Leita í fréttum mbl.is

EM landsliđa: 11. pistill liđsstjóra

Liđiđ ađ fagna góđum sigri
Ţađ vannst sćtur sigur á Finnum í gćr.  Og nú var ţađ Ţröstur Ţórhallsson sem dró okkur ađ landi međ sigri á fjórđa borđi.  Ekki sá besti í íslenskri skáksögu en mikilvćgur engu ađ síđur.  Ísland náđi 20. sćti, en liđinu var rađađ í 31. sćti fyrir mót, sem er besti árangur sem íslenskt liđ hefur náđ í ţessari keppni síđan áriđ 1992.  Liđiđ hafnađi reyndar einnig í 20. sćti í Leon áriđ 2001 en ţá voru 34 liđ međ og árangur ţví betri nú.  Liđ Íslands var nćstefst norđurlanda, ađeins Danirnir slógu okkur viđ en fyrirfram var Ísland ţađ nćstlakasta á pappírnum. 

Ísland og Slóvenía voru ţćr ţjóđir sem stóđu sig best miđađ viđ stig en bćđi liđin enduđu 11 sćtum ofar en međalstig fyrir mót gáfu til kynna.

Ţađ sem gerir árangurinn enn betri var liđiđ tefldi allt mótiđ uppfyrir sig nema gegn Finnunum.  Fjöllum til ađ byrja lauslega um skákir gćrdagsins.

Héđinn samdi „örjafntefli" á fyrsta borđi og ţar međ var helsta vopn Finna Tomi Nyback úr leik.

Henrik gerđi einnig öruggt jafntefli á 2. borđi međ svörtu.

Stefán tefldi á ţriđja borđi og ţar var stađan flókin ađ mati liđsstjóra og allt stemmdi í bullandi tímahrak.  Skákin leystist upp og Stefán hafđi smá frumkvćđi en náđi ekki ađ kreista.

Ţröstur tefldi og fékk fljótlega eitthvađ betra.  Hann snéri smásaman á andstćđinginn og vann góđan sigur.  Eftir skákina kom gullkorn dagsins frá Ţresti.  „Nú er ég kominn í stuđ" Smile

Međ sigrunum náđum viđ öđru sćti norđurlandaţjóđanna, rétt mörđum Norđmenn.  Magnus Carlsen tapađi loks fyrir serbneskum andstćđingi sínum.  Norđmennirnir voru reyndar heppnir ţví ađ ná 2-2 jafntefli ţar sem andstćđingur Ketils reyndi ađ vinna stöđu í stađ ţess ađ gera jafntefli og tryggja ţar međ Serbum 2,5-1,5.  Ótrúleg ákvörđun útfrá hagsmunum liđsins.  Svíarnir lágu fyrir Svartfellingum.  Viđ fengum reyndar jafnmarga vinninga og Danir, sem unnu Litháa, en fćrri stig.  Danirnir voru hressir í gćrkveldi og sögđust hafa lent í sjöunda sćti.  Hmmmmm, minnir mig á eitthvađ.  Wink

Lokastađa norđurlandanna er sem hér segir:

Ţjóđ

Sćti

Stigaröđ

Stig

Vinn

Danmörk

12.

20.

10

19

Ísland

20.

31.

9 (169,5)

19

Noregur

22.

27.

9 (160,5)

19

Svíţjóđ

27.

21.

8

18,5

Finnland

31.

34.

7

16,5

Rússarnir unnu Búlgara á fyrsta borđi og rúllađi Svidler ţvílíkt yfir andstćđing sinn á fyrsta borđi en hann fékk 7 vinninga í 8 skákum sem verđur ađ teljast ótrúlegt gegn jafnsterkum andstćđingum.  Rússarnir fengu 17 stig af 18 mögulegum sem verđur einnig ađ teljast ótrúlegt. 

Armenar urđu ađrir međ 14 stig og nágrannar Aserar urđu ţriđju međ 13 stig.

Ivan Sokolov tapađi nú og var sjón ađ sjá hann ţegar hann strunsađi úr skáksalnum.  Mátti ég rétt sleppa frá ţví ađ verđa á vegi hans en hann var eins og naut í flagi.  Ég held ađ enginn skákmađur í heimi eigi jafn erfitt međ ađ tapa og hann nema ţá helst Kasparov.

Um kvöldiđ borđuđum viđ međ Sokolov og fór hann á kostum.  Hann kom okkur mikiđ á óvart međ ţekkingu sinni á Íslandi og íslenskri sögu. 

Einnig rifjađi hann upp skákina sem hann tapađi fyrir Stefáni Kristjánssyni á EM taflfélaga í Kemer og átti ekki orđ yfir eigin frammistöđu.  Hann kenndi Fischer um tapiđ ţví hefđi ekki veriđ Fischer-tímamörkin hefđi Stefán tapađ ađ hans mati!  Gullkorniđ dagsins var ţó.  „After I lost to Kristjánsson I decided to quit professional chess".

Eitt sérkennilegasta atvik sem ég hef séđ á skákmóti og undaskil ég ekki Jólapakkamót Hellis ţar sem ýmislegt gerist í yngri flokkunum.  Umrćtt atvik gerđist í skák Tiviakov, Hollandi, og Almasi, Ungverjalandi.

Tiviakov hafđi 2 hróka gegn hróki og biskupi Ungverjans.  Ţeim síđarnefnda virtist reyndar vera misbođiđ ađ sá hollenski skyldi tefla áfram og sýndi ţađ međ svipbrigđum sínum  Ungverjinn virđist reyndar vera eitthvađ hrokafullur ţví honum virtist einnig vera ferlega misbođiđ ađ gera jafntefli viđ Hannes.

Jćja nóg af útúrdúrum.  Almasi lék gegn Tiviakov og svo leiđ smá tími og svo lék Almasi aftur!  Tivikov varđ auđvitađ mjög undrandi á svip en fór svo bara ađ hlćja og sagđi.  „He played 2 moves in a row".  Ţetta var svo lagađ af skákstjóra en ótrúlegt ađ sjá svona gerast hjá skákmanni međ um 2700 skákstig.  

Förum yfir árangur íslensku skákmannanna:

Hannes fékk 3 vinninga af 7 og stóđ sig í samrćmi viđ stig.  Hann átti ţađ til ađ blöndera í ţessu móti sem er óvenjulegt á ţeim bć.  Góđur leiđtogi í liđinu en ţađ veitir alltaf eitthvađ vissa öryggistilfinningu ađ vita af honum á fyrsta borđi.

Ađ öđrum ólöstuđum voru ţađ Héđinn og Henrik sem drógu vagninn.  Héđinn náđi sínum fjórđa stórmeistaraáfanga í röđ ţ.e. ţetta var fjórđa mótiđ í röđ sem hann náđi árangri yfir 2600 skákstig sem bendir til ţess ađ hann eigi miklar hćkkanir inni.  Héđinn fékk 5,5 vinning í 9 skákum og var sá eini í liđinu sem tefldi allar skákirnar og hćkkar um 14 stig fyrir frammistöđu sína sem samsvarađi 2662 skákstigum.  Héđinn er nú kominn međ 2550 skákstig og ljóst ađ hann gćti sótt ađ fyrsta borđinu á komandi mótinu haldi hann ţessu flugi.

Henrik stóđ sig einnig afar vel.  Frammistađa hans var einnig vel yfir 2600 skákstig eđa upp á 2654 skákstig en hann fékk 5 vinning í 8 skákum ţrátt fyrir ađ hafa haft fimm sinnum svart.  Henrik hćkkar um 16 stig og er nú kominn aftur yfir 2500 skákstig.  Mjög vel lesinn skákmađur sem undirbjó sig afar vel og átti ţađ til ađ koma andstćđingum sínum á óvart jafnvel strax í fyrsta leik og ţađ međ góđum árangri!.

Stefán fékk 3,5 í 7 skákum.  Fyrir liđsstjóra er martröđ ađ hafa hann í liđi en ávallt var mikiđ á og brjálađ tímahrak á ferđinni.  Stefán hćkkar um 7 stig fyrir frammistöđuna og nálgast ţví enn 2500 skákstigin sem hann ţarf ađ ná til ađ verđa útnefndur stórmeistari.  Ég verđ ađ viđurkenna, ţrátt fyrir ađ mér sé ţađ ţvert um geđ, ađ Stefán er betri en ég í borđtennis.  Frown

Varamađur ferđarinnar Ţröstur Ţórhallsson kom sterkur inn á endasprettinum eins og svo oft áđur.  Hann fékk 2 vinninga af 5 mögulegum eftir ađ hafa byrjađ brösuglega.  Ţví miđur var bara mótiđ of stutt fyrir Ţröst!  Hann lćkkar um 8 stig fyrir frammistöđuna sína.

Samtals hćkkar liđiđ um 30 stig sem ţýđir ađ liđiđ fékk um 3 vinningum meira en stigin gefa til kynna. 

Sjálfur ţakka ég liđinu kćrlega fyrir samveruna hér á Krít.  Ţetta var gaman ţótt ţađ skiptust auđvitađ á skin og skúrir.  Gott liđ sem náđi bara býsna vel saman.  Mikil stemming og góđur andi ţegar fariđ var yfir skákirnar saman á kvöldin.  

Héđinn og Henrik voru auđvitađ ţeir sem drógu og vagninn en Stefán og Hannes stóđu sig einnig fyrir sínu.  Ţröstur kom flottur inn á endasprettinum eins og svo oft áđur en hann er liđinu ákaflega mikilvćgur liđsmađur enda mikill baráttumađur sem smitar út frá sér.  

Ađ vera liđsstjóri er full vinna ţví auk ţess ađ fylgjast međ liđinu, tilkynna liđiđ o.ţ.h. tel ég hafa skyldur viđ ykkur úti ţarna ađ koma upplýsingum um gang mála á skákstađ.

Skákáhugamönnum ţakka ég hvatningarnar og liđinu fyrir skemmtilega samveru.  Björn Ţorfinnsson fćr sérstakar ţakkir fyrir upplýsingaöflun ţegar mig vanhagađi um eitthvađ slíkt međ skömmum fyrirvara.

Mótshaldarar og skipuleggjendur fá plús í kladdann fyrir frábćra skipulagningu og ađbúnađ.  Allt til fyrirmyndar auk ţess sem Grikkir eru einkar vinalegir og ţćgilegir í allra umgengi. 

Sérstakt „show" var svo í gćr ađ horfa á leik Real Madrid og Olympikos í hótellobbýinu í gćr.  Einn Grikkinn var orđinn svo ćstur ađ ţegar boltinn var sendur fram markiđ Spánverjann á lokamínútunum í gćr, stökk hann upp eins og ćtlađi ađ skalla hann í markiđ!

Heimleiđin er löng og ströng ţ.e.: Krít-Aţena-London-Keflavík.  Ţessi pistill var ađ mestu skrifađur í gćr en er klárađur í flugvél á milli Aţenu og London og póstađur á netiđ á Heathrow flugvelli.  

Takk fyrir mig!

Nóg í bili, ekki meir!

Krítarkveđja,
Gunnar


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţakka kćrlega fyrir ötulan fréttaflutning af mótinu til okkar hérna á klakanum, ekki síst beinar sms-lýsingar á skákum međ ađstođ Björns Ţorfinnssonar.

Kv. Sverrir Örn

Sverrir Örn Björnsson (IP-tala skráđ) 7.11.2007 kl. 13:02

2 Smámynd: Snorri Bergz

Amm, tek undir, en hvernig getur Ţrölli tapađ 85 stigum á mótinu. Ţađ voru bara 5 skákir hjá honum!? hehe

Snorri Bergz, 7.11.2007 kl. 13:31

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.7.): 6
 • Sl. sólarhring: 23
 • Sl. viku: 233
 • Frá upphafi: 8704985

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 157
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband