Leita í fréttum mbl.is

FIDE kosningar: Skáksambönd og forsetar hverfa af heimasíđu FIDE

 

kirsan-kasparov.jpg

Ţann 11. ágúst nk. fara fram forsetakosningar í FIDE (alţjóđa skáksambandinu) í Tromsö í Noregi. Tveir berjast um embćttiđ.  Kirsan Ilyumzhinov, forseti FIDE síđustu 19 ára, og áskorandi hans, Garry Kasparov. Hart er barist um atkvćđin og á síđustu dögum og vikum hefur ţađ vakiđ athygli ađ skipt hefur veriđ um forystu skákhreyfinganna í Gabon og Afganistan án ţess ađ viđkomandi virđist hafa vitađ af ţví.

 

Ţađ er vitađ ađ Pútin og hans fólk vill alls ekki Kasparov sem forseta og hafa Rússarnir ekki hikađ viđ ađ nota sendiráđ sín til ađ freista ţess ađ hafa áhrif á forystumenn skáksambanda. Slíkt hefur ţó ekki gerst hérlendis.

Í grein í Chess.com sem rituđ er af Peter Doggers (Chessvibes og Chess.com hafa sameinast)  er ítarlega fjallađ um baráttuna. Dćmin í Afganistan og Gabon hafa vakiđ mikla athygli. Umfjöllunin hér ađ neđan byggir ađ mestu leyti á grein Doggers.

Afganistan

Skáksamband Afganistan undir forystu Mahomod Hanif hafđi áđur lýst yfir stuđningi viđ Kasparov. Ţann 21. júní sl. birtist svohljóđandi yfirlýsing á heimasíđu Kasparovs.

"Every day brings new reports of abuses of power by FIDE executives to promote Kirsan Ilyumzhinov's reelection, further damaging relations with the federations FIDE is supposed to represent and support. The latest example is the removal of several federation presidents and delegates from the FIDE website, federations that had recently announced their support for the ticket of Garry Kasparov. FIDE Executive Director (and Treasurer, another conflict of interest) Nigel Freeman has further damaged his reputation and the credibility of FIDE by abusing FIDE powers to remove valid and long-standing federations for political reasons."

Vitnađ er í Mahomod Hanif sem hefur veriđ forseti og FIDE-fulltrúi Skáksambands Afganistan um árabil og í Fahim Hashimy forseta Ólympíusambands Afganistan.

Hanif var skyndilega ekki lengur á heimasíđu FIDE hvorki sem forseti né FIDE-fulltrúi.

Hanif segir í tölvupósti til FIDE:

"I'm not understand what's going on here. You removed me from FIDE site as president, delegate for Afghanistan Chess Federation and you say there was some election on May 25 to put in the new person. There was no election this is made up."

 Hashimy segir

 "I, President of Afghanistan Olympic Committee and General Secretary of Afghanistan Chess Federarion hereby confirm that no changes have been made in this federation and Mr Mahmod Hanif is the president and chess delegate of the Afghanistan Chess Federation."

Nokkrir dagar liđu og ţá kom svar á vefsíđu Kirsans og síđar á vefsíđunni  Chess News Agency sem rekur mikinn áróđur fyrir Kirsan. Ţar kemur fram ađ Hanif hafi veriđ fjarlćgđur (removed) sem forseti Skáksambandsins vegna spillingar og sćti nú rannsókn fyrir ţjófnađ. Ţar er sýnt bréf frá menntamálaráđuneyti Afganistan ţar sem ţessar ásakanir koma fram. Ţar er einnig haldiđ fram ađ máliđ sé ekki á forrćđi Ólympíusambands landsins en athygli vekur reyndar ađ ţađ er stimplađ ţeim sömu samtökum!

Ritstjóri Skák.is hefur auđvitađ engar forsendur til ađ meta sannleiksgildi spillingarásakanna á hendur Hanif en ţađ er útaf fyrir sig umhugsunarefni ađ ţađ skuli gerast skömmu eftir ađ hann lýsir yfir stuđningi viđ Kasparov.

Gabon

Dćmiđ í Gabon er eiginlega enn verra ţví ţar hefur beinlínis veriđ skipt um skáksamband!  Ţar hafđi Skáksamband Gabon (ADGE) lýst yfir stuđningi viđ Kasparov.

Einhvern tíma í júní virđist sem nýtt skáksamband í Gabon (AGE) tekiđ viđ sem fulltrúi Gabon. Vart ţarf ađ taka fram ađ hiđ „nýja" skáksamband styđur Kirsan á međan hiđ „gamla" studdi Kasparov.

Ekki hafa góđ rök veriđ fćrđ fyrir ţessum breytingum og ef marka má Chessdrum sem fjallar ítarlega um máliđ virđist hiđ nýja skáksamband vera stjórnađ af mönnum sem urđu undir í kosningum fyrr á árinu.

Mál Afganistan og Gabon eiga án efa eftir ađ vera áberandi í umrćđunni á nćstunni og Kasparov og hans fólk á án eftir ađ beita sér mjög harkalega í ađdraganda kosninganna til ađ reyna ađ snúa viđ ţessum dćmum.

Hér eru ekki ađeins tvö atkvćđi á ferđinni heldur er hér um rćđa fjögurra atkvćđa sveiflu sem gćti skipt miklu máli en 180 skáksambönd hafa atkvćđisrétt í FIDE.

Hvernig er stađan?

Stuđningsmenn Kirsans tala fjálglega um sterka stöđu síns frambjóđanda. Ţeir hafa Ameríku nánast alla á sínu bandi. Stuđningur Kanada veriđ Kirsan hefur vakiđ athygli og gagnrýni heima fyrir.

Stađa Kasparovs er talinn sterkari bćđi í Evrópu og Asíu. Stađan í Afríku er óljós. Stuđningsmenn Kasparovs tala um baráttan sé jöfn.  

Íslendingar hafa ţegar lýst yfir stuđningi viđ Kasparov og ţađ hafa einnig Danir og Norđmenn gert. Friđrik Ólafsson, eini fyrrverandi forseti FIDE sem er á lífi, styđur Kasparov eindregiđ. Fćreyingar, Finnar og Svíar hafa engar yfirlýsingar gefiđ.

Heimildir ritstjóra herma ađ mögulega gćtu borist tíđindi úr herbúđum Kasparovs í ţessari eđa nćstu viku.

Skák.is mun reyna ađ hafa púlsinn á átökunum sem framundan eru.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 70
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 236
  • Frá upphafi: 8764679

Annađ

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 145
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband