Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2011

Hannes efstur á Czech Open međ 5,5 vinning eftir 6 umferđir

Hannes Hlífar ađ tafli í St. Pétursborg

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2546) heldur áfram sigurgöngu sinni á Czech Open sem fram fer í Pardubice í Tékklandi.  Í sjöttu umferđ, sem fram fór í dag vann hann indverska stórmeistarann Magesh Chandran Panchanathan (2556).  Fariđ er yfir skákina á Skákhorninu.   Hannes er nú einn efstur međ 5,5 vinning.   

Í sjöundu umferđ sem fram fer á morgun teflir Hannes viđ rússneska stórmeistarann Konstantin Chernyshov (2552).  Skákin verđur sýnd beint og hefst kl. 13.

Guđmundur Kjartansson (2310) vann úkraínska alţjóđlega meistaranum Vitaliy Bernadskiy (2453) en Guđmundur Gíslason (2323) gerđi jafntefli viđ  spćnska alţjóđlega meistaranum Marcos Llaneza Vega (2465).  Kjartansson hefur 4 vinninga en Gíslason hefur 3,5 vinning.  Kjartansson mćtir rússneska stórmeistaranum Alexei Gavrilov (2481) á morgun en Gíslason mćtir tékkneska stórmeistaranum Petr Velicka (2461).

Í b-flokki gerđi Sigurđur Eiríksson (1951) jafntefli en Jakob Sćvar Sigurđsson (1789) tapađi  Sigurđur hefur 3 vinninga en Jakob Sćvar hefur 1 vinning.

Í a-flokki tefla 279 skákmenn.  Ţar af eru 50 stórmeistarar og 58 alţjóđlegir meistarar.  Hannes er nr. 17 í stigaröđ keppenda, Gíslason nr. 132 og Kjartansson nr. 140.


EM-liđiđ valiđ

Héđinn SteingrímssonHannes Hlífar ađ tafli í St. PétursborgHenrikHjörvar Steinn GrétarssonBragiHelgi ÓlafssonÁ fundi landsliđs- og afreksnefndar í gćr samţykkti nefndin tillögu Helga Ólafssonar, landsliđsţjálfara, um liđ Íslands fyrir Evrópumót landsliđa í skák, sem fer fram í Grikklandi 2.-12. nóvember nk.


Eftirtaldir voru valdir:

 • SM Héđinn Steingrímsson (2570)
 • SM Hannes Hlífar Stefánsson (2546)
 • SM Henrik Danielsen (2535)
 • FM Hjörvar Steinn Grétarsson (2437)
 • AM Bragi Ţorfinnsson (2427)

Helgi Ólafsson, sem einnig verđur liđsstjóri, mun stjórna ćfingum, undirbúningi og upplýsingaöflun íslenska liđsins fyrir mótiđ. Endanleg borđaröđ verđur ákveđin í byrjun september.

Heimasíđa mótsins


Skák út um allt: Reykjavík skákvćdd í rigningunni

Sendibođar Skákakademíu Reykjavíkur og SÍ halda áfram ađ dreifa taflsettum á opinbera stađi í höfuđborginni. Í dag lá leiđin á Reykjavíkurflugvöll, BSÍ, Perluna, íţróttamiđstöđ Vals, Flugfélagiđ Ernir og Kaffivagninn. Taflsettunum var hvarvetna tekiđ međ fögnuđi og tafarlaust vígđ, svo úr urđu margar ćvintýralegar skákir.
 
Skákáhugamenn eru hvattir til ađ sćkja ţá stađi ţar sem tafl er í bođi, en skákvćđingin heldur áfram af fullum krafti á nćstunni. Stefán Bergsson framkvćmdastjóri SR hefur sett ţađ markmiđ ađ 50 stađir verđi hluti af ţessu skemmtilega verkefni fyrir áramót.
 
Hér fylgir frásögn í máli og myndum af heimsóknum dagsins:

 

1

 

Skák á Reykjavíkurflugvelli: Ísfirđingurinn Eyjólfur Ţráinsson beiđ eftir flugi til Egilsstađa, en hann starfar í álverinu á Reyđarfirđi. Hann lćrđi ungur ađ tefla og tók einu sinni ţátt í fjöltefli viđ Jón L. Árnason. Eyjólfur tefldi einsog herforingi og gerđi heiđarlega tilraun til ađ heimaskítsmáta Stefán.
 

 

2

 

Skák á BSÍ: Kaffiterían á BSÍ er ein helsta menningarmiđstöđ landsins og nú er hćgt ađ tefla ţar líka. Sölvi Már Viđarsson, starfsmađur, sýndi fína takta í vígsluskákinni enda lćrđi hann ungur ađ tefla í Borgaskóla.

 

3

 

Skák í Perlunni: Íris Óskarsdóttir tók á móti taflsettinu í kaffiteríu Perlunnar og stóđ sig međ prýđi gegn Stefáni. Skák ţeirra lauk međ jafntefli, en Íris lćrđi ađ tefla á Selfossi, ţeim góđa skákbć.
 

 

4

 

Skák hjá Flugfélaginu Ernir: Heiđursmađurinn Hörđur Guđmundsson, einn reyndasti flugkappi landsins, tók á móti sendibođum SR og SÍ. Ernir fljúga til Vestmannaeyja, Hafnar, Sauđarárkróks, Bíldudals og Gjögurs, svo nú geta farţegar ţangađ stytt sér stundir viđ tafl međan ţeir bíđa eftir flugi. 
 

 

5

 

Skák hjá Val: Framkvćmdastjóri Vals, Haraldur Dađi Ragnarsson, tók fagnandi viđ taflsettinu enda jafnan líf og fjör í bćkistöđvum Vals. Ungu pjakkarnir fylgdust spenntir međ viđureign Haraldar og Hrafns Jökulssonar, og settust sjálfir ađ tafli um leiđ og vígsluskákinni lauk.
 

 

6

 

Skák í Kaffivagninum. Tveir harđsnúnir skákmenn, Kristján Örn Elíasson og Rúnar Berg, sátu og rćddu heimsmálin ţegar komiđ var í Kaffivagninn. Óđar var slegiđ upp einvígi milli Stefáns og Kristjáns Arnar, en sá síđarnefndi er skćđur sóknarskákmađur og komst í 3-1 áđur en Stefáni tókst međ harđfylgi ađ jafna. Gaman ađ ţessu, einsog Kristján er vanur ađ segja!
 

 

7

 

Rúnar Berg, sá  ágćti frćđimađur á sviđi byrjana, sá um skákskýringar enda kom upp mörg ćvintýralega stađa í viđureign Stefáns og Kristjáns.
 

 

8

 

Kristján Örn ţungt hugsi međ varđskipiđ Óđinn í baksýn. Kaffivagninn er međ skemmtilegustu kaffihúsum og nú er sem sagt hćgt ađ tefla ţar líka.

Myndaalbúm (HJ)


Czech Open: Hannes vann og er í 1.-3. sćti

Hannes Hlífar ađ tafli í St. Pétursborg

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2546) vann rússneska alţjóđlega meistarann Ivan Rozum (2464) í fimmtu umferđ Czech Open sem fram fór í dag.  Fariđ er yfir skákina á Skákhorninu.  Hannes hefur 4,5 vinning og er efstur ásamt stórmeisturunum Magesh Chandran Panchanathan (2556), Indlandi og Konstantine Shanava (2535), Georgíu. 

Hannes mćtir Panchanathan í sjöttu umferđ, sem fram fer á morgun.  Skákin verđur sýnd beint og hefst kl. 13.

Guđmundur Gíslason (2322) vann Rússann Mstislav Yefimov (2127) en Guđmundur Kjartansson (2310) gerđi jafntefli viđ ţýska alţjóđlega meistarann Dennis Breder (2443).   Nafnarnir hafa 3 vinninga.  Gíslason mćtir spćnska alţjóđlega meistaranum Marcos Llaneza Vega (2465) og Kjartansson mćtir úkraínska alţjóđlega meistaranum Vitaliy Bernadskiy (2453).

Í b-flokki gerđi Sigurđur Eiríksson (1951) jafntefli en Jakob Sćvar Sigurđsson (1789) tapađi  Sigurđur hefur 2,5 vinning en Jakob Sćvar hefur 1 vinning.

Í a-flokki tefla 279 skákmenn.  Ţar af eru 50 stórmeistarar og 58 alţjóđlegir meistarar.  Hannes er nr. 17 í stigaröđ keppenda, Gíslason nr. 132 og Kjartansson nr. 140.


Biel: Carlsen og Morozevich vinna enn

Magnus Carlsen ađ tafli í NanjingMagnus Carlsen (2821) og Alexander Morozevich (2694) fara mikinn á ofurskákmótinu í Biel.  Í sjöundu umferđ, sem fram fór í dag, vann Carlsen Shirov (2714) og Moro lagđi Vachier-Lagrave (2722).  Carlsen er efstur međ 16 stig en Moro er annar međ 13 stig.  Ţessir tveir eru í sérflokki.  Ţeir mćtast í áttundu umferđ sem fram fer á morgun.


Úrslit 7. umferđar:

Alexander Morozevich-Maxime Vachier-Lagrave 1 - 0 (43)
Alexei Shirov-Magnus Carlsen 0 - 1 (60)
Yannick Pelletier-Fabiano Caruana 0 - 1 (66)

Stađan:

 Name ELOPoints
 1.Magnus CarlsenNOR2821 16
 2.Alexander MorozevichRUS2694 13
 3.Maxime Vachier-LagraveFRA2722 7
 Alexei ShirovESP2714 7
 5.Fabiano CaruanaITA2711 6
 6.Yannick PelletierSUI2590 4

Sex skákmenn taka ţátt og tefla tvöfalda umferđ.   Veitt eru 3 stig fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli.

 


Pistill frá Sóleyju um Saint Ló

Sóley Lind Pálsdóttir, sem hlaut styrk til ađ taka ţátt í alţjóđlegu unglingamóti í Saint Ló Frakklandi, hefur skrifađ ítarlegan og myndskreyttan pistil um mótiđ sem hún tók ţátt í nýlega.  Hér ađ neđan má sjá pistilinn.  Í PDF-viđhengi sem fylgir međ má sjá hann myndskreyttan og tvćr skákir skýrđar.  Sömu skákir fylgja einnig međ fréttinni.  Slóđ á viđhengiđ má finna hér.

Sóley fćr kćrar ţakkir fyrir frábćr efnistök.

Frakkland 2011 - Skákmótiđ í Saint Lo 7.-14. júlí

Mótiđ var sterkt.  Elstu krakkarnir voru fćddir 1993 og teflt var í mörgum flokkum frá U10 ára og upp í U18. Stigahćsti skákmađurinn var međ um 2400 FIDE-stig. Umhugsunartími var einn klukkutími og 30 mínútur á 40 leiki og svo bćttist viđ hálftími til ađ klára. Auk ţess bćttust viđ 30 sekúndur á leik.

Í undirbúningi fyrir mótiđ ţá var ég í skákkennslu hjá Daví đ Kjartanssyni međ stelpuhóp úr Kópavogi og Garđabć sem haldiđ var í Kópavogi.  Einnig fór ég í sumarbúđir í Svíţjóđ ţar sem ég var í kennslu hjá Vladimir Poley alţjóđlegum skákmeistara.

En ţá aftur ađ mótinu sjálfu. Ég tefldi níu skákir og byrjađi vel međ ţví ađ vinna 2 fyrstu skákirnar, en síđan fór heldur ađ halla á og ég fékk bara 2 jafntefli í viđbót í mótinu og var um ađ kenna ađ ég tefldi full passívt skv. ţeim sem fóru yfir skákirnar mínar.

En ţá ađ mótinu sjálfu.

Andstćđingur og úrslit.

Nafn

Stig

Flokkur

Land

Vinningur

DALARUN Adelie

1390

Min

FRA

1

GLOTIN Adrien

1490

Pup

FRA

1

CHAMERET Jean

1705

Min

FRA

0

AZOUNI Anais

1431

Pup

FRA

0

ERIKSSON Carl

1380

Ben

SWE

0

VERHAEGEN Valentine

1420

Ben

FRA

˝

LEFEBVRE Alexandre

1450

Pou

FRA

˝

PAILLARD Eliott

1508

Ben

FRA

0

AUBRUN Cecilia

1443

Min

FRA

0

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Samtals urđu ţetta ţví 3 vinningar í 9 skákum og performance um 1330 sem er hćrra en stigin mín en á móti tefldi ég 4 FIDE-stigaskákir og tapađi öllum.

Ađstćđur á mótsstađ voru góđar, og gistiađstađan einnig sćmileg.

Eftir allar skákirnar fór ég og fékk ađ yfirfara skákirnar međ alţjóđlegum meisturum sem voru annađ hvort Vladimir Poley eđa einhver annar alţjóđlegur meistari.

Allir krakkarnir sem tefldu í unglingamótinu fóru heim međ verđlaun.

Einnig fóru á mótiđ Páll Sigurđsson, pabbi minn sem tefldi í opnum fullorđinsflokki og frćndi minn Baldur Teodor sem gekk mjög vel og endađi í 2 sćti í sínum flokki 10 ára og yngri . Ţeir enduđu báđir međ 5 vinninga af 9 mögulegum.

Til hliđar viđ mótiđ voru allskyns viđburđir.

T.d. tók ég ţátt í liđakeppni í hrađskák ţar sem hvert liđ mátti ekki hafa meira en samtals 9900 skákstig. (6 í liđi) og tefldum viđ Baldur í sameiginlegu liđi íslendinga og Svía og lentum í 3. Sćti. Okkar liđ var skipađ ţeim Patrick Lyrberg, Vladimir Poley, Adam Eriksson, Carl Eriksson, Teodor og mín.

Einnig kepptum viđ í svokölluđum fun games ţar sem viđ ţurftum ađ keppa í allskyns ţrautum.

Auk ţess ţegar skák var lokiđ fór ég a.m.k. ţrisvar sinnum međ frćnku minni á ströndina, sem var um 40 km norđar.

Tenglar mótstöflur og úrslit.

Ađ lokum koma hér 2 skákir úr mótinu. Ţćr eru einnig ađ finna í međfylgjandi skrá.


Skrár tengdar ţessari bloggfćrslu:

Armenar heimsmeistarar landsliđa

Úkraína - ArmeníaArmenar gerđu 2-2 jafntefli viđ Úkranínu í 9. og síđustu umerđ HM landsliđa sem lauk í morgun í Ningbo í Kína.  Samiđ var um jafntefli á öllum borđum í einu.  Ţar međ tryggđu Armenar sér gulliđ og Úkraínumenn bronsiđ.  Kínverjar lentu í öđru sćti, eini stigi á eftir Armenum.  Rússar, sem voru međ stigahćgsta liđiđ á pappírnum urđu ađ sćtta sig viđ fjóđra sćtiđ.  Aserar sem voru međ ţađ nćststigahćsta urđu ađeins sjöundu.

Ţađ er athyglisvert ađ Armenar keyrđu á nánast liđinu allt mótiđ, ţ.e. varamađurinn tefldi ađeins eina skák gegn Egyptum sem voru međ áberandi lakasta liđiđ.

Ţjóđarstolt Armena er mikiđ og á međan ýmsir liđsmenn annarra liđa tóku önnur verkefni framyfir ţá mćttu ţeir međ sitt sterkasta liđ og ţessi fámenna ţjóđ heldur áfram ađ stimpla sig.  Ekki skemmir heldur fyrir Movsesian hefur gengiđ til viđ Armena.  

Liđ heimsmeistara Armena skipuđu:

 1. Levon Aronian (2805) 5 v. af 8
 2. Sergei Movsesian (2700) 6 v. af 9
 3. Vladimir Akopian 2667) 6 v. af 9
 4. Gabriel Sargissian (2663) 4˝ v af 9
 5. Robert Hovhannisyan (2556) 1 v. af 1
10 af sterkustu landsliđum heims tóku ţátt og tefla allir viđ alla.   Rússar höfđu sterkasta liđiđ á pappírnum (međalstig 2752) en nćstir komu Aserar (2737), Úkraínumenn (2722) og Armenar (2709). 


Lokastađan:

 

Rk.Team12345678910TB1TB2
1Armenia*22221422,5
2China*231322,5
3Ukraine2*21219,5
4Russia22*331431021
5Hungary1*2231019,5
6USA2˝12*31018,5
7Azerbaijan223*32919
8India1211*715,5
9Israel˝0˝2*3513
10Egypt˝˝11˝1*09

 


Czech Open: Hannes vann í fjórđu umferđ og er í 3.-15. sćti

Hannes Hlífar ađ tafli í St. Pétursborg

Stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2546) vann rússneska stórmeistarann Evgeny Levin (2465) í 4. umferđ Czech Open sem fram fór í dag.  Guđmundur Kjartansson (2310) gerđi jafntefli viđ spćnska alţjóđlega meistarann Alfonso Llorente Zaro (2453) en Guđmundur Gíslason (2322) tapađi fyrir  tékkneska alţjóđlega meistaranum Pavel Simacek (2470).   Hannes hefur 3,5 vinning og er 3.-15. sćti, Kjartansson hefur 2,5 vinning en Gíslason hefur 2 vinninga.

Efstir međ fullt hús eru stórmeistararnir Magesh Chandran Panchanathan (2556) og Konstantine Shanava (2535), Georgíu.

Í 5. umferđ, sem fram fer á morgun, teflir Hannes viđ rússneska alţjóđlega meistarann Ivan Rozum (2464).  Skákin verđur sýnd beint og hefst útsendingin kl. 13.  Kjartansson teflir viđ ţýska alţjóđlega meistarann Dennis Breder (2443) og Gíslason viđ Rússann Mstislav Yefimov (2127).

Í b-flokki vann Jakob Sćvar Sigurđsson (1789) sína skák en Sigurđur Eiríksson (1951) tapađi.  Sigurđur hefur 2 vinninga en Jakob Sćvar hefur 1 vinning.

Í a-flokki tefla 279 skákmenn.  Ţar af eru 50 stórmeistarar og 58 alţjóđlegir meistarar.  Hannes er nr. 17 í stigaröđ keppenda, Gíslason nr. 132 og Kjartansson nr. 140.


Dortmund: Kramnik međ yfirburđi í hálfleik

Kramnik í Dortmund (mynd af heimasíđu mótsins)Vladimir Kramnik (2781) er í miklu stuđi á Dortmund Sparkassen-mótinu.  Í fimmtu umferđ, sem fram fór í dag, lagđi Rússinn Anish Giri (2701) og hefur 4,5 vinning af 5 mögulegum!  Víetnaminn Le Quang (2715) er annar međ 3 vinninga eftir sigur á Ponomariov (2764).  Frídagur er á morgun.

Rétt eins og í Biel taka 6 skákmenn ţátt og tefld er tvöföld umferđ.

Stađan:

 • 1. Kramnik (2781) 4,5 v.
 • 2. Le Quang (2715) 3 v.
 • 3. Ponomariov (2764) 2,5 v.
 • 4. Giri 2 v.
 • 5.-6. Meier (2656) og Nakamura (2770) 1,5 v.

 


Biel: Carlsen kominn á beinu brautina

CarlsenMagnus Carlsen (2821) vann heimamanninn Pelletier (2590) í sjöttu umferđ ofurskákmótsins í Biel sem fram fór í dag.  Öđrum skákum lauk međ jafntefli.  Carlsen er efstur međ 13 stig, hefur 3 stiga forystu á Morozevich (2694).   Vachier-Lagrave (2722) og Shirov (2714) eru í 3.-4. sćti međ 7 stig. 

Úrslit 6. umferđar:

Maxime Vachier-Lagrave-Fabiano Caruana˝ - ˝  (34)
Magnus Carlsen-Yannick Pelletier 1 - 0 (42)
Alexander Morozevich-Alexei Shirov˝ - ˝ (40)


Stađan:

 Name ELOPoints
 1.Magnus CarlsenNOR2821 13
 2.Alexander MorozevichRUS2694 10
 3.Maxime Vachier-LagraveFRA2722 7
 Alexei ShirovESP2714 7
 5.Yannick PelletierSUI2590 4
 6.Fabiano CaruanaITA2711 3

Sex skákmenn taka ţátt og tefla tvöfalda umferđ.   Veitt eru 3 stig fyrir sigur og eitt stig fyrir jafntefli.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (9.8.): 10
 • Sl. sólarhring: 23
 • Sl. viku: 253
 • Frá upphafi: 8706291

Annađ

 • Innlit í dag: 7
 • Innlit sl. viku: 195
 • Gestir í dag: 6
 • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband