Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2018

Hjörvar Steinn Íslandsmeistari í Fischer-random

Hjörvar og Róbert

Ţann 25. janúar sl. stóđ Skáksamband Íslands ađ fyrsta Íslandsmótinu í Fischer-random skák. Fischer-random er hugmynd hins gođsagnakennda skákmanns Bobby Fischers, sem ţótti á sínum seinni árum hin hefđbunda skák vera of fyrirsjáanleg. Nákvćmlega sami manngangur er til stađar en dregiđ er um uppstafstöđu mannanna, međ nokkrum takmörkunum - um 960 upphafsstöđur eru ţrátt fyrir ţađ mögulegar í Fischer-random! Ólíkt hinni hefđbundnu skák, reynir Fischer random lítiđ á ţekkingu á byrjunum sem spilar mjög stórt hlutverk í klassískri skák í dag. Fischer skákin getur ţví veriđ kjörin fyrir ţá sem hafa áhuga á ađ tefla skák án ţess ađ byrjanaundirbúningur ráđi miklu um úrslit skákarinnar. 

Frá skákstađ

Á GAMMA-Reykjavíkurskákmótinu, minningarmóti um Bobby Fischer, sem fram fer í Hörpu 6.-14. mars nk. verđur fyrsta Evrópumótiđ í Fischer-random haldiđ í samvinnu viđ Skáksamband Evrópu. Búast má viđ allar skákstjörnur mótsins taki ţátt og ađ mótiđ, sem fer fram á 75 áraafmćlisdegi Fischers, 9. mars., muni vekja umtalsverđa athygli í skákheiminum öllum. 

Ţröstur og Róbert

Alls tóku 29 skákmenn ţátt í ţessu fyrsta opinbera Íslandsmóti í Fischer-random og međal keppenda voru tveir stórmeistarar. Svo fór ađ ţeir röđuđust í tvö efstu sćtin og virđist ţví sem ađ geta í klassískri skák og Fischer-random skák, fylgist ađ ef marka má úrslitin. 

Gauti, Hilmir, Björn Ívar og Róbert

 

Íslandsmeistari í Fischer-random 2018 varđ Hjörvar Steinn Grétarsson en hann hlaut 6˝ vinning af 7 mögulegum. Ţröstur Ţórhallsson varđ annar međ 6 vinninga. Í 3.-5. sćti, međ 5 vinninga, urđu Björn Ívar Karlsson, Gauti Páll Jónsson og Hilmir Freyr Heimsson. 

Liss og Róbert

Lisseth Acevedo Mendez, unnusta Hjörvar, hlaut kvennaverđlaun og Vignir Vatnar Stefánsosn unglingaverđlaun mótsins. 

Vignir og Róbert

Mótshaldiđ tókst framúrskarandi vel og höfđu keppendur afar gaman ađ ţví. Skrýtnar stöđur koma upp og tekur ţađ oft skákmennina töluverđan tíma á ađ átta sig á upphafsstöđunni. Ţađ er líklegt ađ vegur Fischer-random skákar eigi eftir ađ aukast jafnt og ţétt og er Íslandsmót- og Evrópumótiđ stór skref í ţá átt. 

GAMMA styrkti myndarlega viđ Íslandsmótiđ í Fischer-Random.

Lokastađan á Chess-Results.


Magnus Carlsen sigurvegari Tata Steel-mótsins

phpmuLIQI

Tata Steel-mótiđ í Sjávarvík féll óneitanlega svolítiđ af skuggann af Skákdeginum á Ísland. Mótinu lauk í gćr međ sigri Magnusar Carlsen (2834). Heimsmeistarinn norski og heimamađurinn Anish Giri (2752) komu jafnir í mark međ 9 vinninga í 13 skákum. Ţeir tefldu til úrslita međ styttri umhugsunaríma og ţar hafđi heimsmeistarinn betur. Hollendingar ţurfa ţví enn ađ bíđa eftir sigri heimamanns en ţađ gerđist síđast ţegar Jan Timman sigrađi á mótinu áriđ 1985! Carlsen hefur nú sigrađ á mótinu oftast allra eđa sex sinnum.

Kramnik (2787) og Mamedyarov (2804) urđu í 3.-4. sćti međ 8˝ vinning. 

Indverjinn Vidit (2718) vann b-flokki en hann hlaut 9 vinninga. Hann hefur ţar međ tryggt sér keppnisrétt í a-flokki ađ ári. 

Sjá nánari umfjöllun á Chess.com. 

Myndir: Maria Emelianova/Chess.com

 


Toyota-skákmótiđ fer fram á föstudaginn

Hiđ árlega Toyota-skákmót verđur haldiđ í höfuđstöđvum Toyota föstudaginn 2. febrúar. Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma. Keppnin byrjar stundvíslega kl. 13. Keppt er um farandbikar og fjölda annarra verđlauna, sem allar eru gefnar af Toyota. Allir eldri skákmenn velkomnir á međan húsrúm leyfir. Karlar 60+ og konur 50+

Ćsir skákfélag eldri borgara í Stangarhyl 4 sér um framkvćmd og stjórn mótsins. Vćntanlegir keppendur eru vinsamlega beđnir ađ forskrá sig hjá Finni Kr. í síma 893 1238 eđa í netfangiđ finnur.kr@internet.is eđa hjá Garđari í síma 898 4805 eđa í netfangiđ rokk@internet.is.

 

 


Hrađkvöld hjá Hugin í kvöld

Hrađkvöld Hugins verđur mánudaginn 29. janúar nk. og hefst tafliđ kl. 20:00. Tefldar verđa 7-10 umferđir međ umhugsunartímanum 4 mínútur + 3 sekúndur eđa 5 mínútur + 3 sekúndur á hvern leik. Teflt er í félagsheimili Hugins í Álfabakka 14a í Mjóddinni. Hrađkvöldiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga.

Sigurvegarinn á hrađkvöldinu fćr í verđlaun máltíđ fyrir einn á Saffran eđa pizzu frá Dominos Einnig verđur dreginn út af handahófi annar keppandi sem einnig fćr sama val. Ţar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu.

Ţátttökugjöld eru kr. 300 fyrir félagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir ađra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri).


Kapptefliđ um Friđrikskónginn hefst í kvöld

Friđrikskóngur1

Eins og í fyrra standa klúbbarnir saman af mótaröđinni sem fram fer nćstu fjögur mánudagskvöld vestur í skáksal KR í Frostaskjóli og hefst ţann  29. janúar, kl.  19.30.

Mótiđ er liđur í stóru viđburđahaldi í tilefni af "Skákdegi  Íslands"  sem SÍ og Skákakademía Reykjavíkur stóđu fyrir 26. janúar á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara okkar og heiđursborgara Reykjavíkur, sem ţá fagnađi 83. árs afmćli sínu.

Um er ađ rćđa 4ra kvölda GrandPrix mótaröđ ţar sem átta efstu sćti í hverju móti telja til stiga  (10-8-6-5-4-3-2-1). Keppt er um veglegan farandgrip, taflkóng úr Hallormstađabirki, merktan og áletrađan af meistaranum. Ţrjú bestu mót hvers keppanda reiknast til stiga og vinnings. Sigurvegarinn ár hvert fćr nafn sitt skráđ gullnu letri á stall styttunnar og fagran verđlaunagrip til eignar .

Friđrikskóngur2

Nöfn fyrrv. sigurvegara mótarađarinnar, ţeirra Gunnars Skarphéđinssonar; Gunnars I. Birgissonar; Gunnars Kr. Gunnarssonar, Gunnars Freys Rúnarssonar, Ólafs B. Ţórssonar og Guđfinns R. Kjartanssonar prýđa nú hinn sögulega grip.

Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á skákina. Mótin eru ađ sjálfssögđu öllum opin óháđ aldri og félagsađild enda ţótt keppendur séu ekki međ í öllum mótunum.   Vegleg verđlaun fyrir efstu menn og aukavinningar fyrir ađra. Ţátttökugjöld kr. 500 


Friđriksskákmót Vinaskákfélagsins fer fram á morgun, mánudag, kl. 13

Friđriksmót Vinaskákfélagsins verđur haldiđ mánudaginn 29 janúar kl: 13, í Vin ađ Hverfisgötu 47. Mótiđ er haldiđ vegna afmćli Friđriks Ólafsson fyrsta stórmeistara Íslands, en hann á afmćli 26 janúar og verđur 83 ára ţá. Tefldar verđa 6 umferđir međ 7 mínútur á skák. Skákstjóri verđur Hörđur Jónasson. Mótiđ verđur reiknađ til hrađskákstiga.

Í hléi verđur bođiđ upp á kaffi og vöfflur. Góđ verđlaun verđa í bođi. Ţiđ getiđ skráđ ykkur á mótiđ á gula kassanum efst á síđunni á skak.is. Einnig getiđ ţiđ skráđ ykkur á stađnum.

Allir velkomnir!!

 

 


TORG skákmót Fjölnis 2018. Glćsilegur viđburđur á Skákdegi Íslands

IMG_9757

Ţađ voru hvorki fleiri né fćrri en 119 grunnskólakrakkar sem skráđu sig til leiks á TORG skákmót Fjölnismanna sem haldiđ var í Rimaskóla á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar á Skákdegi íslands.

IMG_9736

Afmćlisbarniđ sjálft, fyrsti stórmeistari Íslands, mćtti sem heiđursgestur á mótiđ og var honum vel fagnađ međ afmćlissöng og löngu lófaklappi. Friđrik gekk upp á sviđ, ávarpađi krakkafjöldann og minntist ţess ţegar ađ hann fyrst skráđi sig til leiks á skákmót 11 ára gamall ţá voru allir ađrir ţátttakendur fullorđnir karlmenn. Mótsstjórnin varđ ađ setjast á rökstóla og ákveđa hvort ađ svo ungur drengur fengi ađ fá ađ vera međ. Friđrik Ólafsson fćrđi Helga Árnasyni formanni Skákdeildar Fjölnis mćta skákbók um eistneska skámeistarann Paul Keres sem er einn af gođsögnum skáksögunnar. Helgi bauđ Friđriki og konu hans Auđi upp á dýrindis afmćlistertu ásamt fleiri skákvinum. Áđur en ađ Friđrik settist ađ snćđingi ţá lék hann 1. leik mótsins fyrir Anton Breka Óskarsson í Rimaskóla.

IMG_9738

Fjölnismenn áttu alls ekki von á öllum ţessum fjölda ţátttakenda en međ góđri ađstođ virtist endalaust vera hćgt ađ fjölga borđum lengst fram á gang Rimaskóla.

IMG_9757

Skákmótiđ gekk afar vel fyrir sig ţó ađ hin mikla ađsókn tefđi ađeins fyrir í byrjun og á milli umferđa ţegar keppendur leituđu ađ ţeim borđum sem tefla ćtti viđ. Björn Ívar Karlsson leysti skákstjórnina af hendi međ einstakri yfirvegun og fćrni svo engin leiđindi komu upp á heldur bara gleđi og ţađ ekki af ástćđulausu. Hagkaup og Emmess ís gáfu öllum ţátttakendum lystugar veitingar og uppi á sviđi biđu 40 glćsilegir vinningar auk ţriggja verđlaunabikara. Tefldar voru 6 umferđir.

IMG_9786

Ţegar svona gífurlegur fjöldi er til stađar verđur stađan afar jöfn og spennandi á milli umferđa og baráttan hörđ um hvern vinning. Ţegar komiđ var ađ verđlaunaafhendingu varđ ljóst ađ tveir efnilegir skákmeistarar voru efstir og jafnir međ fullt hús, sex vinninga. Vignir Vatnar Stefánsson 9. bekk Hörđuvallaskóla var ţó ofar Joshua Davíđssyni í 7. bekk Rimaskóla og taldist ţví sigurvegari mótsins. Í nćstu sćtum voru ţeir Gunnar Erik Guđmundsson Salaskóla, Kjartan Karl Gunnarsson Rimaskóla, Árni Ólafsson Hlíđaskóla, Benedikt Briem Hörđuvallaskóla, Ísak Orri Karlsson Álfhólsskóla, Arnór Gunnlaugsson Rimaskóla, Benedikt Ţórisson Austurbćjarskola, Rayan Sharifa Álfhólsskóla og Gestur Andri Claudiusson, allir međ 5 vinninga.

IMG_9751

 

Stúlknabikarinn vann Iđunn Helgadóttir Landakotsskóla og bikar fyrir efsta sćti í yngri flokk hlaut Tómas Möller Vatnsendaskóla. Allir 30 efstu fengu verđlaun frá Hagkaup, Emmess, Pizzunni og fyrirtćkjum á Torginu viđ Hverafold. Í lokin var dregiđ í happadrćtti og fengu 11 heppnir ţátttakendur gjöf frá Disneyútgáfunni. Allir krakkarnir sem tóku ţátt í mótinu eiga heiđur skiliđ fyrir góđa frammistöđu og fína hegđun.

IMG_9761

 

Fjöldi foreldra fylgdist međ, ţáđi kaffiveitingar og hjálpađi til eins og ţeir gátu. Mótsstjórar voru ţeir Helgi Árnason og Gunnlaugur Egilsson úr stjórn Fjölnis. TORG mótiđ 2019 verđur ábyggilega haldiđ í  tilefni Skákdagsins ađ ári eftir ţessa góđu reynslu.

 

Ljósmyndir : Ţórir Benediktsson


Skákdagurinn í Síđuskóla á Akureyri

IMG_0275 (1)Föstudaginn 26. janúar er Skákdagurinn haldinn hátíđlegur um allt land. Víđa er teflt s.s. í skólum, vinnustöđum, heitum pottum, kaffihúsum og dvalarheimilum svo dćmi séu nefnd. Í Síđuskóla fengum viđ félaga úr Skákfélagi Akureyrar í liđ međ okkur og buđum upp á skákfrćđslu og tćkifćri til tefla í 5. - 10. bekk.

Fjölmargir nemendur ţáđu bođiđ og á međfylgjandi myndum má sjá ánćgđa og áhugasama nemendur viđ taflborđin. Hugmyndin er ađ bjóđa upp á skólaskákmót í framhaldi af ţessum viđburđi en ţađ verđur dagsett og auglýst síđar. Skákdagurinn 2018 er tileinkađur Friđriki Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta Alţjóđa skáksambandsins. Friđrik varđ 83 ára á Skákdaginn sjálfan. 

Myndir frá Skákdeginum. 


Hannes Hlífar endađi í öđru sćti í Marianski Lazne

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2523) endađi í öđru sćti á alţjóđlegu móti í Marianske Lazne sem klárađist í gćr. Hannes hlaut 6 vinninga í 9 skákum. Sigurvegari mótsins varđ tékkneski stórmeistarinn Jiri Stocek (2566). 

Frammistađa Hannesar samsvarađi 2523 skákstigum og hćkkar hann um 1 stig fyrir frammistöđu sína.


SŢR #5: Stefán Bergsson einn eftir međ fullt hús og efstur

20180124_193908-2-620x330

Ţađ var ekki lognmollunni fyrir ađ fara á efstu borđunum í 5. umferđ á Skákţinginu á miđvikudagskvöldiđ. Á tíu efstu borđunum litu bara tvö jafntefli dagsins ljós. Hrafn Loftsson (2163) hélt jöfnu međ ţví ađ gefa peđ gegn Degi Ragnarssyni (2332) á öđru borđi en tryggja sér nćgileg gagnfćri gegn kóngi Dags í endatafli. Ţá jafnađi Ţorvarđur F. Ólafsson (2178) svo rćkilega tafliđ gegn Braga Halldórssyni (2082) á fimmta borđi ađ ekki var annađ gera eftir 20 leiki en ađ sćttast á jafnan hlut.

Ţar međ eru rólegheitin upp talin, ţví á hinum átta borđunum var teflt af hörku og sviptingar miklar. Á efsta borđi hjá ţeim Stefáni Bergssyni (2093) og Birni Hólm Birkissyni (2084) var frumlega teflt í byrjuninni en ađ lokum kom upp einhvers konar Sikileysk stađa međ vissum Grand Prix einkennum, fyrir ţá sem til ţekkja í ţeirri mćtu byrjun. Átök brutust út á miđborđi sem enduđu međ ţví ađ hvorir um sig höfđu hćttuleg frípeđ. Stađa Stefáns var ţó vćnleg megniđ af skákinni og Björn lenti í miklu tímahraki. Svo miklu, ađ ţegar Stefán hótađi báđum hrókum Björns í 36. leik, gafst Birni ekki tími til ađ sjá skemmtilega gagnsóknarleiđ sem hefđi flćkt málin töluvert fyrir Stefáni. Björn féll á tíma áđur en hann náđi ađ leika og Stefán er ţví einn efstur međ fullt hús eftir umferđina og vinningi fyrir ofan nćstu menn.

Ţeir Einar Hjalti Jensson (2336) og Vignir Vatnar Stefánsson (2304) áttu ţađ sammerkt ađ taktísk handvömm kostađi ţá liđ og skákina; Einar á ţriđja borđi gegn Hilmi Frey Heimissyni (2136) en Vignir á fjórđa borđi gegn Gauta Pál Jónssyni (2161).


Björgvin Víglundsson (2167) rétti sinn hlut gagnvart ungum og efnilegum liđsfélögum í TR međ ţví ađ vinna öruggan sigur á Aroni Ţór Mai (2066) á sjötta borđi. Björgvin hafđi ţvílíka yfirburđi í rými ađ bćđi hrókur Arons og riddari á miđborđi áttu enga reiti og voru báđir á leiđ yfir móđuna miklu ţegar Aron gaf.

Bragi Ţorfinnsson (2436) fékk hćpna stöđu upp úr byrjuninni gegn Eiríki K. Björnssyni (1936) á sjöunda borđi og stóđ höllum fćti í miđtaflinu. Hann fórnađi hins vegar peđi fyrir kóngsóknarfćri; Eiríkur tapađi alveg taktíska ţrćđinum í tímahrakinu og Bragi vann örugglega. Jóhann Ragnarsson (1991) fórnađi tveimur mönnum gegn Sigurbirni Björnssyni (2288) sem lét sér hvergi bregđa, ţáđi mennina og innbyrti vinninginn af öryggi.

Aftur á móti brá svo viđ í ţessari umferđ ađ gagnstćtt efri borđunum voru úrslit ađ mestu eftir bókinni annars stađar en sú hefur hreint ekki veriđ raunin í mótinu fram til ţessa.

Sjötta umferđin hefst kl. 13 n.k. sunnudag (28. janúar) í Skákhöll TR í Faxafeni. Nánar um úrslit, stöđu og pörun á Chess results og ţar eru líka skákirnar, hver annarri skemmtilegri.

Sjá nánar á heimasíđu TR.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (11.12.): 44
 • Sl. sólarhring: 44
 • Sl. viku: 391
 • Frá upphafi: 8694113

Annađ

 • Innlit í dag: 37
 • Innlit sl. viku: 291
 • Gestir í dag: 32
 • IP-tölur í dag: 30

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband