Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Magnús Carlsen teflir á EM í Reykjavík

Magnus Carlsen á Reykjavíkurskákmótinu

Ţá liggur ţađ fyrir ađ heimsmeistarinn Magnús Carlsen mun tefla fyrir Noreg á Evrópumóti landsliđa sem fram fer í Reykjavík í nóvember nk. Ađrir í norska liđinu eru Ludwig Hammer, Simen Agdestein, Aryan Tari og Frode Urkedahl. Ţetta verđur í fyrsta sinn síđan 1988, er Garrí Kasparov tók ţátt í heimsbikarmóti Stöđvar 2, sem ótvírćđur heimsmeistari teflir hér á landi. Búast má viđ ađ 30-40 liđ tefli í opna flokki mótsins og 25-30 liđ í kvennaflokknum. Ljóst er ađ Íslendingar munu tefla fram tveimur liđum í opna flokknum en ađalliđ Íslands hefur enn ekki veriđ tilkynnt, en fyrstu menn inn ţar verđa Hannes Hlífar Stefánsson, Héđinn Steingrímsson og Hjörvar Stefánsson. Hiđ svonefna gullaldarliđ Íslands verđur skipađ Friđriki Ólafssyni, Jóhanni Hjartarsyni, Jóni L. Árnasyni, Margeiri Péturssyni og undirrituđum. Ekkert liggur fyrir um ţađ hvernig íslenska kvennaliđiđ verđur skipađ en Lenka Ptacnikova mun án efa tefla á 1. borđi. Mótiđ fer fram í Laugardalshöll.

Eitt sigurstranglegasta liđ ţessarar keppni hlýtur ađ vera liđ Armena sem teflir fram Levon Aronjan á fyrsta borđi. Aserbaídsjan hefur unniđ keppnina tvisvar og ţá koma Rússar alltaf sterklega til greina sem sigurvegarar ţó frammistađa ţeirra eftir ađ Kasparov hćtti hafi veriđ allt annađ en viđunandi frá sögulegum sjónarhóli séđ. Vladimir Kramnik mun samkvćmt áreiđanlegum heimildum leiđa sveit ţeirra ađ ţessu sinni. Ţá má nefna Úkraínumenn međ Vasilí Ivantsjúk fremstan í flokki. Af ţekktum keppendum má nefna Anish Giri sem teflir á 1. borđi fyrir Hollendinga og Michael Adams sem teflir á 1. borđi fyrir Englendinga.

Ţó ađ Evrópumótin séu ađeins styttri en Ólympíumótin, níu umferđir á móti ellefu, eru ţau ađ sumu leyti erfiđari ţar sem flestar sveitirnar eru ţéttar fyrir. Stig eru látin ráđa en ekki vinningar, 2 ˝ vinningur gefur jafn mörg stig og fjórir vinningar og ákveđin taktík rćđur stundum ferđinni í innbyrđis viđureignum. Íslendingar hafa oft náđ góđum árangri á Evrópumótinu, 13. sćti í Debrecen 1992 er besta lokaniđurstađan og ţar fékk Jóhann Hjartarson silfurverđlaun fyrir bestan árangur á 1. borđi. Ţá náđist góđur árangur í Heraklion í Grikklandi 2007.

Evrópumót landsliđa fór fyrst fram í Vín í Austurríki áriđ 1957 og ţá var teflt á tíu borđum. Međal liđsmanna sigursveitar Sovétmanna var Mikhael Tal sem ţá var ađ hefja einhverja mögnuđustu sigurgöngu sem skáksagan kann frá ađ greina. Leiftrandi leikfléttustíll hans skein skćrt á ţessu móti.

Evrópumót landsliđa í Vín 1957:

Mikhael Tal – Rudolph Teschner (V-Ţýskaland )

Spćnskur leikur

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. O-O d6 6. c3 Be7 7. d4 b5 8. Bb3 Bg4 9. h3 Bxf3 10. Dxf3!?

Fyrsta fórnin, hvítur fćr gott spil fyrir peđiđ.

10. ... exd4 11. Dg3 g6 12. Bd5 Dd7 13. Bh6!

Almenn óţćgindi fylgja ţessum langa biskupsleik, svartur getur ekki komiđ kónginum í skjól.

13. ... Hb8 14. f4 Rd8 15. Rd2 c6 16. Bb3 dxc3 17. Dxc3 Da7 18. Kh1 Dc5 19. Dd3 Rd7 20. e5!

Gegnumbrot sem hefur ţađ ađ markmiđi ađ rýma e4-reitinn fyrir riddarann.

20. ... d5 21. f5 gxf5 22. Dxf5 Rf8

Reynir ađ verja veikleikana. 

GI8UCCBT23. Re4! dxe4 24. Hac1 Db6 25. Hcd1!

- Viđ hótuninni 26. Bxf7+ er engin haldgóđ vörn og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 18. júlí 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 45
  • Sl. viku: 249
  • Frá upphafi: 8764938

Annađ

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 168
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband