Leita í fréttum mbl.is

Sćmundur unglingameistari og Freyja stúlknameistari Reykjavíkur

20180225_170011-1-300x294 (1)

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur fór fram í skákhöll Taflfélags Reykjavíkur sunnudaginn 25. febrúar í hinu besta vetrarveđri.

Ţátttaka var međ ágćtum, en samtals tóku 49 krakkar ţátt, 34 í opnum flokki og 15 í stúlknaflokki. Setti ţađ og góđan brag á mótiđ ađ 12 norsk ungmenni tóku ţátt. Mótshaldiđ gekk vel, keppendur sýndu fyrirmyndar framkomu og hart var barist í báđum flokkum.

20180225_165532-1-1024x786

Verđlaunahafar í stúlknaflokki. F.v.: Freyja Birkisdóttir, Batel Goitom Haile, Ásthildur Helgadóttir, Katrín María Jónsdóttir, Guđrún Fanney Briem.

Stúlknameistarmót Reykjavíkur snerist fljótlega upp í kapphlaup milli Batel Goitom Haile og Freyju Birkisdóttur. Batel hafđi sigur í innbyrđisviđureign ţeirra leiksystra í 3. umferđ og ţađ stefndi í ađ henni tćkist ađ verja titil sinn frá í fyrra ţar til í nćstsíđustu umferđ, en ţá tapađi hún fyrir Guđrúnu Fanneyju Briem. Viđ ţađ náđi Freyja ađ jafna Batel ađ vinningum og hafđi svo sigur á stigum. Í 3. sćti lenti svo Ásthildur Helgadóttir. Hún tapađi einungis fyrir efstu tveimur en gaf engum öđrum griđ.

Aldursflokkasigurvegarar í stúlknaflokki:

 • f. 2006-2007: Freyja Birkisdóttir
 • f. 2008-2009: Katrín María Jónsdóttir
 • f. 2010 og síđar: Guđrún Fanney Briem

Keppendur skiptust um ađ hafa forystu í opna flokknum og fyrir lokaumferđina gátu hvorki fleiri né fćrri en 6 hrósađ sigri. Ţađ var hinsvegar Sćmundur Árnason sem sýndi stáltaugar í síđustu umferđ og tryggđi sér titilinn Unglingameistari Reykjavíkur. Sćmundur hlaut 6 vinninga og varđ hálfum vinningi á undan Benedikt Briem og Óskari Víkingi Davíđssyni, sem nćstir komu.

20180225_165808_012-1-1024x894

Verđlaunahafar í opnum flokki. F.v.: Óskar Víkingur Davíđsson, Sćmundur Árnason, Benedikt Briem, Einar Tryggvi Petersen, Jósef Omarsson.

Aldursflokkasigurvegarar í opnum flokki:

 • f. 2002-2003: Sćmundur Árnason
 • f. 2004-2005: Óskar Víkingur Davíđsson
 • f. 2006-2007: Benedikt Briem
 • f.2008-2009: Einar Tryggvi Petersen
 • f.2010 og síđar: Josef Omarsson

Nánari úrslit eru á Chess-Results.

Nánar á heimasíđu TR.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (10.7.): 16
 • Sl. sólarhring: 28
 • Sl. viku: 191
 • Frá upphafi: 8705170

Annađ

 • Innlit í dag: 12
 • Innlit sl. viku: 157
 • Gestir í dag: 11
 • IP-tölur í dag: 11

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband