđvikudaginn 1. júní (19:30-23:30)
 • 5. umferđ, fimmtudaginn 2. júní (11-15)
 • 6. umferđ, fimmtudaginn 2. júní (17-21)
 • 7. umferđ, föstudaginn 3. júní (19:30-23:30)

Verđlaun:
 • 1. 50% af ţátttökugjöldum
 • 2. 30% af ţátttökugjöldum
 • 3. 20% af ţátttökugjöldum

Skráning:

Tímamörk:

 • •1.-4. umferđ: 20 mínútur + 5 sekúndur á leik
 • •5.-7. umferđ: 1˝ klst. + 30 sekúndur á leik

Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (29.5.): 25
 • Sl. sólarhring: 43
 • Sl. viku: 241
 • Frá upphafi: 8753250

Annađ

 • Innlit í dag: 20
 • Innlit sl. viku: 176
 • Gestir í dag: 16
 • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband