Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Gelfand og Grischuk tefla um réttinn til ađ skora á Anand

Fyrir meira en 60 árum fór fram fyrsta áskorendakeppnin í skák. Ć síđan hefur ţessi keppni átt óskipta athygli skákheimsins hvort sem hún fór fram međ mótafyrirkomulagi sem haldiđ var allt til ársins 1962 er ţví lauk á eyjunni Curacao í Karabíska hafinu. Ţá var tekiđ upp einvígisfyrirkomulag og ţar sýndi Boris Spasskí ótrúlega yfirburđi árin 1965 og 1968. Hápunkti var náđ áriđ 1971 ţegar Bobby Fischer vann Larsen og Taimanov 6:0 og síđar Tigran Petrosjan međ miklum yfirburđum.

Karpov og Kasparov sýndu frábćra taflmennsku ţegar ţeirra tími kom árin 1974 og 1983.

Ţegar heimsmeistararnir voru skyndilega orđnir tveir áriđ 1993 gengisféll keppnin og hefur ekki náđ sömu hćđum og áđur. Ţađ kom ţví ekki á óvart ţegar „norska undriđ" Magnús Carlsen lýsti sig ófúsan til ađ tefla um réttinn til ađ skora á Anand. Hann ţekkir ţá tilfinningu vel sem stundum sćkir ađ skákmönnum sem komnir eru til Rússlands yfir langan veg ađ ţar séu ţeir ekki á heimavelli. Áskorendakeppnin í Kazan í Rússlandi hefur veriđ sett í einn pakka og tekur vart meira en mánuđ í flutningi. Sigurstranglegustu keppendurnir, Kramnik, Topalov og Aronjan eru fallnir úr leik og úrslit mikilvćgustu einvígjanna hafa ráđist í hrađskákum.

Í annarri umferđ lauk öllum átta kappskákunum međ jafntefli og ţegar enn var jafntefli eftir fjórar at-skákir tóku viđ tvćr hrađskákir. Ţar reyndist Boris Gelfand sterkari en Gata Kamsky og Grischuk vann Kramnik einnig í hrađskákunum.

Gelfand og Grischuk hófu sex skáka lokaeinvígi sl. fimmtudag og lauk fyrstu skákinni međ jafntefli. Hvorugur ţeirra virđist eiga mikla möguleika í einvígi viđ Anand. En fyrirkomulag keppninnar virđist henta ţeim báđum vel en gerir ţađ jafnframt ađ verkum ađ spennandi einvígi um heimsmeistaratitilinn áriđ 2012 er tćplega í vćndum.

Gelfand hefur í níu tilraunum unniđ eina kappskák í Kazan. Hún kemur hér:

3. einvígisskák:

Shakriyar Mamedyarov - Boris Gelfand

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bc4 e6 7. Bb3 b5 8. O-O Be7 9. Df3 Dc7 10. Dg3 O-O 11. Bh6 Re8 12. Had1 Bd7 13. f4 Rc6 14. f5!?

Athugun á stöđunni leiđir í ljós ađ Gelfand hefur fengiđ ţetta upp áđur. Andrei Sokolov lék 14. Rxc6 gegn honum fyrir meira en 20 árum 1988 og vann sannfćrandi. Munurinn liggur í ţví ađ möguleikar á leppun opnast nú eftir skálínunni a7-g1.

14. ... Rxd4 15. Hxd4 Kh8 16. Be3? Missir af upplögđu tćkifćri: 16. f6! var best og eftir 16. .... Bxf6 17. Hxf6 gxh6 18. Hxh6 Hg8 19. Dh4 Hg7 20. Re2 á hvítur góđa möguleika.

16. ... Rf6 17. Dh3 d5! 18. e5!?

Hrćrir upp í stöđunni.

Eftir 18. fxe6 fxe6! er svarta stađan einnig betri.

18. ... Dxe5 19. Hh4 Hfc8 20. Kh1 Hxc3!

Sjálfsögđ skiptamunsfórn sem byggir m.a. á ţví hversu klunnalega biskupinn stendur á b3.

21. bxc3 Dxc3 22. Hd4 a5 23. Hd3 Dc6 24. c3 a4 25. Bc2 e5 26. Bg5 b4 27. Dh4 bxc3 28. Hh3 Kg8! 29. He1

Hvítur kemst ekkert áfram eftir 29. Bxf6 Bxf6 30. Dxh7+ Kf8 o.s.frv.

29. ... e4 30. g4 Kf8 31. Be3 Dc4 32. g5

geangcsv.jpg32. ... Bxf5! 33. gxf6 Bxf6

Ţó hvítur sé hrók undir rćđur hann ekki viđ peđaflaum svarts.

34. Dh5 Bg6 35. Dg4 Dxa2 36. Bb1 Dc4 37. Dg2 a3 38. Ba2 Dc6 39. Hg3 Hb8

- og hvítur féll á tíma en stađan er töpuđ.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 22. maí 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (2.7.): 13
 • Sl. sólarhring: 49
 • Sl. viku: 234
 • Frá upphafi: 8704930

Annađ

 • Innlit í dag: 9
 • Innlit sl. viku: 168
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband