Leita í fréttum mbl.is

EM landsliđa: Ţriđji pistill liđsstjóra

Ţađ gekk ljómandi vel gegn Pólverjum í gćr ţegar góđur og óvćntur 3-1 sigur vannst á ţessari sterku sveit.  Í ţriđju umferđ sem nú fer fram teflum viđ enn upp fyrir okkar ađ ţessu sinni viđ Norđmenn sem eru heldur sterkari en viđ á pappírnum.  Sveitin er kornung og međalaldur um tvítugt.  Undradrengurinn Magnus Carlsen á fyrsta borđi og teflir nú viđ Hannes.

Ţađ leit snemma vel út í gćr.  Stefán hreinlega rúllađi yfir andstćđing sinn á fjórđa borđi ţar sem riddararnir dönsuđu á svörtu reitunum. 

Andstćđingur Hannes hafđi örlita yfirburđi en hafnađi jafntefli í krítísku augnabliki og örlitlu seinna var Hannes kominn međ betra og hafđi sigur í hróksendatafli.  Vel tefld skák af hálfu Hannesar.  

Henrik hafđi vćnlega stöđu en ofmat sína möguleika á krítísku augnabliki, valdi ranga leiđ, fékk verra og tapađi..

Héđinn tefldi ćsilega og flókna skák.  Eftir mikla baráttu og mjög vel teflda skák ađ hálfu Héđins hafđi hann góđan sigur.

Mjög góđur 3-1 sigur í höfn og ljóst ađ Pólverjar hafa ekki fengiđ ţá byrjun sem ţeir hafa vćnst og sennilega ein bestu úrslit sem íslenskt landsliđ hefur náđ í langan tíma í einni viđureign.  Sune Berg Hansen sagđi mér og Ţresti ţađ í gćr ađ Pólverjar hefđu ákveđiđ kynslóđarskipti og skipt um ţeim eldri og ákveđiđ ađ treysta ungu strákunum.  E.t.v. tekiđ of stórt skref í ţá átt.

Danirnir hafa veriđ ađ slá í gegn.  Unnu Georgíumenn og tefla nú á öđru borđi gegn Aserum.  

Í dag eru ţađ Norđmenn.  Eitt yngsta liđ keppninnar en elsti mađur ţeirra er yngri en sá yngsti hjá okkur.  Ţeir eru bara fjórir og ţví ljóst strax í gćr hverjir myndu tefla.  Henrik hvílir og kemur ţví Ţröstur aftur inn í liđiđ.

Enn á ný verđ ég hćla Grikkjunum fyrir flotta skipulagningu.  Allt óađfinnanlegt og afslappađ.  Ađ sögn Hannesar sem er ţrautreyndur er ţetta međal bestu ađstćđna sem hann hefur séđ.

Fyrir liđsstjórann er ţetta mikil rútína.  Vaknađ á morgna og liđiđ tilkynnt, ţarf reyndar ekki ţegar a-liđiđ keppir.  Morgumatur.  Upp úr 10:15 er fariđ á vaktina og beđiđ eftir upplýsingum hverjir tefla fyrir andstćđingana, ţađ ţyrfti ţó ekki í morgun ţar sem Norsararnir eru fjórir.  Upplýsingum um andstćđinga komiđ til okkar manna. 

Svo hefur mađur frjálsan tíma fram til hádegis og međan skákmennirnir stúdera. 

Tafliđ hefst kl. 15:30, pistill skrifađur á međan ţeir tefla, kvöldmatur, stúderađ og liđ morgundagsins ákveđiđ og svo hefst ferillinn upp á nýtt.

Ađ lokum ein saga af tveimur Íslandsvinum.  Í morgun hitti ég Stuart Conquest niđur í morgunmat og var hann kátasti.  Eftir hefđbundiđ „góđan daginn" spurđi ég viđ hann tefldi í dag.  Hann svarađi um hćl.  „Finnland, ég tefla viđ Heikki, Heikki er vinur minn" og skellihló svo!

Jćja, best ađ kíkja upp, sýndist stefna í svakalegan hasar hjá Héđni. 

Nú kom ég međ myndavélasnúruna en ţví miđur virđist vera vandamál međ ađ koma ţeim inn á vefinn.  Reyni aftur síđar í dag. 

Nóg í bili, meira á morgun.

Krítarkveđja,
Gunnar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.1.): 3
 • Sl. sólarhring: 51
 • Sl. viku: 286
 • Frá upphafi: 8714389

Annađ

 • Innlit í dag: 3
 • Innlit sl. viku: 223
 • Gestir í dag: 3
 • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband