Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2018

Guđmundur međ 4˝ vinning eftir 6 umferđir í Floripa

Guđmundur Kjartansson (2438) hefur 4˝ vinning eftir sex umferđir á alţjóđlega mótinu Floripa Chess Open sem nú er í gangi í Brasilíu. Í gćr vann hann í fyrri skák dagsins gegn alţjóđlega meistarann Diego Rafael Di Berardino (2516) en tapađi í síđari skákinni fyrir stórmeistaranum Krikor Sevag Makhitarian (2529). Guđmundur er í 12.-27. sćti, ađeins hálfum vinningi á eftir efstu mönnum.

Sjöunda umferđ fer fram í kvöld og hefst kl. 20. Ţá teflir gummi viđ Douglas Da Silva Tores (2166). Hćgt er ađ fylgjast međ Íslandameistaranum á Chess 24.

Alls taka 416 skákmenn frá 14 löndum ţátt í mótinu. Međal keppenda eru 10 stórmeistarar. Guđmundur er nr. 14 í stigaröđ keppenda. 


Hrađskákmótaröđ Taflfélags Reykjavíkur hefst föstudaginn 26. janúar

Fyrsta mót Hrađskákmótarađar Taflfélags Reykjavíkur fer fram föstudagskvöldiđ 26.janúar -á Skákdaginn- í skáksal TR ađ Faxafeni 12. Tafliđ hefst stundvíslega klukkan 19:30. Mótiđ er opiđ öllum skákmönnum međ yfir 2000 skákstig, eđa ţeim sem hafa einhverntíman á ferlinum rofiđ 2000 stiga múrinn. Mótsnefnd áskilur sér rétt til ţess ađ bjóđa völdum gestum undir 2000 stigum ađ tefla međ.

Tefldar verđa níu umferđir međ tímamörkunum 3+2 og verđur mótiđ reiknađ til alţjóđlegra hrađskákstiga. Ţátttökugjald er 1.000kr.

Dagskrá mótarađarinnar:

  • Mót 1: 26.janúar
  • Mót 2: 23.febrúar
  • Mót 3: 23.mars
  • Mót 4: 27.apríl

Mćlst er til ţess ađ skákmenn skrái sig í gegnum skráningarformiđ til ţess ađ auđvelda skipulagningu mótsins. Einnig verđur hćgt ađ skrá sig til leiks á skákstađ á mótsdegi en skráningu lýkur kl.19:20.

SKRÁNINGARFORM

Skráđir keppendur


Hannes sjóđheiđur í Marianske Lazne

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2523) byrjar afar vel á alţjóđlega mótinu í Marianski Lazne í Tékklandi. Í dag vann hann sína ţriđju skák í röđ en fórnarlamb dagsins var rússneski FIDE-meistarinn Aram Yeriistyan (2309). Ţrír vinningar í hús í ţremur skákum. 

Á morgun eru tefldar tvćr skákir. Sú fyrri hefst kl. 8 og síđari kl. 15. Andstćđingar morgundagsins eru Rao S V Srinath (2270) og Petr Neuman (2452). 


Carlsen lék af sér manni en vann samt - Giri vann Mamedyarov

phpoRFWs9

Ţađ gekk mikiđ á í áttundu umferđ Tata Steel-mótsins í Sjávarvík í gćr. Magnús Carlsen (2834) lék af sér manni gegn Gawain JOnes (2640) fyrir takmarkađur bćtur. Englendingum fatađist hins vegar flugiđ og Carlsen náđi ađ snúa skákinni sér aftur í vil og vinna. Aserinn, sjóđheiti, Mamedyarov (2804), snöggkólnađi í gćr og tapađi fyrir Anish Giri (2752).

phpI1lNpK

Giri, Carlsen og Mamedyarov eru nú efstir og jafnir međ 5˝ vinning. Kramnik (2787) og Wesley So (2792) eru skammt undan međ 5 vinninga. 

Frídagur var í dag. Veislan heldur áfram á morgun. Ţá teflir Carlsen viđ Anand (2767), Mamedyarov viđ Kramnik (2787) og Giri viđ Matlakov (2718).

Sjá nánari umfjöllun á Chess.com

Myndir: Maria Emelianova/Chess.com

 


SŢR#4: Stefán Bergsson og Björn Hólm Birkisson einir međ fullt hús

IMG_9666-620x330

Stefán Bergsson (2093) stýrđi svörtu mönnunum til sigurs gegn Hilmi Frey Heimissyni (2136) í ćsispennandi skák. Stefán bauđ upp á stakt peđ á d5 sem hann síđar fórnađi til guđanna. Tveimur peđum undir, međ vafasama kóngsstöđu en ógnvekjandi sóknarfćri, skellti Stefán fram sleggjunni 22…Be2!! og skyndilega var balliđ búiđ (sjá stöđumynd eftir 22.Hab1).

Heimisson-Bergsson-150x150Björn Hólm Birkisson (2084) beitti lćvísu bragđi gegn Caro Kann vörn Lenku Ptáčníkovu (2218). Hugsanlega hefur minniđ brugđist hinum unga skákmeistara ţví hefđi hann fćrt maddömmuna frá h5 á f3 strax í 9.leik, líkt og frćđibćkur kveđa á um, ţá hefđi skákin ađ öllum líkindum orđiđ stutt. Í 18.leik missti Björn Hólm af allt ađ ţví röktum vinning međ taktíska högginu 18.Hhe1. Međ tékknesku töfrabragđi tókst Lenku ađ lifa af áhlaupiđ og komast í endatafl sem gaf betri jafnteflismöguleika. Björn Hólm er hins vegar sprenglćrđur endataflssérfrćđingur líkt og allir sem setiđ hafa á skólabekk í endataflsháskóla Torfa Leóssonar. Björn Hólm tefldi endatafliđ af nákvćmni og hafđi ađ lokum sigur.

Hrafn Loftsson (2163) gefur ekkert eftir á pallinum og vann í dag Júlíus Friđjónsson (2137). Mai-brćđur, Aron Ţór (2066) og Alexander (1970), gerđu báđir jafntefli međ hvítu, Aron gegn Braga Halldórssyni (2082) og Alexander gegn Björgvini Víglundssyni (2167). Ţá vann Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2178) međ hvítu gegn Birki Karli Sigurđssyni (1934).

Ţeir stigaháu komust flestir á beinu brautina í ţessari umferđ. Einar Hjalti Jensson (2336), Sigurbjörn J. Björnsson (2288), Dagur Ragnarsson (2332) og Vignir Vatnar Stefánsson (2304) unnu allir í dag og eru á hrađferđ upp töfluna. Fyrrum Reykjavíkurmeistarinn Bragi Ţorfinnsson (2426) hikstađi ţó hressilega og varđ ađ gera sér ađ góđu jafntefli gegn Jóhanni H. Ragnarssyni (1991)..

Á neđri borđum gekk á ýmsu líkt og fyrri daginn. Rektor Menntaskólans viđ Hamrahlíđ, Lárus H. Bjarnason (1539), hélt áfram góđu gengi sínu og gerđi jafntefli viđ körfuboltasnillinginn Óskar Víking Davíđsson (1854). Óvćntustu úrslit umferđarinnar urđu á 15.borđi ţar sem Stefán Orri Davíđsson (1280) stýrđi svarta hernum til sigurs gegn Óskari Haraldssyni (1733) en á ţeim munar 453 skákstigum. Einnig var eftirtektarverđur sigur Ţorsteins Magnússonar (1425) á Sigurlaugu R. Friđţjófsdóttur (1734). Ţá gerđi Óskar Long Einarsson (1785) gott jafntefli viđ Jóhann Ingvason (2161).

Eftir 4.umferđ eru ađeins tveir skákmenn međ fullt hús, ţeir Stefán Bergsson og Björn Hólm Birkisson. Skákáhugamönnum er ráđlagt ađ spenna sćtisólar á miđvikudagskvöldiđ ţví ţá mćtast ţeir og getur ađeins annar ţeirra -augljóslega- stađiđ upp frá ţeirri viđureign međ fullt hús vinninga. Ţađ er ţví vel úti látinn gortréttur í húfi.

Klukkur 5.umferđar fara í gang klukkan 19:30 á miđvikudagskvöld. Sem fyrr verđur heitt á könnunni og nýbakađar vöfflur í eldhúsinu fyrir gesti. Beinar útsendingar verđa sem fyrr frá níu efstu borđunum.

Nánari upplýsingar um úrslit og stöđu ásamt innslegnum skákum má nálgast á Chess-Results.

Sjá nánar á heimasíđu TR.

 


Svartur sunnudagur í Skákheimilinu - Andri og Jón Kristinn međ fullt hús

Ţriđju umferđ Skákţings Akureyrar lauk í dag. Í öllum ţremur skákunum sýndi svartur yfirburđi sína. Jón Kristinn vann Sigurđ, Andri vann Harald og Rúnar lagđi Benedikt. Allt hörkuskákir.

Ţeir Andri Freyr og Jón Kristinn hafa nú unniđ allar ţrjár skákir sínar og hafa ţegar eins og hálfs vinnings forskot á ţriđja menn, sem er Rúnar. Hann hefur reyndar bara teflt tvćr skákir, ţannig ađ biliđ er ekki jafn breitt og ţađ sýnist. 

Fjórđa umferđ verđur háđ nk. sunnudag 28. janúar og ţá eigast viđ:

Rúnar og Sigurđur

Jón Kristinn og Haraldur

Símon og Benedikt

Andri situr yfir. 

Sjá Chess-results

Nćsta mót verđur á fimmtudagskvöld ţegar TM-mótaröđinni verđur fram haldiđ. Tafliđ hefst kl. 20. 

Mótiđ á Chess-results  

Heimasíđa Skákfélags Akureyrar


Skákţing Hugins norđur hafiđ – Tómas og Sigurđur efstir

Skákţing Hugins í Ţingeyjarsýslu hófst um sl. helgi. 11 skákmenn taka ţátt í mótinu og er ţađ teflt í tveim riđlum. Í Húsavíkur-riđli eru 6 keppendur sem tefla allir viđ alla. Ţegar keppni ţar er rúmlega hálfnuđ er Sigurđur Daníelsson efstur međ fjóra vinninga af fimm mögulegurm. Sigurđur hefur lokiđ öllum sínum skákum og tapađi ađeins einni skák, gegn Smára Sigurđssyni. Smári Sigurđsson er međ fullt hús eftir ţrjár skákir.en ţar sem hann á eftir tvćr skákir getur hann náđ efsta sćtinu í riđlinum vinni hann ţćr. Sex skákum er ólokiđ í riđlinum og skođa má stöđuna í Húsavíkur-riđli hér 

Í Vestur-riđli, sem er tefldur á Vöglum í Fnjóskadal, eru fimm keppendur. Tómas Veigar Sigurđarson er efstur međ ţrjá vinninga eftir ţrjár skákir. Nćstur honum er Hermann Ađalsteinsson međ 1,5 vinninga, en Hermann hefur lokiđ öllum sínum fjórum skákum. Í Vestur-riđli eru fjórar skákir eftir og skođa má stöđuna í Vestur-riđli hér.

Ţegar öllum skákunum í riđlunum er lokiđ, fer fram Úrslitakeppni milli riđlanna, ţannig ađ efsti mađur úr hvorum riđli tefla tveggja skáka einvígi um sigur í mótinu og ţar međ meistaratitil félagsins 2018. Ţeir sem lenda í öđru sćti í riđlunum tefla um ţriđja sćtiđ og svo koll af kolli. Verđi jafnt eftir ţessar tvćr skákir, tefla menn hrađskákir ţar til úrslit fást.

Tímamörk bćđi í riđlakeppninni og í úrslitakeppninni eru 90mín +30sek/leik. Reiknađ er međ ađ úrslitakeppnin fari fram í febrúar, en nánari tímasetning liggur ekki fyrir.


Shakh sjóđheitur í Sjávarvík

424780.1b96069a.630x354o.7c7ab20a1ec2

Heitasti skákmađurinn í Sjávarvík og raunar í heiminum ţessa dagana er án efa Aserinn brosmildi, Shakhriyar Mamedyarov (2804). Hann hefur nú unniđ ţrjár skákir í röđ en fórnarlamb gćrdagsins var Wei Yi (2743). Eftir sjö umferđir hefur hann 5˝ vinning og hefur vinningsforskot á nćstu menn sem eru Giri (2752), Kramnik (2787), So (2792) og heimsmeistarinn Magnús Carlsen (2834). 

phpAysKSl

Aserinn er nú nćststigahćsti skákmađur heims á lćf-listanum. Hefur ţar 2817,5 skákstig og hefur tćplega 20 stig á Wesley So sem er ţriđji. Carlsen er efstur međ 2835,4 skákstig.

Áttunda umferđ hefst núna kl. 12:30. Mamedyarov mćtir heimamanninum Anish Giri og Carlsen teflir viđ Gawain Jones (2640).

Myndir: Maria Emelianova/Chess.com

 


Hannes hóf seinna mótiđ í Tékklandi međ sigri

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2523) hóf í gćr ţátttöku á alţjóđlega mótinu Open Marianske Lazne. Hannes teflir ţar í lokuđum 10 manna flokki ţar sem hann er nćststigahćstur. Í fyrstu umferđ sem fram fór í gćr vann hann tékkneska alţjóđlega meistarann Thai Dai van Nguyen (2510). 

Önnur umferđ fer fram í dag og ţá teflir Hannes viđ heimamanninn Igor Janik (2411). Umferđin hefst kl. 16 og verđur hćgt ađ fylgjast međ Hannesi á beinni á Chess24.


Guđmundur međ 2˝ vinning í Floripa

Guđmundur Kjartansson (2438) situr ţessa dagana ađ tafli á alţjóđlega mótinu Floripa Chess Open í Brasilíu. Eftir 3 umferđir hefur Gummi hlotiđ 2˝ vinning. 

Ritstjóri getur hvorki fundiđ vefsíđu frá mótinu né beinar útsendingar. Mótiđ er ţó á Chess-Results.

Alls taka 416 skákmenn frá 14 löndum ţátt í mótinu. Međal keppenda eru 10 stórmeistarar. Guđmundur er nr. 14 í stigaröđ keppenda. 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 155
  • Frá upphafi: 8765674

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 120
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband