Leita í fréttum mbl.is

EM taflfélaga: Liðsstjórapistill nr. 9

Hannes og AlmasiNiðurstaðan í gær var naumt tap fyrir Ungverjum sem var heldur svekkjandi.  Engu að síður ekki slæm úrslit þannig séð þegar horft er á stigamun sveitanna.  Hannes, Héðinn og Henrik gerðu jafntefli en Stefán tapaði.  Í dag mætum við Dönum og þá hvílir Stefán en Þröstur kemur inn en Þröstur hefur oft komur sterkur inn í lokaumferðunum.  Danirnir komu okkur á óvart með því að hvíla Lars Bo Hansen en fyrirfram átti ég von á því að einhver hinna þriggja neðstu myndu hvíla.  Sem fyrr teflum við upp fyrir okkur, áttundu umferðina í röð og erum stigalægri á öllum borðum. 

 

Viðureign dagsins er því:

20

DENMARK (DEN)

Rtg

31

ICELAND (ISL)

Rtg

GM

Nielsen Peter Heine

2626

GM

Stefansson Hannes

2574

GM

Hansen Sune Berg

2564

IM

Steingrimsson Hedinn

2533

GM

Schandorff Lars

2520

GM

Danielsen Henrik

2491

IM

Rasmussen Karsten

2495

GM

Thorhallsson Throstur

2448

Varðandi umferðina í gær hef ég í raun og veru litlu við bæta þær skýringar sem þegar hafa verið birtar á Horninu.

Hannes hafði hvítt og fékk e.t.v. örlítið frumkvæði.  Staðan var þó flókin og en leystist upp í jafntefli. Héðinn og Hannes

Héðinn tefldi flókið og leist mér ekkert á stöðuna.  Héðinn var seigur að vanda og varðist vel.  Eins og fram kemur á Horninu átti andstæðingur hans algjöra sleggju, 28. He4!! sem hvorugur sá og ekki einu sinni við stúderingar eftir á enda leikur sem gífurlega erfitt er að finna yfir borðinu.  Héðinn er nú með fimmta besta skor allra á öðru borði.

Henrik náði ágætis stöðu á þriðja borði en aldrei neinu áþreifanlegu.  Þessum þremur skákum lauk nánast samtímis.

Á fjórða borði átti Stefán í vök að berjast og í miklu tímahraki.  Honum tókst ekki að verjast og tap því með minnsta mun staðreynd.

Rússarnir horfa allir í sömu áttinaRússarnir héldu áfram sigurgöngu sinni, hafa fullt hús stiga, 14 samtals, og unnu Frakka 2,5-1,5 og eru svo gott sem búnir að tryggja sér sigur á mótinu.  Aðrir eru Armenar með 11 stig og í næstu sætum eru Slóvenar, Ísraelar og Aserar.  Rússar mæta Spánverjum í dag og kæmi mér ekki á óvart þótt búið væri að semja á öllum borðum eftir u.þ.b. hálftíma, þ.e. Rússarnir geri jafntefli í öllum skákum sem eftir eru.  Þeir hvíla Svidler sem hefur farið stórum með 5 af 6 en Moro hefur þó staðið sig enn betur hefur 6 af 7.. 

Ísland er nú efst norðurlandanna, er í 19. sæti með 7 stig og 15 vinninga.  Öll hin löndin nema Finnland hafa einnig 7 stig og það er mikil spennan hlaupin í „norðurlandamótið".  Finnarnir koma skammt undan með 6 stig. Magnús og Ketill

Í gær unnu Danirnir Króatana og eru þeir króatísku víst ekkert afskaplega ánægðir með norðurlandaþjóðirnar núna eftir 2 töp í röð!  Norðmenn tóku 1 vinning á Ísrael þar sem Magnús gerði jafntefli við Sutovsky.  Þröstur og Henrik voru algjörlega gáttaðir að því að hann skyldi geta haldið jafntefli þar sem hann hafi haft koltapað endatafl.  „Næst gæti hann labbað á vatni!" sagði Henrik.  Það er greinilega mikið spunnið í þennan dreng.  Svíarnir gerðu 2-2 jafntefli við Litháa og Finnarnir unnu Skotana 3-1.  

 

 

Staða norðurlandanna er sem hér segir:

Þjóð

Sæti

Stigaröð

Stig

Vinn

Ísland

19.

31.

7

15

Noregur

20.

27.

7

15

Danmörk

22.

20.

7

14

Svíþjóð

24.

21.

7

13,5

Finnland

28.

34.

6

13

Þegar við skoðuðum stöðuna í gær var okkur ljóst að fengjum sennilega Dani eða Litháa eða jafnvel Svía þótt það síðarnefnda væri ólíklegast.

Ég spurði Henrik hreint út hvort honum þótt það óþægilegt að tefla við fyrrum landa sína en Henrik sagði svo alls ekki vera og sagði svo gullkorn dagsins:  „Let´s beat those f...... Danish!"  Niðurstaðan var því sú að Stefán hvíldi. 

Skömmu síðar komu Sune og Karsten til okkar.  Sune byrjaði strax að fiska í gruggugu vatni.  „Henrik cannot play, he is Danish"  Svo horfði hann á okkur til skiptist að reynda fiska svipinn á okkur en mætti bara glottandi andlitum. 

Er ég talaði við Henrik síðar um kvöldið og sagði honum að ég teldi að hann myndi sennilega tefla við Sune var hann alls ekki viss.  Málið er að Henrik hefur gengið afskaplega með Sune í gegnum tíðina sem e.t.v. skýrir þann leik Dananna að hvíla Lars þannig að Sune færist upp.

Og ekki má sleppa því að segja frá Ivan vini mínu.  Hann er hér alltaf með nokkur gullkorn.  Í fyrradag kom hann til mín mjög alvarlegur á svip og sagði „Throstur have to play tomorrow, he can´t be here in vacation"  Og aftur í gær fékk í sömu ræðuna og loks fær Ivan ósk ósk sína uppfyllta.  Eina umferðina var hann algjörlega hneykslaður á andstæðingi sínu, sagði hann lélegan, tefldi bara upp á trikk og það meira að segja léleg, og einnig hneykslaður á því hversu lengi hann tefldi með koltapað.  „I am totally disgusted how longed he playd".  Hann kom seint en hefur farið á kostum á skákborðinu og unnið allar þrjár sínar skákir og teflir við Svíann Cicak í dag. 

Topalov virðist vera farinn og virðist aðeins hafa teflt fjórar fyrstu skákirnar. 

Rétt er að vekja athygli á góðri frammistöðu Pólverja sem eru skyndilega komnir í hóp efstu liða með 9 stig eftir að hafa tapað fyrir Íslandi og Svartfjallalandi í tveimur fyrstu umferðunum og mæta Úkraínumönnum í dag.  

Ivanchuk í MamadarjovFramkoma Ivanchuk hefur og vakið athygli hér.  Í gær var hann tefla við Mamedyarov.  Er ég leit á skákina var hann að venju samkvæmt að horfa eitthvað út í loftið.  Svo lék sá aserski og Ivanchuk svaraði um hæl eins og væri í tímahraki.  Er ég kíkti á klukkuna stóð þar 1:43 svo það virtist stemma en ég skoðaði hana betur átti hann eftir eina klukkustund og 43 mínútur eftir rúmlega 40 leiki!  Kann ekki góðri lukku að stýra enda tapaði hann.  Á kvöldin gengur hann um og skoðar stöðurnar á þeim borðum þar sem það er verið stúdera og leitar af athyglisverðum stöðum.  Nýlega t.d. settist hann niður hjá Finnunum þegar hann staðan var greinilega verið þess virði að kíkja betur á og stúderaði með þeim góða stund.  Kannski réttara að segja að Finnarnir hafi horft á hann fara með heilu leikjaraðirnar!

Ég geri ráð fyrir fjörlegum skýringum á horninu í dag og hvet menn til að fylgjast með en umferðin hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma. 

Lokaumferðin, sem fram fer á morgun, hefst hins vegar kl. 9 að íslenskum tíma og á liðsskipan allra liða að vera tilbúinn kl. 22:30 í kvöld.

Að veðrinu hér er það að frétti að hér rigndi áðan!  Annars er hlýtt að vanda og enn hef ég ekki haft not fyrir síðerma bol.

Nóg í bili, meira á morgun.

Krítarkveðja,
Gunnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíðurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sæki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 20
  • Sl. sólarhring: 53
  • Sl. viku: 187
  • Frá upphafi: 8764032

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 153
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband