Leita í fréttum mbl.is

Glćsilegur sigur Rússlands á EM í Laugardalshöll -- Ísland efst Norđurlandaţjóđa

Rússar unnu glćsilegan sigur á Evrópumóti landsliđa í skák, sem lauk í Laugardalshöll í dag. Rússneska liđiđ tryggđi sér sigur í opnum flokki međ 2-2 jafntefli viđ Ungverja í síđustu umferđinni og kvennasveit ţeirra lagđi Ţjóđverja. A-liđ Íslands vann frábćran 4-0 sigur á Svíum, og varđ efst Norđurlandaţjóđa á mótinu. Gullaldarliđiđ gjörsigrađi Skota međ 3˝ vinningi gegn ˝. Íslenska kvennaliđiđ tapađi fyrir Slóvenum. Hinn 16 ára gamli Norđmađur Aryan Tari tryggđi sér stórmeistaratitil á mótinu, og er nú fjórđi yngsti stórmeistari heims.

Gullsveit Rússlands í opnum flokki er skipuđ ofurstórmeisturunum Alexander Grischuk, Peter Svidler, Evgeny Tomashevsky, Dmitry Jakovenko og Ian Nepomniachtchi. Liđiđ vann sex viđureignir og gerđi ţrjú jafntefli, og lauk keppni međ 15 stig af 18 mögulegum.

Armenar náđu silfurverđlaununum međ góđum 3-1 sigri á Georgíu, og Ungverjar hrepptu bronsiđ.

Af öđrum úrslitum má nefna ađ Pólverjar unnu Norđmenn međ minnsta mun. Heimsmeistarinn Carlsen vann sína skák og náđi ţar međ 50 prósent vinningshlutfalli á mótinu. Carlsen tapađi 16 skákstigum á Evrópumótinu, en er samt ennţá langstigahćstur í heiminum. Stjarna norska liđsins á mótinu var hinn ungi Aryan Tari, sem er sonur íranskra innflytjenda og einn efnilegasti skákmađur heims.

aryan

Aryan Tari Mynd sjakkbloggen.no

 

-- GÓĐIR SIGRAR HJÁ ÍSLENSKU LIĐUNUM --

A-liđ Íslands var í miklu stuđi gegn Svíum, sem voru stigahćrri á öllum borđum, og sigrađi 4-0. Í sigurliđi dagsins voru Hannes Hlífar Stefánsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Henrik Danielsen og Guđmundur Kjartansson, en Héđinn Steingrímsson hvíldi. Liđiđ hafnađi í 19. sćti međ 9 stig af 18 mögulegum. Hjörvar Steinn náđi bestum árangri íslensku landsliđsmannanna, fékk 5 vinninga af 8 og tapađi ekki skák. Árangur hans jafngildir 2670 skákstigum.

Gullaldarliđ Íslands vann góđan sigur á Skotum og hafnađi í 32. sćti međ 7 stig. Helgi Ólafsson, Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson unnu sínar skákir en Jón L. Árnason gerđi jafntefli. Fimmti liđsmađur Gullaldarliđsins var Friđrik Ólafsson, fyrsti stórmeistari Íslands. Friđrik stendur nú á áttrćđu og var elsti keppandi mótsins.

 

-- ÖRUGGUR SIGUR RÚSSLANDS Í KVENNAFLOKKI -- GUĐLAUG STÓĐ SIG BEST ÍSLENSKU KVENNANNA --

Sigur Rússlands í kvennaflokki var mjög öruggur. Liđiđ vann 8 viđureignir og gerđi ađeins eitt jafntefli. Sigursveit ţeirra skipa Alexandra Kosteniuk, Kateryna Lagno, Valentina Gunina, Aleksandra Goryachkina og Anastasia Bodnaruk. Rússland hlaut 17 stig, Úkraína fékk 15 stig og Georgía 14.

Íslenska kvennaliđiđ fékk alls 6 stig á mótinu og lenti í 29. sćti. Guđlaug Ţorsteinsdóttir fékk flesta vinninga íslensku kvennanna, 5˝ af 9 mögulegum. Međ árangri sínum náđi Guđlaug áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli kvenna. Lenka Ptacnikova sem tefldi á 1. borđi fyrir Ísland fékk 5 vinninga af 9. Ađrar liđskonur voru ţćr Elsa María Kristínardóttir, Hrund Hauksdóttir og Veronika Steinunn Magnúsdóttir.

 

-- STERKASTA SKÁKMÓT ÁRSINS Í HEIMINUM --

Evrópumót landsliđa er sterkasta skákmót ársins í heiminum. Rétt tćplega 150 stórmeistarar tóku ţátt í mótinu og er um ađ rćđa mesta skákviđburđ á Íslandi síđan 1972, ţegar heimsmeistaraeinvígi Fischers og Spasskys var haldiđ í Laugardalshöll.

Skáksamband Íslands stóđ ađ mótinu í samvinnu viđ Skáksamband Evrópu.

 

-- MYNDAGALLERÍ --

Myndir / Máni Hrafnsson

DSC_1475

DSC_1476

DSC_1477

1

3

4

5

6

7

 

-- LOKASTAĐA --

Opinn flokkur

 

 

 

-- LOKASTAĐA --

Kvennaflokkur


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 8764612

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 133
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband