Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2012

Glćsilegur sigur Doniku á meistaramóti Hólabrekkuskóla

1Donika Kolica sigrađi međ fullu húsi á meistaramóti Hólabrekkuskóla í Breiđholti, sem fram fór í dag. Donika sigrađi í öllum 7 skákum sínum, og lagđi m.a. Dag Kjartansson, besta skákmann skólans til margra ára.

Dagur varđ ađ gera sér silfriđ og 6 vinninga ađ góđu og í ţriđja sćti varđ Heimir Páll Ragnarsson međ 5 vinninga.

Ţessir ţrír vösku krakkar hafa myndađ uppistöđuna í skáksveit skólans, sem m.a. hefur náđ bronsi og silfri á Reykjavíkurmóti grunnskóla.

DSC 0936Rík skákhefđ er í Hólabrekkuskóla og skólinn er vel búinn taflsettum og tölvuklukkum. Ţađ má ţakka Birnu Halldórsdóttur, sem m.a. stóđ fyrir kökubasar til ađ safna fyrir skákklukkunum!

Skák var á stundatöflu 3. bekkinga í Hólabrekkuskóla í vetur og val í unglingadeild. Björn Ívar Karlsson annađist kennsluna, en auk ţess sáu Donika og Björn Ţorfinnsson um opnar ćfingar eftir skóla.
DSC 0941Sigur Doniku kom nokkuđ á óvart, en sýnir ađ hún er í örri framför sem skákmađur, enda afar dugleg viđ ćfingar.  Donika sigrađi Dag í Grand-Prix afbrigđi Sikileyjarvarnar sem verđur sífellt vinsćlla međal skákmanna á öllum aldri og styrkleikastigum.
Ţessa dagana fara fram meistaramót í fjölmörgum grunnskólum Reykjavíkur, og víđar, og verđur sagt frá úrslitunum hér á skak.is.

Jafntefli í fjórđu einvígisskák Aronian og Kramnik

Aronian (2820) og Kramnik (2801) gerđu jafntefli í fjórđu skák vináttueinvígis ţeirra sem fram fer í Zurich í Sviss.  Stađan er nú 2-2.   Ţar sem skákin var undir ţremur tímum tefldu ţeir einnig eina atskák og ţar vann Aronian.

Fimmta og nćstsíđasta skákin fer fram á föstudag og hefst kl. 13.  Alls tefla ţeir sex skákir

Heimasíđa einvígisins


Fyrirtćkja- og félagaeinvígi

Ágćti forsvarsmađur!

Međ ţessu bréfi vill Skákdeild Fjölnis bjóđa fyrirtćki ţínu ţátttöku í glćsilegri firma- og félagakeppni í skák sem fram fer í Ráđhúsi Reykjavíkur ţann 9. maí n.k. Teflt verđur frá kl. 16:00 – 19:00.

Um er ađ rćđa sveitakeppni, ţrír í liđi ásamt varamönnum. Mótiđ er óvenjulegt ađ ţví leyti ađ ţađ er sniđiđ ađ almennum skákáhugamönnum, ţ.e. starfsmönnum fyrirtćkja. Einstakt tćkifćri gefst til ađ tefla viđ mjög sterka mótherja, bestu skákmenn landsins, og jafnframt vera í sigurliđi og vinna vegleg verđlaun.

Samanlagđur styrkleiki hvers liđs í hverri umferđ ţarf ađ vera undir 5.500 stigum. Til ađ hvetja stigalausa til ađ vera međ, reiknast ţeir međ ađeins 1.000 ELO stig. Borđaröđ er frjáls.

Ađbúnađur í Ráđhúsinu er eins og best verđur á kosiđ, međ m.a. fríum veitingum fyrir keppendur, skák sýnd í beinni á sýningartjaldi o.s.frv.

Verđlaun eru glćsileg, en auk verđlaunagripa og medalía verđa eftirtalin verđlaun veitt fyrir efstu ţrjú sćtin:

1. verđlaun: Flug til Evrópu međ Iceland Express fyrir 3 liđsmenn – öll gjöld innifalin ásamt Ljósmyndabókinni frá Sögum útgáfu fyrir 3 liđsmenn!             

2. verđlaun: Flug til Evrópu međ Iceland Express fyrir 3 liđsmenn – öll gjöld innifalin!                                                    

3. verđlaun: Út ađ borđa fyrir tvo á veitingastađnum Skrúđi – 3 gjafabréf. Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu og geisladiskur frá 12 tónum fyrir 3 liđsmenn!

Einnig verđa veitt verđlaun:

                Einstaklingsverđlaun:

1.       verđlaun:  GSM snjallsími, ađ verđmćti kr. 100.000, frá Símanum.

2.       verđlaun: Út ađ borđa fyrir tvo á veitingastađnum Vox. Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu og geisladiskur frá 12 tónum

3.-5.verđlaun: Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu og geisladiskur frá 12 tónum

-       Óvćntustu úrslitin - miđađ er viđ stigamun:

1. verđlaun: Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu og geisladiskur frá 12 tónum,

2.-3. verđlaun: Geisladiskur frá 12 tónum

 

-        fyrir ţátttökuliđiđ sem ađ kemur mest á óvart m.v. fyrirfram styrkleika:

1.-2. verđlaun: Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu fyrir 3 liđsmenn!

3. verđlaun: geisladiskur frá 12 tónum fyrir 3 liđsmenn!

-       snjallasti liđsstjórinn:

1.-3. verđlaun: Ljósmyndabókin Hús eru aldrei ein eđa Eyjafjallajökull frá Uppheimum.

-       Flottasti liđsbúningurinn: Ljósmyndabókin frá Sögum útgáfu fyrir 3 liđsmenn!

-       Einnig Headphones og minnislyklar frá Nýherja og fleira, m.a. útdráttarverđlaun, sem ađ kynnt verđa síđar!

ATH. Verđlaunum kann ađ fjölga og/eđa verđa enn veglegri.

Viđ stefnum á ađ ná 20 sveitum – munum skođa hvađ viđ gerum ef ađ fćrri hafa skráđ sig

 

Fyrirkomulag                                                                                                                                                                                   -        Teflt verđur í Ráđhúsi Reykjavíkur 9. maí nćstkomandi kl. 16:00-19:00.                                                        -        Hvert fyrirtćki eđa félag sendir ţriggja manna skáksveit til leiks međ allt ađ ţrjá varamenn. Ekki er nauđsynlegt ađ keppendur séu starfsmenn viđkomandi fyrirtćkis, eđa međlimir í viđkomandi félagi.

-      Tefldar verđa 7-10 umferđir međ 7-10 mínútna umhugsunartíma.

-      Samanlögđ stig, sjá: http://chess-results.com/isl/ratings.aspx?lan=0 , sveitar skulu takmarkast viđ 5.500 stig í hverri umferđ. Stigalausir verđa reiknađir međ 1.000 skákstig.

-       Sigurvegari mótsins er ţađ liđ sem ađ hlýtur flesta vinninga

-      Liđsmenn ţarf ađ tilkynna í síđasta lagi daginn fyrir mótsdag.

-      Veitingar í hléi verđa í bođi Saffran og Icelandic Glacial.

 

Skákdeild Fjölnis stendur ađ mótinu en verkfrćđistofan Verkís, sem fagnar 80 ára starfsafmćli í ár, er ađalstyrktarađili mótsins. Mótiđ er haldiđ til fjáröflunar fyrir skákdeild Fjölnis, en Fjölnir er mjög framarlega í barna- og unglingastarfi, en einnig til ađ styrkja kaup á vélbúnađi fyrir Héđin Steingrímsson, stigahćsta virka stórmeistara Íslands, sem jafnframt er félagi í Fjölni. Síđasta mót Héđins var ţýska Bundesligan, sem ađ nú er nýlokiđ, sjá: http://www.skak.blog.is/blog/skak/entry/1234493/

Stefnt er ađ ţví ađ gera mótiđ ađ árlegum viđburđi og endurvekja ţá skemmtilegu stofnanakeppni sem var viđ lýđi fram ađ síđustu aldamótum.

Ef óskađ er eftir, ţá hjálpum viđ til viđ ađ halda meistaramót fyrirtćkis eđa félags.

Ţátttökugjald hvers fyrirtćkis/félags/hóps er 50.000 kr. Tilkynniđ ţátttöku sem fyrst á firmakeppnin@gmail.com og skráiđ liđiđ á http://www.firmakeppnin.blog.is/blog/firmakeppnin/

Firmakeppni Íslands er á Facebook! http://www.facebook.com/profile.php?id=100003387882089

Ţar er hćgt ađ auglýsa á Facebook síđunni eftir skákmanni međ ELO stig, sem ađ passa viđ hina liđsmennina. Einnig er hćgt ađ senda okkur tölvupóst og viđ munum ađstođa viđ ţađ.

Skákmenn eru einnig hvattir til ađ auglýsa eftir liđi sem ađ vantar mann međ svipuđ ELO stig á Facebook síđunni eđa senda okkur tölvupóst og lýsa yfir áhuga á ţátttöku.

Viđ hvetjum ţig til ađ hafa frumkvćđi í málinu og vekja athygli á keppninni innan ţíns fyrirtćkis eđa félags og vonumst til ađ eiga skemmtilega upplifun međ ţér á mótinu!

Međ von um jákvćđ viđbrögđ, stuđning og skemmtilegt samstarf,

Helgi Árnason, formađur skákdeildar Fjölnis, gsm 664-8320                                                                                       

Héđinn Steingrímsson, stórmeistari og núverandi Íslandsmeistari í skák, gsm 894-0807

Ţátttökutilkynning og fyrirspurnir: firmakeppnin@gmail.com


Sumarskákmót Fjölnis

img_7434_1148713.jpgSumarskákmót Fjölnis fer fram í Rimaskóla ţriđjudaginn 1. maí. Skákdeild Fjölnis lýkur vetrarstarfi sínu međ veglegu sumarskákmóti í Rimaskóla ţriđjudaginn 1. maí frá kl. 11:00 - 13:00.  Ţátttakendur eru beđnir um ađ mćta tímanlega til skráningar. Rótarýklúbbur Grafarvogs veitir sigurvegurum mótsins veglega eignarbikara; í eldri flokki 1996 - 2000, yngri flokki 2001 - 2005 og stúlknaflokki. Fjöldi vinninga í bođi, m.a. í formi pítsugjafabréfa og bíómiđa.

Tefldar verđa sex umferđir og umhugsunartíminn eru 7 mínútur á hverja skák.

Í skákhléi verđur hćgt ađ kaupa pítsu og gosdrykk á 200 kr.

Skákdeildin mun útnefna afreksmann og ćfingameistara deildarinnar 2011 - 2012 á skákmótinu ogimg_7441_1148715.jpg heiđra nýjustu afreksmenn skákdeildar Fjölnis, ţau Hrund Hauksdóttur Norđurlandameistara stúlkna og Oliver Aron Jóhannesson, hinn 14 ára gamla bronsverđlaunahafa frá heimsmeistaramóti áhugamanna 2012.

Skákdeild Fjölnis hvetur alla grunnskólakrakka til ađ fjölmenna á ţetta síđasta skákmót vetrarins.

Ţátttakan er ókeypis.


Tímaritiđ Skák til sölu á ađeins 2.000 kr.

 

Tímaritiđ Skák

Tímaritiđ Skák kom út í mars í fyrsta skipti um langt árabil. Um er ađ rćđa árstímarit ţar sem fariđ vćri yfir liđiđ ár og fjallađ um helstu viđburđi eins og Reykjavíkurskákmótiđ, EM landsliđa, Skákţing Íslands, Íslandsmót skákfélaga, unglingastarf o.s.frv.   Rétt er líka ađ benda á frábćra grein Braga Kristjónssonar um kynni hans viđ Bobby Fischer.   Blađiđ er um 100 blađsíđur í glćsilegu broti.

Hćgt er ađ skrá sig fyrir blađinu hér.  Blađiđ verđur sent í pósti um hćl og greiđsluseđill birtist í heimabanka áskrifenda.


Snorri og Bjarni Jón Ţingeyjarsýslumeistarar

 

Snorri Hallgrímsson og Bjarni Jón Kristjánsson urđu Ţingeyjarsýslumeistarar í skólaskák í dag, en sýslumótiđ fór fram í Litlulaugaskóla í Reykjadal. Tryggvi, Snorri og Hlynur

Snorri vann eldri flokkinn međ 6,5 vinningum af 7 mögulegum en dregiđ var á milli Snorra og Hlyns Sćs Viđarssonar ţví ţeir urđu jafnir ađ vinningum og hafđi Snorri heppnina međ sér. Ţeir kepptu báđir fyrir Borgarhólsskóla. Tryggvi Snćr Hlinason, Stórutjarnaskóla, varđ í ţriđja sćti međ 4 vinninga og örlítiđ stigahćrri en Hjörtur Jón Gylfason, Reykjahlíđarskóla, sem einnig fékk 4 vinninga. Snorri og Hlynur hafa ţví unniđ sér keppnisrétt á kjördćmismótinu í skólaskák sem fram fer á Akureyri nk. laugardag kl 13:00.

Lokastađan í eldri flokki:

1.    Snorri Hallgrímsson Borgarhólsskóla           6,5 af 7
2.    Hlynur Snćr Viđarsson  ---------------            6,5
3.    Tryggvi Snćr Hlinason  Stórtjarnaskóla       4
4.    Hjörtur Jón Gylfason  Reykjahlíđarskóla       4
5-6.Starkađur Snćr Hlynsson Litlulaugaskóla     3
5-6. Freyţór Hrafn Harđarsson-----------------      3
7.    Pétur Ingvi Gunnarsson Reykjahlíđarskóla  1 
8.    Ingimar Atli Knútsson     ---------------------   0 

Í yngri flokki var mun harđari barátta um efstu sćtin enda keppendur mun jafnari ađ getu í ţeimimg_0550.jpg flokki.  Ţađ endađi ţó međ ţví ađ Bjarni Jón Kristjánsson, Litlulaugaskóla, stóđ uppi sem sigurvegari međ 6 vinninga af 7 mögulegum. Bjarni tapađi sinni skák í fyrstu umferđ, en vann síđan allar ađrar skákir. Jakub P Statkiewice, Litlulaugaskóla, varđ nokkuđ óvćnt í öđru sćti međ 5 vinninga og varđ örlítiđ hćrri á stigum en Ari Rúnar Gunnarsson, Reykjahlíđarskóla, sem einnig fékk 5 vinninga í mótinu og ţriđja sćtiđ. Bjarni og Jakub hafa ţví unniđ sér keppnisrétt á kjördćmismótinu í yngri flokkir á Akureyri nk. laugardag.

Lokastađan í Yngri flokki: 

  1   Bjarni Jón Kristjánsson,    Litl          6      19.5  
 2-3  Jakub Piotr Statkiewicz,    Litl          5      18.0  
      Ari Rúnar Gunnarsson,       Mýv           5      16.5 
 4-5  Snorri Már Vagnsson,        Stór          4.5    21.5  
      Eyţór Kári Ingólfsson,      Stór          4.5    21.0  
 6-7  Helgi Ţorleifur Ţórhallss,  Mýv           3.5    20.5  
      Ásgeir Ingi Unnsteinsson,   Litl          3.5    15.0  
  8   Helgi James Ţórarinsson,    Mýv           3      15.5  
  9   Björn Gunnar Jónsson,       Borg          2.5    14.5  
 10   Elín Heiđa Hlinadóttir,     Stór          2      18.5  
 11   Páll Hlíđar Svavarsson,     Borg          1.5    14.5  
 12   Bergţór snćr Birkisson,     Borg          1      16.0 

 

Sýslumađur Ţingeyinga, Svavar Pálsson, tók ađ sér ađ afhenda verđlaunin á mótinu enda fáir hćfari til ţess á sýslumóti í skák, en hann. Hermann Ađalsteinsson var mótsstjóri.

 


Kári og Bjarki sýslumeistarar Kjósarsýslu

Kári Georgsson og Bjarki Arnaldarson

Fámennt en góđmennt sýslumót í skólaskák var haldiđ í Hofsstađaskóla síđastliđiđ mánudagskvöld ţegar einungis 5 ungir skákmenn létu sjá sig.  Keppnin varđ ćsispennandi milli 2 efstu og dugđu 3 úrlslitaskákir ekki til ađ velja sigurvegara ţannig ađ ákveđiđ var ađ ţeir fengju báđir verđlaun. 

Í 1.-2. sćti urđu ţeir Kári Georgsson  og Bjarki dsc01716.jpgArnaldarson. međ 3,5 vinning úr mótinu og tefldu svo 2 skáka einvígi sem fór 1-1 en ţeir unnu sitthvora skákina og svo varđ jafntefli í bráđabanaskák. í 3. sćti varđ svo Fannar Ingi Grétarsson međ 2 vinninga. í 4.-5. sćti urđu svo ţeir Sigurđur Fannar Finnsson og Haukur Georgsson međ hálfan vinning hvor. 

Allir ţessir skákmenn eru nemendur í Hofstađaskóla. Enginn mćtti í eldri flokk. 

Ţetta ţýđir ađ ţađ verđa 3 skákmenn úr Taflfélagi Garđabćjar á Kjördćmismótinu sem vćntanlega verđur haldiđ nćstu helgi, (stađsetning og tími ekki ákveđin) en auk ţeirra Bjarka og Kára kemur Sóley Lind gengum Hafnarfjarđarmótiđ.


Sćbjörn áfram í skákstuđi í Stangarhyl

Sćbjörn GuđfinnssonSćbjörn Guđfinnsson varđ efstur í Ásgarđi í dag í fimmta sinn á árinu. Hann hefur mćtt tíu sinnum  á skákviđburđi frá áramótum og má vera ánćgđur međ árangurinn.

Sćbjörn fékk 8 vinninga af 9 í dag. Í öđru sćti varđ Jóhann Örn Sigurjónsson međ 7,5 vinning síđan komu ţrír jafnir  međ 6 vinninga, ţeir Guđfinnur R Kjartansson, Valdimar Ásmundsson og Ţorsteinn Guđlaugsson.

Tuttugu og átta skákmenn mćttu til leiks í dag.

Nćsta ţriđjudag verđur ekki teflt í Ásgarđi, ţá er 1. maí og starfsfólk hússins í fríi.

Nánari úrslit dagsins:

  • 1          Sćbjörn Guđfinnsson                                     8
  • 2          Jóhann Örn Sigurjónsson                                7.5
  • 3-5       Guđfinnur R Kjartansson                                6
  •             Valdimar Ásmundsson                                   6
  •             Ţorsteinn Guđlaugsson                                   6
  • 6          Haraldur Axel                                                 5.5
  • 7-12     Páll G Jónsson                                                 5
  •             Óli Árni Vilhjálmsson                                     5
  •             Birgir Sigurđsson                                            5
  •             Magnús V Pétursson                                       5
  •             Bragi G Bjarnarson                                         5
  •             Kristján Guđmundsson                                   5
  • 13-18   Gísli Sigurhansson                                          4.5
  •             Ari Stefánsson                                                            4.5
  •             Baldur Garđarsson                                          4.5
  •             Einar S Einarsson                                            4.5
  •             Trausti Pétursson                                             4,5
  •             Jón Víglundsson                                             4.5
  • 19        Hlynur Ţórđarson                                            4

Nćstu níu skákmenn fengu fćrri vinninga


Kramnik jafnađi metin gegn Aronian

Kramnik (2801) sigrađi Aronian (2820) í ţriđju skák vináttueinvígis ţeirra sem fram fer í Zurich í Sviss.  Aronian vann fyrstu skákina međ svörtu, ţeirra annarri lauk međ jafntefli og nú jafnađi Kramnik metin.  Fjórđa skákin fer fram á morgun og hefst kl. 13.

Alls tefla ţeir sex skákir

Heimasíđa einvígisins

 


Bragi og Ţröstur tefla einvígi um Íslandsmeistaratitilinn

 

1

 


Bragi Ţorfinnsson og Ţröstur Ţórhallsson komu jafnir í mark á Íslandsmótinu í skák sem lauk í dag í Stúkunni á Kópavogsvelli.   Fyrir umferđina voru ţeir jafnir međ 7 vinninga en Henrik ţriđji međ 6,5 vinning.  Bragi og Henrik mćttust en Ţröstur tefldi viđ Guđmund.   Báđar skákirnar voru ćsispennandi og voru áhorfendur sífellt ađ sjá fyrir sér nýjan Íslandsmeistara eđa einvígi á milli mismunDSC 0925andi ađila! 

Skákunum lauk báđum međ jafntefli fyrir rest og Henrik varđ í 3.-4. sćti ásamt Degi Arngrímssyni.

Ţađ er margt sögulegt viđ mótiđ.  Hvorki Ţröstur né Bragi hafa orđiđ DSC 0846Íslandsmeistarar og ţví er ljóst ađ nýr Íslandsmeistari verđur krýndur í maí nk. ţegar fjögurra skáka einvígi ţeirra fer fram.   Úrslitakeppnin er sú fyrsta síđan 1999 ţegar Hannes Hlífar Stefánsson vann Helga Áss Grétarsson í einvígi. 

Ţetta er í fyrsta skipti síđan 1998 ađ Hannes Hlífar Stefánsson tekur ţátt á annađ borđ ađ hann hampar ekki titlinum en hann hefur unniđ í 11 síđustu skipti er hann hefur tekiđ ţátt.

Úrslitaeinvígi Ţrastar og Braga fer fram um miđjan maí og teflt verđur í Stúkunni á Kópavogsvelli.

Röđun lokaumferđinnar:

  • Bragi Ţorfinnsson (7,0) - Henrik Danielsen (6,5) 0,5-0,5
  • Guđmundur Kjartansson (4,5) - Ţröstur Ţórhallsson (7,0) 0,5-0,5
  • Dagur Arngrímsson (6,0) - Davíđ Kjartansson (5,5) 1-0
  • Hannes Hlífar Stefánsson (4,5) - Einar Hjalti Jensson (3,5) 1-0
  • Stefán Kristjánsson (4,5) - Guđmundur Gíslason (3,5) 1-0
  • Sigurbjörn Björnsson (4,0) - Björn Ţorfinnsson (3,5) 0,5-0,5
Stađan:
  • 1.-2. Bragi Ţorfinnsson og Ţröstur Ţórhallsson 7,5 v.
  • 3.-4. Dagur Arngrímsson og Henrik Danielsen 7 v.
  • 5.-7. Davíđ Kjartansson, Hannes Hlífar Stefánsson og Stefán Kristjánsson 5,5 v.
  • 8. Guđmundur Kjartansson 5 v.
  • 9. Sigurbjörn Björnsson 4,5 v.
  • 10. Björn Ţorfinnsson 4 v.
  • 11.-12. Guđmundur Gíslason og Einar Hjalti Jensson 3,5 v.
Vefsíđur

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 20
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 299
  • Frá upphafi: 8764830

Annađ

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 167
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband