Leita í fréttum mbl.is

Skákharpan XI: Gunni Gunn vann fyrsta mótiđ međ fullu húsi

GunniGunnFyrsta mótiđ af fjórum um SKÁKHÖRPUNA ađ ţessu sinni fór fram sl. miđvikudag i salarkynnum RIDDARANS í safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju.  Keppnin um skákhörpuna er nú helguđ meisturum framtíđarinnar undir kjörorđinu „Skákin lifi“.  Mótiđ er einnig hluti af dagskrá Skákdagsins eđa vikunnar sem tengd er nafni fyrsta og fremsta stórmeistara okkar Friđrik Ólafssyni.  

Gunnar Kr. Gunnarsson sem er elsti ţátttakandinn og ađ verđa hálfnírćđur í sumar lék létt á hörpunnar strengi og vann mótiđ sannfćrandi međ fullu húsi. Voru ţó engir aukvisar međal keppenda eins og sjá má á međf. mótstöflu hér ađ neđan. Líkt og kom fram hjá Jafeti Ólafssyni nú í kvöldfréttum Stöđvar 2 í sambandi viđ  bridgemótiđ sem nú er i gangi, "ađ menn geti spilađ bridge alveg fram á grafarbakkann"  má segja ađ ţađ eigi ekki síđur viđ um skákmenn. Hugarleikfimi sé ekki síđur mikilvćg en líkamsrćkt til ađ halda fullri heilsu sem lengst.

Meistari GunniGunn eins og hann er almennt nefndur međal skákmanna er fyrrv. Íslandsmeistari „í báđa enda“ eins og stundum er grínast međ, í knattspyrnu međ Val 1956 og í skák 1966. Ţá var hann einnig forseti SÍ í 4 ár, fyrst árin 1974-76 og síđar 1982-84 auk ţess ađ vera alţjóđlegur skákdómari. Framlag Gunnar til skákarinnar og skákhreyfingarinnar er ţví mikiđ og afar ţakkarvert. 

Sigurvegarar Skákhörpunnar hafa orđiđ ţessir:  2008 Sigurđur A. Herlufsen; 2009 Jóhann Örn Sigurjónsson; 2010 og 2017 Guđfinnur R. Kjartansson; 2011, 2o13 og 2014 Ingimar Halldórsson; 2012 Össur Kristinsson; 2015 Jón Ţ. Ţór; 2016 Gunnar Kr. Gunnarsson

Mótaröđin um Skákhörpuna heldur áfram nćstu 3 miđvikudaga. Ţrjú bestu mót hvers keppanda telja til stiga og vinnings. Mótin hjá Riddaranum eru jafnan mjög lífleg og fara fram í góđum anda ţótt hart sé barist og varist og engin annars bróđir í leik frekar fyrri daginn. Telft er allan ársins hring, ávallt kl. 13-17 á miđvikudögum og jafnan heitt á könnunni.

Skákharpan1


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 199
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 111
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband