Leita í fréttum mbl.is

Korpúlfar tefla um Friðriksbikarinn í annað sinn

Korpúlfar1

Á fimmtudaginn kemur 25. janúar, verður SKÁKDEGI ÍSLANDS þjófstartað á vikulegu skákmóti Korpúlfa, skákklúbbs eldri borgara í Grafarvogi og nágrenni í félagsmiðstöðinni BORGUM gengt Spöng. Reyndar á Friðrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslendinga, sem dagurinn er tileinkaður, ekki afmæli fyrr en daginn eftir - en viðburðir þessu tengdir dreifast yfir nokkurn tíma,  bæði fyrir og eftir skákdaginn sjálfan.       

Hjá Korpúlfum verður teflt um FRIÐRIKSBIKARINN, glæsilegan farandgrip sem klúbbnum áskotnaðist í fyrra og verðlaunapeninga með lágmynd meistarans.  Þá urðu tveir valinkunnir skákmenn að nafni LARSEN efstir, Sæbjörn sigraði og Jóhann kom næstur, Valdimar Ásmundsson þriðji. Góð þátttaka var af öllu höfuðborgarsvæðinu og Friðrik mætti á staðinn. Þess er vænst að svo verði einnig nú.  

Mótið hefst að þessu sinni kl. 12.30 og verða tefldar 10 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma á skákina. Allir eldri skákmenn „sem tafllmanni geta valdið“ eru eindregið hvattir til að mæta og sýna snilli sína í tilefni dagsins sem endranær.

Mótstaflan frá í fyrra:

Korpúlfar2


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 143
  • Frá upphafi: 8765271

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband