Bloggfærslur mánaðarins, september 2015
26.9.2015 | 08:45
Heimsbikarmótið: Og þá eru eftir fjórir
Átta manna úrslitum Heimsbikarmótsins lauk í Bakú í gær. Anish Giri, sem vann Vachier-Lagrave og Pavel Eljanov, sem vann Hikaru Nakamura, komust áfram í kappskákunum. Peter Svidler og Sergei Karjakin þurftu hins vegar að hafa meira fyrir hlutunum gegn Wei Yi og Mamedyarov.
Í undanúrslitum, sem hefjast kl. 10 í dag, mætast Eljanov-Karjakin og Giri-Svidler. Fjórir Evrópubúar. Þrír þeirra tefla á EM landsliða í Reykjavík í nóvember þ.e.a.s. allir nema Karjakin.
Sigurvegarar einvíganna fá keppnisrétt á áskorendamótinu í skák sem fram fer í mars á næsta ári.
Það verður að teljast nokkuð sérkennileg ákvörðu hjá FIDE að setja undanúrsliti Heimsbikarmótsins oní Íslandsmót skákfélaga.
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar (daglega kl. 10)
- Myndaalbúm (GB)
25.9.2015 | 09:22
TR og Huginn í forystu eftir fyrstu umferð Íslandsmóts skákfélaga
Fyrsta umferð Íslandsmóts skákfélaga fór fram í gærkveldi. Huginn og TR hófu bæði deildina með góðum 7-1 sigrum. Huginsmennu unnu Akureyringa en TR-ingar unnu KR-inga. Fjölnismenn unnu Víkinga 5-3. B-sveit Hugins vann 4½-3½ sigur á Bolvíkingum. Óvæntustu úrslit umferðarinnar hljóta að teljast sigur b-sveitar Akureyringa á b-sveit TR - þrátt fyrir að Norðanmenn væru stigalægri á öllum borðunum átta.
Óvæntustu einstaklingsúrslit umferðarinnar verðast að teljast sigur Jóns Kristinssonar (2239), SA, á stórmeistaranum Stefáni Kristjánssyni (2485), Hugin, en það heyrir til mikillar tíðinda þegar Stefán tapar skák á Íslandsmóti
Jón Þór Bergþórsson (2172), KR, gerði svo jafntefli við stórmeistarann Margeir Pétursson (2521).
Í kvöld kl. 20 hefst svo taflmennska 2, 3. og 4. deild.
Í fyrstu í kvöld tefla a-liðin við eigin b-lið, KR-ingar tefla við Víkinga og Bolvíkingar við Fjölnismenn.
Fyrsta deildin á Chess-Results.
25.9.2015 | 07:00
Vígsla útitafls við Fischersetur á Selfossi í dag
Föstudaginn 25. september verður útitaflið fyrir framan Fischersetur, Gamla-bankann á Selfossi, vígt. Tefldar verða tvær skákir á útitaflinu og hefst taflmennskan kl. 15.30. Liðsstjórar verða Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og Kjartan Björnsson formaður bæjarráðs Árborgar. Gunnar Finnlaugsson verður aðstoðarmaður Guðna. Samkvæmt Gunnari þá munu þeir Guðni starfa í anda samvinnu og vaða áfram á miðjunni, en Kjartan og hans menn sennilega á hægri kantinum!
Á meðan á vígslunni stendur verður Fischersetur opið almenningi og frítt verður inn. Allir velkomnir.
Spil og leikir | Breytt 22.9.2015 kl. 03:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2015 | 08:33
Eljanov vann Nakamura í gær
Úkraínumaðurinn geðþekki Pavel Eljanov (2723)heldur áfram að fara mjög mikinn á heimsbikarmótinu í Bakú. Í gær vann hann Bandaríkjamanninn Hikarau Nakamura (2814) sem af mörgum þykir ekki sérstakleg geðþekkur!
Eljanov hefur hlotið 8 vinninga í 9 skákum og hefur með frammistöðu sinni farið upp um heil 17 sæti á heimslistanum og er nú í fimmtánda sæti.
Öðrum skákum lauk með jafntefli. Heimamaðurinn, Mamedyarov (2736) var nærri því að leggja Karjakin (2753)að velli sem varðist afar vel og hélt jafntefli. Hin tvö einvígin hófust á fremur tilþrifalítinn hátt.
Önnur skák átta manna úrslit fer fram í dag og hefst kl. 10.
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar (daglega kl. 10)
- Myndaalbúm (GB)
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2015 | 05:11
Íslandsmót skákfélaga (fyrsta deild) hefst í kvöld kl. 19:30
Fyrri hluti Íslandsmóts skákfélaga 2015-2016 fer fram dagana 24.–27. september nk. Mótið fer fram í Rimaskóla í Reykjavík. Fyrsta umferð (eingöngu í 1.deild) mun hefjast kl. 19.30 fimmtudaginn 24. september. Aðrar deildir munu hefja taflmennsku föstudaginn 25. september. kl. 20.00 og síðan tefla laugardaginn 26. september. kl. 11.00 og kl. 17.00 sama dag. Síðasta umferðin í fyrri hlutanum hefst kl. 11.00 sunnudaginn 27. september.
Umhugsunartími er 90 mín. á skákin
Upplýsingar um þegar skráðar sveitir má finna hér.
Í fyrstu umferð í kvöld tefla saman:
- TR-a - KR
- TR-b - SA-b
- SA-a - Huginn-a
- Huginn-b - Bolungarvík
- Fjölnir - Víkingaklúbburinn
Fyrsta deildin á Chess-Results.
23.9.2015 | 14:53
Kringluskákmótið 2015
Kringluskákmótið 2015 fer fram fimmtudaginn 1. október, og hefst það kl. 17:00. Mótið fer fram í Kringlunni, en að mótinu stendur Víkingaklúbburinn skákfélag, með aðsetur í Víkingsheimilinu í Víkinni,í samstarfi við markaðsdeild Kringlunnar.
Gera má ráð fyrir að margir af sterkustu skákmönnum þjóðarinnar muni taka þátt í því. Skákmenn eru hvattir til að skrá sig sem fyrst eftir að opnað verður fyrir skráningu. Mótið er öllum opið og er þátttaka ókeypis en skráning mun fara fram á Skák.is (Guli kassinn). Hámarkfjöldi keppenda er 60 manns og því er ekki hægt að tryggja þátttöku nema að skrá sig til leiks. Einnig er hægt að skrá sig í síma 8629744 (Gunnar).
Fyrirkomulag mótsins er þannig að keppendur draga fyritækjaspjald úr hatti, sem keppandinn síðan teflir fyrir í mótinu. Skráningu líkur kl 12.00 að hádegi á mótsdag. Tefldar verða 8 umferðir með 5 mínútna umhugsunartíma. Skákstjóri er Haraldur Baldursson.
23.9.2015 | 05:58
Oliver Aron og Bragi efstir á Haustmóti TR
Þriðja umferð Haustmóts Taflfélags Reykjavíkur fór fram á sunnudaginn. Vegna Skákþings Norðlendinga var fjölda skáka frestað. Frestuðu skákirnar kláruðust svo allar nema ein í gær. Oliver Aron Jóhannesson (2198) og Bragi Þorfinnsson (2414) eru efstir í a-flokki með 2½ vinning. Oliver var nærri því að vinna Gylfa Þórhallsson (2080) en Bragi vann Stefán Bergsson (2067). Einar Hjalti Jensson (2392) getur náð þeim að vinningum vinni hann frestaða skák gegn Sævari Bjarnasyni (2108). Örn Leó Jóhannsson (2123) er þriðji með 2 vinninga.
Úrslit má nálgast á Chess-Results.
B-flokkur:
Landsliðskonan Guðlaug Þorsteinsdóttir (1934) heldur áfram góðu gengi í b-flokki. Í þriðju umferð vann hún Siguringa Sigurjónsson (1989) og er efst með fullt hús.
Agnar Tómas Möller (1854) og Jóhann H. Ragnarsson (2033) koma næstir með 2 vinninga.
Úrslit má nálgast á Chess-Results.
C-flokkur:
Gauti Páll Jónsson (2769) vann Héðinn Briem (1488) í 3. umferð og er efstur með fullt hús.
Óskar Víkingur Davíðsson (1742), Aron Þór Mai (1502) og Veronika Steinunn Magnúsdóttir (1843) eru í 2.-4. sæti með 2 vinninga.
Úrslit má nálgast á Chess-Results.
Opinn flokkur:
Alexander Oliver Mai (1242), Guðmundur Agnar Bragason (1354) og Björn Magnússon (1000) eru efstir með 2½ vinning.
Sjá nánar á Chess-Results
Hlé verður á mótinu vegna Íslandsmóts skákfélaga fram til 30. september nk.
23.9.2015 | 05:48
Vel mætt hjá Ásum í Ásgarði.
Það voru tuttugu og átta skák höfðingjar sem settust að tafli hjá Ásum í gær. Tefldar voru tíu umferðir eins og alltaf er gert á þriðjudögum. Tveir urðu jafnir í fyrsta til öðru sæti með 8 vinninga það voru þeir Friðgeir Hólm og Páll G Jónsson. Friðgeir var hærri á stigum og telst því sigurvegari dagsins. Sæbjörn Larsen varð í þriðja sæti með 7½ vinning.
Sjá nánari úrslit í töflu og myndir frá ESE.
22.9.2015 | 20:12
Wei Yi áfram eftir magnað einvígi við Ding Liren
Í dag kláruðust sextán manna úrslit Heimsbikarmótsins í skák þegar teflt var til þrautar með skemmri tíma. Mest spennandi og skemmtilegasta einvígið var á milli hins sextán ára Kínverja Wei Yi og landa hans Ding Liren. Wei Yi, sem virðist algjörlega taugalaus, vann magnaðan sigur í afar spennandi einvígi. Auk Wei Yi tryggðu Karjakin, Eljanov og Anish Giri sér keppnisrétt í átta manna úrslitum sem hefjast á morgun kl. 10.
Á morgun mætast: Svidler - Wei Yi, Vachier-Lagrave - Giri - Mamedyarov - Karjakin og Eljanov - Nakamura.
Ritstjórn Skák.is heldur með Wei Yi, Giri, Mamedyarov og Eljanov í einvíginum fjórum.
- Heimasíða mótsins
- Beinar útsendingar (daglega kl. 10)
- Myndaalbúm (GB)
22.9.2015 | 03:49
Vígsla útitafls við Fischersetur á Selfossi
Föstudaginn 25. september verður útitaflið fyrir framan Fischersetur, Gamla-bankann á Selfossi, vígt. Tefldar verða tvær skákir á útitaflinu og hefst taflmennskan kl. 15.30. Liðsstjórar verða Guðni Ágústsson fyrrverandi ráðherra og Kjartan Björnsson formaður bæjarráðs Árborgar. Gunnar Finnlaugsson verður aðstoðarmaður Guðna. Samkvæmt Gunnari þá munu þeir Guðni starfa í anda samvinnu og vaða áfram á miðjunni, en Kjartan og hans menn sennilega á hægri kantinum!
Á meðan á vígslunni stendur verður Fischersetur opið almenningi og frítt verður inn. Allir velkomnir.
Nýjustu færslur
- Ný vefsíða Skák.is!
- Loftur fær Héðin í fyrstu umferð
- Tveir fyrrum heimsmeistarar bættust við á keppendalistann á l...
- Ný alþjóðleg skákstig
- Carlsen vann Aronian - með vinningsforskot og aftur yfir 2850
- Skákklúbburinn Æsir - vertíðarlok
- Fundargerð aðalfundar SÍ
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open hefst á föstudaginn
- Carlsen vann Caruana í fyrstu umferð Altibox Norway Chess
- Þrír efstir og jafnir eftir fyrsta minningarmót Vinaskákfélag...
Tenglar
Mót í gangi
Mót sem eru í gangi hverju sinni
- Íslandsmótið í skák - Icelandic Open Valsheimilið, 1.-9. júní
- Altibox Norway Chess 27. maí - 8. júní: Carlsen og flestir sterkustu skákmenn heims
Lykilvefir
- Skáksamband Íslands Heimasíða SÍ
- Mótaáætlun SÍ
- Vefsvæði Friðriks Ólafssonar Vefsíða tileinkuð Friðriki Ólafssyni
- Skákskóli Íslands
- Skáksögufélagið
- F3-klúbburinn Vildarvinir skákíþróttarinnar á Íslandi
- Tímaritið Skák
- Fischersetur Selfoss
- Skákbækur til sölu
- Bobbý skáksverslun
- Skákhornið Spjallþráður skákmanna
- Skáklandið Stefán Bergsson bloggar
- Skákmyndir
Kennsluvefir
Íslensk taflfélög
Ef þú vilt tefla á netinu!
- Vinaskákfélagið
- Skákfélagið Hrókurinn
- Skákfélagið Huginn
- Taflfélag Reykjavíkur
- Víkingaklúbburinn
- Skákfélag Akureyrar
- Taflfélag Garðabæjar
- Taflfélag Vestmannaeyja
- Æsir
- Skáksamband Austurlands
- Skákdeild Fjölnis
- Skákfélag Sauðárkróks
- Taflfélag Bolungarvíkur
- Skákfélag Selfoss og nágrennis
- Skákdeild Breiðablik
- Skákdeild KR
- Skákdeild Breiðabliks
- Gallerý Skák
- Riddarinn
- Félag íslenskra bréfskákmanna
Erlendir skákvefir
- FIDE Alþjóðlega skáksambandið
- ECU
- The Week in Chess
- ChessBase
- Chess Vibes
- Chessdom
- Your Chess News Umsjón Jóhann H. Ragnarsson
- Bergens Schakklub Besta norræna skákfréttasíðan
- Færeyska skáksambandið
- Bloggsíða Susan Polgar
- ChessCafe Pistlar og greinar
Almanök
Teflt á netinu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.7.): 7
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 164
- Frá upphafi: 8779085
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 109
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar