Leita í fréttum mbl.is

Helgi Ólafsson til liđs viđ Hugin!

Helgi ÓlafssonHinn kunni stórmeistari og skákfrćđimađur, Helgi Ólafsson, er genginn til liđs viđ Skákfélagiđ Hugin. Ljóst er ađ félaginu er gríđarlegur styrkur ađ komu Helga enda um ađ rćđa einn allra öflugasta og reyndasta skákmann ţjóđarinnar.

Ferill Helga er einkar glćsilegur. Áriđ 1970 varđ hann unglingameistari Íslands međ 100% árangri. Nćstu ár varđ Helgi tvívegis skákmeistari Vestmannaeyja  og leiktíđina 1973 -´74 vann hann flest skákmót sem hann tók ţátt í. Á alţjóđavettvangi tefldi hann fyrst 1973 ţegar sveit Menntaskólans viđ Hamarhlíđ varđ fyrst íslenskra skólasveita til ađ verđa Norđurlandameistari.

Helgi varđ alţjóđlegur meistari eftir góđa frammistöđu á alţjóđlegu móti í New York sumariđ 1976 og Lone Pine 1978. Í ársbyrjun 1984 gerđist hann atvinnumađur í skák og varđ fljótlega stórmeistari eftir sigur á alţjóđalega  Reykjavíkurmótinu 1984 og sigur á alţjóđega  mótinu í Neskaupsstađ sama ár en lokaáfanginn kom í Kaupmannahöfn 1985 ţegar hann varđ í 2. – 4. sćti ásamt Bent Larsen og Curt Hansen á afmćlismóti Bronshoj skákkúbbsins. Helgi varđ efstur ásamt Simen Agdestein og Jóhanni Hjartarsyni á Skákţingi Norđurlanda 1985.

Helgi tefldi á árunum 1975 – 1996 12 sinnum í landsliđsfokki á Skákţingi  Íslands. Hann varđ á ţessum tíma skákmeistari Íslands sex sinnum og í 2. sćti fimm sinnum. Helgi hefur orđiđ Íslandsmeistari í atskák oftar en nokkur annar eđa fjórum sinnum og hrađskákmeistari Íslands sex sinnum. Helgi sigrađi á 23 helgarmótum tímaritsins Skákar á árunum 1980  – 1997. Auk ţess hefur hann unniđ aragrúa annarra innlendra móta.

Eins og áđur sagđi varđ Helgi hlutskarpastur á Reykjavíkurmótinu 1984, ásamt Jóhanni Hjartarsyni og Samuel Reshevsky, og varđ efstur međ níu öđrum á Reykjavíkumótinu 1990. Hann tefldi síđast á Reykjavíkurskákmótinu 2014 og varđ í 2. – 5. sćti, hlaut 8 vinninga af 10 mögulegum. Hann varđ í 2. sćti međ öđrum á einu sterkasta opna móti ársins í New York 1986 og náđi sama árangri aftur í sama móti 1989 og 1990. Um ţetta leyti var Helgi í kringum 30. sćti á heimslista FIDE. Helgi sigrađi á alţjóđlegu móti tímaritins Skákar viđ Djúp sumariđ 1988 og nokkrum vikum síđar fór hann hann taplaus í gegnum 13 umferđa minningarmót um Tschigorin í Sochi viđ Svartahaf.  Ekki er ţekkt dćmi um annan Vesturlandabúa sem komist hefur taplaus í gegnum slíkt mót í gömlu Sovétríkjunum.

Helgi hefur teflt 16 sinnum fyrir hönd ţjóđar sinnar á Ólympíumótum, oftar en nokkur annar Íslendingur. Hann tefldi  á 1. borđi í Saloniki 1984, Dubai 1986 og Novi Sad 1990 og flestar skákirnar á Möltu 1980. Helgi var ţjálfari og liđsstjóri íslenska Ólymíuliđsins 2010 og 2012 og einnig liđsstjóri og ţjálfari íslenska liđsins á Evrópumótum landsliđa 2011, og 2013. Í  fyrra skipti í Porto Carras tók hann sćti í liđinu vegna forfalla, hlaut 4 ˝ vinning af 5 mögulegum og fékk silfurverđlaun fyrir frammistöđu sína. Helgi hyggur á ţátttöku í gullaldarliđi Íslands sem teflir á EM í Reykjavík í haust.

Helgi hefur veriđ atkvćđamikill skákpistlahöfndur og blađamađur á ýmsum miđlum og hefur ritađ reglulega skákpistla í Morgunblađiđ frá árinu 2006. Helgi hefur einnig skrifađ ótal greinar í blöđ og tímarit hér á landi og erlendis. Hann hefur ritađ og ţýtt nokkrar bćkur ţ. á m. bókina Benóný međ Braga Halldórssyni og Jóni Torfasyni, bókina „Bobby Fischer comes home“ sem kom út í Hollandi voriđ 2012 og skrifađ fyrra bindiđ af tveimur um Reykjavíkurskákmót í 50 ár. Ţá hefur hann m.a. snarađ kennslubókinni Skák og mát sem Hrókurinn dreifđi í grunnskóla landsins í um 25 ţús. eintökum og einnig ţýtt FIDE-kennslubókina Skákţjálfun sem FIDE gaf út. Helgi gerđist skólastjóri  Skákskóla Íslands áriđ 1996 og dró ţá mjög úr taflmennsku en hefur ţó alltaf haldiđ sér viđ međ ţátttöku í kappskákmótum eftir ţví sem tími hefur unnist til.

Helgi Ólafsson, stórmeistari:   

Ég hef notiđ ţess ađ keppa fyrir hönd Taflfélags Vestmannaeyja um árabil og ţakka félögum mínum ţar góđ kynni. Nú geng ég til liđs viđ annađ skemmtilegt og vel mannađ félag. Sérstaklega líst mér vel á áherslu Huginsmanna á skákmenningu og metnađ ţeirra til ţess ađ félagsmenn eflist ađ styrk samhliđa vexti og viđgangi félagsins. Ţar er auđvitađ lykilatriđi ađ líta svo á ađ allir skákmenn geti bćtt sig fram eftir öllum aldri.

Hermann Ađalsteinsson, formađur Hugins:

Ţetta eru stór tíđindi. Viđ Huginsmenn erum auđvitađ stoltir af ţví ađ ţessi öflugi stórmeistari lađist ađ okkar félagi. Ljóst er ađ međ Helga er nýrri og sterkri stođ rennt undir framtíđ Hugins međal fremstu skákfélaga landsins. Viđ hlökkum til ađ njóta visku hans og atfylgis og gerumst nú enn upplitsfjarfi fyrir komandi leiktíđ. Ţar er eitt af markmiđum okkar ađ verja Íslandsmeistaratilil félagsins.

Heimasíđa Hugins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.7.): 6
 • Sl. sólarhring: 23
 • Sl. viku: 233
 • Frá upphafi: 8704985

Annađ

 • Innlit í dag: 5
 • Innlit sl. viku: 157
 • Gestir í dag: 5
 • IP-tölur í dag: 5

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband