Leita í fréttum mbl.is

GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ hefst á ţriđjudaginn

reyop-2017_banner (2)

GAMMA Reykjavíkurskákmótiđ 2018 fer fram í Hörpu dagana 6.-14. mars nk. Mótiđ ađ ţessu sinni er einnig minningarmót um Bobby Fischer en 9. mars nk. verđa 75 ár liđin frá fćđingu ellefta heimsmeistarans í skák.

Adalheadermynd

Í tilefni ţess verđur mótiđ einkar veglegt í ár. Ber ţar hćst ađ ţann 9. mars verđur frídagur á sjálfu mótinu og verđur ţá teflt Fischer-slembi skákmót sem verđur jafnframt fyrsta slíka Evrópumótiđ. Flestir sterkustu skákmenn sjálfs Reykjavíkurmótsins ćtla einnig ađ taka ţátt í ţví. Manngangurinn er sá sami en mögulegar upphafsstöđur eru 960. Jafnframt verđur sýning til heiđurs Fischer í Hörpu, hádegisfyrirlestrar tileinkađir meistaranum og bođiđ upp á ferđir ţar sem slóđir honum tengdar sýndar. Upplýsingar um sérviđburđi má finna hér.

eljanov

Um 230 keppendur eru skráđir til leiks á mótiđ og ţar af um 30 stórmeistarar. Ţeirra stigahćstur er úkraínski ofurstórmeistarinn Pavel Eljavov sem hefur 2711 skákstig. Nćststigahćstur kepepnda eru Richard Rapport. 

mamerapport1

 

Međal annarra keppenda má nefna Gata Kamsky fyrrum áskorenda Karpovs um heimsmeistaratitilinn, Indverjann sterka Baskaran Adhiban. Fyrrum sigurvegarar láta sig ekki vanta má ţar nefna Indverjann Abhijeet Gupta og Hollendinginn Erwin L´Ami.  

Unuk_Laura_(30795499911)

Kvennahersveitin svipa međal annars Sabina-Francesca Foisor, sem var bandarískur meistari í hitteđfyrra og löndu hennar Tatev Abrahamyan og Alinu L´Ami eiginkonu Erwins. Laura Unuk, frá Slóvakíu, heimsmeistari stúlkna undir 18 er međal keppenda.

68877 (1)

Ávallt hefur veriđ lögđ á undrabörn og er ţar engin undantekning núna.  Yngsti stórmeistari heims, Nodirbek Abdusattorv frá Úsbekistan teflir í fyrsta sinn. Hann er nćstyngsti stórmeistari skáksögunnar. Ađeins Sergei Karjakin, síđasti áskorendi Magnúsar Carlsen, hefur orđiđ stórmeistari yngri. Indversku undradrengirnir Pragganandhaa og Nihal Sarin, sem slógu eftirminnilega í gegn í fyrra, eru međal keppenda aftur í ár.  Sá fyrrnefndi hefur möguleika á ađ verđa yngsti stórmeistari skáksögunnar.

nihal-pragg

 

HannesThrosturTh-96 

Heimavarnarliđ íslenskra stórmeistara skipa sem stendur Hannes Hlífar Stefánsson og Ţröstur Ţórhallsson. Án efa á eftir fjölga í ţeim hópi enda taka iđulega nánast allir sterkustu virku skákmenn landsins ţátt í Reykjavíkurskákmótinu.

1964-Reykjavíkurmótiđ-1024x695

Mótiđ er afar mikilvćgt fyrir íslenskt skáklíf og hefur veriđ flaggskip ţess síđan framsýnir menn héldu fyrsta Reykjavíkurskákmótiđ í Lídó áriđ 1964. Mótiđ er afar vinsćlt og hátt skrifađ út í hinum stóra heimi og hefur síđustu ár lent í 2.-4. sćti yfir besta opna skákmót heims í vali atvinnuskákmanna.

Skráning fer fram á Skák.is (guli kassinn efst). Upplýsingar um ţátttökugjöld má finna hér. Athugiđ ađ Íslendingar fá evruna á 100 kr., ţ.e. hćgt er ađ margfalda evruţátttökugjöldin međ 100 kr. og leggja inn á 101-26-12763, kt. 580269-5409. Hćgt er ađ senda fyrirspurnir um ţátttökugjöld í netfangiđ gunnar@skaksamband.is

Heimasíđa mótsins

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.7.): 32
 • Sl. sólarhring: 33
 • Sl. viku: 181
 • Frá upphafi: 8705238

Annađ

 • Innlit í dag: 25
 • Innlit sl. viku: 152
 • Gestir í dag: 21
 • IP-tölur í dag: 20

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband