Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Mátsókn í endatafli

Ţađ gleymist stundum ţegar mikil uppskipti verđa og drottningar fljúga í kassann, ađ í endataflinu leynast oft möguleikar á snarpri kóngssókn og jafnvel peđin geta reynst öflugir sóknarmenn. Ţegar viđ bćtist sá algengi misskilningur ađ mislitir biskupar gefi stöđunni alveg sérstaklega jafnteflislegt yfirbragđ er ekki von á góđu. Á Norđurlandamótinu í skólaskák sem fram fór í Osló um síđustu helgi fór Hjörvar Steinn Grétarsson mikinn, laus viđ gamlan erkifjanda Svíann Nils Grandelius, og vann allar skákir sínar í A-flokki, hlaut 6 vinninga af 6 mögulegum. Hann tefldi eina skák ţar sem allir ţessir ţćttir komu viđ sögu.

Í skákinni hefđi hvítur betur hugađ ađ ţróun peđastöđunnar en hefst ţess í stađ ţegar handa viđ ađ tefla međ ţungu mönnunum og svartur á tiltölulega auđvelt međ ađ hrinda atlögu hans:

NM 2011:

Kristofer Madland - Hjörvar Steinn Grétarsson

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Db6 8. Dd2 Rc6 9. 0-0-0 Rxd4 10. Dxd4 Dxd4 11. Hxd4 Be7 12. Be2 Bd7 13. Hhd1 Bc6 14. Bf3 0-0-0 15. Bxf6 gxf6 16. g4 Kc7 17. H4d3 b5 18. a3 Bb7 19. Re2 Kd7 20. Hb3 Hb8 21. Rd4 Ba8 22. Hdd3 Hhc8 23. Hdc3 Hc5

Eftir ţennan einfalda leik nćr svartur frumkvćđinu. Peđ hvíts á f4 á eftir ađ reynast alvarlegur veikleiki.

24. Kd2 Bf8 25. h4 Bh6 26. g5 Bg7 27. Hd3 fxg5 28. hxg5 Hbc8 29. c3 h6 30. gxh6 Bxh6 31. Ke3 f5

Peđin bćtast nú í sóknina. Mun sterkari leikur var ţó 31.... He5! sem hótar 32.... f5, 32.... d5 eđa jafnvel 32.... Bxe4.

32. exf5 e5 33. Bxa8 exd4 34. cxd4 He8 35. Kf3 Hxf5 36. Bb7 Bxf4 37. Kg4 Hf6

Hvíti kóngurinn er skyndilega kominn á bersvćđi og má hafa sig allan viđ ađ verjast alögum svarts. Hér gat hann varist međ 38. Hh3 og hvergi er rakinn vinning ađ finna en uggir ekki ađ sér og efnishyggjan nćr tökum á honum. 

g77n49st.jpg38. Bxa6?? Hg8+ 39. Kf3 Bd2+! 40. Ke2 Hg2+ 41. Kd1 Hf1+ 42. Kc2 Hc1 mát.

Framan af virtist íslenski hópurinn ćtla ađ veita Dönum harđa keppni um ţađ hver Norđurlandaţjóđanna sex hlytu flesta vinninga samanlagt en piltarnir gáfu eftir á lokasprettinum.

Íslendingar náđ bestum árangri í elstu aldursflokkunum. Sverrir Ţorgeirsson var nćstur á stigum á eftir Hjörvari í A-flokki, 18-20 ára, hlaut 3 ˝ v. og varđ í 4. sćti sem er viđunandi frammistađa.

Í B-flokki, 16-18 ára, varđ Nökkvi S. Sverrisson úr Vestmannaeyjum í 2.-4. sćti en var úthlutađ bronsinu eftir stigaútreikning. Hann lagđi ađ velli sigurvegara B-flokksins og geta Eyjamenn veriđ stoltir af frammistöđu hans. Örn Leó Jóhannsson fékk 50% vinningshlutfall í ţessum flokki.

Í C-flokki, 14-16 ára, var Emil Sigurđsson međ 50% vinningshlutfall og í D-flokki, 12-14 ára, varđ Oliver Jóhannesson međ 50% vinningshlutfall.

Í E-flokki, 10-12 ára fékk Vignir Vatnar Stefánsson einnig 3 vinninga af 6 mögulegum. Vignir Vatnar, sem er átta ára, hefur vakiđ mikla athygli undanfariđ. Hann vann fyrstu ţrjár skákir sinar en skorti keppnisreynslu til ađ fylgja ţví eftir.

Meiri breidd er í ţessum Norđurlandamótum nú en var á árum áđur og má geta ţess ađ í ţeim flokkum sem reiknuđ voru til alţjóđlegra stiga hćkkuđu flestir íslensku piltarnir.

Helgi Ólafsson | helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is u.ţ.b. viku síđar en í blađinu sjálfu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 27. febrúar 2011.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 8764058

Annađ

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 154
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband