Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Ţegar athyglin beindist ađ Najdorf gamla

320px-Miguel_Najdorf_1973
Magnús Carlsen hefur af einhverjum ástćđum ekki veriđ sérlega sigursćll á mótum í heimalandi sínu. Heilladísirnar hafa heldur ekki alltaf veriđ á bandi hans á „Norska mótinu“. Í fyrra féll hann á tíma eftir 60 leiki í skákinni viđ Venselin Topalov og taldi ţá ađ allt önnur tímamörk vćru í gildi. Á ţeim norsku meistaramótum sem hann heftur tekiđ ţátt í hefur hann vissulega veriđ međ í toppbaráttunni en samt átt í hinu mesta basli. Á „Norska mótinu“ sem hófst í Stafangri sl. mánudag virđist Magnús stađráđinn í ţví ađ reka af sér slyđruorđiđ hvađ „heimavöllinn“ varđar. Hann er efstur eftir ţrjár umferđir:

1. Carlsen 2 ˝ v. (af 3) 2.-3. Kramnik og Vachier-Lagrave 2 v. 4.-7. Li Chao, Giri, Topalov og Aronjan 1 ˝ v. 8.-9. Eljanov og Harikrishna 1 v. 10. Grandelius ˝ v.

Ţeir Kramnik og Vachier-Lagrave voru ekki međ keppnisrétt í áskorendamótinu í Moskvu og fannst mörgum ţađ miđur, Kramnik er nú í 2. sćti á heimslistanum og Vachier-Lagrave situr í ţví fimmta. Sigurskák Frakkans viđ Anish Giri í 2. umferđ er tekin til međferđar hér. Ţađ er afrek ađ leggja Hollendinginn ađ velli ţegar litiđ er til ţess ađ Giri fór taplaus í gegnum áskorendamótiđ á dögunum. Ţađ segir ađ vísu ekki alla söguna, oft var hann nálćgt ţví ađ draga vinninginn í land en jafntefliskraftarnir tóku ţá í taumana og niđurstađan sú ađ hann gerđi jafntefli í öllum fjórtán skákum sínum sem er einsdćmi í sögu áskorendamótanna.

Strax í fimmta leik reikar hugurinn til Moskvu, september 1984: á stóra sviđi „Hallar verkalýđsins“, sem stendur í grennd viđ Rauđa torgiđ, ţokar áskorandinn, Garrí Kasparov a-peđinu fram um einn reit í fimmtu einvígisskákinni viđ Karpov. Ţar sem ég sit beinist athyglin skyndilega ađ sköllóttum manni sem hefur flogiđ alla leiđ frá Buenos Aires til ađ fylgjast međ einvíginu, Miguel Najdorf. Sá rćđur sér ekki fyrir kćti enda komiđ upp afbrigđi Sikileyjarvarnar sem ber nafn hans. Najdorf hefur svo sem aldrei teflt ţađ framúrskarandi vel á sínum langa ferli og ađrir lagt meira til ţess, t.d. Lev Polgajevskí sem ekki er langt undan ţessa dagsstund og fitjar upp á trýniđ í sal sem er frćgur í mannkynssögunni, ţarna lágu Lenín og Stalín á líkbörunum árin 1924 og 1953. Veröld sem var:

Giri-MVL

Norska skákmótiđ 2016; 2. umferđ:

Anish Giri – Vachier Lagrave

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 h6 8. Bh4 Db6 9. a3!? 9. ... Be7 10. Bf2 Dc7 11. Df3 Rbd7 12. O-O-O b5 13. g4 g5!

Góđ viđbrögđ, svartur vinnur e5-reitinn fyrir riddarann.

14. h4 gxf4 15. Be2 Hg8 16. Hdg1?

Mistök. Hann varđ ađ bregđast hart viđ og leika 16. g5! hxg5 17. hxg5 Hxg5 18. Hh8+ Hg8 19. Hxg8 Rxg8 20. Dg2! međ hugmyndinni 20. ... Rgf6 21. e5! o.s.frv.

16. ... d5! 17. exd5 Re5 18. Dh3 exd5! 19. He1 Kf8 20. Rf5 Bxf5 21. gxf5 Bc5

Allir menn svarts dansa listilega, ţ.m.t. kóngurinn.

22. Df1 d4 23. Rb1 Re4 24. Bf3 Rxf2 25. Bxa8

Engu betra var 25. Dxf2 d3! og vinnur.

GEJVJQNT25. ... Red3+! 26. Kd2

Ekki er ţađ fagurt. Eftir 26. cxd3 kemur 26. ... Bxa3+! 27. Kd2 Bb4+ 28. Ke2 f3+! og mátar.

26. ... Rxe1 27. Dxf2 d3! 28. Dxe1 Be3+

- og Giri gafst upp. Hann er óverjandi mát, t.d. 29. Kxd3 Dc4 mát eđa 29. Dxe3 29. ... Dxc2+ og 30. ... fxe3..

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 23. april 2016

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (12.7.): 24
 • Sl. sólarhring: 30
 • Sl. viku: 173
 • Frá upphafi: 8705230

Annađ

 • Innlit í dag: 18
 • Innlit sl. viku: 145
 • Gestir í dag: 17
 • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband