Leita í fréttum mbl.is

SŢR#4: Stefán Bergsson og Björn Hólm Birkisson einir međ fullt hús

IMG_9666-620x330

Stefán Bergsson (2093) stýrđi svörtu mönnunum til sigurs gegn Hilmi Frey Heimissyni (2136) í ćsispennandi skák. Stefán bauđ upp á stakt peđ á d5 sem hann síđar fórnađi til guđanna. Tveimur peđum undir, međ vafasama kóngsstöđu en ógnvekjandi sóknarfćri, skellti Stefán fram sleggjunni 22…Be2!! og skyndilega var balliđ búiđ (sjá stöđumynd eftir 22.Hab1).

Heimisson-Bergsson-150x150Björn Hólm Birkisson (2084) beitti lćvísu bragđi gegn Caro Kann vörn Lenku Ptáčníkovu (2218). Hugsanlega hefur minniđ brugđist hinum unga skákmeistara ţví hefđi hann fćrt maddömmuna frá h5 á f3 strax í 9.leik, líkt og frćđibćkur kveđa á um, ţá hefđi skákin ađ öllum líkindum orđiđ stutt. Í 18.leik missti Björn Hólm af allt ađ ţví röktum vinning međ taktíska högginu 18.Hhe1. Međ tékknesku töfrabragđi tókst Lenku ađ lifa af áhlaupiđ og komast í endatafl sem gaf betri jafnteflismöguleika. Björn Hólm er hins vegar sprenglćrđur endataflssérfrćđingur líkt og allir sem setiđ hafa á skólabekk í endataflsháskóla Torfa Leóssonar. Björn Hólm tefldi endatafliđ af nákvćmni og hafđi ađ lokum sigur.

Hrafn Loftsson (2163) gefur ekkert eftir á pallinum og vann í dag Júlíus Friđjónsson (2137). Mai-brćđur, Aron Ţór (2066) og Alexander (1970), gerđu báđir jafntefli međ hvítu, Aron gegn Braga Halldórssyni (2082) og Alexander gegn Björgvini Víglundssyni (2167). Ţá vann Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2178) međ hvítu gegn Birki Karli Sigurđssyni (1934).

Ţeir stigaháu komust flestir á beinu brautina í ţessari umferđ. Einar Hjalti Jensson (2336), Sigurbjörn J. Björnsson (2288), Dagur Ragnarsson (2332) og Vignir Vatnar Stefánsson (2304) unnu allir í dag og eru á hrađferđ upp töfluna. Fyrrum Reykjavíkurmeistarinn Bragi Ţorfinnsson (2426) hikstađi ţó hressilega og varđ ađ gera sér ađ góđu jafntefli gegn Jóhanni H. Ragnarssyni (1991)..

Á neđri borđum gekk á ýmsu líkt og fyrri daginn. Rektor Menntaskólans viđ Hamrahlíđ, Lárus H. Bjarnason (1539), hélt áfram góđu gengi sínu og gerđi jafntefli viđ körfuboltasnillinginn Óskar Víking Davíđsson (1854). Óvćntustu úrslit umferđarinnar urđu á 15.borđi ţar sem Stefán Orri Davíđsson (1280) stýrđi svarta hernum til sigurs gegn Óskari Haraldssyni (1733) en á ţeim munar 453 skákstigum. Einnig var eftirtektarverđur sigur Ţorsteins Magnússonar (1425) á Sigurlaugu R. Friđţjófsdóttur (1734). Ţá gerđi Óskar Long Einarsson (1785) gott jafntefli viđ Jóhann Ingvason (2161).

Eftir 4.umferđ eru ađeins tveir skákmenn međ fullt hús, ţeir Stefán Bergsson og Björn Hólm Birkisson. Skákáhugamönnum er ráđlagt ađ spenna sćtisólar á miđvikudagskvöldiđ ţví ţá mćtast ţeir og getur ađeins annar ţeirra -augljóslega- stađiđ upp frá ţeirri viđureign međ fullt hús vinninga. Ţađ er ţví vel úti látinn gortréttur í húfi.

Klukkur 5.umferđar fara í gang klukkan 19:30 á miđvikudagskvöld. Sem fyrr verđur heitt á könnunni og nýbakađar vöfflur í eldhúsinu fyrir gesti. Beinar útsendingar verđa sem fyrr frá níu efstu borđunum.

Nánari upplýsingar um úrslit og stöđu ásamt innslegnum skákum má nálgast á Chess-Results.

Sjá nánar á heimasíđu TR.

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.6.): 24
  • Sl. sólarhring: 26
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 8766416

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband