Leita í fréttum mbl.is

Helgi Áss Grétarsson hrađskákmeistari Reykjavíkur

 

received_10215337024928708

Ţađ var fjörlega teflt síđastliđiđ miđvikudagskvöld er Hrađskákmót Reykjavíkur var haldiđ í salarkynnum Taflfélags Reykjavíkur. Margir keppendur gengu vasklega fram, enginn ţó meira en stórmeistarinn brosmildi Helgi Áss Grétarsson.

Helgi Áss lék á alls oddi og vó mann og annan langt fram eftir kvöldi, og voru sumir andstćđingarnir klofnir í herđar niđur. Helgi sem hefur brýnt skákkuta sína af kostgćfni ađ undanförnu vann átta fyrstu skákir sínar og hafđi ţá ţegar tryggt sér sigur í mótinu. Margt benti til ţess ađ Helgi myndi leika eftir afrek Guđmundar Gíslasonar sem áriđ áđur vann mótiđ međ fullu húsi. Ţađ átti ţó ekki fyrir Helga ađ liggja ađ ná fullu húsi ađ ţessu sinni ţví í lokaumferđinni kom andstćđingur loks á hann höggi og var ţar á ferđ kotrurefurinn Róbert Lagerman sem međ sigrinum hýfđi sig upp í 4.sćti međ 6 vinninga.

Bronsverđlaunin komu í hlut FIDE-meistarans Sigurbjörns Björnssonar sem nokkrum dögum áđur missti međ naumindum af bronsverđlaunum á Skákţingi Reykjavíkur eftir stigaútreikning. Sigurbjörn hlaut 6,5 vinning og tryggđi 3.sćtiđ međ sigri í síđustu umferđ á FM-kollega sínum Vigni Vatnari Stefánssyni.

Í 2.sćti varđ CM Bárđur Örn Birkisson međ 7,5 vinning. Bárđur Örn tapađi ađeins einni skák, gegn Helga Áss, auk ţess sem hann gerđi eitt jafntefli, viđ Sigurbjörn í nćst-síđustu umferđ. Bárđur nćldi sér í mestu stigahćkkun allra keppenda á mótinu en hann hćkkar um 61 hrađskákstig.

Helgi Áss Grétarsson er Hrađskákmeistari Reykjavíkur áriđ 2018. Ţetta er í annađ sinn sem Helgi Áss hreppir titilinn en síđast gerđist ţađ áriđ 1994, fyrir hvorki meira né minna en 24 árum síđan. Helgi Áss hefur sést meira viđ taflborđin ađ undanförnu og er ţađ afar ánćgjulegt fyrir íslenskt skáklíf, bćđi vegna ţess ađ ungir skákmenn geta lćrt mikiđ af Helga en ekki síđur vegna ţess ađ Helgi hefur ennţá heilmikiđ fram ađ fćra á sjálfu taflborđinu.

Upplýsingar um lokastöđu og einstök úrslit má finna á Chess-Results.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (16.7.): 18
 • Sl. sólarhring: 86
 • Sl. viku: 261
 • Frá upphafi: 8705415

Annađ

 • Innlit í dag: 14
 • Innlit sl. viku: 154
 • Gestir í dag: 14
 • IP-tölur í dag: 14

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband