Leita í fréttum mbl.is

Strandaglópar - Ferđasaga frá skákhátíđ á Ströndum

Séđ yfir skáksalinnUm helgina 18.-20. fór fram mikil og skemmtileg skákhátíđ á Árneshreppi.  Ritstjóri tók ţátt í mótinu og hefur tekiđ saman smá ferđasögu um hátíđina og ţví sem henni fylgdi. 

Fyrsta skákhátíđin í Árneshreppi fór fram í hitteđfyrra.  Ţá var undirritađur ekki međ en í fyrra tók ég ţátt og fór ţá í fjölskylduferđ.  Ţađ skilađi sér strax ţví ţess í stađ fékk ég njóta landafrćđikunnáttu ferđafélaganna Arons Inga Óskarssonar og Guđmundar Kjartanssonar sem fóru í kostum og urđum viđ Ţorvarđur Fannar Ólafsson, sem Djúpavíkkeyrđi, stundum orđlausir.  

Viđ mćttum um kvöldamatarleyti á Djúpavík og var sest niđur og horft á hörmungarleiks Englands og Alsír en Englendingar virđast ţví miđur spila lítt betri fótbolta en Ítalir, Frakkar og Ţjóđverjar.      

Um kvöld fór fram tvískákarmót.   Ekki fengu skákmennirnir ađ velja sér liđsfélaga en ţar drógu forseti og varaforseti Hróksins í liđ og lenti undirritađur í liđi međ Hrafni og Róberti sem skiptust á ađ tefla međ mér.   Friđrik Ólafsson lék fyrsta leik mótsins fyrir Hrafn og mun ţar vera á ferđinni fyrst leikur Friđriks í tvískák og mjög líklega sá síđasti einnig! Sigur vannst ţrátt fyrir hetjulega baráttu andstćđinga okkar.  Ţetta er annađ áriđ í röđ sem Hrafn Friđrik lék fyrsta leikin á Tvískákmótinuhrósar sigri á mótinu en fyrra tefldi hann međ Jorge Fonseca.

Alla telst mér um ađ um 18 skákmenn hafi komiđ ađ sunnan.  Guđmundur Gíslason og Magnús Sigurjónsson komu úr Bolungarvík.  Afgangurinn voru svo heimamenn sem verđur ađ teljast býsna gott úr ţessu litla bćjarfélagi ţar sem íbúar eru um 50.  Mér skilst á Hrafni ađ íbúafjöldinn í hreppnum sé reyndar misjafn.  Fćrri á veturna en fjölgar umtalsvert á sumrin ţegar skólakrakkar koma heim auk ţess sem sumir hafa ţarna sumarbúsetu.Skákstjórinn Robert Lagermann

Ljómandi veđur var á föstudagskvöldiđ.   Rólegt var yfir mannskapnum á föstudagskvöldin og flestir komnir í rúm snemmkvölds.  

Mótiđ sjálft hófst á laugardag kl. 13 og Róbert skákstjóri mćttur tímanlega í skákstjórastjórinn.

Áđur en mótiđ hófst spiluđu og sungu systurnar Árný og Ellen Björnsdćtur, frá Melum.  Ţćr tóku skákţema og spiluđu Black and White međ Michael Jackson og svo Árný og Ellen Björnsdćtur, frá Melum, međ tónlistina í blóđinu einsog hrifnir áhorfendur fengu ađ heyraSvart/Hvíta hetjan međ Dúkkulísunum.

Hrafn og Róbert fóru yfir reglurnar og sjálfur menntamálaráđherrann sem var í stađnum ásamt fjölskyldu setti mótiđ og lék fyrsta leikinn fyrir heiđursgestinn sjálfan, Friđrik Ólafsson, gegn áđurnefndri Árnýju sem á reyndar eftir ađ koma meira viđ sögu.   En meira um ţađ síđar.  Friđrik hvatti sér svo hljóđs gaf dóttur Hrafns, Jóhönnu Engilráđ afmćlisgjöf en sú studda var eins árs fyrir skömmu.

Jóhann Hjartarson var stigahćstur keppenda en nćsta stigahćstur var Helgi Ólafsson sem hefur unniđ á mótinu tvö síđustu ár.  Rétt eins og fyrra og í hitteđfyrra tóku 3 stórmeistarar ţátt og var sá ţriđji FriđrikMennta-og menningarmálaráđherra Katrín Jakobsdóttir flytur ávarp Ólafsson en mótiđ nú var tileinkađ 75 ára afmćlis hans sem reyndar kom nú í fyrsta sinn á Strandir.  Međal annarra keppenda má svo nefna Guđmundana Gíslason og Kjartansson og svo skákstjórann Róbert Lagerman.

Jóhann byrjađi međ látum en Helgi mátti lúta í gras fyrir Gíslasyni.  Jói var í forystu allt mótiđ og endađi međ 8 vinninga í 9 skákum, leyfđi ađeins jafntefli gegn stórmeisturunum.  Helgi varđ annar og Friđrik var ţriđji.  Sjálfur tefldi ég viđ Jóa og Friđrik og fór sá síđarnefndi illa međ mig en ég náđi ađ sprikla gegn Jóa

Hlíđar Ţór Hreinsson, Róbert, Guđmundur Kjartansson, Sigurđur E. Kristjánsson og Sigríđur Björg Helgadóttir urđu í 4.-8. sćti.

Friđrik gaf Jóhönnu Engilráđ afmćlisgjöfFyrir lokaumferđina hvatti Hrafn sér hljóđs .  Rétt eins og í fyrra voru veitt verđlaun fyrir heiđursmann mótsins en ţá hlaut Vigfús verđlaunin fyrir íţróttamannslega framkomu gegn Henrik Danielsen.  Nú Hrafn sagđi alla keppendur mótsins vera heiđursmenn en ţó vćri enginn meiri heiđursmađur á mótinu  en sjálfur Friđrik Ólafsson.  Verđlaunin voru lambalćri frá Mel en ađ sögn Hrafns er sauđfjárrćkt ţar á svo háu stigi ađ kalla megi vísindi og list!Friđrik heiđursmađur fékk lambalćri frá Mel

Forseti SÍ hvatti sér svo hljóđs og fćrđi hreppstjóranum Oddný Ţórđardóttur 3 skákklukkur ađ gjöf frá Skáksambandinu sem og forsetinn er viss um ađ ţćr verđ vel notađar miđađar viđ skákáhugann í hreppnum en klukkurnar verđa geymdar í skólanum. 

Hrafn kallađi Ásdísi Bragadóttur framkvćmdastjóra SÍ og fćrđi henni veglega bókargjöf og forlátapenna sem var smíđađir af Valgeiri Benediktssyni bónda og hagleiksmanni í Árnesi í Trékyllisvík. Helstu Hrafn fćrđi Ásdísi framkvćmdastjóra SÍ afmćlisgjöfverđlaunahafar fengu einnig sambćrilega penna ađ gjöf en ađeins eru útbúnir 10 pennar ár hvert.   Valgeir hefur ásamt fjölskyldu byggt upp minjasafniđ Kört, sem er einn skemmtilegasti áningarstađurinn í Árneshreppi. 

Og ţá var komiđ ađ verđlaunaafhendingunni.  Fyrst voru veitt verđlaun fyrir bestan árangur heimamanna en ţau fékk Jakob Thorarensen frá Gjögri sem lagđi m.a. undirritađan í lokaumferđinni.    Jakob fékk einnig verđlaunJakob Thorarensen fékk verđlaun fyrir bestan árangur heimamanna fyrir bestan árangur stigalausra.

Og ţá var komiđ ađ Sigríđi Björg Helgadóttur!  Hún fékk ţrenn verđlaun!  Fyrir bestan árangur ungmenna (1992 og síđar), kvennaverđlaun og svo 1/3 verđlauna fyrir bestan árangur skákmanna undir 2200 skákstigum ásamt Sigurđi og Hlíđari!  Frábćr árangur hjá stúlkunni.

Um ađalverđlaunahafana hefur veriđ fjallađ.    Hrafn sagđi Jóhann Hjartarson vera hálfgerđan heimamann en Jóhann hefur oft komiđ á Strandirnar ţegar hann kenndi skák á Sigga Björg átti frábćrt mót og sankađi ađ sér verđlaununumStröndum sem ungur mađur.  Bjó hann ţar á Bć og mun víst ganga undir nafninu Jói í Bć í hérađinu.  Í ár bjó Jói og frú viđ Krossaneslaugina en ţá gistingu fengu ţau í verđlaun í fyrra. Jói fékk forláta grip í verđlaun en er ađ rćđa hreindýrshorn sem ráku á land í Mel og úr ţví búiđ ađ smíđa mikinn hagleiksgrip en undir hornunum var hvalbein.  

Sjálfur hefđi ég tekiđ mig til og klćtt mig í teinóttu jakkafötin mín sem ég var einmitt í ţegar ég varđForsetinn og stórmeistarinn fertugur áriđ áriđ 2007.  Hugsađi ég mér gott til glóđarinnar og var sannfćrđur um sigur í keppninni um best klćdda keppendann.   Ţar misskyldi ég hlutina allhrapalega og var illalega tekinn niđur af forseta Hróksins.  Sagđi hann fatnađ minna minna sig á sem Ísland hafi stađiđ fyrir og vćri ég klćđnađur minn  hluti af gamla Íslandi.    Verđlaunin sú fóru til Árnýjar fyrir ţjóđlegan stíl og úthugsađa samsetningu.  Jakkafötin verđa skilin eftir ađ ári!

Svo var haldiđ á hóteliđ og ţar bođiđ upp á forláta hlađborđ sem margir keppendur gerđu góđ skil.   Um kvöldiđ gerđu menn sér dagamun en keppendur klikkuđu á ţví ađ skilja eftir skákborđ á hótelinu og var bara eitt skáksett á sHrafn fćr Árnýju Björnsdóttur verđlaun fyrir bestan klćđnađtađnum.   Mátti sjá suma ađ betri skákmönnum landsins og suma af forsvarsmönnum skákhreyfingarinnar grípa í Bridge viđ undrun sumra yngri skákmanna.  Var minnt á ađ ţetta hefđi Óli H. aldrei leyft! 

Skemmtu menn sér vel fram á kvöld og létu plássleysi ekki há sér.   Fengu menn hin ýmsu viđurefni og get ég ţar nefnt Stevie, Freud og Jón forseti.   Brjálađ veđur gerđi um nóttina og ţurftu ţeir sem gistu í tjaldi ađ flýja inn í hús eđa bíla. 

Á sunnudeginum var svo hrađskákmót á Norđurfirđi.  Ţangađ er 35 mínútna akstur.   22 skákmenn tóku ţátt og hefđu vćntanlega veriđ fleiri ef ekki hafđi veriđ fermingarveisla sama dag.  Flestir sunnanmannanna tóku ţátt enda rétt ađ leggja á sig smá aukakrók ţegar á Strandir er komiđ.    Helgi og Friđrik höfđu ţó haldiđ á braut á laugardagskvöldiđ.

Gunnsteinn Gíslason aldursforseti Árneshrepps lék fyrsta leikinn fyrir Jóhann Hjartarson. Hann var í Gunnsteinn Gíslason aldursforseti Árneshrepps lék fyrsta leik mótsins í Norđurfirđisveitarstjórn í 48 ár, sem muna vera Íslandsmet.   Tefldar voru sex umferđir og ţar hafđi skákstjórinn Róbert Lagerman sigur.  Hlíđar sem hafđi sigrađ Jóa í Bć var efstur fyrir lokaumferđina en tapađi fyrir Robba í lokaumferđinni.   Jóhann, Hlíđar, Gíslason, Hrafn og sá sem ţetta ritar urđu í 2.-6. sćti međ 4,5 vinning.  Róbert fékk í verđlaun peningaverđlaun auk gistingu viđ Krossaneslaugina.    Jói fékk hamborgara fyrir tvo í Kaffi Norđurfjarđar og Guđmundur Gíslason fékk siglungu um verđlaun sem réttu hafđu átt ađ renna til Jóa en ţar sem hann hafđi ekki nýtt sér sömu verđlaun í fyrra runnu ţau til ţriđja manns. 

Ađ loknu skákmóti var haldiđ heim á leiđ.   Ţá var í ég för međ mínum gamla skólafélaga úr Verzló, Birgi Rafn Ţráinssyni og Vinjarmanninum.  Guđmundi Valdimari.  Pústiđ fór hjá Birgi og skilst mér ađ ţađ hafi svo sprungiđ hjá Helga Árna!  Strandirnar tóku sinn toll!

Skákstjórinn tekur viđ sigurlaununumEkki fór ég Krossaneslaugina en um ţađ höfđu veriđ höfđ stór orđ.  Úr ţví verđur bćtt ađ ári međ góđu eđa illu. 

Ţrátt fyrir er ţađ er ekkert mál ađ fara á Strandir í dag.  Eftir ađ Arnkötluheiđin var opnuđ er ekki nema um 3ja tíma akstur á Hólmavík og ţađan er klukkutímaakstur á Djúpavík.  Ţetta tekur ţví skemmri tíma en ađ keyra til Akureyrar.

Skáksambands Íslands styrkti mótshaldiđ um 50.000 kr. úr landsbyggđarsjóđi sambandsins og getur sambandiđ veriđ stolt ađ ţví enda bođiđ upp á glćsilega skákhátíđ.   Hrafn og Róbert hafa byggt upp skemmtilega stemmingu á mótsstađ og sjálfur er ég harđákveđin ađ koma ađ ári og ćtla ţá ađ gefa mér meiri tíma og skođa Strandirnar betur og helst ađ tryggja mér leiđsögn Guđmundar og Arons Inga. 

Hvet alla til ađ taka frá ţriđju helgina ađ ári og láta sig ekki vanta á Strandirnar.   Ţađ er vel ţess virđi.

Myndirnar eru frá Gunnari Björnssyni og Helga Árnasyni.

Allar myndirnar (88) má finna í myndaalbúmi mótsins.

 

Lokastađan úr Djúpavíkur-mótinu má svo sjá hér:

 

RöđNafnStigVinn.
    
1Jóhann Hjartarsson26258
2Helgi Ólafsson25407,5
3Friđrik Ólafsson25106,5
4-8Hlíđar Ţór Hreinsson21956
 Róbert Harđarson23756
 Guđmundur Kjartansson23206
 Sigurđur E, Kristjánsson19156
 Sigríđur B, Helgadóttir16806
9-12Guđmundur Gíslason23455,5
 Ţorvarđur Ólafsson21905,5
 Jakob Thorarensen 5,5
 Einar Valdimarsson18705,5
13-17Hrannar Jónsson19005
 Vigfús Óđinn Vigfússon19355
 Jón Birgir Einarsson16655
 Birgir Rafn Ţráinsson16365
 Stefán Karlsson 5
18-22Gunnar Björnsson20954,5
 Magnús Gíslason19704,5
 Magnús Sigurjónsson18254,5
 Aron Ingi Óskarsson18454,5
 Hrafn Jökulsson 4,5
23-28Guđmundur Valdimar Guđmundsson 4
 Björn Torfason 4
 Arnar Valgeirsson 4
 Kristján Albertsson 4
 Pétur Ingólfsson 4
 Ingólfur Benediktsson 4
29-31Ţórđur M, Tryggvason 3
 Örnólfur Hrafnsson 3
 Ólafur Thoarensen 3
32Árný Björnsdóttir 2,5
33Skarphéđinn Jónsson 2
34-35Kristinn Ari Hermannsson 1
 Ásta Ţorbjörg Ingólfsdóttir 1
36-38Kristjana María Ásbjörnsdóttir 0
 Sunneva María Arnarsdóttir 0
 Birnir Logi Arnarsson 0

 

Gunnar Björnsson


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (15.8.): 42
 • Sl. sólarhring: 52
 • Sl. viku: 317
 • Frá upphafi: 8706598

Annađ

 • Innlit í dag: 29
 • Innlit sl. viku: 201
 • Gestir í dag: 21
 • IP-tölur í dag: 21

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband