Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, nóvember 2015

Pistill : Mitt fyrsta skákmót erlendis eftir Ţorstein Magnússon

Ţorsteinn međ verđlaun
Mig hefur alltaf langađ ađ fara á skákmót erlendis og eftir ađ okkur var bent á skákmót í Porto Mannu í Sardiníu sem er haldiđ í byrjun júní, ţá ákváđum viđ fjölskyldan ađ fara ţangađ. Ţegar ţangađ var komiđ vorum viđ einu Íslendingarnir ásamt Óskari Long og Lofti Baldvinssyni, daginn eftir komu restin af Íslendingunum.

Mótiđ var frábćrt í heild sinni, Fyrir hverja umferđ ţá var Garrettađ ( leitađ ađ rafeindartćkjum ). Ţar sem símar og önnur rafeindartćki voru bönnuđ á mótstađ. Ţađ var mikiđ af Ítölskum kaffihúsaskákmönnum sem voru jákvćđir og skemmtilegir, nema einn sem var neikvćđur og leiđinlegur gagnvart okkur krökkunum, hann til dćmis henti spjaldinu mínu í einu fýlukastinu sínu ţannig ađ ţađ var mjög gaman ţegar Óskar Víkingur vann hann í lokaumferđinni. Mér gekk ágćtlega á mótinu ( 3,5 vinning ) ţrátt fyrir ađ vera bitinn í tćtlur af moskító flugum, en ég fékk 23 bit á lappirnar á međan mótinu stóđ. Ég mćli eindregiđ međ ţessu móti og viđ stefnum ađ ţví ađ komast aftur ađ  ári.

Svartur (Ţorsteinn) á leik

Steini Magg


19...Rd2!

 

Ţorsteinn Magnússon

 

 


Össur hrókur gćrdagsins hjá Ásum

Ţađ var frekar fámennt hjá Ásum í gćr í Stangarhyl ţar sem ţeir tefldu sinn ellefta hefđbundna skákdag á ţessu hausti. En ţađ var örugglega góđmennt, ţó ađ góđmennskan víki nú oftast ţegar menn setjast  viđ vígvöllinn og keppnisskapiđ tekur völdin eins og verđur ađ vera ef menn ćtla ađ ná einhverjum árangri.

Ţađ voru bara tefldar 9 umferđir í gćr, ţađ var vegna ţess ađ einn félagi okkar hann Jónas Ástráđsson varđ 75 ára í gćr "Heill sé honum". Jónas bauđ öllum uppá kaffi međ vöfflum og rjóma.

Össur Kristinsson varđ hrókur dagsins međ 8 vinninga af 9 mögulegum.Össur leyfđi ađeins tvö jafntefli viđ ţá Valdimar Ásmundsson og Friđgeir Hólm. Friđgeir varđ svo í öđru sćti međ 7 vinninga.Síđan komu ţrír jafnir međ 7 vinninga. Ţađ voru ţeir Ţór Valtýsson Einar S og Valdimar. Ţór var efstur á stigum. Einar S var í miklu stuđi í gćr og mátađi mann og annan og var farinn ađ nálgast toppinn.ţegar upp var stađiđ.

Nćsta ţriđjudag höldum viđ minningarmót um Birgir heitinn Sigurđsson sem var formađur ţessa klúbbs lengi.

Allir skákkappar velkomnir sem eru 60+ og konur 50+

Sjá nánari úrslit í töflu og myndir frá ESE.

 

Ćsir 2015-11-24

 

 


Unglingameistaramót Íslands (u22) hefst á föstudaginn

Unglingameistaramót Íslands fer fram um nćstu helgi dagana 27.–29. nóvember. Íslandsmeistarinn tryggir sér sćti í Landsliđsflokki áriđ 2016.

Dagskrá:

  • 1.-4. umferđ: Föstudagskvöldiđ 28. nóvember. Fyrsta umferđ hefst 19:00.
  • 5. umferđ 11:00 á laugardegi.
  • 6. umferđ 17:00 á laugardegi.
  • 7. umferđ 10:00 á sunnudegi. 

Mótiđ er opiđ skákmönnum fćddum á bilinu 1993-1998. Jafnframt er yngri skákmönnum heimilt ađ taka ţátt hafi ţeir 1800 stig eđa fleiri, íslensk eđa FIDE-stig, miđađ viđ nýjustu stigalista. Íslandsmeistarar u16, u14 og u12 eiga einnig ţátttökurétt. 

Teflt verđur um Íslandsmeistaratitilinn verđi menn jafnir ađ vinningum. Stig eru látin gilda um önnur sćti verđi menn jafnir ađ vinningum. 

Tímamörk í fyrstu fjórum umferđunum er 20min 05sek og 90min 30sek í seinni ţremur. Ţađ er 20 mínútur og 5 viđbótarsekúndur fyrir hvern leik og 90 mínútur og 30 viđbótarsekúndur fyrir hvern leik.

Mótiđ er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga. 

Mótiđ fer fram í Skáksambandi Íslands ađ Faxafeni 12. Skráning er til hádegis 28. nóvember á skak.is. Ţátttökugjald er 1500 kr.

Upplýsingar um ţegar skráđa keppendur má finna hér.

 

 


Ţriđja mót Bikarsyrpu TR fer fram helgina 4.-6. desember

18_Bikarsyrpan3

Bikarsyrpa Taflfélags Reykjavíkur heldur áfram ţegar ţriđja mót syrpunnar fer fram helgina 4.-6. desember og hefst fyrsta umferđ föstudaginn 4. desember kl. 17.30. Mótum syrpunnar hefur veriđ fjölgađ og telur hún alls sex kappskákmót sem eru ćtluđ börnum á grunnskólaaldri (fćdd 2000 og síđar) sem ekki hafa náđ 1600 skákstigum. Ţar međ gefst ţeim tćkifćri til ađ nćla sér í alţjóđleg skákstig á skákmótum sem sérhönnuđ eru fyrir ţau.

Tefldar eru 5 umferđir eftir svissnesku kerfi. Tímamörk eru 30 mínútur + 30 sekúndur á hvern leik og geta skákirnar ţví varađ í allt ađ tvćr klukkustundir. Ţó svo viđ leggjum ćtíđ áherslu á ađ krakkarnir vandi sig og noti tímann vel, ţá má gera ráđ fyrir ađ margar skákir taki mun styttri tíma.

Mótiđ er sérstaklega hugsađ fyrir krakka sem hafa sótt skákćfingar TR (og/eđa annarra taflfélaga) reglulega síđastliđinn vetur eđa lengur. Ţađ er gott ađ byrja sem fyrst ađ keppa á kappskákmótum, en hingađ til hefur ţeim krökkum sem vilja tefla á “alvöru mótum” mestmegnis stađiđ til bođa ađ taka ţátt í opnum mótum. Ţar er styrkleikamunurinn oft mikill, mótin taka langan tíma, auk ţess sem marga krakka óar viđ tilhugsuninni um ađ tefla viđ fullorđna á sínum fyrstu kappskákmótum. Bikarsyrpan er svariđ viđ ţví.

Einungis börn og unglingar á grunnskólaaldri sem ekki hafa náđ 1600 alţjóđlegum skákstigum geta tekiđ ţátt í mótum Bikarsyrpunnar. Ţannig er styrkleikamunurinn minni en ella og krakkarnir njóta ţess betur ađ tefla kappskákir. Tímamörkin eru líka styttri, og henta krökkunum betur en langar 90 mínútna skákir sem tíđkast á venjulegum kappskákmótum. Mótiđ uppfyllir öll skilyrđi Alţjóđa skáksambandsins FIDE og er reiknađ til alţjóđlegra skákstiga sem gott er ađ byrja ađ safna snemma. Eins og á ađra viđburđi félagsins ţá er frítt í mótin fyrir krakka í Taflfélagi Reykjavíkur. Fyrir krakka í öđrum taflfélögum er ţátttökugjaldiđ 1000 krónur fyrir hvert mót Bikarsyrpunnar.

Dagskrá:
1. umferđ 17.30 á föstudegi (4. desember)
2. umferđ 10.30 á laugardegi (5. desember)
3. umferđ 14.00 á laugardegi (5. desember)
4. umferđ 10.30 á sunnudegi (6. desember)
5. umferđ 14.00 á sunnudegi (6. desember). (Lokaumferđ + verđlaunaafhending).

Ein yfirseta (bye) er leyfđ í umferđum 1-3 og fćst fyrir hana 1/2 vinningur.  Tilkynna ţarf skákstjóra um yfirsetu fyrir lok umferđarinnar á undan.

Vinsamlegast skráiđ ţátttakendur sem fyrst, ţađ hjálpar viđ undirbúning mótsins!

Skráningarform

Skráđir keppendur

Bikarsyrpan samanstendur af sex mótum í vetur. Bikarar og medalíur eru í verđlaun fyrir efstu sćtin í
hverju
 móti auk áskrifta á Chess.com eđa Chesskid.com.  Ţá verđa veitt sérstök verđlaun fyrir samanlagđan árangur á mótunum.

Sigurvegari fyrsta móts Bikarsyrpunnar var Róbert Luu og í öđru mótinu sigrađi Halldór Atli Kristjánsson.

Hlökkum til ađ sjá ykkur!

Nćstu mót syrpunnar:

  • Mót 3: 4.-6. desember 2015
  • Mót 4: 12.-14. febrúar 2016
  • Mót 5: 1.-3. apríl 2016
  • Mót 6: 27.-29. maí 2016

Glćsilegur sigur Rússlands á EM í Laugardalshöll -- Ísland efst Norđurlandaţjóđa

Rússar unnu glćsilegan sigur á Evrópumóti landsliđa í skák, sem lauk í Laugardalshöll í dag. Rússneska liđiđ tryggđi sér sigur í opnum flokki međ 2-2 jafntefli viđ Ungverja í síđustu umferđinni og kvennasveit ţeirra lagđi Ţjóđverja. A-liđ Íslands vann frábćran 4-0 sigur á Svíum, og varđ efst Norđurlandaţjóđa á mótinu. Gullaldarliđiđ gjörsigrađi Skota međ 3˝ vinningi gegn ˝. Íslenska kvennaliđiđ tapađi fyrir Slóvenum. Hinn 16 ára gamli Norđmađur Aryan Tari tryggđi sér stórmeistaratitil á mótinu, og er nú fjórđi yngsti stórmeistari heims.

Gullsveit Rússlands í opnum flokki er skipuđ ofurstórmeisturunum Alexander Grischuk, Peter Svidler, Evgeny Tomashevsky, Dmitry Jakovenko og Ian Nepomniachtchi. Liđiđ vann sex viđureignir og gerđi ţrjú jafntefli, og lauk keppni međ 15 stig af 18 mögulegum.

Armenar náđu silfurverđlaununum međ góđum 3-1 sigri á Georgíu, og Ungverjar hrepptu bronsiđ.

Af öđrum úrslitum má nefna ađ Pólverjar unnu Norđmenn međ minnsta mun. Heimsmeistarinn Carlsen vann sína skák og náđi ţar međ 50 prósent vinningshlutfalli á mótinu. Carlsen tapađi 16 skákstigum á Evrópumótinu, en er samt ennţá langstigahćstur í heiminum. Stjarna norska liđsins á mótinu var hinn ungi Aryan Tari, sem er sonur íranskra innflytjenda og einn efnilegasti skákmađur heims.

aryan

Aryan Tari Mynd sjakkbloggen.no

 

-- GÓĐIR SIGRAR HJÁ ÍSLENSKU LIĐUNUM --

A-liđ Íslands var í miklu stuđi gegn Svíum, sem voru stigahćrri á öllum borđum, og sigrađi 4-0. Í sigurliđi dagsins voru Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Henrik Danielsen og Guđmundur Kjartansson, en Héđinn Steingrímsson hvíldi. Liđiđ hafnađi í 19. sćti međ 9 stig af 18 mögulegum. Hjörvar Steinn náđi bestum árangri íslensku landsliđsmannanna, fékk 5 vinninga af 8 og tapađi ekki skák. Árangur hans jafngildir 2670 skákstigum.

Gullaldarliđ Íslands vann góđan sigur á Skotum og hafnađi í 32. sćti međ 7 stig. Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson unnu sínar skákir en Jón L. Árnason gerđi jafntefli. Fimmti liđsmađur Gullaldarliđsins var Friđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands. Friđrik stendur nú á áttrćđu og var elsti keppandi mótsins.

 

-- ÖRUGGUR SIGUR RÚSSLANDS Í KVENNAFLOKKI -- GUĐLAUG STÓĐ SIG BEST ÍSLENSKU KVENNANNA --

Sigur Rússlands í kvennaflokki var mjög öruggur. Liđiđ vann 8 viđureignir og gerđi ađeins eitt jafntefli. Sigursveit ţeirra skipa Alexandra Kosteniuk, Kateryna Lagno, Valentina Gunina, Aleksandra Goryachkina og Anastasia Bodnaruk. Rússland hlaut 17 stig, Úkraína fékk 15 stig og Georgía 14.

Íslenska kvennaliđiđ fékk alls 6 stig á mótinu og lenti í 29. sćti. Guđlaug Ţorsteinsdóttir fékk flesta vinninga íslensku kvennanna, 5˝ af 9 mögulegum. Međ árangri sínum náđi Guđlaug áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli kvenna. Lenka Ptacnikova sem tefldi á 1. borđi fyrir Ísland fékk 5 vinninga af 9. Ađrar liđskonur voru ţćr Elsa María Kristínardóttir, Hrund Hauksdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir.

 

-- STERKASTA SKÁKMÓT ÁRSINS Í HEIMINUM --

Evrópumót landsliđa er sterkasta skákmót ársins í heiminum. Rétt tćplega 150 stórmeistarar tóku ţátt í mótinu og er um ađ rćđa mesta skákviđburđ á Íslandi síđan 1972, ţegar heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys var haldiđ í Laugardalshöll.

Skáksamband Íslands stóđ ađ mótinu í samvinnu viđ Skáksamband Evrópu.

 

-- MYNDAGALLERÍ --

Myndir / Máni Hrafnsson

DSC_1475

DSC_1476

DSC_1477

1

3

4

5

6

7

 

-- LOKASTAĐA --

Opinn flokkur

 

 

 

-- LOKASTAĐA --

Kvennaflokkur


RÚSSAR ÁFRAM EFSTIR Í BÁĐUM FLOKKUM Á EM: RISASLAGUR Í LOKAUMFERĐINNI - STELA UNGVERJAR SIGRINUM?

Rússar hafa nú 14 stig í opnum flokki eftir ađ hafa gert jafntefli viđ Armena í 8. umferđ í gćr. Sigur í viđureigninni hefđi dugađ Rússum til ađ tryggja sér sigur í opnum flokki en eftir jafntefli á efsta og neđsta borđinu tapađi Alexander Grischuk (2750) fyrir Armenanum Gabriel Sargissian (2689) á 2. borđi. Ian Nepomniachtchi (2705) kom Rússum til bjargar og vann öruggan sigur á Sergei Movsesian (2666). Úrslitin ţví 2-2 og eitt stig í hús hjá Rússum sem voru 3 stigum fyrir ofan nćstu liđ fyrir umferđina.

 ---

Athugiđ ađ lokaumferđin hefst kl. 11 í dag, sunnudag.

---

 

russland-armenia

 

Frakkar og Georgíumenn, sem voru í hópi nćstu liđa fyrir umferđina, gerđu innbyrđis jafntefli en Ungverjar gjörsigruđu stigahćrra liđ Asera 3,5 - 0,5 mjög óvćnt og eru nú í 2. sćti međ 12 stig eđa tveim stigum minna en Rússar.

 

georgia-frakkland

azerbajan-ungverjaland

 

-- RISASLAGUR Í LOKAUMFERĐINNI --

Bođiđ verđur upp á risaslag í lokaumferđinni sem hefst kl. 11 í dag í Laugardalshöll, en ţá mćttast einmitt Rússar (14 stig) og Ungverjar (12 stig) í hreinni úrslitaviđureign, ţví fari svo ađ Ungverjar hafi betur gegn Rússum, ţá eru liđin jöfn međ 14 stig hvort, en Ungverjar koma líklega til međ ađ standa uppi sem sigurvegarar eftir stigaútreikning.

borda-russland-holland

 

 

 

 

 

 

- ÍSLENSKU LIĐIN -

Íslensku liđin tvö í opnum flokki mćttust í 8. umferđ í gćr í hörkuspennandi uppgjöri kynslóđa. Eins og ţekkt er ţá er annađ liđiđ svonefnt Gullaldarliđ, skipađ reynslumiklum stórmeisturum á besta aldri og A-liđiđ er hiđ hefđbundna landsliđ, skipađ okkar sterkustu mönnum.

Yngri mennirnir tóku eldri kynslóđina föstum tökum og höfđu sigur í viđureigninni međ minnsta mun 2,5 – 1,5 en Héđinn Steingrímsson og Hjörvar Steinn Grétarsson unnu sínar skákir gegn Jóhanni Hjartarssyni og Jóni Lofti Árnasyni en Margeir Pétursson hafđi sitthvađ fram ađ fćra gegn hinum unga Guđmundi Kjartanssyni og lagđi hann ađ velli nokkuđ örugglega.

 

island-island

 

Íslenska liđiđ mćtir Svíum í lokaumferđinni á morgun og Gullaldarliđiđ mćtir Skotum.

borda_island-svitjod

bodra_skotland-island

 

-- ÚRSLIT 8. UMFERĐAR --

urslit

 

-- KVENNAFLOKKUR --

Rússar eru svo gott sem búnir ađ tryggja sér sigur í kvennaflokki, en liđiđ lagđi Pólverja ađ velli međ minnsta mun í 8. umferđ og er nú međ 15 stig eđa 2 stigum ofar nćstu liđum, Úkraínu og Georgíu. Öll ţessi liđ hafa teflt innbyrđis og fá Rússar ţví talsvert stigalćgra liđ Ţjóđverja í lokauferđinni ţar sem ţeim dugar jafntefli til ţess ađ tryggja sér titilinn.

 

kv_russland-polland

 

- ÍSLAND -

Kvennasveitin hafđi betur gegn Finnum í 8. umferđ, en ţćr Guđlaug Ţorsteinsdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir unnu sínar skákir og Lenka Ptacnikova gerđi jafntefli á 1. borđi. Niđurstađan ţví 2,5 gegn 1,5 vinningi ţeirra Finnsku.

 

kv_finnland-island

 

Ţćr Lenka og Guđlaug hafa stađiđ sig gríđarvel á mótinu, Lenka hlotiđ 5 vinninga í 8 skákum og Guđlaug 5,5 vinninga og eru ţćr báđar ađ bćta viđ sig tugum skákstiga. Lenka hefur unniđ sér inn 31 stig og Guđlaug heil 50 stig og hefur nú ţegar tryggt sér áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli kvenna (WIM).

Ísland mćtir Slóvenum í lokaumferđinni og eiga sem fyrr góđa möguleika, ţrátt fyrir ađ vera eitthvađ stigalćgri á öllum borđum.

kv_borda_slovenia-island

 

-- ÚRSLIT 8. UMFERĐAR --

urslit_kvenna

 

Allar skákirnar eru í beinni útsendingu á heimasíđu mótsins - hér.

 

-- VIĐTÖL --

 

 

-- STAĐAN --

Opinn flokkur

 

-- STAĐAN --

Kvennaflokkur


Jólaskákmót TR og SFS fer fram 29. og 30. nóvember

Yngri flokkur (1. – 7. bekkur)

Keppnisstađur: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12

Keppt verđur í stúlkna og drengja flokkum (opnum flokkum). Heimilt er ađ senda

A, B, C o.s.frv. stúlknasveitir og A, B, C o.s.frv. drengjasveitir. Í hverri sveit eru

4 keppendur og 0-2 til vara.

Í yngri flokki verđur keppt í tveimur riđlum sunnudaginn 29. nóvember.

Suđur riđill hefur keppni kl. 10.30 (sjá skóla hér ađ neđan)

Norđur riđill hefur keppni kl. 14.00 (sjá skóla hér ađ neđan)

Tefldar verđa 6 umferđir (hrađmót) eftir Monrad kerfi.

Umhugsunartími: 10 mín. á skák. Ţátttökurétt hafa börn úr grunnskólum

Reykjavíkur í 1.-7. bekk. Mikilvćgt er ađ liđsstjóri fylgi liđum hvers skóla.

Verđlaunaafhending verđur ađ lokinni keppni.

Tvćr efstu sveitir í hvorum riđli munu keppa til úrslita viđ sveitirnar úr hinum

riđlinum um ţrjú efstu sćtin mánudaginn 30. nóvember kl. 17:00.

 

Eldri flokkur (8. – 10. bekkur).

Keppnisstađur: Taflfélag Reykjavíkur, Faxafeni 12.

Keppt verđur í stúlkna og drengja flokkum (opnum flokkum). Heimilt er ađ senda

A, B, C o.sfrv. stúlknasveitir og A, B, C o.s.frv. drengjasveitir. Í hverri sveit eru

4 keppendur og 0-2 til vara.

Keppni í eldri flokki verđur mánudaginn 30. nóvember kl. 17:00.

Umhugsunartími: 15. mín. á skák. Ţátttökurétt hafa unglingar úr grunnskólum

Reykjavíkur í 8.-10. bekk. Verđlaunaafhending verđur ađ lokinni keppni.

Tefldar verđa 6 umferđir (hrađmót) eftir Monrad kerfi.

Ţátttaka í báđa flokka tilkynnist til skrifstofu Skóla- og frístundasviđs Reykjavíkur eigi

síđar en föstudaginn 27. nóvember. Ekki verđur hćgt ađ skrá liđ á mótsstađ.

Skráning sendist á netfang: soffia.palsdottir@reykjavik.is

Skipting í riđla yngri flokks

Yngri flokkur – Suđur riđill (kl. 10.30):

Ártúnsskóli, Breiđagerđisskóli, Breiđholtsskóli, Brúarskóli, Fellaskóli, Fossvogsskóli, Grandaskóli, Háaleitisskóli, Hagaskóli, Háteigsskóli, Hlíđaskóli, Hólabrekkuskóli, Hraunkot, Hvassaleitisskóli, Klettaskóli, Melaskóli, Norđlingaskóli, Réttarholtsskóli, Selásskóli, Seljaskóli, Suđurhlíđarskóli og Ölduselsskóli

Yngri flokkur – Norđur riđill (kl. 14:00):

Árbćjarskóli, Austurbćjarskóli, Dalsskóli, Foldaskóli, Hamraskóli, Húsaskóli, Ingunnarskóli, Ísaksskóli, Kelduskóli, Klébergsskóli, Landakotsskóli, Langholtsskóli, Laugalćkjaskóli, Laugarnesskóli, Rimaskóli, Sćmundarskóli, Vćttaskóli, Vesturbćjarskóli og Vogaskóli


Skákţáttur Morgunblađsins: Einn af snilldarleikjum Magnúsar Carlsen?

Á Evrópumóti landsliđa sem hófst í Laugardalshöll í gćr mun athyglin beinast ađ heimsmeistaranum Magnúsi Carlsen sem verđur 25 ára síđar í mánuđinum. Nú eru liđin meira en 47 ár síđan ótvírćđur heimsmeistari skákarinnar, Boris Spasskí, tefldi á ţessum stađ og ţađ var í fyrsta sinn sem heimsmeistari tefldi kappskákir međ venjulegum umhugsunartíma á Íslandi. Magnús er ţriđji heimsmeistarinn sem teflir hér á landi en Garrí Kasparov var heimsmeistari er hann tefldi á heimsbikarmótinu í Borgarleikhúsinu haustiđ 1988. Skákheimurinn átti engan ótvírćđan heimsmeistara frá 1993 til 2006 en á ţví tímaskeiđi komu hingađ og tefldu á nokkrum atskákmótum bćđi Kasparov og Karpov. Fyrsti heimsmeistarinn sem hingađ kom var Alexander Alékín en ţá tefldi hann fjöltefli og nokkrar blindskákir áriđ 1931 er hann stóđ á hátindi frćgđar sinnar.

Norđmenn eru vitanlega stoltir af Magnúsi sem er eini Norđurlandabúinn sem hampađ hefur ţessum eftirsótta titli sem hann ber međ sóma. Annar Norđurlandabúi, Bent Larsen, ól međ sér ţann draum ađ verđa heimsmeistari og á tímabili skáksögunnar á árunum í kringum 1967 átti hann svo magnađa sigurgöngu og flest benti til ţess ađ honum tćkist ćtlunarverk sitt. Viđ vitum hvernig fór en á ţví skeiđi mćtti hann einum fyrrverandi heimsmeistara sem ţrátt fyrir ýmsar takmarkanir hafđi hangiđ á titlinum lengur en allir ađrir ađ Emanuel Lasker undanskildum: Mikhail Botvinnik. Í skák sem hann tefldi viđ Larsen á ţessum tíma veitti hann lesendum sínum innsýn í eigin ţankagang ţegar hann kvađst hafa spurt sjálfan sig eftir leik Larsens: skyldi ţetta vera einn af ţessum stórkostlegu leikjum danska stórmeistarans, ţessa frábćra skákmanns? Svariđ var nei og kom ekki á óvart; á einum stađ í miđtaflinu taldi Botvinnik sjö ţvingađar vinningsleiđir! Ţađ getur reynst erfitt ađ finna hreinrćktađa snilldarleiki í skákum Magnúsar. Í seinni tíđ hefur hann dregiđ vinningana á land í löngum og ströngum skákum. Sumum finnst ţetta fullmikiđ ađ ţví góđa og Bandaríkjamađurinn Nakamura, sem ađ hćtti Larsens fer ekki dult međ fyrirćtlanir sínar á skáksviđinu, kom međ afar blátt áfram yfirlýsingu í viđtali nýlega: Magnús Carlsen teflir leiđinlega. Ósammála. Fjölbreytnin er ţrátt fyrir allt mikil og svona í undanfara Evrópumótsins er vert ađ skođa skák sem Magnús tefldi fyrr á ţessu ári á minningarmóti um Gashimov í Aserbaídsjan. Eftir ónákvćmni í byrjun tafls náđi Magnús frumkvćđinu og keyrđi tafliđ áfram af miklum krafti:

Magnús Carlsen – Shakhriyar Mamedyarov

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 Rf6 4. e3 g6 5. Rc3 Bg7 6. Be2 O-O 7. O-O b6 8. a4 a5 9. cxd5 cxd5 10. b3 Re4?!

Hann er of fljótur á sér. Eftir ţetta nćr hvítur ákjósanlegri uppstillingu léttu mannanna og hróksins á drottningarvćng.

11. Rxe4 dxe4 12. Rd2 Bb7 13. Ba3 f5 14. Hc1 Kh8 15. Rc4 Rd7

GJKUT5SS16. d5!

Býst til ađ opna línur.

16. ... Hc8 17. d6 e6 18. b4 axb4 19. Bxb4 Bd5 20. a5!

Eftir ţennan leik er drottningarvćngur svarts eins og svöđusár.

20. ... bxa5 21. Bxa5 De8 22. Da4 Bc6 23. Db4 Hb8 24. Rb6!

Ryđur riddaranum í burtu.

24. ... Re5 25. Dc5 Ba8 26. Bc3 Rd7 27. Bxg7+ Kxg7 28. Rxd7 Dxd7 29. De5+

- og svartur gafst upp. Nćst kemur 30. Hc7 sem gerir út um tafliđ. 

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 14. nóvember

Skákţćttir Morgunblađsins


GULLIĐ BLASIR VIĐ RÚSSUM -- ÍSLENDINGASLAGUR Í HÖLLINNI Á LAUGARDAG!

Rússar virđast á góđri leiđ međ ađ tryggja sér tvöfaldan sigur á Evrópumóti landsliđa skák í Laugardalshöll. Ađeins tvćr umferđir eru eftir og ţćr fara fram á laugardag og sunnudag. Í sjöundu umferđ sigrađi rússneska ofursveitin sterkt liđ Frakka í opnum flokki og kvennasveit Rússland skellti Ungverjum. Íslensku liđin áttu misjöfnu gengi ađ fagna, og Magnus Carlsen heimsmeistari virđist alls ekki finna fjölina sína í Höllinni, gerđi nú jafntefli viđ grískan stórmeistara, og hefur ađeins hlotiđ 2 vinninga í fimm skákum.

 

---

-- SÉRTILBOĐ UM HELGINA --

Íslensku liđin eru hnífjöfn á mótinu og mćtast í 8. umferđ á laugardag. Ţetta mun vera í fyrsta skipti sem tvö íslensk landsliđ mćtast í alţjóđlegri keppni og verđur afar spennandi ađ fylgjast međ kynslóđunum keppa.

Athugiđ ađ nú um helgina verđa ađgöngumiđar á sértilbođi, en hćgt er ađ kaupa helgarpassa á midi.is á ađeins 1.900. kr! Einstakt tćkifćri til ţess ađ sjá flesta sterkustu skákmenn heims berast á banaspjótum í lokaumferđunum í Laugardalshöll.

Bođiđ er upp á öflugar skákskýringar á skákstađ:

  • 8. umferđ (laugardagur) kl. 17-19
    Helgi Áss Grétarsson
  • 9. umferđ (sunnudagur) kl. 13-15
    Áskell Örn Kárason

Athugiđ ađ lokaumferđin á sunnudaginn hefst kl. 11

---

 

Rússar hafa nú 13 stig í opnum flokki, ţremur stigum meira en Frakkar, Aserar, Armenar, Georguíumenn og Ungverjar. Međ sigri á Armenum á laugardag geta Rússar tryggt sér gullverđlaunin.

Alexander Grischuk tryggđi Rússum sigur gegn Frökkum á föstudag, međ sigri á 2. borđi gegn Fressinet. Öđrum skákum lauk međ jafntefli eftir spennuţrungna viđureign.

 

russland-frakkland

 

Í öđrum viđureignum bar hćst ađ Georgíumenn unnu frćkinn sigur á Úkraínu, ţrátt fyrir ađ vera mun stigalćgri. Lettar gerđu jafntefli í ćsispennandi viđureign gegn Aserum, Hollendingar unnu Englendinga afar sannfćrandi og Serbar gjörsigurđu Króata, 4-0.

 

georgia_ukraina

lettland_azerbajan

holland-england

serbia-kroatia

 

Norđmenn unnu Grikki 3-1 í viđureign ţar sem frammistađa heimsmeistarans Carlsens olli enn og aftur vonbrigđum međ andlausri taflmennsku. Hann gerđi janftefli viđ Ionnis Papaionnou, en Jon-Ludvig Hammer og Aryan Tari tryggđu sigur norska liđsins.

Heimsmeistarinn hefur teflt fimm skákir á Evrópumótinu og ađeins unniđ eina, en gert tvö jafntefli og tapađ tveimur.

 

noregur-grikkland


ÍSLENSKU LIĐIN HNÍFJÖFN: A-LIĐIĐ OG GULLALDARLIĐIĐ MĆTAST Á LAUGARDAG!

 

Íslenska A-liđiđ hlaut skell gegn Tyrkjum, 3-1. Hannes Hlífar Stefánsson og Hjörvar Steinn Grétarsson gerđu jafntefli í sínum skákum, en Héđinn Steingrímsson og Henrik Danielsen töpuđu.

 

island-tyrkland

 

Gullaldarliđ Íslands gerđi jafntefli viđ Litháen, ţar sem Jóhann Hjartarson og Jón L. Árnason unnu góđa sigra á efstu borđum, en Margeir Pétursson og Friđrik Ólafsson biđu lćgri hlut.

 

lithaen-gullaldar

 

Íslensku liđin eru hnífjöfn á mótinu og mćtast í 8. umferđ. Ţetta mun vera í fyrsta skipti sem tvö íslensk landsliđ mćtast í alţjóđlegri keppni og verđur afar spennandi ađ fylgjast međ kynslóđunum keppa.

 


KVENNAFLOKKUR: RÚSSAR MEĐ ENN EINN SIGURINN -- GÓĐUR ÁRANGUR ÍSLENSKA LIĐSINS

 

Rússneska kvennaliđiđ átti ekki neinum vandrćđum međ ađ leggja mun stigalćgra liđ Ungverja, 3-1. Ţćr Alexandra Kosteniuk og Kateryna Lagno gerđu jafntefli í sínum skákum á 1. og 2. borđi, en Valentina Gunina og Aleksandra Goryachkina sigruđu og tryggđu 3-1 sigur.

 

kv_russland-ungverjaland

 

Serbneska kvennasveitin vann mikiđ afrek međ ţví ađ gera 2-2 jafntefli viđ Georgíu, ţrátt fyrir ađ mörg hundruđ skákstigum munađi á öllum borđum.

 

kv_serbia-georgia

 

Úkraína, međ heimsmeistara kvenna, Mariyu Muzychuk, á efsta borđi gjörsigrađi Austurríki 4-0.

 

kv_ukraina-austurriki

 

Íslenska kvennasveitin stóđ sig enn og aftur međ miklum sóma, tapađi međ minnsta mun gegn miklu sterkari sveit Svartfjallalands. Lenka Ptacnikova sigrađi, Guđlaug Ţorsteinsdóttir gerđi jafntefli, en ţćr Elsa María Kristínardóttir og Hrund Hauksdóttir töpuđu.

 

kv_island-svartfjallaland

 

Í áttundu umferđ mćta rússnesku konurnar ţéttingssterkri sveit Pólverja, en íslenska liđiđ teflir viđ Finna.

Allar skákirnar eru í beinni útsendingu á heimasíđu mótsins - hér.

 

MYNDAGALLERÍ

Myndir / Hrafn Jökulsson

ETCC-R7-Photo_HJ031

  

ETCC-R7-Photo_HJ016

 

ETCC-R7-Photo_HJ017

 

ETCC-R7-Photo_HJ025

 

ETCC-R7-Photo_HJ037

 

ETCC-R7-Photo_HJ002

 

ETCC-R7-Photo_HJ044

 

...

-- VIĐTÖL --

 

 

 

-- STAĐAN --

Opinn flokkur

 

-- STAĐAN --

Kvennaflokkur


7. umferđ EM hefst kl. 15: Risaslagur í opna - Sértilbođ á ađgöngumiđum um helgina

Ţađ er ekki ofsögum sagt ađ spennan sé í algeymingi fyrir 7. umferđ sem hefst nú klukkan ţrjú. Rússar eru sem fyrr efstir í báđum flokkum, hafa reyndar ađeins eins stigs forystu í hvorum flokki og ţví getur enn brugđiđ til beggja vona. Samtals geta liđin nćlt sér í sex stig í lokaumferđunum ţremur, ţ.e. tvö stig eru veitt fyrir sigur í viđureign og eitt fyrir jafntefli.

Í opnum flokki eru Rússar efstir međ 11 stig, Frakkar fylgja ţeim fast á eftir međ 10 stig og Aserar eru ţriđju međ 9.

  

-- SÉRTILBOĐ UM HELGINA --

Athugiđ ađ nú um helgina verđa ađgöngumiđar á sértilbođi, en hćgt er ađ kaupa helgarpassa á midi.is á ađeins 1.900. kr! Einstakt tćkifćri til ţess ađ sjá flesta sterkustu skákmenn heims berast á banaspjótum í lokaumferđunum í Laugardalshöll.

Bođiđ er upp á öflugar skákskýringar á skákstađ:

  • 7. umferđ (föstudagur) kl. 17-19
    Áskell Örn Kárason
  • 8. umferđ (laugardagur) kl. 17-19
    Helgi Áss Grétarsson
  • 9. umferđ (sunnudagur) kl. 13-15
    Áskell Örn Kárason

Athugiđ ađ lokaumferđin á sunnudaginn hefst kl. 11

 

-- OPINN FLOKKUR --

Allra augu munu beinast ađ toppviđureigninni í opna, en ţar mćtast Rússar og Frakkar á 1. borđi. Frakkar hafa komiđ nokkuđ á óvart í keppninni, gert tvö jafntefli og ekki tapađ viđureign og eru til alls líklegir. Rússar hafa ađeins gert eitt jafntefli til ţessa, viđ Asera og munu ekkert gefa eftir á móti Frökkum.

Sigri Rússar, er ljóst ađ ţeir verđa međ 2 stiga forskot fyrir tvćr síđustu umferđirnar sem verđur afar erfitt ađ jafna; En sigri Frakkar, ţá verđa ţeir í efsta sćti međ eins stigs forskot og allt getur gerst í lokaumferđunum.

Sé ţetta ekki nóg til ađ gera viđureignina spennandi, ţá eru fyrstaborđsmenn beggja ţjóđa í hörkuformi. Sá franski, GM Maxime Vachier-Lagrave (2765) hefur ekki tapađ skák, gert ţrjú jafntefli og fengiđ 4,5 vinninga í sex skákum, árangur sem samsvarar 2893 skákstigum og er nćst besti einstaklingsárangur í opnum flokki – Rússinn GM Peter Svidler (2745) hefur fengiđ 3,5 vinninga úr 5 skákum sem samsvarar árangri upp á 2832 skákstig sem er fimmti besti einstaklingsárangur í opna.

frakkland-russland


- ÍSLENSKU LIĐIN -

A-liđ Íslands (međalst. 2557) mćtir sterku liđi Tyrkja (međalst. 2580) í umferđinni og á alla möguleika á ađ sćkja stig, jafnvel tvö, enda sáralítill stigamunur á liđunum. Hannes Hlífar Stefánsson, Héđinn Steingrímsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Henrik Danielsen tefla í dag.

ISLAND-TYRKLAND

Gullaldarliđiđ (međalst. 2485) mćtir sveit Litháens (2401) og á góđa möguleika á áframhaldandi velgengni. Jóhann Hjartarson, Jón L. Árnason, Margeir Pétursson og Friđrik Ólafsson tefla fyrir hönd Íslands.

GULLALDAR

 


-- KVENNAFLOKKUR --

Tvćr stigahćstu sveitirnar í kvennaflokki, Rússland og Úkraína skyldu jöfn eftir hörku viđureign gćrdagsins og eru línur ţví farnar ađ skýrast nokkuđ, ţrátt fyrir ađ ţrjár umferđum sé ólokiđ. Ţrjú lönd eru lang stigahćst í kvennaflokki, Georgía, Rússland og Úkraína og hafa ţćr allar teflt innbyrđis. Ţeirra bíđa ţví léttari verkefni, ţar sem aflsmunir ćttu ađ duga til sigurs lokaumferđunum ţrem og ţví allt eins líklegt ađ röđ efstu ţriggja í kvennaflokki verđi ekki haggađ úr ţessu. Auđvitađ getur allt gerst, enda tefla skákstig ekki líkt og ţekkt er.

Í umferđ dagsins mćtast Rússar og Ungverjar; Georgía og Serbar og Úkraína og Austurríki og eru allar ţćr fyrrnefndu međ talsvert forskot á styrkleikalistanum.

kv_ungverjaland-russland

kv_serbia-georgia

kv_austurriki-ukraina

 

- ÍSLAND -

Íslensku stelpurnar máttu sćtta sig viđ slćmt tap gegn Englendingum í gćr, en ćtla sér vafalaust ađ bíta frá sér í viđureign dagsins. Ţćr mćta Svartfellingum (međalst. 2191) sem eru eitthvađ stigahćrri á pappír, en ţađ hefur ekkert ađ segja ţegar liđin hafa sest og skákirnar hafnar.

kv_island-svartfjallaland

 

Allar skákirnar eru í beinni útsendingu á heimasíđu mótsins - hér.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 74
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 240
  • Frá upphafi: 8764683

Annađ

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 147
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband