Leita í fréttum mbl.is

Hjörvar bestur í súpuskák

P5300096Hvađ eiga skák og súpa sameiginlegt? Jú, nefnilega súpuskák! Í framhaldi af ţessari uppgötvun var blásiđ til mótsins Súpuskák 2011. Á hinum bjarta og fallega mánudegi 30. maí mćttu hinir ýmsu skákmenn í Skákakademíuna, ţáđu súpu hjá Róberti Vert Lagerman og gripu í tafl. Ţar sem flestir keppendur voru bundnir viđ vinnu eftir hádegi var mótiđ snarpt; fimm umferđir hrađskák.

Ungverjalandsfarinn, nýkrýndi Íslandsmeistarinn í atskák og landsliđsmađurinn Hjörvar Steinn Grétarsson stóđ uppi sem sigurvegari á mótinu. Missti hann ađeins hálfan vinning niđur gegn félaga sínum í landsliđi Íslands bókmenntafrćđingnum Braga Ţorfinnssyni. Bragi náđi ţó einungis bronsinu ţar sem hinn síkáti og eldhressi Kristján Örn Elíasson fór mikinn og vann fjórar skákir og tryggđi sér ţar međ annađ sćtiđ.

Hjörvarsbaninn Jóhanna Björg Jóhannsdóttir hlaut kvennaverđlaunin; Skákakademíutreyju og bók frá Sögum útgáfu sem hinn mikli Máti Tómas Hermannsson rekur svo myndarlega. Sögur útgáfa styrkti mótshaldiđ og fćr forlagiđ sérstakar ţakkir frá Skákakademíunni fyrir ţann góđa P5300065stuđning.

Framhald verđur á hádegismótum Skákakademíunnar í sumar enda formiđ hiđ ákjósanlegasta fyrir hinn vinnandi mann sem vill njóta hádegisins í botn međ skák og međ ţví!

Nćstkomandi föstudag, um eftirmiđdegiđ, verđur opiđ hús í Skákakademíunni ţar sem starfssemi sumarsins og nćstkomandi veturs verđur kynnt. Nánar um ţađ í vikunni.

Myndaalbúm


Rk.NamePts. TB1
1Hjörvar Steinn  4,512
2Kristján Örn  413
3Bragi Ţorfinnsson  3,518,5
4Jóhann Ingvarsson  3,514,5
5Róbert Lagerman  3,511
6Pálmi Pétursson  313
7Arnar Ţorsteinsson  311,5
8Stefán Bergsson  2,513
9Eiríkur Björnsson  2,511,5
10Gunnar Björnsson  216,5
11Jóhanna Björg Jóhannsdóttir  213
12Stefán Már Pétursson  210,5
13Rúnar Berg  29
14Sigga Björg  112
15Guđmundur Guđmundsson  110,5

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 27
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 194
  • Frá upphafi: 8764039

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 157
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband