Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2012

Skáklandiđ fjallar um Íslandsmótiđ í skák

1Stefán Bergsson hefur skrifađ stórskemmtilegan pistil á skákblogg DV um Íslandsmótiđ í skák á sem fram fór í Stúkunni á Kópavogsvelli 13.-23. apríl nk.  

Međal ţess sem unniđ er ađ í kjölfar mótsins er möguleg (endur)stofnun taflfélags í ţessu nćststćrsta bćjarfélagi landsins.   

Í lok greinar Stefáns má finna viđtöl viđ ţá Ţröst og Braga sigurvegara landsliđsflokks en ţeir munu heyja einvígi síđari hluta maí-mánađar um Íslandsmeistaratitilinn.  

Skákbloggiđ í DV

 

 

 


Skólaskákmót Reykjavíkur í Sjóminjasafninu á laugardag: Keppendur frá nćstum 30 skólum!

1Skólaskákmót Reykjavíkur verđur haldiđ í Sjóminjasafninu laugardaginn 28. apríl og hefst klukkan 12. Nćrri 50 keppendur frá 27 skólum eru skráđir til leiks, og tefla í tveimur aldursflokkum. Ţarna mćtast sterkustu skákmenn hvers skóla og má búast viđ ćsispennandi baráttu.
Á međal keppenda eru unglingalandsliđsmenn og konur, Norđurlandameistarar barna- og grunnskólasveita, nýkrýndur Norđurlandameistari stúlkna Hrund Hauksdóttir, Reykjavíkurmeistarar og Íslandsmeistarar.
DSC_0479Teflt er um 3 sćti í hvorum flokki á Landsmótinu í skólaskák sem fer fram um nćstu helgi í Ţingeyjarsýslu.
Landsmótiđ í skólaskák tekur til allra landshluta, er fjölmennasta mót ársins og var fyrst teflt 1979 ţegar Jóhann Hjartarson sigrađi í eldri flokki. Fjölmargir stórmeistarar og landsliđsmenn unnu mótiđ á sínum yngri árum.
Skákáhugamenn eru hvattir til ađ mćta í Víkina í Sjóminjasafninu og fylgjast međ meisturum framtíđarinnar. Góđ ađstađa er fyrir áhorfendur og ljúffengar veitingar í bođi.

Yngri flokkur

Háteigsskóli: Haraldur Dađi Ţorvaldsson

Vogaskóli: Friđrik Leó Curtis

Rimaskóli: Svandís Rós Ríkharđsdóttir, Jóhann Arnar Finnsson, Joshua Davíđsson og Nansý Davíđsdóttir.

Árbćjarskóli: Jacob A. Petersen og Andri M. Hannesson

Fossvogsskóli: Ólafur Örn Ólafsson og Matthías Magnússon

Vesturbćjarskóli: Magnús Geir Kjartansson

Grandaskóli: Gauti Páll Jónsson

Landakotsskóli: Tristan Ari Bang Margeirsson

Melaskóli: Sigurđur Kjartansson

Sćmundarskóli: Alísa Helga Svansdóttir og Ţorsteinn Magnússon

Selásskóli: Grímur Ámundason

Breiđagerđisskóli: Ýmir Hugi Ágústsson

Foldaskóli: Sćmundur Árnason

Vćttaskóli – Borgir: Hilmir Hrafnsson

Hólabrekkuskóli: Heimir Páll Ragnarsson

Hamraskóli: Júlía Heiđur Guđmundsdóttir

Kelduskóli – Korpa: Alexander Örn

Kelduskóli – Víkur: Sigurđur Bjarki

Ölduselsskóli: Alec Sigurđarson og Óskar Víkingur Davíđsson

Húsaskóli: Íris Amal

Hlíđaskóli: Jóhann Bjarkar Ţórsson

Barnaskóli Hjallastefnunnar: Sólvin Tómasson og Marinó Tómasson

Ingunnarskóli: Sćvar Halldórsson

Dalskóli: Kristjón Örn Vattnes Helgason

Eldri flokkur

Hlíđaskóli: Ingimar Aron Baldursson

Hólabrekkuskóli: Dagur Kjartansson og Donika Kolica

Rimaskóli: Oliver Aron Jóhannesson, Dagur Ragnarsson, Hrund Hauksdóttir, Jón Trausti Harđarson.

Hagaskóli: Leifur Ţorsteinsson og Veronika Steinunn Magnúsdóttir

Engjaskóli: Elín Nhung

Laugalćkjarskóli: Rafnar Friđriksson.


Suđurlandsmótiđ í skólaskák fer fram 1. maí

Suđurlandsmótiđ í skólaskák fer fram ţriđjudaginn 1. maí kl 14.  Teflt verđur í Selinu á Selfossi sem er félagsheimili HSK.

Nú hafa ţegar 5 skólar bođađ komu keppenda, ţađ eru Hvolsskóli, Grunnskólinn á Hellu, Flóaskóli, Flúđaskóli og Grunnskóli Bláskógabyggđar.

Venju samkvćmt verđur teflt í tveimur flokkum, ţ.e. 1.-7. bekk og 8.-10.bekk.

Sigurvegarar ávinna sér rétt til ađ tefla á landsmótinu í skólaskák sem fram fer 3.-6. maí í Stórutjarnarskóla í hinni ágćtu Ţingeyjarsveit.

Allar nánari upplýsingar hjá Kjördćmisstjóra, Magnúsi Matthíassyni í síma 691 2254

Jafntefli í fimmtu einvígisskák Kramnik og Aronian

Kramnik (2801) og Aronian (2820) gerđu jafntefli í fimmtu og nćstsíđustu skák vináttueinvígis ţeirra sem fram fer í Zurich í Sviss.  Stađan er nú 2,5-2,5.  

Sjötta og síđasta skák einvígisins fer fram á morgun og hefst kl. 11. 

Heimasíđa einvígisins


Magnús Geir skólameistari Vesturbćjarskóla

IMG_6360Magnús Geir Kjartansson sigrađi međ fullu húsi á Meistaramóti Vesturbćjarskóla 2012, hlaut 6 vinninga af 6 mögulegum. Ásgeir Beinteinn Árnason hreppti 2. sćtiđ og Steingrímur Stefánsson hlaut bronsiđ.

Hinn nýbakađi skólameistari hefur veriđ fastur liđsmađur í sveit Vesturbćjarskóla í vetur, rétt einsog Ásgeir og systkini hans sem eru í skólanum. Ţannig hefur Svava Árnadóttir veriđ oddviti í stúlkusveit skólans.

DSC_0978Skákklúbbur var stofnađur í skólanum fyrr í vetur og er formađur hinn kornungi félagsmálafrömuđur Kristján Gabríel Ţórhallsson, en hann hafđi áđur stofnađ skákklúbb í Landakotsskóla. Ćfingar eru hjá klúbbnum tvisvar í viku, á ţriđjudögum og fimmtudögum.

Ţá hefur í vetur veriđ vikuleg kennsla fyrir 3. bekkinga, í umsjón Stefáns Bergssonar framkvćmdastjóra Skákakademíu Reykjavíkur og Róberts Lagerman skákmeistara.

DSC 0977Ţá hefur Hallgrímur Sveinn Sćvarsson stuđningsfulltrúi viđ Vesturbćjarskóla veriđ ómissandi hjálparhella viđ ađ byggja upp skáklífiđ í skólanum, auk ţess ađ ađstođa viđ barna- og ungmennaćfingar KR í Frostaskjóli á miđvikudögum en ţangađ mćta krakkar úr öllum skólum Vesturbćjar.

Myndaalbúm (HJ og HSS)


Skákţing Norđlendinga fer fram á Akureyri 25.-28. maí

Skákţing Norđlendinga 2012

Akureyri 25.-28. maí 2012

150 ára afmćlismót Akureyrarkaupstađar

100 ára afmćlismót Júlíusar Bogasonar skákmeistara

Skákţingiđ hefur veriđ haldiđ árlega frá 1935 og er nú háđ í 78. sinn.  Sérstaklega verđur vandađ til mótshaldsins nú í tilefni af ţví ađ 150 ár eru liđin frá ţví Akureyrarbćr öđlađist kaupstađaréttindi. Ţá er međ mótshaldinu ţess minnst ađ í ár eru 100 ár liđin frá fćđingu Júlíusar Bogasonar skákmeistara. Júlíus varđ skákmeistari Akureyrar 19 sinnum og  5 sinnum skákmeistari Norđlendinga.

Teflt verđur í félagsheimili Skákfélags Akureyrar, Íţróttahöllinni viđ Skólastíg (gengiđ inn ađ vestan).  

Dagskrá:


Tefldar verđa 7 umferđir eftir svissnesku kerfi, 3 atskákir og 4 kappskákir.  

Föstudagur 25. maí kl. 20.00: 1.-3. umferđ. Atskák, 25 mín/mann.
Laugardagur 26. maí kl. 10.00: 4. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Laugardagur 26. maí kl. 16.00: 5. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Sunnudagur 27. maí kl. 13:00: 6. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.
Mánudagur 28. maí kl. 10.00: 7. umferđ. Kappskák, 90 mín + 30 sek/leik.

Mánudagur 28. maí kl. 14.30: Hrađskákmót Norđlendinga.

Mótiđ verđur reiknađ til íslenskra skákstiga og til FIDE-skákstiga.

Keppni í kvennaflokki fer fram laugardaginn 26. maí og hefst kl. 10.00. Ţetta ađ ţví tilskildu ađ nćg ţátttaka fáist. Lágmark er 6 keppendur svo mótiđ fari fram. Tefldar verđa atskákir, 5-7. umferđir.  

Ţátttökugjald:   kr. 4000 fyrir 17 ára og eldri, kr. 2000 fyrir 16 ára og yngri.  Ţátttaka í hrađskákmótinu er innifalin. Ţeir sem einungis tefla í hrađskákmótinu greiđa kr. 500 fyrir ţátttökuna.  Ţátttökugjald í kvennaflokki kr. 1000.

Verđlaun: Verđlaunafé verđur ađ lágmarki kr. 150.000, ţar af kr. 40.000 í fyrstu verđlaun. 

Öllum er heimil ţátttaka á mótinu, en ađeins ţátttakendur međ lögheimili á Norđurlandi geta unniđ ţá meistaratitla sem teflt verđur um, ţ.e. Skákmeistari Norđlendinga, (í meistaraflokki, kvennaflokki og unglingaflokki) og Hrađskákmeistari Norđlendinga.  

Skráning:  í netfangiđ askell@simnet.is og er skráningarfrestur til miđnćttis 24. maí. Ţeir sem mćta til leiks eftir ađ skráningarfrestur er liđinn geta ekki veriđ vissir um ađ fá sćti á mótinu. 


Gallerý Skák: Ţór Valtýsson hampađi sigri

Ţór Valtýsson

Eftir hálfsmánađarhlé vegna sumarkomunnar tóku menn  vasklega til tafls í skák- og listasmiđjunni í Bolholti í gćrkvöldi. Sextán skákgarpar á breytilegum aldri voru mćttir og létu hvorki „hambrigđapersónustreyturöskun"„mótlćtisstreituröskun" eđa ađra landlćgar geđraskanir hafa áhrif á taflmennsku sína og baráttuvilja.

Allir  keppendur tóku örlögum sínum á skákborđinu međ jafnađargeđi ađ ţessu sinni og međ bros á vör amk. ađ nafninu til.  Sannur íţróttaandi sveif yfir vötnunum í tilefni vorsins og hćkkandi sólar međ blóm í haga.

Til ţess ađ standa sig ađ ţessu leyti  urđu ţó sumir ađ Gallerý Skákbeita sig afar hörđu,  bíta fast á jaxlinn og bölva í hljóđi svo lítiđ bćri á.  Bćđi tannlćknir, sálfrćđingur og málfrćđiprófessor voru međal ţátttakanda, sem litu eftir ţessum ţremur ţáttum hver fyrir sig: gnístran tanna, geđssveiflum og orđfćri manna og gćttu ţess vandlega ađ ekkert fćri úrskeiđis nema ţá á skákborđinu sjálfu eins hendir ţegar teflt er ađ hörku og ekkert er gefiđ eftir - nema síđur sé. 

Ţegar yfirlauk eftir 11 umferđir  og margar feikilegar veltefldar baráttuskákir stóđu ţeir upp efstir og jafnir Ţór Valtýsson og Gunnar Kr. Gunnarsson međ 8 vinninga og ţrjá niđur. Ţór Valtýsson norđanmađur hampađi ţó glćstum sigri á stigum og hlaut velútilátiđ lófatak fyrir.  Nćstir komu svo ţeir Jón G. Friđjónsson og Friđgeir K. Hólm međ 7.5 vinninga og Ţórarinn Sigţórsson, hinn eitilharđi baráttumađur og landskunna aflakló  varđ svo einn í 5. sćti međ 7 vinninga.

Stefán Ţormar Guđmundsson „Hellisheiđarséní" ásamt tveimur öđrum valinkunnum görpum fylgdi svo í kjölfariđ međ 6.5 v. eins og sjá má á međf. mótstöflu.   Nánar á www.galleryskak.net.

 

motstafla_1149164.jpg

 


Barna-og unglingameistaramót Reykjavíkur sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur

Barna- og unglingameistaramót Reykjavíkur, sem og Stúlknameistaramót Reykjavíkur, fer fram sunnudaginn 29. apríl  í félagsheimili T.R. Faxafeni 12.

Tafliđ hefst kl.14 og stendur til ca. kl. 18. Tefldar verđa 7 umferđir eftir Monrad-kerfi međ umhugsunartímanum 15 mín. á skák. Teflt verđur í einum flokki.
Verđlaun verđa veitt fyrir ţrjú efstu sćtin í mótinu og ţar fyrir utan hlýtur sigurvegarinn titilinn Unglingameistari Reykjavíkur 2012, sé hann búsettur í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélagi.

Einnig verđa veitt verđlaun fyrir ţrjár efstu stúlkurnar og ţar fyrir utan hlýtur efsta stúlkan titilinn Stúlknameistari Reykjavíkur 2012, sé hún búsett í Reykjavík eđa félagi í reykvísku taflfélag. Til viđbótar verđa veitt verđlaun fyrir ţrjú efstu sćtin í aldursflokknum 12 ára og yngri (fćdd 1999 og síđar).

Mótiđ er opiđ öllum krökkum 15 ára og yngri (fćdd 1996 og síđar).

Skráning fer fram á taflfelag@taflfelag.is (vinsamlegast gefiđ upp nafn, fćđingarár, símanúmer, skóla og taflfélag (ef viđ á)) og einnig er hćgt ađ skrá sig á mótsstađ sunnudaginn 29. apríl. frá kl. 13.30- 13.45. Skákmótiđ hefst kl. 14.

Ađgangur á mótiđ er ókeypis.


Skólaskákmót Reykjavíkur fer fram á laugardag

Skólaskákmót Reykjavíkur fer fram laugardaginn 28. apríl í Víkinni Sjóminjasafni sem stađsett er ađ Grandagarđi átta.

Tafliđ hefst 12:00 og tefldar verđa átta umferđir međ 10 mínútna umhugsunartíma.

Teflt verđur í tveimur flokkum; yngri (1.-7. bekkur) og eldri (8.-10.) bekkur.

Efstu sćtin gefa rétt til ţátttöku á Landsmótinu í skólaskák sem fram fer í Ţingeyjarsýslu vikunni eftir mótiđ.

Ţátttökurétt hafa sigurvegarar skólamótanna auk ţess sem sterkum skákskólum býđst ađ senda fleiri skákmenn til leiks.

Skráning á stefan@skakakademia.is


Ţorvarđur efstur á öđlingamóti

ŢorvarđurŢorvarđur F. Ólafsson (2175) er efstur međ 4,5 vinning ađ lokinni 5. umferđ skákmóts öđlinga, sem fram fór í kvöld í félagsheimili TR, eftir jafntefli viđ Bjarna Hjartarson (2038).  Bjarni er í 2.-3. sćti međ 4 vinninga ásamt Jóhanni Ragnarssyni (2082) sem vann Siguringa Sigurjónsson (1944).  

Úrslit 5. umferđar má finna í heild sinni hér.  

Stöđu mótsins má finna hér

Í sjöttu og nćstsíđustu umferđ, sem fram fer nk. miđvikudagskvöld mćtast međal annars: Ţorvarđur - Jóhann, Eggert Ísólfsson - Bjarni og Halldór Pálsson - Sigurđur Dađi Sigfússon.  Röđun sjöttu umferđar má finna í heild sinni hér.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.7.): 24
 • Sl. sólarhring: 30
 • Sl. viku: 173
 • Frá upphafi: 8705230

Annađ

 • Innlit í dag: 18
 • Innlit sl. viku: 145
 • Gestir í dag: 17
 • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband