Leita í fréttum mbl.is

Ţorsteinn Ţorsteinsson á vit Hugins

StoneStoneFidemeistarinn öflugi, viđskiptafrćđingurinn og hvalfangarinn, Ţorsteinn Ţorsteinsson, er genginn í skákfélagiđ Hugin. Ţorsteinn er sannkallađur hvalreki fyrir félagiđ enda bćđi snjall skákmađur og ötull félagsmálamađur. Ţannig mun Ţorsteinn jöfnum höndum tefla fyrir hönd Hugins, annast liđsstjórn og taka sćti í öldungaráđi félagsins.

Ţorsteinn  hóf feril sinn í TR á Grensáveginum áriđ 1971, ţá 11 ára. Hann tilheyrir ţeirri kynslóđ ungra skákmanna sem stigu sín fyrstu skref í TR eftir heimsmeistareinvígi Fischersog Spassky. Ţar má m.a. nefna Margeir Pétursson, Jón L. Árnason, Jóhann Hjartarson,Karl Ţorsteins, Sćvar Bjarnason, Ómar Jónsson, Elvar Guđmundsson, Benedikt Jónasson, Gísla Hjaltason, Ásgeir Ţ. Árnason, Ögmund Kristinsson, Kristján Guđmundsson, Róbert LagermannGuđna Sigurbjarnarson, Jón. S. Halldórsson og Ţröst Bergmann en ţrír hinir síđastnefndu eru látnir.

Ţorsteinn ólst upp í Safamýrinni eins og Jóhann Hjartarson og fleiri sterkir skákmenn enda hrifsađi Álftamýrarskóli til sín svo til alla skólatitla á ţessum árum. Mikil skákmenning blómstrađi í hverfinu og nánast var teflt í hverju hús, enda nálćgđin viđ TR á gullaldarárum félagsins til ţess fallin. Áriđ 1977 varđ Ţorsteinn unglingameistari Íslands undir 20 ára en Jóhann Hjartarson og Karl Ţorsteins höfnuđu í 2. 3 sćti. Ţorsteinn tefldi lítiđ nćstu árin ţar á eftir en 10 árum síđar var Jóhann hins vegar orđinn einn af allra bestu skákmönnum heims.

Ţorsteinn stundađi háskólanám í Svíţjóđ á árunum 1991-1996 og lauk ţar meistaragráđu í rekstrahagfrćđi. Ţorsteinn tefldi mikiđ á ţessu tímabili, bćđi í sćnsku deildarkeppninni, sćnska meistaramótinu og á fjölmörgum mótum eins og Rilton Cup. Hann vann nokkur mót á ţessum árum og var oftar en ekki í toppbaráttunni í öđrum.

Áriđ 1997 fluttist Ţorsteinn aftur heim til Íslands. Hann tók ţátt í landsliđsflokknum á Akureyri sama ár og hafnađi í miđjum hópi en Ţorsteinn hefur alls teflt 5 sinnum í landsliđsflokki. Hann var í sigursveit TR í deildarkeppninni 1998-1999. Áriđ 2009 gekk Ţorsteinn í rađir Taflfélags Vestmannaeyja (TV) ţar sem hann tefldi međ liđinu og var liđsstjóri. Sama ár vann félagiđ sig upp í efstu deild og síđan ţá hefur félagiđ orđiđ í 2. eđa 3. sćti ár hvert. Segja má ađ Ţorsteinn hafđi átt hvađ mestan heiđur af ţví ađ byggja upp ţađ sterka liđ sem TV varđ á ţessum árum.

Ţorsteinn tefldi síđast á alţjóđlegu móti í Ortisei á Ítalíu áriđ 2012 og var ţar hársbreidd frá ţví ađ ná áfanga ađ alţjóđlegum meistaratitli. Hann hefur síđan ţá snúiđ sér í auknum mćli ađ bréfskák og er í dag međ stigahćstu bréfskákmönnum landsins.

Hernámsminjar á Hvítanesi: „Ţađ kostar“ útskýrir Ţorsteinn – „menn vađa ekkert í vélarnar“

Ţorsteinn segist kveđja TV međ vissum trega en ađ allt hafi sitt upphaf og endi, minningarnar séu margar og góđar sem skipti mestu. Hann vill ţakka öllum liđsmönnum félagsins fyrir skemmtilegan tíma ţau ár sem hann stýrđi liđinu. Ţorsteinn segist hlakka til ađ byrja í Hugin. Ţađ félag hafi orđiđ fyrir valinu ţar sem skipulagiđ sé gott, liđsandinn til fyrirmyndar og glađvćrđ í öndvegi. Einnig hafi skipt máli ađ ákveđin virđing sé borin fyrir skákmönnum sem komnir eru til vits og ára.

Ţorsteinn er ţekktur fyrir smíđar á kostulegum orđatiltćkjum sem tengjast skákinni. Hér má m.a. nefna; „skákin er harđur skóli“, „menn vađa ekkert í vélarnar“, „stigin tefla ekki“, „ţađ kostar“, „pósaţjappa“og síđast en ekki síst „smé“ en öll ţessi orđatiltćki hafa náđ ákveđinni fótfestu í tungutaki íslenskra skákmanna.

Stjórn Hugins býđur Ţorstein hjartanlega velkomin til félagsins og vćntir mikils af atfylgi hans og skemmtilegum uppátćkjum.

Heimasíđa Hugins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (14.8.): 2
 • Sl. sólarhring: 63
 • Sl. viku: 253
 • Frá upphafi: 8706505

Annađ

 • Innlit í dag: 2
 • Innlit sl. viku: 162
 • Gestir í dag: 2
 • IP-tölur í dag: 2

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband