Leita í fréttum mbl.is

Opiđ Hús hjá Hróknum: Hátíđ á hamfćrasvćđum á Grćnlandi

Axel og Bjarni fra Circus of Iceland

Hrókurinn verđur međ opiđ hús í Pakkhúsinu, Geirsgötu 11 viđ Reykjavíkurhöfn, laugardaginn 30. september milli 14 og 16. Ţar munu međal annars sirkuslistamennirnir Axel Diego og Bjarni Árnason leika listir sínar, en ţeir verđa í föruneyti Hróksins sem heldur á hamfarasvćđin á Grćnlandi í nćstu viku međ hátíđ í farangrinum.

Uummannaq er 1300 manna bćr á samnefndri eyju, 600 km norđan viđ heimskautsbaug. Ţar eru líka um 170 flóttamenn, ţar af 70 börn, frá ţorpunum tveimur í firđinum sem voru rýmd eftir flóđbylgjuna ćgilegu sem kostađi fjögur mannslíf í Nuugaatsiaq og sópađi ellefu húsum til hafs. Vegna hćttu á frekari hamförum fá íbúar ţorpanna tveggja aldrei ađ snúa heim, og er nú unniđ ađ ţví ađ finna ţeim framtíđarheimili.

uummannaq_oeen_fra_vandflyver_larslyn

Á leiđinni til Uummannaq verđur komiđ viđ í höfuđborginni Nuuk og slegiđ upp skemmtun í verslunarmiđstöđ borgarinnar, athvarf fyrir heimilislausa heimsótt og fleiri fastir viđkomustađir Hróksins í Nuuk.

Hrafn Jökulsson forseti Hróksins og skipuleggjandi landssöfnunarinnar Vinátta í verki, sem efnt var til eftir hamfarirnar, segir mikla tilhlökkun í hópnum. ,,Ţađ er stórkostlegt ađ fá snillingana úr Sirkus Íslands međ, enda gleđigjafar af guđs náđ. Viđ verđum líka međ kennslu í skák, myndlist og dansi, og vonumst til ađ virkja bćjarbúa á öllum aldri í eina allsherjar hátíđ gleđi og vináttu."

21740370_1436653856442344_7224322538818517312_n

Landssöfnunin Vinátta í verki, sem var samstarfsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grćnlands, skilađi yfir 40 milljónum króna. Hrafn segir ađ mikilvćgt sé ađ peningarnir nýtist ţeim, sem verst urđu úti, međ sérstakri áherslu á börnin. Ađ beiđni Rauđa krossins á Grćnlandi verđur 500.000 dönskum krónum variđ til húsgagnakaupa fyrir ţá sem misstu allt sitt og ţá var ađ sjálfsögđu orđiđ viđ ţeirri beiđni grćnlenska Rauđa krossins um ađ kosta ferđ ţeirra fjölskyldna sem verst urđu úti til nánustu ćttingja skömmu eftir hamfarirnar.

Hrafn segist hlakka til ađ hitta fólkiđ í Uummannaq og kynnast ástandinu af eigin raun. Söfnunarfé Íslendinga eigi ađ sjálfsögđu ađ verja í samráđi viđ heimamenn og flóttafólkiđ í Uummannaq og verđur ţađ međal annars markmiđ ferđarinnar.

Ekki króna fór í kostnađ viđ landssöfnunina Vinátta í verki. Hátíđin sem í hönd fer er heldur ekki kostuđ af söfnunarfé, heldur međ samstilltu átaki fyrirtćkja á Íslandi og Grćnlandi.

Hrafn segir ađ um sé ađ rćđa mikilvćgustu ferđ Hróksins síđan 2003, ţegar landnám félagsins á Grćnlandi hófst. ,,Starf Hróksins á Grćnlandi er löngu hćtt ađ snúast bara um skák. Ţađ snýst um ađ auđga lífiđ og auka vináttu og samskipti grannţjóđanna á öllum sviđum. Kynni okkar af Grćnlandi hafa gefiđ okkur óendanlega mikiđ og ţeir eru bestu nágrannar í heimi. Viđ viljum endurgjalda ţađ og fara međ gleđi og kćrleika á ţann stađ á Grćnlandi ţar sem nú er helst ţörf."


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.7.): 32
 • Sl. sólarhring: 38
 • Sl. viku: 181
 • Frá upphafi: 8705238

Annađ

 • Innlit í dag: 25
 • Innlit sl. viku: 152
 • Gestir í dag: 21
 • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband