Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2018

Skákţáttur Morgunblađsins: Hjörvar og Jóhann efstir á skákhátíđ MótX

Öflug innanlandsmót: Skákţing Reykjavíkur 2018, Skákhátíđ MótX Kópavogi og Skákţing Akureyrar 2018, eru komin á dágóđan rekspöl. Á Skákţingi Reykjavíkur hafa ţrjár umferđir veriđ tefldar og eru í efsta sćti međ fullt hús Hilmir Freyr Heimisson, Björn Hólm Birkisson og Stefán Bergsson.

Á MótX-skákhátíđinni eru ţeir stigahćstu efstir; Hjörvar Steinn Grétarsson og Jóhann Hjartarson hafa unniđ báđar skákir sínar. Stađan í ţessu móti er alltaf dálítiđ óljós ţví ţátttakendur eiga kost á hálfs vinnings yfirsetu ţrisvar í sjö umferđum og mun t.d. Hjörvar Steinn ekki tefla í nćstu umferđ.

Í B-riđli eru Gauti Páll Jónsson og Siguringi Sigurjónsson efstir međ tvo vinninga en hjá Hvítum hröfnum er dálítiđ um frestanir en Júlíus Friđjónsson er efstur eins og stađan er međ 1˝ vinning úr tveimur skákum.

Skákţing Akureyrar er nú haldiđ í 80. skipti, en Skákfélag Akureyrar fagnar brátt 100 ára afmćli sínu. Rúnar Sigurpálsson tekur ţátt í ţinginu aftur en sigurstranglegastan verđur ađ telja Jón Kristin Ţorgeirsson. 

Magnađur Anand í Wijk aan Zee

Skákhátíđin í Wijk aan Zee, sem tekur nafn sitt eftir ađalkostanda ţess, stáliđjuverinu Tata Steel, dregur ađ venju til sín nćr alla bestu skákmenn heims međ heimsmeistarann Magnús Carlsen í broddi fylkingar. Hann hefur unniđ mótiđ oftar en nokkur annar eđa fimm sinnum. Eftir fimm umferđir hefur hann skipađ sér í hóp efstu manna en ţó ađeins unniđ eina skák og taflmennska hans veriđ fremur tilţrifalítil. Stađa efstu manna:

 

1.-3. Anand, Giri og Mamedyarov 3˝ v. (af 5) 4.-6. Magnús Carlsen, Kramnik og So 3 v. Keppendur eru 14 talsins.

Frískleg taflmennska gamla heimsmeistarans Wisvanathans Anands hefur vakiđ mikla athygli, en á dögunum varđ hann heimsmeistari í atskák. Hiđ létta handbragđ hans naut sín í viđureigninni viđ Fabiano Caruana, sem hefur átt erfitt uppdráttar í Hollandi:

Wijk aan Zee 2018; 4. umferđ:

Wisvanathan Anand – Fabiano Caruana

Petroffs-vörn

1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rxe5 d6 4. Rf3 Rxe4 5. d4 d5 6. Bd3 Bd6 7. 0-0 0-0 8. c4 c6 9. Dc2 Ra6 10. a3 Bg4 11. Re5

Ţessi stađa er er ekki ný af nálinni og útheimtir gríđarlega undirbúningsvinnu. Hér hefur áđur veriđ leikiđ 11. ... Bxe5 12. dxe5 Rac5 13. f3 Rxd3 14. Dxd3 Rc5 15. Dd4 Rb3 16. Dxg4 Rxa1 17. Bh6 g6 18. Rc3 međ afar óljósri stöđu. Ţađ kom á óvart ađ Caruana skyldi velja leik sem ekki hefur gefist vel.

11.... Bf5!? 12. b4 Rc7 13. f3 Bg6 14. c5 Bxe5 15. dxe5 Rg5 16. Bb2 d4?!

Hyggst hasla sér völl á e3 en hvítur er fyrri til. „Houdini“ telur 16.... a5 betra.

17. f4! Rd5 18. fxg5 Re3 19. Dd2 Bxd3 20. Dxd3 Rxf1 21. Kxf1 Dxg5 22. Rd2 Dxe5 23. Rf3 Dh5 24. Dxd4 f6 25. Dc4 Kh8 26. Bc1!

Vel leikiđ. Anand veit auđvitađ ađ biskup og riddari eiga erfitt uppdráttar gegn hrók og peđi, einkum ef línur eru opnar. Biskupinn stefnir skónum á d6 ţar sem hróknum er haldiđ niđri.

26.... Hfe8 27. Bf4 a5 28. Bd6 axb4 29. Dxb4 Dd5 30. Dxb7 h6 31. Kg1 Ha4 32. h3 Hc4 33. Db2 Dd3 34. Ha2 Dd1 35. Kh2 Hc1 36. a4!

Kóngsstađan er alveg örugg og frípeđiđ skundar af stađ.

36.... f5 37. Db7 f4 38. Bxf4 Hxc5 39. Hd2 Dxa4 40. Df7 Hg8 41. Be5!

Hótar t.d. 42. Hd8.

41.... Dc4

GBP12B74J42. Hd6!

Glćsilega leikiđ, 42.... Dxf7 er svarađ međ 43. Hxh6 mát. Caruana gafst ţví upp. 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 20. janúar 2018.

Skákţćttir Morgunblađsins


Hjörvar í Kerhólaskóla á Skákdaginn

26814887_10213428564542522_2932721210149666081_n

Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson var einn fjölmargra sem tók ţátt í hátíđarhöldunum á Skákdaginn. Hann ásamt unnustu sinni, Liss Acevedo Méndez, heimsóttu Kerhólaskóla í Grímness- og Grafningshreppi. Tefldi ţar Hjörvar fjöltefli viđ skólanemendur og fór yfir leyndardóma skáklistarinnar. 


Árdegismót KR: Guđfinnur hafđi ţađ

KR1

Árdegismót KR í tilefni af Skákdeginum fór fram međ glćsibrag í morgun og hófst stuttu eftir sólarupprás, en segja má ađ morgunstund gefi gull í mund, amk. sumum. Keppt var um Friđrikskort međ frímerkjum af honum frá fyrir 3 árum ţegar hann varđ áttrćđur fyrstadagsstimpluđum.

Eftir níumferđatveggjaoghálfstímahörkuátök urđu úrslit ţau ađ engin annar en Guđfinnur R. Kjartansson,  hinn sigursćli síteflandi ástríđuskákmađur ađ vestan rúllađi mótinu upp međ "einari", uppskar 8 vinninga af níu mögulegum og fagnađi glćstum sigri. Ađrir međ minna og ţađan af minna eins og sjá má á međfylgjandi myndskreyttri mótstöflu.

Á mánudagskvöldiđ hefst svo vestur ţar "Kapptefliđ um Friđriksbikarinn" - 4 kvölda Grand Prix mótaröđ. Muniđ ađ mćta.

KR2


Sveitakeppni skóla á Suđurlandi: Vel heppnađ mótshald

IMG_5066

Sveitakeppni skóla á Suđurlandi var haldin 26. jan. s.l. í Fischersetri. Alls mćttu 10 sveitir til leiks. Sveitunum var skipt í yngri (1.-5. bekkur) og eldri flokk (6.-10. bekkur) og voru sex sveitir í ţeim eldri og fjórar í ţeim yngri.

Úrslit keppninnar urđu ţau ađ í yngri flokknum sigrađi Flóaskóli örugglega međ 19 vinninga, í öđru sćti Flúđaskóli međ 13 vinninga og í ţriđja sćti b-sveit Vallaskóla međ 9 vinninga.

Nánar á Chess-Results

IMG_5077

 

Í eldri flokknum var hörđ barátta á milli efstu liđanna og réđust úrslitin ekki fyrr en íđi síđustu skákm mótsins. Niđurstađan var sú Grunnskólinn í Hveragerđi sigrađi međ 14˝ vinning, í öđru sćti a-sveit Flúđaskóla međ 13˝ vinning og í ţriđja sćti b-sveit Flúđaskóla međ 10 vinninga.  

Sjá nánar á Chess-Results.

IMG_5084

Stefán Bergsson átti veg og vanda af undirbúningi mótsins. Gunnar Björnsson sá um skákstjórn. Aldís Lárusdóttir var ómetanleg hjálparhella á skákstađ. Skákţjálfarnir fá miklar ţakkir fyrir sitt skákstarf og ađ senda liđ.

Stefnt er ađ halda áfram međ fjölga sveitum ađ ári. Forseti SÍ hvatti umsjónarmenn liđa til ađ stefna á ađ senda sveitir á Íslandsmót grunnakólasveita og/eđa barnaskólasveita í vor. 


Korpúlfar: Mótiđ um Friđrikskónginn – ŢÓR VANN

Korpúlfar4

Hinir öldnu meistarar sem mćttir voru í Félagsmiđstöđina Borgir í Grafarvogi á fimmtudaginn var fóru létt međ ađ ţjófstarta Skákdeginum, sem hófst ekki formlega fyrr en daginn eftir, á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar.  

Tefldar voru 10 skákir í anda meistarans sem dagurinn og mótiđ var helgađ og skákgyđjunni til dýrđar. Svo fór ađ hinn ţrautreyndi og valinkunni skákmeistari Ţór Valtýsson sigrađi og fór međ frćkinn sigur af hólmi međ bara hálfan niđur  eftir harđar baráttuskákir viđ skćđustu keppinauta sína. Úrslitin komu svo sem engum á óvart enda höfđu útgönguspár í byrjun móts bent til ţess ađ svo gćti fariđ. Gunnar Örn Haraldsson, varđ annar og Sćbjörn Larsen Guđfinnsson, sigurvegarinn frá í fyrra ţriđji. Ţetta var ţriđja mót Gunnars á jafnmörgum dögum, hafđi áđur teflt međ Ćsum og Riddurum dagana á undan, en annađ mót flestra hinna í vikunni. Svo ekki verđur sagt ađ gamlingjarnir slái slöku viđ í skákiđkun sinni. 

Forsvarsmađur klúbbsins Hlynur Smári Ţórđarson var ţví miđur forfallađur og fjarri góđi gamni vegna veikinda. Voru honum í byrjun móts fćrđar innilegar kveđjur og bestu bataóskir í hans erfiđu og langdregnu sjúkrahúsvist.. 

Formenn Ása og Riddarans, ţeir Garđar Guđmundsson og Einar S. Einarsson, önnuđust um mótshaldiđ í fjarveru Hlyns, en Finnur Kr. Finnsson var skákstjóri.  Mótiđ fór hiđ besta fram.   

Korpúlfar og gestir ţeirra mun tefla áfram í Borgum á fimmtudögum kl. 12.30 -16  allt til vors, en ţetta er ţeirra annađ ár í skákmótahaldi fyrir eldri borgara.    

 Nánari úrslit má sjá á mótstöflunni hér ađ neđan

Korpúlfar3


Skákharpan XI: Gunni Gunn vann fyrsta mótiđ međ fullu húsi

GunniGunnFyrsta mótiđ af fjórum um SKÁKHÖRPUNA ađ ţessu sinni fór fram sl. miđvikudag i salarkynnum RIDDARANS í safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju.  Keppnin um skákhörpuna er nú helguđ meisturum framtíđarinnar undir kjörorđinu „Skákin lifi“.  Mótiđ er einnig hluti af dagskrá Skákdagsins eđa vikunnar sem tengd er nafni fyrsta og fremsta stórmeistara okkar Friđrik Ólafssyni.  

Gunnar Kr. Gunnarsson sem er elsti ţátttakandinn og ađ verđa hálfnírćđur í sumar lék létt á hörpunnar strengi og vann mótiđ sannfćrandi međ fullu húsi. Voru ţó engir aukvisar međal keppenda eins og sjá má á međf. mótstöflu hér ađ neđan. Líkt og kom fram hjá Jafeti Ólafssyni nú í kvöldfréttum Stöđvar 2 í sambandi viđ  bridgemótiđ sem nú er i gangi, "ađ menn geti spilađ bridge alveg fram á grafarbakkann"  má segja ađ ţađ eigi ekki síđur viđ um skákmenn. Hugarleikfimi sé ekki síđur mikilvćg en líkamsrćkt til ađ halda fullri heilsu sem lengst.

Meistari GunniGunn eins og hann er almennt nefndur međal skákmanna er fyrrv. Íslandsmeistari „í báđa enda“ eins og stundum er grínast međ, í knattspyrnu međ Val 1956 og í skák 1966. Ţá var hann einnig forseti SÍ í 4 ár, fyrst árin 1974-76 og síđar 1982-84 auk ţess ađ vera alţjóđlegur skákdómari. Framlag Gunnar til skákarinnar og skákhreyfingarinnar er ţví mikiđ og afar ţakkarvert. 

Sigurvegarar Skákhörpunnar hafa orđiđ ţessir:  2008 Sigurđur A. Herlufsen; 2009 Jóhann Örn Sigurjónsson; 2010 og 2017 Guđfinnur R. Kjartansson; 2011, 2o13 og 2014 Ingimar Halldórsson; 2012 Össur Kristinsson; 2015 Jón Ţ. Ţór; 2016 Gunnar Kr. Gunnarsson

Mótaröđin um Skákhörpuna heldur áfram nćstu 3 miđvikudaga. Ţrjú bestu mót hvers keppanda telja til stiga og vinnings. Mótin hjá Riddaranum eru jafnan mjög lífleg og fara fram í góđum anda ţótt hart sé barist og varist og engin annars bróđir í leik frekar fyrri daginn. Telft er allan ársins hring, ávallt kl. 13-17 á miđvikudögum og jafnan heitt á könnunni.

Skákharpan1


Skákdagurinn í Fellaskóla

27173781_10215469112624953_789355800583219140_o

Eftir hádegi í dag komu 60 af rúmlega 100 nemendum Fellaskóla, Fellabć saman og tefldu.

Sverrir Gestsson, skólastjóri segir svo frá á Facebook-síđunni, íslenskir skákmenn:

Ég sagđi ţeim af hverju skákdagurinn vćri haldinn hátíđlegur um allt land og einnig sýndi ég ţeim gamaldags sýningartafl sem skólinn á. Ađ lokum bćtti ég ţví viđ ađ hápunkturinn á skákferli mínum vćri ţegar ég 15 ára ađ aldri fékk ađ vera "fćrari" á Reykjavíkurskákmótinu í Glćsibć á ţví herrans ári 1972, ţar sem Friđrik Ólafsson var einmitt međal ţátttakenda og sigrađi á stigum ef ég man rétt.


Guđmundur endađi međ 6˝ vinning í Florpia

Guđmundur Kjartansson (2438) endađi međ 6˝ vinning í 10 skákum á alţjóđlega mótinu í Floripa í Brasiliú. Gummi endađi í 40. sćti. Guđmundur byrjađi vel og hafđi 4˝ eftir 5 umferđir. Verr gekk hins vegar í lokaumferđunum. 

Frammistađa Gumma samsvarađi 2360 skákstigum og lćkkađi hann um 7 skákstig. 

Alls tóku 416 skákmenn frá 14 löndum ţátt í mótinu. Međal keppenda voru 10 stórmeistarar. Guđmundur var nr. 14 í stigaröđ keppenda. 


Skákdagurinn í Stóru-Vogaskóla

IMG_1554

Í dag, föstudaginn 26. janúar er Skákdagurinn haldinn hátíđlegur um allt land. Teflt verđur í skólum, vinnustöđum, heitum pottum, kaffihúsum, úti á sjó, dvalarheimilum og leikskólum og er Stóru-Vogaskóli ţar ekki undanskilin.
 
Skákdagurinn 2018 er tileinkađur Friđrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga og fv. forseta Alţjóđa skáksambandsins. Friđrik verđur 83ára á Skákdaginn sjálfan. 

Myndir frá Stóru-Vogaskóla.


Gleđilegan Skákdag! Tökum upp tafliđ!

Friđrik Ólafsson opnar vefinn

Skákdagurinn verđur haldinn hátíđlegur um land í dag föstudaginn 26. janúar á afmćli Friđriks Ólafssonar fyrsta stórmeistara okkar Íslendinga. Friđrik sem verđur 83 ára gamall hefur veriđ virkur viđ skákborđiđ frá ţví á fimmta áratug síđustu aldar og teflir enn - tekur um ţessar mundir ţátt í heiđursflokki á MótX-skákhátíđ Skákdeildar Breiđabliks og Hugins. Friđrik var um hríđ međal bestu skákmanna heims, tefldi m.a. á hinu frćga millisvćđamóti í Portoroz en á ţessu ári verđa liđin 60 ár frá ţví móti. 

Stíft er teflt í kappskákmótum ţess dagana en Skákţing Reykjavíkur, Skákţing Akureyrar, MótX-skákhátíđ Skákdeildar Breiđabliks og Hugins og Meistaramót Hugins norđur eru öll í gangi í ţessum mánuđi. Til viđbótar viđ kappskákmótin verđa fjölmargir viđburđir haldnir á Skákdaginn og dagana kringum hann og skal hér stiklađ á stóru. 

Íslandsmótiđ í Fischer-random fer fram í gćr. Hjörvar Steinn Grétarsson kom sá og sigrađi. Nánar verđur sagt frá úrslitum nćstu daga.

Á Skákdaginn verđur Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Íslands, međ fjöltefli í Landakotsskóla. Hjörvar Steinn Grétarsson heimsćkir Kerhólsskóla og fjöltefli verđur í Vatnsendaskóla ţar sem Einar Ólafssonar sinnir skákkennslu. Akureyringar láta ekki sitt eftir liggja og standa fyrir mótum og kennslu í Lundarskóla, Brekkuskóla og Síđuskóla. Ţá heimsćkir Hjörleifur Halldórsson Grenivíkurskóla og verđur međ kennslu. 

Mikil gróska er í skáklífi grunnskóla á Suđurlandi um ţessar mundir og stendur Skáksamband Íslands í samstarfi viđ Fischer-setriđ fyrir Suđurlandsmóti grunnskólasveita í skák. 

Sundlaugartaflsett má finna víđa um land og á Skákdaginn bćtast í hópinn sundlaugarnar á Ţingeyri og Dalvík. 

Skákdeild Fjölnis heldur TORG-mót Fjölnis á Skákdaginn. Afar vinsćlt og vel sótt barna- og unglingamót sem hefur veriđ haldiđ frá árinu 2004. Mótiđ hefst kl. 15 og leikur afmćlisbarniđ, Friđrik Ólafsson, frysta leikinn.

Taflfélag Reykjavíkur hefur hrađskákmótaröđ á Skákdaginn sjálfan. Mótiđ er opiđ öllum skákmönnum međ 2000 skákstig eđa meira. Fjögur mót eru í röđinni

Heldri skákmenn höfuđborgarsvćđisins halda margir hverjir mikiđ upp á Friđrik og sýna honum mikinn sóma kringum Skákdaginn međ hverju mótinu á fćtur öđru. KR-ingar halda sitt hefđbundna árdegismót nćsta laugardag klukkan 10:30 í Frostaskjóli, KR-heimili. Mánudaginn 29. janúar hefst svo kapptefliđ um Friđrikskónginn en ţađ stendur í fjögur mánudagskvöld međ Grand-Prix fyrirkomulagi ţar sem menn safna stigum á hverju móti og besti samanlagđi árangur tryggir sigurvegaranum Friđrikskónginn. Ţá tefldu Korpúlfar í Grafarvogi til heiđurs Friđriki í gćr, 12:30 í félagsmiđstöđinni Borgum. Riddarar í Hafnarfirđi, ćtla ađ tefla í anda Friđriks í mótasyrpunni Skákhörpunni sem hófst á miđvikudaginn í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju. 

Laugardaginn, 27. janúar fer fram Íslandsmót grunnskólasveita í stúlknaflokki fram í Rimaskóla. 

Mánudaginn, 29. janúar, stendur Vinaskákfélagiđ fyrir Friđriksmóti í Vin viđ Hverfisgötu. Mótiđ er opiđ öllum og hefst kl. 13. 

Sem fyrr eru ţađ Skáksamband Íslands, Skákskóli Íslands og Skákakademía Reykjavíkur sem standa fyrir Skákdeginum í samstarfi viđ alla ţá ađila sem heiđra Friđrik Ólafsson á hans 83. afmćli. 

Tilkynningar um viđburđi og fréttir af viđburđum mega berast á frettir@skaksamband.is 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 8764888

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband