Leita í fréttum mbl.is

Hjörvar Steinn og Jóhann efstir á Skákhátíđ MótX

IMG_0028

Skákgyđjunni Caissu var fullur sómi sýndur í 2. umferđ Skákhátíđar MótX í Skákmusterinu á Kópavogsvelli í síđustu viku. Mörg skemmtileg kykvendi spruttu flippspriklandi upp úr hatti töframannanna hugmyndríku ţetta kvöldiđ. Sigur GM Jóns L. Árnasonar á Kristjáni Eđvarđssyni var glćstur. Stórmeistarinn rak smiđshöggiđ á skákina međ snjallri leikfléttu en alkunna er ađ aldrei má hleypa Jóni L. í sókn – ekki einu sinni í vísi ađ sókn. Svipađa sögu er ađ segja af framvindu mála í skák IM Björgvins Jónssonar gegn CM Bárđi Erni Birkissyni ţar sem lagleg leikflétta Björgvins reiđ baggamuninn eftir langa og stranga stöđubaráttu.

Á efsta borđi lagđi GM Hjörvar Steinn Grétarsson IM Björn Ţorfinnsson í hörkuskák ţar sem Björn teygđi sig fulllangt međ húnvetnskri mannsfórn á h3 en Björn leggur eins og kunnugt er mikiđ upp úr stuđlum og höfuđstöfum í sinni taflmennsku. Á öđru borđi sigrađi GM Jóhann Hjartarson GM Ţröst Ţórhallsson eftir ađ Ţröstur vélađi peđ af andstćđingnum í byrjun tafls. Eftir miklar sviptingar kom upp endatafl sem Ţresti tókst ekki ađ halda peđi undir ţrátt fyrir hetjulega viđleitni.

Óvćntustu úrslit kvöldsins voru sigur FM Halldórs Grétars Einarssonar á FM Ingvari Ţór Jóhannessyni en Halldór fylgdi ţar eftir góđu jafntefli viđ Jón L. í fyrstu umferđ. Ingvar fékk betra út úr byrjuninni en síđan sneru kapparnir hvor á annan til skiptis ţar til ţá sundlađi en Halldór jafnađi sig fyrr af snú-snúinu og ţví fór sem fór. 

Ţriđja umferđ í A-flokki hefst ţriđjudaginn 23. janúar kl. 19.30. Á efsta borđi leiđa saman hesta sína ţeir GM Jóhann Hjartarson og IM Björgvin Jónsson en magnađri skák ţeirra á Gestamótinu í fyrra lauk međ jafntefli. Á 2. borđi tefla efnispiltarnir Guđmundur Halldórsson og FM Halldór Grétar Einarsson og á 3. borđi mćtast taktísku snillingarnir Björn Ţorfinnsson og Jón L. Árnason. Nćsta víst er ađ í ţeirri orrustu verđur bćđi beitt stórskota- og fótgönguliđi međ mannfalli miklu. Á öđrum borđum verđur spennan líka í algleymingi enda mannvit mikiđ ađ tafli. 

Hvítir hrafnar

Í flokki eldri skákkappa, Hvítum hröfnum, voru tefldar tvćr skákir ţetta kvöldiđ. Júlíus Friđjónsson og GM Friđrik Ólafsson skildu jafnir og sömu sögu er ađ segja af viđureign Björns Halldórssonar og Jóns Ţorvaldssonar. Báđar skákirnar voru í jafnvćgi frá upphafi. Skák Braga Halldórssonar og Jónasar Ţorvaldssonar var frestađ.

Ţriđjudaginn 23. janúar eru tvćr frestađar skákir á dagskrá. GM Friđrik Ólafsson mćtir Jóni Ţorvaldssyni í úr 1. umferđ og Bragi etur kappi viđ Jónas Ţorvaldsson í skák úr 2. umferđ.

B-flokkur

Eftir tvćr umferđir í B-flokknum eru ţrír skákmenn jafnir međ fullt fús. Gauti Páll sem vann Kristján Halldórsson, Siguringi sem vann hinn unga og efnilega Óskar Víking og Birkir Karl sem vann Óskar Long. Ađrar athyglisverđar skákir úr annarri umferđ var jafntefli hinna efnilegu Arons Ţórs Mai og Stephans Briem og Alexander Oliver Mai náđi góđu jafntefli gegn hinum reynda Kristjáni Erni Elíassyni.

Í ţriđju umferđ eigast Siguringi og Gauti Páll viđ á fyrsta borđi. Á öđru borđi mćtir Danmörk Ástralíu, en Hilmir Freyr hefur veriđ búsettur í Danmörku og Birkir Karl í Ástralíu! Margar ađrar viđureignir eru athyglisverđar, t.d. skákpabbanna Agnars Tómas Möller gegn Kristófer Ómarssyni. Svo tefla saman hinar ungu og efnilegu Freyja Birkisdóttir og Batel.

Nánar á Skákhuganum

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 27
  • Sl. viku: 149
  • Frá upphafi: 8765535

Annađ

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 121
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband