Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: EM landsliđa 2007

EM: Krótíu á morgun

Frídagur er í dag á EM landsliđa.  Á morgun mćtir íslenska liđiđ ţví króatíska sem er hiđ 18. stigahćsta.  Íslendingar tefla ţví upp fyrir sig eins og ávallt hingađ til.  Pistill dagsins kemur síđar í dag.

Liđ Króatíu:

Bo. NameRtgFED123456Pts.RtgAvgRpnwwew-weKrtg+/-
1GMKozul Zdenko2609CRO10100 2,026112539522,45-0,4510-4,5
2GMPalac Mladen2567CRO1˝˝01 3,025512623532,540,46104,6
3GMZelcic Robert2578CRO10˝0  1,52510242341,52,24-0,7410-7,4
4GMBrkic Ante2577CRO10  ˝ 1,52432243231,51,96-0,4610-4,6
5GMJankovic Alojzije2548CRO  1˝˝ 2,025352660321,550,45104,5

Árangur Íslendinga: 

Bo. NameRtgFED123456Pts.RtgAvgRpnwwew-weKrtg+/-
1GMStefansson Hannes2574ISL 1001 2,026242624421,720,28102,8
2IMSteingrimsson Hedinn2533ISL01˝˝1 3,025562628532,350,65106,5
3GMDanielsen Henrik2491ISL˝0 11 2,52551264642,51,670,83108,3
4IMKristjansson Stefan2458ISL011˝  2,52538263342,51,580,92109,2
5GMThorhallsson Throstur2448ISL0 0 ˝ 0,52486221330,51,34-0,8410-8,4

 


EM landsliđa: Stór sigur gegn Svartfjallalandi í fimmtu umferđ

Íslenska landsliđiđ vann góđan sigur gegn Svartfjallalandi í fimmtu umferđ Evrópumóts landsliđa sem tefld var í dag.  Skák ţeirra Dragan Kosic (2.482) og Ţrastar á fjórđa borđi lauk á friđsamlegan hátt eftir stutta talflmennsku. Henrik Danielsen kom Íslendingum svo yfir međ sigri á ţriđja borđi gegn Milan Drasko (2.557), en Henrik hafđi svart. Hannes, sem einnig hafđi svart, tryggđi íslenska liđinu svo sigurinn í viđureigninni međ ţví ađ leggja Nikola Djukic (2.528) á efsta borđi. Stađan var ţví orđin 2˝-˝. Spurningin var einungis sú hvort Héđni tćkist ađ breyta ţessu í stórsigur í lokaskákinni gegn Svartfellingum. Héđni tókst ađ vinna og úrslitin ţví 3˝-˝.

 SM Nikola Djukic2528-SM Hannes H. Stefánsson25740-1
 SM Bozidar Ivanovic2434-AM Héđinn Steingrímsson25330-1 
 SM Milan Drasko2557-SM Henrik Danielsen24910-1
 SM Dragan Kosic2482-SMŢröstur Ţórhallsson24481/2

 

 


EM taflfélaga: Liđsstjórapistill nr. 5

Jafntefli gegn Sviss var niđurstađan í gćr og enn sátu okkar menn lengst allra viđ skákborđiđ - ađ ţessu sinni Héđinn sem tefldi rúmlega 100 leikja skák og freistađi ţess ađ vinna sína skák fram í rauđan dauđann en náđi ţví ekki. Í dag mćtum viđ Svartfellingum sem hafa stađiđ sig vel og eru stigahćrri en viđ rétt eins og allar sveitirnar hingađ til.

Hannes fékk gott tafl en lék ónákvćmt og fékk upp úr ţví erfitt tafl sem hann náđi ekki ađ halda og tapađi fyrir fyrstu tímamörkin.

Henrik fékk fljótt betra tafl og vann öruggan sigur á andstćđingi sínum. Vel teflt hjá Henrik sem hefur teflt mjög vel á mótinu.

Stefán fékk heldur verra, var peđi undir og í tímahraki. Strákurinn var hins vegar seigur og hélt jafntefli nokkuđ örugglega. Í restina ţegar sé austurríski hafđi riddara og peđ gegn biskupi Stefáns lék hann h7-h8 og vakti upp riddara viđ nokkra kátína ţeirra sem horfđu. Stefán ákvađ ađ drepa hann í stađ ţess ađ halda djókinu áfram og lék Bb2-a1!

Héđinn virtist hafa ţrengra en stađan leyndi á sér og gaf Jenni peđ (hér er bannađ ađ koma međ Tomma og Jenna brandara en Héđinn reyndi ţađ og var sagt ađ ţetta vćri ţreyttasti brandari í heimi, hafi veriđ algjörlega ofnotađur síđustu ár!). Héđinn hafđi hrók og 4 gegn hróki og ţremur peđum Jenna og síđar 3 gegn 2 og lokum eitt peđ eftir. Sennilega er ţetta unniđ á einhverjum tímapunkti međ bestu taflmennsku ađ mati Héđins en vinur Tomma (sorry ég bara varđ Smile) var seigur, tefldi endatafliđ vel og hélt jafntefli.

Í dag mćtum viđ Svartfellingum eins og áđur hefur komiđ fram. Ţetta mun vera í fyrsta skipti sem ţeir tefla sem sjálfstćđ ţjóđ og byrjuđu vel međ 3,5-0,5 á Pólverjum, en töpuđu svo naumt fyrir Ísraelum og stórt fyrir Búlgörum og gerđi svo jafntefli viđ Ítalíu í síđustu umferđ.

Enn ein 50-50 viđureignin hjá okkur og vonandi fellur lukkan nú međ okkur. Hannes hafđi svart og tefldur spćnskur leikur, Héđinn hafđi hvítt og tefld var drottningarvörn, Henrik hafđi svart og tefld var drottningarindversk vörn og Ţröstur hafđi hvítt og ţar var tefld frönsk vörn.

Ivan Sokolov kom loks í gćrkveldi og í góđum gír ţegar ég og Ţröstur hittum hann í morgun. „Your opponent is very solid player. It will by draw. Don´t spend your time analyzing, it will end by draw anyway". Kemur í ljós hvort spá Ivans gangi eftir.

Aserar og Rússar eru efstir en báđar ţjóđirnar hafa unniđ allar sínar viđureignir og mćtast í 5. umferđ.

Danirnir halda áfram ađ gera góđu hluti og gerđu 2-2 jafntefli viđ Armena í gćr og eru í 12. sćti, Svíar eru einnig ađ gera ágćtis hluti og gerđu jafntefli viđ Englendinga og eru fimmtándu. Norđmenn lágu fyrir Frökkum ţar sem „börnin" Carlsen og Hammer á 1. og 4. borđi gerđu jafntefli. Hammer-inn er einn ţriggja keppenda á mótinu sem hafa 3,5 vinning. Norđmenn eru í 19. sćti. Íslendingar eru í 29. sćti og Finnarnir í ţví ţrítugasta. Athyglisvert er ađ allar norđurlandasveitirnar standa betur en stigatala ţeirra fyrir mótiđ gefur til kynna. Fćreyingar eru ekki međ.

Stađa Norđurlandanna:

ŢjóđSćti StigaröđStigVinn
Danmörk 12. 20. 5 9,5
Svíţjóđ 15. 21. 5 8
Noregur 19. 27. 4 9
Ísland 29. 31. 3 7
Finnland 30. 34. 3 6,5

Annars er nokkuđ sérstakt veđur hérna. Hlýtt en nánast sólarlaust alla daga. Ég mun ţví koma jafnhvítur til baka međ sama áframhaldi! Ég lét mig loks hafa ţađ ađ fara í sjóinn í dag og fannst mér hann ískaldur og fannst Agrest ég var algjör kveif og hristi hausinn yfir ţessum auma Íslendingi. Veit hann ekki hvađ ég er ötull? Smile.

Engar myndir í dag ţar sem liđsstjórinn klikkađi á ađ hlađa myndavélina. Ótrúlegur klaufaskapur og mćtti halda ađ liđsstjórinn sé heimskari en skólakrakki.

Á morgun er frídagur. Í kvöld ćtlar liđiđ ađ gera sér glađan dag og fara á veitingarhús í borginni. Pistill morgundagsins mun koma einhvern tíma eftir hádegiđ.

Hvet menn til ađ fylgjast međ Horninu í dag ţar sem ég mun reglulega koma bođum um gang mála til Björns Ţorfinnssonar í gegnum SMS. Ágćtis skákskýringar ţar á köflum ţótt sum skeytin og sumar skýringarnar séu „veruleikafirrtar".

Nóg í bili, meira á morgun.

Krítarkveđja,
Gunnar


EM landsliđa: Svartfjallaland í dag

SkákhöllinnFimmta umferđ Evrópumóts landsliđa fer fram í dag og ţá mćtir íslenska liđiđ sterku liđi Svartfellinga sem hafa komiđ á óvart međ góđri frammistöđu og eru heldur sterkar á pappírnum en íslenska liđin eins og allir andstćđingar ţess hingađ til.  Stefán Kristjánsson hvílir og kemur Ţröstur Ţórhallsson inn fyrir hann.    Síđar í dag kemur svo pistill liđsstjóra hér á Skák.is.

 

 

 

Bo.30MONTENEGRO (MNE)Rtg-31ICELAND (ISL)Rtg0 : 0
16.1GMDjukic Nikola 2528-GMStefansson Hannes 2574     
16.2GMIvanovic Bozidar 2434-IMSteingrimsson Hedinn 2533     
16.3GMDrasko Milan 2557-GMDanielsen Henrik 2491     
16.4GMKosic Dragan 2482-GMThorhallsson Throstur 2448     

EM landsliđa: Ísland - Sviss 2-2

Fjórđa umferđ á Evrópumóti landsliđa var tefld í dag og mćtti íslenska liđiđ ţví svissneska. Fyrstu skákinni lauk međ sigri Svisslendinga, en ţađ var Yannick Pelletier (2.609) sem lagđi Hannes Hlífar. Henrik Danielsen var snöggur ađ svara fyrir íslenska liđiđ. Hann leyfđi Svisslendingum ađ njóta forystunnar í eitt augnablik áđur en hann lagđi Claude Landenbergue (2.352) ađ velli. Ţriđju skákinni, milli ţeirra Stefáns Kristjánssonar og Roland Ekström lauk međ jafntefli og stađan ţví enn jöfn. Ţegar hér var komiđ sögu var öllum skákum umferđarinnar lokiđ, nema skák Héđins Steingrímssonar gegn Florian Jenni (2.511) sem sátu einir ađ tafli í keppnissalnum. Héđinn reyndi ađ vinna hróksendatafl ţar sem hann hafđi ţrjú peđ gegn tveimur peđum andstćđingsins. Stađan var jafnteflisleg ađ mati ţeirra Hannesar og Ţrastar og ađ lokum varđ raunin sú ađ samiđ var um jafntefli. Úrslitin urđu ţví 2-2

 SM Hannes H. Stefánsson2574-SM Yannick Pelletier26090-1
 AM Héđinn Steingrímsson2533-SM Florian Jenni25111/2 
 SM Henrik Danielsen2491-AM Claude Landenbergue24521-0
 AM Stefán Kristjánsson2458-AM Roland Ekström24781/2 

 


EM taflfélaga: Liđsstjórapistill nr. 4

Frá EM 2007Ţađ var heldur súrt ađ tapa fyrir Norsurum í 3. umferđ í gćr. Lengi vel leit ţetta illa út en heldur hjarnađi yfir skákunum en á síđustu stundu ţegar stefndi í 2-2 rétt misstum viđ af jafntefli og tap međ minnsta mun stađreynd. Í dag mćtum viđ Sviss sem er heldur sterkari en viđ á pappírnum. Henrik kemur inn fyrir Ţröst sem hvílir.

Skák Hannesar og Carlsens var fyrst til ađ klárst. Fyrst hélt ég og fleiri ađ Hannes hefđi platađ undradrenginn en ţegar betur var skođađ var ţađ ekki svo heldur hafđi sá norski séđ lengra og Bxd4 vinnur á mjög fallegan hátt eins og örugglega einhver á eftir á sýna á horninu.

Eftir tap Hannesar leist mér ekkert á blikuna. Héđinn hafđi teflt rúlluskautavaríant ţar sem hann vann mann fyrir ţrjú peđ og stađan ţar mjög óljós. Stefán tefldi nánast á viđbótartíma strax eftir 20 leiki og Ţröstur virtist í beyglu.

Fyrst ađ skák Héđins. Hún var alltaf flókin en á ákveđnum punkti missti hann af vćnlegu framhaldi og skákin fór í ţráskák. Héđinn hefđi getađ forđast hana en mat stöđuna ţannig ađ ţađ vćri of „shaky" og mögulega taphćtta á ferđinni. Skynsamleg ákvörđun.

Stefán telfdi vel og ýtti andstćđing sínum smásaman út af borđinu. Góđ skák hjá Stefáni sem hefur teflt feiknavel.

Mesta fjöriđ var hjá Ţresti. Hann lenti í beyglu en náđi ađ trikka andstćđing sinn og varđ peđi yfir. Ţrátt fyrir ţađ voru sénsarnir sennilega betri hjá hinum unga Jon Ludwig Hammer. Ţröstur lék af sér og eftir ţađ ţurfti hann ađ tefla nákvćmt til ađ halda á jafntefli en á mikilvćgu augnabliki eftir rúmlega 100 leiki lék hann illa af sér og Norđmennirnir unnu sigur á borđinu og viđureigninni. Súrt í broti en ţetta var síđasta skákin til ađ klárast í umferđinni og greinilegt ađ ţađ hlakkar í ţeim miđađ viđ fréttaskrif Ketils. Menn verđa bćđi ađ kunna ađ vinna og tapa en Norđmennirnir virđast eiga erfitt međ fyrrnefnda.

Í dag mćtum viđ Svisslendingum en ţeir eru 27. stigahćsta sveitin eđa fjórum sćtum fyrir ofan okkur. Rétt eins og viđureignin gegn Norđmönnunum er ţetta 50-50 viđureign. Enginn Korchnoi er međ núna.

Bo.

31

ICELAND (ISL)

Rtg

-

28

SWITZERLAND (SUI)

Rtg

15.1

GM

Stefansson Hannes

2574

-

GM

Pelletier Yannick

2609

15.2

IM

Steingrimsson Hedinn

2533

-

GM

Jenni Florian

2511

15.3

GM

Danielsen Henrik

2491

-

IM

Landenbergue Claude

2452

15.4

IM

Kristjansson Stefan

2458

-

IM

Ekstroem Roland

2478

Ţegar ţetta er ritađ er viđureignin rétt hafin og allt í járnum. Hannes er međ hvítt og tefld er drottningarindversk vörn. Héđinn teflir Najdorf-varíantinn, Henrik tefldi 1. e4 enn og ný og skákađi á b5 í ţriđja leik gegn Sikileyjarvörn. Stefán fékk á Björnowski, ţ.e. Bg5 í öđrum leik. Lítiđ er enn ađ segja um stöđurnar.

Slóvenar eru efstir og verđur ţađ teljast óvćnt. Ţeir mćta Rússum í dag og líklegt ađ ţeir fćrist niđur. Danirnir eru seigir og töpuđu međ minnsta mun fyrir Aserum.

Í gćr ţegar nánast allar skákirnar voru búnar heyrđist símhringing í salnum. Sá sem hafđi símann er einn af varaforsetum FIDE, Makrapolis og hirti ekki um ađ vera kominn úr salnum ţegar hann svarađi og talađi svo hátt og skýrt í símann svo ţađ fór ekki fram hjá neinum sem hlustađi. Spurning hvort ćtti ađ kenna FIDE-gaurnum FIDE-reglurnar?

Af liđinu er annars allt gott ađ frétta. Menn sprćkir og hressir og ákafir ađ snúa viđ viđ blađinu Viđ erum töluvert spurđir um Reykjavíkurmótiđ og t.d. hefur Georgíumađurinn (Gogginn) Baadur Jobava lýst áhuga sínum ađ koma hingađ.

Topalov og hinn frćgi umbođsmađur hans Danilov eru hérna. Topalov mćtir alltaf til leiks eins og „bankamađur", í óađfinnanlegum jakkafötum og međ bindi en flestir eru frjálslega klćddir viđ skákborđiđ.

Í gćr setti ég inn fullt af myndum loksins og má skođa ţćr undir „myndaalbúm" ofarlega til vinstri.

Í gćr talađi ég um hlutverk liđsstjóra. Ţar gleymdi ég ađ tala um lykilhlutverkiđ en ţađ er ađ fćra skákmönnum kaffi sem ţađ vilja. Enginn getur taliđ sem sig alvöru liđsstjóra fyrr en hann hefur lćrt hvađa kaffi á ađ fćra hverjum og á hvađa tíma Smile

Frá EM 2007 Í dag var hálfgert haustveđur hérna. Hávađarok og laufblauđ ađ fjúka. Helsti munurinn gagnvart Íslandi var ţó ađ hitinn er í kringum 25 gráđur. Ég tók hinn daglega göngutúr eftir hádegiđ. Greinilegt ađ ţađ er komiđ „off season". Margar búđir búnar ađ loka. Eftirtektarverđ ađ engir svona alţjóđlegir veitingarstađir eins og McDonalds eru sjáanlegir. Grikkirnir eru mikiđ á mótorhjólum og stundum hrekkur mađur í kút ţegar ţeir bruna fram hjá manni en gangstéttirnar eru stundum ekki stađar hér.

Í kringum borđin eru bönd eins og gengur og gerist. Ţau eru hins vegar í mjórra lagi og hef ég labbađ á ţau og datt nánast um kol. Bíđ eftir ţví ađ einhver detti međ látum. Á örugglega eftir ađ gerast.

Best ađ fara upp ađ kíkja á strákana. Ég er ekki mikiđ nettengdur á međan teflt er en mun reglulega koma SMS-um til Björns Ţorfinnssonar sem mun koma fersku efni á horniđ. Menn verđa ađ virđa ţađ viđ liđsstjóra ađ e.t.v. er ekki stöđumatiđ alltaf fullkomiđ ţrátt fyrir 2852 stiga frammistöđu í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga!

Nóg í bili, meira á morgun.

Krítarkveđja,
Gunnar

 


EM landsliđa: Ísland - Noregur 1˝-2˝

Íslendingar mćttu Norđmönnum í ţriđju umferđ Evrópumóts landsliđa á Krít. Viđureigninni lauk međ sigri Norđmanna 2˝-1˝. Ţađ var Stefán Kristjánsson sem átti einu sigurskák Íslands, en hann sigrađi alţjóđlega meistarann Espen Lie (2.421). Langsterkasti skákmađur Norđmanna og jafnframt einn sterkasti skákmađur heims, Magnus Carlsen (2.714), náđi hins vegar ađ leggja Hannes Hlífar á fyrsta borđi. Ţađ var svo Jon Ludvig Hammer sem innsiglađi sigur Norđmanna á fjórđa borđi međ sigri gegn Ţresti Ţórhallssyni. Samkvćmt fréttum af mótsstađ hafđi Ţröstur átt góđa jafnteflismöguleika í skákinni, en sá norski náđi ađ snúa á hann.

 SM Hannes H. Stefánsson2574-SM Magnus Carlsen27140-1
 AM Héđinn Steingrimsson2533-SM Kjetil A Lie2563 1/2
 AM Stefán Kristjánsson2458-AM Espen Lie2421 1-0
 SMŢröstur Ţórhallsson2448-AM Jon Ludvig Hammer24020-1 

 

 

 


EM landsliđa: Ţriđji pistill liđsstjóra

Ţađ gekk ljómandi vel gegn Pólverjum í gćr ţegar góđur og óvćntur 3-1 sigur vannst á ţessari sterku sveit.  Í ţriđju umferđ sem nú fer fram teflum viđ enn upp fyrir okkar ađ ţessu sinni viđ Norđmenn sem eru heldur sterkari en viđ á pappírnum.  Sveitin er kornung og međalaldur um tvítugt.  Undradrengurinn Magnus Carlsen á fyrsta borđi og teflir nú viđ Hannes.

Ţađ leit snemma vel út í gćr.  Stefán hreinlega rúllađi yfir andstćđing sinn á fjórđa borđi ţar sem riddararnir dönsuđu á svörtu reitunum. 

Andstćđingur Hannes hafđi örlita yfirburđi en hafnađi jafntefli í krítísku augnabliki og örlitlu seinna var Hannes kominn međ betra og hafđi sigur í hróksendatafli.  Vel tefld skák af hálfu Hannesar.  

Henrik hafđi vćnlega stöđu en ofmat sína möguleika á krítísku augnabliki, valdi ranga leiđ, fékk verra og tapađi..

Héđinn tefldi ćsilega og flókna skák.  Eftir mikla baráttu og mjög vel teflda skák ađ hálfu Héđins hafđi hann góđan sigur.

Mjög góđur 3-1 sigur í höfn og ljóst ađ Pólverjar hafa ekki fengiđ ţá byrjun sem ţeir hafa vćnst og sennilega ein bestu úrslit sem íslenskt landsliđ hefur náđ í langan tíma í einni viđureign.  Sune Berg Hansen sagđi mér og Ţresti ţađ í gćr ađ Pólverjar hefđu ákveđiđ kynslóđarskipti og skipt um ţeim eldri og ákveđiđ ađ treysta ungu strákunum.  E.t.v. tekiđ of stórt skref í ţá átt.

Danirnir hafa veriđ ađ slá í gegn.  Unnu Georgíumenn og tefla nú á öđru borđi gegn Aserum.  

Í dag eru ţađ Norđmenn.  Eitt yngsta liđ keppninnar en elsti mađur ţeirra er yngri en sá yngsti hjá okkur.  Ţeir eru bara fjórir og ţví ljóst strax í gćr hverjir myndu tefla.  Henrik hvílir og kemur ţví Ţröstur aftur inn í liđiđ.

Enn á ný verđ ég hćla Grikkjunum fyrir flotta skipulagningu.  Allt óađfinnanlegt og afslappađ.  Ađ sögn Hannesar sem er ţrautreyndur er ţetta međal bestu ađstćđna sem hann hefur séđ.

Fyrir liđsstjórann er ţetta mikil rútína.  Vaknađ á morgna og liđiđ tilkynnt, ţarf reyndar ekki ţegar a-liđiđ keppir.  Morgumatur.  Upp úr 10:15 er fariđ á vaktina og beđiđ eftir upplýsingum hverjir tefla fyrir andstćđingana, ţađ ţyrfti ţó ekki í morgun ţar sem Norsararnir eru fjórir.  Upplýsingum um andstćđinga komiđ til okkar manna. 

Svo hefur mađur frjálsan tíma fram til hádegis og međan skákmennirnir stúdera. 

Tafliđ hefst kl. 15:30, pistill skrifađur á međan ţeir tefla, kvöldmatur, stúderađ og liđ morgundagsins ákveđiđ og svo hefst ferillinn upp á nýtt.

Ađ lokum ein saga af tveimur Íslandsvinum.  Í morgun hitti ég Stuart Conquest niđur í morgunmat og var hann kátasti.  Eftir hefđbundiđ „góđan daginn" spurđi ég viđ hann tefldi í dag.  Hann svarađi um hćl.  „Finnland, ég tefla viđ Heikki, Heikki er vinur minn" og skellihló svo!

Jćja, best ađ kíkja upp, sýndist stefna í svakalegan hasar hjá Héđni. 

Nú kom ég međ myndavélasnúruna en ţví miđur virđist vera vandamál međ ađ koma ţeim inn á vefinn.  Reyni aftur síđar í dag. 

Nóg í bili, meira á morgun.

Krítarkveđja,
Gunnar


EM landsliđa: Norđmenn í ţriđju umferđ

Íslenska liđa mćtir norsku sveitinni í 3. umferđ EM landsliđa sem fram fer í dag.  Norska sveitin er heldur sterkari á pappírnum en sú íslenska.  Góđ stemming er í íslenska hópnum eftir góđan sigur á mjög sterkri pólskri sveit í gćr ţar sem öruggur 3-1 sigur vannst.  Henrik hvílir og kemur Ţröstur inn í liđiđ fyrir hann.  Norska liđiđ er mjög ungt en Kjetil A. Lie sem teflir á öđru borđi er aldursforseti liđsins 27. ára.  Magnus Carlsen, 16. stigahćsti skákmađur heims og Jon Ludwig Hammer eru ađeins 17 ára.

Viđureign dagsins:

 

Bo.31ICELAND (ISL)Rtg-27NORWAY (NOR)Rtg0 : 0
14.1GMStefansson Hannes 2574-GMCarlsen Magnus 2714     
14.2IMSteingrimsson Hedinn 2533-GMLie Kjetil A 2563     
14.3IMKristjansson Stefan 2458-IMLie Espen 2421     
14.4GMThorhallsson Throstur 2448-IMHammer Jon Ludvig 2402     

Nánari verđur fjallađ um gang mótsins í pistli liđsstjóra sem birtist hér síđar í dag ásamt fjölda mynda.

 


EM landsliđa: Góđur sigur gegn öflugri sveit Póllands

Stefán einbeittur í byrjun skákarÍslenska sveitin mćtti afar öflugri stórmeistarasveit Pólverja í annarri umferđ á Evrópumóti landsliđa. Ţrátt fyrir ofurefliđ náđu okkar menn ađ sigra örugglega, hlutu ţrjá vinninga gegn einum vinningi Pólverja. Sannarlega óvćnt úrslit ţegar litiđ er til ţess hversu stigaháir Pólverjarnir eru, en ţeir eru međ tíundu stigahćstu sveitina á mótinu.

 

11.1SMSocko Bartosz2646-SMHannes Hlífar Stefánsson25740-1
11.2SMMiton Kamil2628-AMHéđinn Steingrímsson 25330-1 
11.3SMGajewski Grzegorz2573-SMHenrik Danielsen 24911-0
11.4SMWojtaszek Radoslaw2635-AMStefán Kristjánsson 24580-1

 Ţađ var Stefán Kristjánsson sem sló tóninn međ ţví ađ sigra Radoslaw Wojtaszek (2.635) mjög örugglega. Hannes Hlífar sneri á Bartosz Socko (2.646) ţegar hann reyndi ađ knýja fram vinning í jafnteflislegri stöđu, og Héđinn bćtti svo viđ ţriđja vinningnum.

Eftir ţennan góđa árangur verđur fróđlegt ađ sjá hvort Íslendingar mćta enn einni stórmeistarasveitinni í ţriđju umferđ.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (9.7.): 1
 • Sl. sólarhring: 24
 • Sl. viku: 174
 • Frá upphafi: 8705134

Annađ

 • Innlit í dag: 1
 • Innlit sl. viku: 145
 • Gestir í dag: 1
 • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband