Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2011

NM öldunga: Stefnir í metţátttöku - margir sterkir íslenskir skákmenn hafa skráđ sig

NM öldunga 2011

Ţađ stefnir í metţátttöku á NM öldunga sem fram fer í Reykjavík 10-18. september nk.  Ţegar um 1,5 mánuđur er í mót hafa 46 skákmenn skráđ til leiks en metiđ er frá 2001 ţegar 44 skákmenn tóku ţátt.  Mótiđ er jafnframt ţađ langsterkasta en skráđir eru til leiks eru 3 stórmeistarar, 1 alţjóđlegur meistarar og 3 FIDE-meistarar.  Ţađ er einnig ánćgjulegt ađ sjá mjög marga af okkar sterkustu skákmönnum taka ţátt, kappar sem hafa ekki reglulegir gestir á kappskákmótum hérlendis!

Ţar má fremstan nefna Friđrik Ólafsson (2434), ţá Magnús Sólmundarson (2218), Braga Halldórsson (2198), Júlíus Friđjónsson (2190), Jón Ţ. Ţór (2188), Jóhann Örn Sigurjónsson (2133) og Gunnar Finnlaugsson (2072) en sá síđastnefndi hefur fariđ mikinn í kynningarmálum fyrir mótiđ á erlendri grundu.

Ţess má ađ Magnús Sólmundarson fékk um daginn nýlega leiđréttinguMagnús sólmundarson á skákstigum.  Hans stig var ranglega skráđ eftir Haustmót TR 1993 ţar sem Magnúsi gekk illa.  Hann var tvískráđur inn sem nýr ađili og var tvöfaldur á tímabili á stigalistanum.  Síđar viđ hreinsun hjá FIDE fóru hćrri stigin út en sú lćgri héldu sér.  Stiganefnd SÍ beitti sér í málinu fyrir skemmstu og náđi fram leiđréttingu hjá Magnúsi sem verđur til ţess ađ hann er nú nćststigahćstur íslensku keppendanna!

Íslenskir skákmenn eru hvattir til ađ skrá til leiks.   

 


Sögulegur fornleifafundur: Taflmađur frá 12. öld finnst á Siglunesi

SGN skakmViđ fornleifauppgröft á Siglunesi fannst nýlega fínlega úskorinn taflmađur úr beini í líkingu viđ hina fornu LEWIS taflmenn. Taflmađurinn er talinn vera frá 11. eđa 12. Öld.  Frá ţessu er greint í frétt á heimasíđu Fornleifastofnunar Íslands í dag.

Ţetta eru stórmerkur fundur og  góđ tíđindi ţví hann hleypir á sinn hátt Guđmundur G. Ţórararinsson, fv. alţingismađurfyllri stođum undir kenningu Guđmundar G. Ţórarinssonar  um ađ hinir fornu sögualdartaflmenn frá 12 öld séu gerđir á Íslandi.
 Ţann 19. ágúst nk. verđur haldiđ í Skálholti alţjóđlegt málţing um ráđgátuna miklu  um uppruna  „The Lewis Chessmen" undir yfirskriftinni „Eru taflmennirnr frá Ljóđhúsum (Lewis) íslensk listasmíđ?"

Svipmót Lewis taflmannanna bendir til ţess ađ ţeir séu af íslenskum uppruna, hrókarnir í berserkslíki og riddarinn á smáhesti og ekki hvađ síst biskupinn, sem ţar kemur til skjalanna í fyrsta sinn á skákborđinu svo vitađ sé, sem bendir til ţess ađ ţeir séu gerđir á biskupsstóli.  Auk ţess sem LC Bishop 3mörg önnur,  söguleg og málfrćđileg rök og ýmsar vísbendingar benda til ţess ađ ţeir séu  íslenskir ađ uppruna.   

Á málţinginu munu ţekktir frćđimenn, ţeir  James Robinson, safnvörđur frá Breska ţjóđminjasafninu og  David H. Caldwell frá ţví Skoska, báđir flytja erindi um líklegan uppruna „Taflmannanna frá Ljóđshúsum"  en ţeir eru báđir höfundar nýlegra frćđirita ţar um  „The Lewis Chessmen" (2004) og „The Lewis Chessmen Unmasked" (2010) aukTHE LEWIS CHESSMEN    Hinir fornu sögualdartaflmenn Guđmundar G. Ţórarinssonar og 2-3 íslenskra frćđimanna.

Málţingiđ fer fram á ensku og er öllum opiđ međan húsrúm leyfir.  Ţađ hefst međ setningarathöfn í Skálholtskirkju kl. 10 árdegis  föstudaginn 19. ágúst nk. og stendur daglangt međ hádegishléi. 

Í undirbúningsnefnd eru: Dr. Kristinn Ólason; rektor Skálholtsskóla,  Einar S. Einarsson;  Guđmundur G. Ţórarinsson;  Guđni Ágústsson og  Sr. Gunnţór Ingason

Nánari upplýsingar á: www.leit.is/lewis  og www.skalholt.is    

Myndaalbúm


Hrađskákkeppni taflfélaga: Hellir mćtir Bridsfjelaginu í fyrstu umferđ

Dregiđ var í fyrstu umferđ og forkeppni Hrađskákkeppni taflfélaga í kvöld.  Hrađskákmeistarar Hellis mćta Bridsfjelaginu í frumraun ţeirra síđarnefndu í liđakeppni og Íslandsmeistarar Bolvíkinga mćta KR-ingum. 

Röđun forkeppni:

  • Fjölnir - Víkingaklúbburinn
  • Vin - TA

Röđun 1. umferđar:

  • Mátar - TR
  • Gođinn - TV
  • SA - TG
  • SSON - SR
  • Hellir - Bridsfjelagiđ
  • Haukar - Fjölnir/Víkingaklúbburinn
  • SFÍ - Vin/TA
  • TB - KR

Félögin eru hvött til ţess ađ klára fyrstu umferđ fyrir 15. ágúst nk.

 


Czech Open: Hannes međ hálfs vinnings forskot fyrir lokaumferđina

Íslandsmeistarinn HannesStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2546) gerđi jafntefli viđ rússneska stórmeistarann Alexandre Danin (2538) í áttundu og nćstsíđustu umferđ Czech Open sem fram fór í Pardubice í Tékklandi í dag.  Fariđ er yfir skák dagsins á Skákhorninu.  Hannes er efstur međ 7 vinninga.  Fjórir stórmeistarar koma humátt á eftir Hannesi međ 6,5 vinning.  Í lokaumferđinni sem fram fer á morgun teflir Hannes viđ úkraínska stórmeistarann Dmitry Kononenko (2593).  Skákin, sem hefst kl. 13, verđur sýnd beint á heimasíđu mótsins og án efa mun íslenskir skákfrćđingar fjalla um hana jafnóđum á Skákhorninu.

Guđmundur Gíslason (2323) vann tékkneska FIDE-meistaranum Josef Kratochvil (2230) en nafni hans Kjartansson (2310) tapađi fyrir spćnska alţjóđlega meistaranum David Recuero (2441).  Gíslason hefur 4,5 vinning en Kjartansson hefur 4 vinninga.  Gíslason mćtir Ţjóđverjanum Dennes Abel á (2418) á morgun en Kjartansson mćtir tékkneska FIDE-meistaranum Jan Bartos (2215).

Í b-flokki tapađi Sigurđur Eiríksson (1951) en Jakob Sćvar Sigurđsson (1789) gerđi jafntefli.  Sigurđur hefur 4 vinninga en Jakob Sćvar hefur 1,5 vinning.

Í a-flokki tefla 279 skákmenn.  Ţar af eru 50 stórmeistarar og 58 alţjóđlegir meistarar.  Hannes er nr. 17 í stigaröđ keppenda, Gíslason nr. 132 og Kjartansson nr. 140.


Carlsen öruggur sigurvegari í Biel

Magnus Carlsen - af heimasíđu mótsinsMagnus Carlsen (2821) vann öruggan sigur á ofurskákmótinu sem lauk í Biel í dag.  Magnus gerđi jafntefli viđ Caruana (2711) í lokaumferđinni og hlaut 19 stig stig.  Morozevich (2694) kórónađi gott mót ţegar hann vann Pelletier (2590) og varđ annar međ 17 stig.  Ţeir voru í sérflokki en í 3.-4. sćti urđu Vachier-Lagrave (2722) og Shirov (2714) međ 12 stig.  Sá fyrrnefndi náđi 1,5 vinningi gegn Magnúsi.


Lokastađan:

 Name ELOPoints
 1.Magnus CarlsenNOR2821 19
 2.Alexander MorozevichRUS2694 17
 3.Maxime Vachier-LagraveFRA2722 12
 4.Alexei ShirovESP2714 12
 5.Fabiano CaruanaITA2711 10
 6.Yannick PelletierSUI2590 5

Sex skákmenn tóku ţátt og tefldu tvöfalda umferđ.   Veitt voru 3 stig fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli.

Heimasíđa mótsins

 


Skák út um allt: Líf og fjör í Laugardalslaug!

Ţađ var heldur betur líf í tuskunum ţegar Bragi Ţorfinnsson landsliđsmađur og Stefán Bergsson hjá Skákakademíu Reykjavíkur tefldu vígsluskákina í 38 gráđu pottinum í Laugardalslaug í dag, fimmtudag.
 
Ţetta var liđur í verkefninu ,,Skák út um allt" sem Skákakademían og Skáksamband Íslands standa saman ađ, en upp á síđkastiđ hefur taflsettum veriđ dreift á marga stađi í borginni, og framundan eru enn fleiri heimsókn og taflgjafir.
 
Sundlaugargestir tóku heimsókninni fagnandi, ekki síst unga kynslóđin, og fjölmiđlar gerđu atburđinum góđ skil. Hér eru myndir úr pottinum!

 

1

 

Til í slaginn! Bragi Ţorfinnsson landsliđsmađur og Stefán Bergsson framkvćmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur búa sig undir vígsluskákina.

 

2
Pottverjar kunnu vel ađ meta heimsókn skákmeistaranna.

 

3

Bragi blés til stórsóknar međ hvítu, fórnađi manni og ćtlađi greinilega ađ drekkja svarta kónginum. Neđst til vinstri sést stóra tá alţjóđlega meistarans.

 

4

Arnar Valgeirsson skákfrömuđur m.m. og Jón Viktor Gunnarsson alţjóđlegur meistari fylgjast međ darrađardansinum.

 

 

5

 

 Bragi Ţorfinnsson glađbeittur í viđtali viđ Mbl.is eftir sigur í spennandi viđureign.

 

6
 
Krakkarnir hópuđust í heita pottinn og fylgdust spenntir međ.
 

 

7
Bragi átti í vök ađ verjast međ svörtu mönnunum, en fékk mörg góđ ráđ hjá krökkunum.
 

 

8
Skákin á greinilega heima í sundlaugunum!

 

9
Stefán Bergsson segir frá Skákakademíu Reykjavíkur og hinu skemmtilega verkefni ,,Skák út um allt" sem Akademían og Skáksamband Íslands standa saman ađ.

 

 

10
Bragi útskýrir leyndardóma skáklistarinnar.

 

11

 

Ragnhildur Sigurđardóttir fréttamađur Sjónvarpsins hikađi ekki viđ ađ demba sér í pottinn og skora meistarana á hólm!
 

Hannes međ vinningsforskot í Tékklandi

Íslandsmeistarinn HannesStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2546) heldur áfram ótrúlegri sigurgöngu á Czech Open sem fram í Pardubice í Tekklandi.  Í sjöundu umferđ, sem fram fór í dag, vann hann rússneska stórmeistarann Konstantin Chernyshov (2552).  Hannes hefur nú unniđ 5 skákir í röđ og hefur hlotiđ 6,5 vinning.  Hann hefur vinnings forskot á nćstu menn.  Fariđ er yfir skák dagsins á Skákhorninu.  Í áttundu og nćstsíđustu umferđ sem fram fer á morgun teflir Hannes viđ rússneska stórmeistarann Alexandre Danin (2538).  Skákin verđur sýnd beint á heimasíđu mótsins og án efa mun íslenskir skákfrćđingar fjalla um hana jafnóđum á Skákhorninu.

Nafnarnir Guđmundur Gíslason (2323) og Guđmundur Kjartansson (2310) töpuđu báđir fyrir stórmeisturum.  Kjartansson fyrir Rússanum Alexei Gavrilov (2481) en Gíslason fyrir Tékkanum Petr Velicka (2461).  Kjartansson hefur 4 vinninga en Gíslason hefur 3,5 vinning.  Kjartansson mćtir spćnska alţjóđlega meistaranum David Recuero (2441) á morgun en Gíslason mćtir tékkneska FIDE-meistaranum Josef Kratochvil (2230).  

Í b-flokki vann Sigurđur Eiríksson (1951) en Jakob Sćvar Sigurđsson (1789) tapađi  Sigurđur hefur 4 vinninga en Jakob Sćvar hefur 1 vinning.

Í a-flokki tefla 279 skákmenn.  Ţar af eru 50 stórmeistarar og 58 alţjóđlegir meistarar.  Hannes er nr. 17 í stigaröđ keppenda, Gíslason nr. 132 og Kjartansson nr. 140.


Dortmund: Kramnik međ yfirburđi

Kramnik í Dortmund (mynd af heimasíđu mótsins)Vladimir Kramnik (2781) virđist vera kominn í gamla formiđ á Dortmund Sparkassen mótsins sem nú er í gangi.  Í sjöundu umferđ sem fram fór í dag vann Meier (2656).  Kramnik hefur hlotiđ 6 vinninga í 7 skákum sem verđur teljast mjög gott á svo sterku móti.   Víetnaminn Le Quang (2715) er annar međ 4 vinninga

Rétt eins og í Biel taka 6 skákmenn ţátt og tefld er tvöföld umferđ.

Stađan:

  • 1. Kramnik (2781) 6 v.
  • 2. Le Quang (2715) 4 v.
  • 3. Giri (2701) 3,5 v.
  • 4. Ponomariov (2764) 3 v.
  • 5. Nakamura (2770) 2,5 v.
  • 6. Meier (2656) 2 v.

 


Carlsen hefur tryggt sér sigur í Biel

Magnus Carlsen ađ tafli í NanjingMagnus Carlsen (2821) gerđi jafntefli í dag viđ  Vachier-Lagrave (2722) í níundu og nćstsíđustu umferđ ofurmótsins í Biel.  Ađalandstćđingur hans Morozevich (2694) tapađi hins vegar fyrir Caruana (2711).  Ţar međ hefur Carlsen 4 stiga forskot fyrir lokaumferđina, sem fram fer í fyrramáliđ, og hefur ţar međ tryggt sér sigur á mótinu.

Stađan:

 Name ELOPoints
 1.Magnus CarlsenNOR2821 18
 2.Alexander MorozevichRUS2694 14
 3.Maxime Vachier-LagraveFRA2722 11
 Alexei ShirovESP2714 11
 5.Fabiano CaruanaITA2711 9
 6.Yannick PelletierSUI2590 5

Sex skákmenn taka ţátt og tefla tvöfalda umferđ.   Veitt eru 3 stig fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli.

 


Miđsumarmót Riddarans

GRKRiddarar reitađa borđsins vilja heldur tefla sér til gamans yfir sumariđ en ađ reita arfa í góđa veđrinu.  Yfir ţrjátíu skákarar af eldri kynslóđinni hafa mćtt til tafls í Strandbergi og krćkt sér í vinning í Vonarhöfn í júlímánuđi. Ţađ skiptast reyndar líka á skin og skúrir á skákborđinu eins og úti viđ.

Í gćr (27. Júlí) voru 20 galvösk gamalmenni mćtt ţar til tafls og tefldu 11 umferđir sér til afţreyingar og yndisauka.   Guđfinnur R. Kjartansson var sigur úr bítum međ 8.5 vinning, međ 3.5 niđur, sem segir sína sögu um tvísýna og harđa keppni. GRK vann einnig fyrir viku síđan og  ţá međ 10 vinningum. Ţar á undan sigrađi Sigurđur Herlufsen međ 9 v.  og á fyrsta móti júlímánađar InMiđsumarsmót 14gimar Halldórsson međ 9 v. einnig. Ýmsir valinkunnir meistarar hafa orđiđ ađ sćtta sig viđ fćrri vinninga svo ekki sé nú talađ um minni spámenn, sem hafa ţó iđulega mikil áhrif á úrslit móta.   

Nánari úrslit má sjá á www.riddarinn.net

Myndaalbúm (ESE)

 

 

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 80
  • Sl. viku: 232
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 138
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband