Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2018

Carlsen, Giri og Mamedyarov efstir í Sjávarvík

phpGkZb9c

Ţađ er mikil spenna á Tata Steel-mótinu í Sjávarvík í Hollandi. Ţegar 10 umferđum af 13 er lokiđ eru Íslandsvinirnir Anish Giri (2752), Magnus Carlsen (2834) og Shahkriyar Mamedyarov (2804) efstir og jafnir međ 7 vinninga. 

425446.7355a19c.630x354o.4fee7deb6cd7

Giri gerđi stutt jafntefli viđ Sergey Karjakin, vćntanlega í ţeirri von ađ helstu andstćđingar ynnu ekki. Sú varđ ekki raunin ţví heimsmeistari norski lagđi Wesley So (2792) ađ velli og Aserinn brosmildi vann Peter Svidler (2768). Vladimir Kramnik (2787) er fjórđi međ 6˝ vinning.

php6ILKg2

Á morgun mćtast tveir stigahćstu skákmenn heims. Mamedyarov og Carlsen. Giri teflir viđ Caruana (2811)

Sjá nánari umfjöllun á Chess.com. 

Myndir: Maria Emelianova/Chess.com

 


Lundarnir á ferđ í kvöld!

Tile_Reykjavik_PuffinsÍ kvöld klukkan 19:35 hefst 2. umferđ í PRO Chess League. Umferđin sjálf hefst í raun fyrr um daginn en viđureign Reykjavik Puffins og London Towers hefst á slaginu 19:35 á Chess.com.

Í síđustu viku gerđu Lundarnir jafntefli viđ Marseille Migraines međ Maxime Vachier-Lagrave í broddy fylkingar.

London Towers liđiđ er leitt af enska stórmeistaranum Gawain Jones (2659) sem notar frídaginn á Tata Steel mótinu til ađ styrkja London liđiđ. Ađrir í liđinu er: IM Ameet Ghasi (2467), GM Keith Arkell (2415) og IM Peter Roberson (2403).

Liđ Lundana ađ ţessu sinni skipa:

GM Jóhann Hjartarson (2539), GM Helgi Ólafsson (2512), IM Jón Viktor Gunnarsson (2460) og IM Björn Ţorfinnsson (2398).

Allir tefla viđ alla á fjórum borđum og ţví 16 vinningar í bođi. Búast má viđ jöfnum og spennandi match.

Hćgt verđur ađ fylgjast međ skákunum og Chess.com en viđ mćlum međ ţví ađ kíkja á beina útsendingu Puffins í umsjón FM Ingvars Ţórs Jóhannessonar sem verđur hér: http://www.twitch.tv/reykjavikpuffins

Heimasíđa PRO Chess League

Útsending Chess.com


Afleikir og atgangur harđur í ţriđju umferđ Skákhátíđar MótX

IMG_0043

Fjórđa umferđ Skákhátíđar MótX var tefld ţriđjudagskvöldiđ 30. janúar. Skákmenn kepptust viđ ađ ţjarma hver ađ öđrum strax í byrjun međ heimabrugguđum launráđum, fylkingum laust saman og vopnabrak mikiđ dundi um valinn. Svo mikiđ gekk á ađ leikjum var víxlađ og ólöglegir leikir spruttu úr krumlum ráđvöndustu manna.

A flokkur

 

Efstir fyrir umferđina voru kempurnar Hjörvar Steinn Grétarsson, Björgvin Jónsson og Halldór Grétar Einarsson međ tvo og hálfan vinning hver. Hjörvar Steinn sat yfir í fjórđu umferđinni en á efsta borđi mćttust forystusauđirnir Björgvin Jónsson og Halldór Grétar. Björgvin kom afar vel undirbúinn til leiks eins og hans er háttur, ţann veg ađ Halldór Grétar, sem hafđi leikiđ á als oddi á Skákhátíđinni fram ađ ţessu, var skotinn niđur međ ţeirri tegund lásboga er rýfur hverja brynvörn.

Á öđru borđi mćtti stórmeistarahrellirinn Ţorsteinn Ţorsteinsson Jóhanni Hjartarsyni. Úr varđ hörkuskák ţar sem allt virtist stefna í jafntefli ţegar Ţorsteinn hleypti taflinu upp á drottningarvćng. Reyndist upphlaup ţađ feigđarflan hiđ mesta og laut hinn öflugi kappi Ţorsteinn í dúk međ brotinn boga og brostinn streng.

Ţröstur Ţórhallsson lagđi Björn Ţorfinnsson í vel útfćrđri skák ţar sem Ţröstur fann réttu leiđina í vandasömu drottningarendatafli. Jón L var lengi vel međ mun betra gegn Erni Leó og líklegast unniđ á einhverjum stađ en arnarljóniđ unga varđist af grimmd og hélt jöfnu. Meistarabaninn Baldur Kristinsson hélt uppteknum hćtti og lagđi hinn firnasterka fidemeistara Magnús Örn.

Mest gekk á í skák Huginskappanna Ingvars Ţórs Jóhannessonar og Kristján Eđvarđssonar sem breyttist í örleikrit ţegar á ţví harđasta stóđ. Rétt eftir ađ Kristján lék jafnteflisstöđu niđur í tapađ tafl, henti ţađ Ingvar Ţór ađ leika ólöglegum leik. Gefum Ingvari orđiđ: „Ég veit ekki hvađ ég hef teflt margar kappskákir, örugglega yfir 1.000, en ţetta er í fyrsta skipti sem ég leik ólöglegum leik. Til ađ toppa ţvćluna hefđi ég getađ veriđ sjúklega óheppinn. Ef ţađ hefđi ekki veriđ peđ á f4, hefđi ég orđiđ ađ bera drottninguna fyrir – snertur mađur hreyfđur! Ţá hefđi ég tapađ „on the spot“ eins og mađur segir. Ţađ hefđi nú veriđ meiri sagan!“

Önnur úrslit voru ţau ađ Vignir Vatnar lagđi félaga sinn úr TR, Benedikt Jónasson, sem var funheitur á Gestamótinu í fyrra en hefur ekki veriđ sjálfum sér líkur á ţessu móti. Annađ öflugt TR tvíeyki tókst á ţar sem Dađi Ómarsson lagđi félaga sinn Bárđ Örn Birkisson. Lenka náđi loks vopnum sínum gegn Degi Ragnarssyni en Guđmundur Halldórsson og Oliver Jóhannesson skildu jafnir.

A-flokkur hjá Chess-Results

Stórmeistararimmur í 5. umferđ

Alţjóđlegi meistarinn lögvísi, Björgvin Jónsson, er einn efstur ađ fjórum umferđum loknum međ ţrjá og hálfan vinning. Í humáttina koma tveir lögfróđir stórmeistarar og einn fasteignasérfrćđingur: Jóhann Hjartarson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Ţröstur Ţórhallsson međ ţrjá vinninga hver. Ţriđjudaginn 6. febrúar kl. 19.30 verđur baráttunni haldiđ áfram. Björgvin situr yfir en tveimur efstu borđum verđur stórmeistaraslagur af bestu gerđ. Jóhann Hjartarson hefur hvítt á móti Hjörvari Steini og Hannes Hlífar, nýkominn ađ utan, stýrir hvítu mönnunum gegn Ţresti Ţórhallssyni. 

Hvítir hrafnar

Ţriđja umferđ Hvítra hrafna var tefld 30. jan. Jónas Ţorvaldsson lagđi Björn Halldórsson međ snaggaralegri kóngssókn, Friđrik Ólafsson og Bragi Halldórsson sćttust á skiptan hlut eftir skammvinn vopnaviđskipti og Jón Ţorvaldsson lét sverfa til stáls gegn Júlíusi Friđjónssyni sem hélt jöfnu á ystu nöf í langri skák.

Í fjórđu umferđ Hvítra hrafna 6. feb. hefur Jónas Ţorvaldsson hvítt gegn Friđriki Ólafssyni, Björn Halldórsson stýrir hvítum mönnunum gegn Júlíusi Friđjónssyni og Bragi Halldórsson hefur hvítt gegn Jóni Ţorvaldssyni.

Hvítir hrafnar hjá Chess-Results 

B flokkur

Gauti Páll hélt sínu striki og vann núna Aron Ţór Mai. Er međ hreint borđ, kominn međ vinningsforskot og ţar ađ auki búinn ađ tefla viđ ţann sem er í öđru sćti. Í öđru sćti er Siguringi Sigurjóns sem vann góđan sigur međ svörtu á móti hinum efnilega Hilmi Frey Heimissyni. Jafnir Siguringa eru svo tveir efnilegir Breiđablikspiltar ţeir Birkir Ísak og Stephan Briem. Birkir Ísak vann Kristján Örn Elíasson örugglega í fjórđu umferđ, en Stephan sat yfir í skólabúđunum ađ Laugum í Sćlingsdal.

Í B-flokknum keppa Blikar um Unglingameistaratitil Breiđabliks. Birkir Ísak vann 2014-15 en Stephan er núverandi meistari. Ţeir tefla saman í nćstu umferđ og gćti sú skák gefiđ vísbendingu um nćsta meistara. Annar hluthafi í öđru sćtinu er Agnar Tómas Möller sem vann Óskar Long.

B-flokkur hjá Chess-Results

Nánar á Skákhuganum

 


Íslandsmótiđ í Fischer-random skák fer fram á morgun - ÖLLUM OPIĐ!

Susan-Polgar-and-Bobby-Fischer-playing-Fischer-Random

Skáksamband Íslands stendur fyrir fyrsta opinbera Íslandsmótinu í Fischer-random skák fimmtudaginn 25. janúar nk. Tilvalin ćfing fyrir íslenska skákmenn Evrópumótiđ í Fischer-random skák fer fram í Hörpu 9. mars  á 75 ára afmćlisdegi Fischers. Friđrik Ólafsson leikur fyrsta leik mótsins en mótiđ er hluti af hátíđarhöldunum í kringum Skákdag Íslands sem er afmćlisdegi Friđrik, degi síđar. 

Teflt er í húsnćđi Taflélags Reykjavíkur, Faxafeni 12, og hefst taflmennskan kl. 19:30.

Tefldar međ 7 umferđir međ umhugsunartímanum 5-3

Góđ verđlaun verđa í bođi en GAMMA er styrktarađili mótsins. 

  1. 40.000 kr.
  2. 25.000 kr.
  3. 15.000 kr.
  4. 10.000 kr.
  5. 10.000 kr.

Verđlaun skiptast eftir Hort-kerfinu. 

Eftirtaldin aukaverđlaun verđa í bođi. 10.000 kr. í hverjum flokki: 

  • Kvennaverđlaun
  • Unglingaverđlaun (2002 og síđar)
  • Öldungaverđlaun (1953 og fyrr)

Aukaverđlaun skiptast ekki – heldur er stuđst viđ Buchols-stig. Ekki er hćgt ađ fá bćđi ađal- og aukaverđlaun heldur fá menn ţau sem eru hćrri.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn).  

Ţátttökugjöld eru kr. 1.000. Stór- og alţjóđlegir meistarar eru undanţegnir ţátttökugjöldum. Helmingsafsláttur fyrir 16 ára og yngri. 

Stuđst er viđ FIDE-reglur um Fischer-random sem og almennar hrađskákreglur FIDE. Hvorug tveggja má nálgast hér

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér


Skákdagurinn - teflt um land allt!

Friđrik Ólafsson opnar vefinn

Skákdagurinn verđur haldinn hátíđlegur um land allt nćstkomandi föstudag 26. janúar á afmćli Friđriks Ólafssonar fyrsta stórmeistara okkar Íslendinga. Friđrik sem verđur 83 ára gamall hefur veriđ virkur viđ skákborđiđ frá ţví á fimmta áratug síđustu aldar og teflir enn - tekur um ţessar mundir ţátt í heiđursflokki á MótX-skákhátíđ Skákdeildar Breiđabliks og Hugins. Friđrik var um hríđ međal bestu skákmanna heims, tefldi m.a. á hinu frćga millisvćđamóti í Portoroz en á ţessu ári verđa liđin 50 ár frá ţví móti. 

Stíft er teflt í kappskákmótum ţess dagana en Skákţing Reykjavíkur, Skákţing Akureyrar, MótX-skákhátíđ Skákdeildar Breiđabliks og Hugins og Meistaramót Hugins norđur eru öll í gangi í ţessum mánuđi. Til viđbótar viđ kappskákmótin verđa fjölmargir viđburđir haldnir á Skákdaginn og dagana kringum hann og skal hér stiklađ á stóru. 

Íslandsmótiđ í Fischer-random fer fram á fimmtudagskvöldiđ. Góđ verđlaun eru í mótinu og tilvaliđ fyrir skákmenn ađ hita upp fyrir Evrópumótiđ í Fischer-random sem fer fram samhliđa Reykjavíkurskákmótinu – minningarmóti um Bobby Fischer í byrjun mars.  

Á Skákdaginn verđur Helgi Ólafsson, skólastjóri Skákskóla Íslands, međ fjöltefli í Landakotsskóla. Hjörvar Steinn Grétarsson heimsćkir Kerhólsskóla og fjöltefli verđur í Vatnsendaskóla ţar sem Einar Ólafssonar sinnir skákkennslu. Akureyringar láta ekki sitt eftir liggja og standa fyrir mótum og kennslu í Lundarskóla, Brekkuskóla og Síđuskóla. Ţá heimsćkir Hjörleifur Halldórsson Grenivíkurskóla og verđur međ kennslu. 

Mikil gróska er í skáklífi grunnskóla á Suđurlandi um ţessar mundir og stendur Skáksamband Íslands í samstarfi viđ Fischer-setriđ fyrir Suđurlandsmóti grunnskólasveita í skák. 

Sundlaugartaflsett má finna víđa um land og á Skákdaginn bćtast í hópinn sundlaugarnar á Ţingeyri og Dalvík. 

Skákdeild Fjölnis heldur TORG-mót Fjölnis á Skákdaginn. Afar vinsćlt og vel sótt barna- og unglingamót sem hefur veriđ haldiđ frá árinu 2004. 

Taflfélag Reykjavíkur hefur hrađskákmótaröđ á Skákdaginn sjálfan. Mótiđ er opiđ öllum skákmönnum međ 2000 skákstig eđa meira. Fjögur mót eru í röđinni

Heldri skákmenn höfuđborgarsvćđisins halda margir hverjir mikiđ upp á Friđrik og sýna honum mikinn sóma kringum Skákdaginn međ hverju mótinu á fćtur öđru. KR-ingar halda sitt hefđbundna árdegismót nćsta laugardag klukkan 10:30 í Frostaskjóli, KR-heimili. Mánudaginn 29. janúar hefst svo kapptefliđ um Friđrikskónginn en ţađ stendur í fjögur mánudagskvöld međ Grand-Prix fyrirkomulagi ţar sem menn safna stigum á hverju móti og besti samanlagđi árangur tryggir sigurvegaranum Friđrikskónginn. Ţá tefla Korpúlfar í Grafarvogi til heiđurs Friđriki fimmtudaginn nćsta, 12:30 í félagsmiđstöđinni Borgum. Riddarar í Hafnarfirđi, ćtla ađ tefla í anda Friđriks í mótasyrpunni Skákhörpunni sem hefst á miđvikudaginn í Strandbergi, safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju. 

Laugardaginn, 27. janúar fer fram Íslandsmót grunnskólasveita í stúlknaflokki fram í Rimaskóla. 

Mánudaginn, 29. janúar, stendur Vinaskákfélagiđ fyrir Friđriksmóti í Vin viđ Hverfisgötu. Mótiđ er opiđ öllum og hefst kl. 13. 

Sem fyrr eru ţađ Skáksamband Íslands, Skákskóli Íslands og Skákakademía Reykjavíkur sem standa fyrir Skákdeginum í samstarfi viđ alla ţá ađila sem heiđra Friđrik Ólafsson á hans 83. afmćli. 

Tilkynningar um viđburđi og fréttir af viđburđum mega berast á frettir@skaksamband.is 


Skákdeild KR og Gallerý Skák: Kapptefliđ um Friđrikskónginn VII.

Friđrikskóngur1

Eins og í fyrra standa klúbbarnir saman af mótaröđinni sem fram fer nćstu fjögur mánudagskvöld vestur í skáksal KR í Frostaskjóli og hefst ţann  29. janúar, kl.  19.30.

Mótiđ er liđur í stóru viđburđahaldi í tilefni af "Skákdegi  Íslands"  sem SÍ og Skákakademía Reykjavíkur standa fyrir  26. janúar á afmćlisdegi Friđriks Ólafssonar, fyrsta stórmeistara okkar og heiđursborgara Reykjavíkur, sem ţá  fagnar 83. árs afmćli sínu.

Um er ađ rćđa 4ra kvölda GrandPrix mótaröđ ţar sem átta efstu sćti í hverju móti telja til stiga  (10-8-6-5-4-3-2-1). Keppt er um veglegan farandgrip, taflkóng úr Hallormstađabirki, merktan og áletrađan af meistaranum. Ţrjú bestu mót hvers keppanda reiknast til stiga og vinnings. Sigurvegarinn ár hvert fćr nafn sitt skráđ gullnu letri á stall styttunnar og fagran verđlaunagrip til eignar .

Friđrikskóngur2

Nöfn fyrrv. sigurvegara mótarađarinnar, ţeirra Gunnars Skarphéđinssonar; Gunnars I. Birgissonar;  Gunnars Kr. Gunnarssonar, Gunnars Freys Rúnarssonar, Ólafs B. Ţórssonar og Guđfinns R. Kjartanssonar prýđa nú hinn sögulega grip.

Tefldar verđa 9 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á skákina. Mótin eru ađ sjálfssögđu öllum opin  óháđ aldri og félagsađild enda ţótt keppendur séu ekki međ í öllum mótunum.   Vegleg verđlaun fyrir efstu menn og aukavinningar fyrir ađra. Ţátttökugjöld kr. 500 


Árdegismót KR helgađ Skákdeginum

Árdegi1

Nćsta árdegismót Skákdeildar KR verđur ađ ţessu sinni tileinkađ Skákdeginum eins og vera ber.  Allir árrisulir morgunhanar og skákmenn góđir er hvattir til ađ mćta og hrista af sér sleniđ og láta gammin geysa í anda Friđriks Ólafssonar, sem skákdagurinn er tileinkađur. 

Árdegismótin sem hafa fariđ vaxandi ađ vinsćldum sl. ár og hefjast kl. 10.30 alla laugardaga. Tefldar eru 9 umferđir međ 7 mínútna umhugsunartíma á skákina. Ţeim lýkur um eitt leitiđ.

Ađ ţessu sinni verđa póstkort međ mynd og frímerki Friđriks Ólafssonar í verđlaun, veitt fyrir  5 efstu sćtin auk sárabótarverđlauna fyrir ţann sem rekur lestina. 

Mótin í KR eru öllum opin áháđ aldri. Lágt ţátttökugjald fyrir utanfélagsmenn. 

Félagsheimili KR er í Frostaskjóli 2 eins og allir vita og skáksalurinn á 2. hćđ.                 

Úrslit síđasta móts fylgja hér međ til gamans: 

Árdegi2


Korpúlfar tefla um Friđriksbikarinn í annađ sinn

Korpúlfar1

Á fimmtudaginn kemur 25. janúar, verđur SKÁKDEGI ÍSLANDS ţjófstartađ á vikulegu skákmóti Korpúlfa, skákklúbbs eldri borgara í Grafarvogi og nágrenni í félagsmiđstöđinni BORGUM gengt Spöng. Reyndar á Friđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, sem dagurinn er tileinkađur, ekki afmćli fyrr en daginn eftir - en viđburđir ţessu tengdir dreifast yfir nokkurn tíma,  bćđi fyrir og eftir skákdaginn sjálfan.       

Hjá Korpúlfum verđur teflt um FRIĐRIKSBIKARINN, glćsilegan farandgrip sem klúbbnum áskotnađist í fyrra og verđlaunapeninga međ lágmynd meistarans.  Ţá urđu tveir valinkunnir skákmenn ađ nafni LARSEN efstir, Sćbjörn sigrađi og Jóhann kom nćstur, Valdimar Ásmundsson ţriđji. Góđ ţátttaka var af öllu höfuđborgarsvćđinu og Friđrik mćtti á stađinn. Ţess er vćnst ađ svo verđi einnig nú.  

Mótiđ hefst ađ ţessu sinni kl. 12.30 og verđa tefldar 10 umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma á skákina. Allir eldri skákmenn „sem tafllmanni geta valdiđ“ eru eindregiđ hvattir til ađ mćta og sýna snilli sína í tilefni dagsins sem endranćr.

Mótstaflan frá í fyrra:

Korpúlfar2


Riddarar tefla um Skákhörpuna XI.

SkákharpanHin árlega mótaröđ  SKÁKHARPAN – GRAND PRIX MÓT ÖLDUNGA – hefst miđvikudaginn 24. janúar og verđur tileinkuđ Skákdeginum eins og undanfarin ár. Um er ađ rćđa fjögra vikna mótaröđ ţar sem ţrjú bestu mót keppenda telja til stiga og vinnings. 

Frá og međ ţessu ári hefur veriđ breytt um ţema og er SKÁKHARPAN nú helguđ komandi meisturum framtíđarinnar en SKÁKSEGLIĐ, mótaröđ međ sama sniđi sem fram fer ađ hausti, hinum föllnu meisturum skákborđsins.

Ţađ verđur ţví slegiđ á létta hörpustrengi, á hvítum reitum og svörtum, í anda meistara Friđriks í Vonarhöfn, Strandbergi, Safnađarheimili Hafnarfjarđarkirkju nćstu fjóra miđvikudaga. En ţar tefla eldri ástríđuskák skákmenn linnulaust allan ársins hring sér til afţreyingar og yndisauka.

Tafliđ hefst kl. 13 ađ venju og tefldar eru 11 umferđir međ 10. mínútum á skákina. Lágt ţátttökugjald innifelur kaffi og kruđerí međan á tafli stendur. Allir skákmenn 60 ára og eldri velkomnir óháđ ţátttöku i öllum mótunumum, en tvö mót ţurfa til ađ teljast međ í keppninni um Skákhörpuna.


Hjörvar Steinn og Jóhann efstir á Skákhátíđ MótX

IMG_0028

Skákgyđjunni Caissu var fullur sómi sýndur í 2. umferđ Skákhátíđar MótX í Skákmusterinu á Kópavogsvelli í síđustu viku. Mörg skemmtileg kykvendi spruttu flippspriklandi upp úr hatti töframannanna hugmyndríku ţetta kvöldiđ. Sigur GM Jóns L. Árnasonar á Kristjáni Eđvarđssyni var glćstur. Stórmeistarinn rak smiđshöggiđ á skákina međ snjallri leikfléttu en alkunna er ađ aldrei má hleypa Jóni L. í sókn – ekki einu sinni í vísi ađ sókn. Svipađa sögu er ađ segja af framvindu mála í skák IM Björgvins Jónssonar gegn CM Bárđi Erni Birkissyni ţar sem lagleg leikflétta Björgvins reiđ baggamuninn eftir langa og stranga stöđubaráttu.

Á efsta borđi lagđi GM Hjörvar Steinn Grétarsson IM Björn Ţorfinnsson í hörkuskák ţar sem Björn teygđi sig fulllangt međ húnvetnskri mannsfórn á h3 en Björn leggur eins og kunnugt er mikiđ upp úr stuđlum og höfuđstöfum í sinni taflmennsku. Á öđru borđi sigrađi GM Jóhann Hjartarson GM Ţröst Ţórhallsson eftir ađ Ţröstur vélađi peđ af andstćđingnum í byrjun tafls. Eftir miklar sviptingar kom upp endatafl sem Ţresti tókst ekki ađ halda peđi undir ţrátt fyrir hetjulega viđleitni.

Óvćntustu úrslit kvöldsins voru sigur FM Halldórs Grétars Einarssonar á FM Ingvari Ţór Jóhannessyni en Halldór fylgdi ţar eftir góđu jafntefli viđ Jón L. í fyrstu umferđ. Ingvar fékk betra út úr byrjuninni en síđan sneru kapparnir hvor á annan til skiptis ţar til ţá sundlađi en Halldór jafnađi sig fyrr af snú-snúinu og ţví fór sem fór. 

Ţriđja umferđ í A-flokki hefst ţriđjudaginn 23. janúar kl. 19.30. Á efsta borđi leiđa saman hesta sína ţeir GM Jóhann Hjartarson og IM Björgvin Jónsson en magnađri skák ţeirra á Gestamótinu í fyrra lauk međ jafntefli. Á 2. borđi tefla efnispiltarnir Guđmundur Halldórsson og FM Halldór Grétar Einarsson og á 3. borđi mćtast taktísku snillingarnir Björn Ţorfinnsson og Jón L. Árnason. Nćsta víst er ađ í ţeirri orrustu verđur bćđi beitt stórskota- og fótgönguliđi međ mannfalli miklu. Á öđrum borđum verđur spennan líka í algleymingi enda mannvit mikiđ ađ tafli. 

Hvítir hrafnar

Í flokki eldri skákkappa, Hvítum hröfnum, voru tefldar tvćr skákir ţetta kvöldiđ. Júlíus Friđjónsson og GM Friđrik Ólafsson skildu jafnir og sömu sögu er ađ segja af viđureign Björns Halldórssonar og Jóns Ţorvaldssonar. Báđar skákirnar voru í jafnvćgi frá upphafi. Skák Braga Halldórssonar og Jónasar Ţorvaldssonar var frestađ.

Ţriđjudaginn 23. janúar eru tvćr frestađar skákir á dagskrá. GM Friđrik Ólafsson mćtir Jóni Ţorvaldssyni í úr 1. umferđ og Bragi etur kappi viđ Jónas Ţorvaldsson í skák úr 2. umferđ.

B-flokkur

Eftir tvćr umferđir í B-flokknum eru ţrír skákmenn jafnir međ fullt fús. Gauti Páll sem vann Kristján Halldórsson, Siguringi sem vann hinn unga og efnilega Óskar Víking og Birkir Karl sem vann Óskar Long. Ađrar athyglisverđar skákir úr annarri umferđ var jafntefli hinna efnilegu Arons Ţórs Mai og Stephans Briem og Alexander Oliver Mai náđi góđu jafntefli gegn hinum reynda Kristjáni Erni Elíassyni.

Í ţriđju umferđ eigast Siguringi og Gauti Páll viđ á fyrsta borđi. Á öđru borđi mćtir Danmörk Ástralíu, en Hilmir Freyr hefur veriđ búsettur í Danmörku og Birkir Karl í Ástralíu! Margar ađrar viđureignir eru athyglisverđar, t.d. skákpabbanna Agnars Tómas Möller gegn Kristófer Ómarssyni. Svo tefla saman hinar ungu og efnilegu Freyja Birkisdóttir og Batel.

Nánar á Skákhuganum

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 8765220

Annađ

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 113
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband