Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Pólverjar minnast Miguel Najdorfs

Nokkrir af bestu virku skákmönnum okkar hafa veriđ ađ tefla talsvert undanfariđ. Íslandsmeistarinn Héđinn Steingrímsson tók á dögunum ţátt í Opna New York-mótinu en ţar tefldu 70 keppendur níu umferđir. Eftir sex umferđir var Héđinn í fararbroddi međ 4˝ vinning en á lokasprettinum gaf hann eftir og endađi ađ lokum í 10.-15. sćti međ 5˝ vinning. Gata Kamsky sigrađi, hlaut 7 vinninga.

Hannes Hlífar Stefánsson hóf í gćr taflmennsku á skákhátíđinni í Pardubice í Tékklandi og Guđmundur Kjartansson í sterku lokuđu móti í Pétursborg, hlaut ţar 4 vinninga af níu mögulegum og hafnađi í 7.-8. sćti af tíu keppendum. Ţá ber ađ geta frábćrs árangurs Páls Agnars Ţórarinssonar sem varđ í 2.-5. sćti á opna skoska meistaramótinu sem lauk á dögunum en ţar voru keppendur 102 talsins. Páll hlaut 7 vinninga af níu mögulegum en sigurvegari var Oleg Korneev frá Rússlandi sem hlaut 7˝ vinning.

Eitt sterkasta opna mót sumarsins fór svo fram í Varsjá í byrjun júlí og ţar tefldu Ingvar Ţ. Jóhannsson og Sigurbjörn Björnsson. Mótiđ var haldiđ til minningar um Miguel Najdorf en um hann hefur veriđ sagt ađ skákin hafi bjargađ lífi hans. Najdorf sat ađ tafli fyrir Pólverja á Ólympíuskákmótinu í Buenos Aires hinn 1. september 1939 ţegar Ţjóđverjar réđust á Pólland og seinni heimsstyrjöldin hófst. Ţrátt fyrir ítrekađar tilraunir tókst honum ekki ađ ná sambandi viđ fjölskyldu sína og í hildarleiknum sem á eftir fór missti hann konu sína og barn og stórfjölskylduna alla. Í Argentínu stofnađi hann tryggingafyrirtćki og efnađist vel, setti mikinn svip á skáklíf ţar í landi og á alţjóđvettvangi. Hann tefldi á Reykjavíkurskákmótinu áriđ 1976.

Á minningarmótinu í Varsjá hlaut Ingvar 5 vinninga og varđ í 24.-35. sćti af 83 keppendum en Sigurbjörn hlaut 3 vinninga og varđ í 70.-77. sćti. Sigurvegari varđ Rússinn Igor Kovalenko, hlaut 8 vinninga af níu mögulegum. Í hverri einustu umferđ mćttu Ingvar og Sigurbjörn verđugum andstćđingum. Í 2. umferđ tefldi Sigurbjörn viđ Búlgarann Cheparinov, stigahćsta mann mótsins. Sá hefur afar beittan skákstíl og lokaflétta hans í ţessari skák var lagleg:

Varsjá 2015; 2. umferđ:

Ivan Cheparinov – Sigurbjörn Björnsson

Slavnesk vörn

1. d4 d5 2. c4 c6 3. Rf3 e6 4. Dc2 Rf6 5. Rbd2 Be7 6. g3

Međ ţví ađ snúa taflinu yfir í afbrigđi katalónskrar byrjunar tekst Cheparinov ađ ná betri stöđu án ţess ađ hafa mikiđ fyrir hlutunum.

6. ... 0-0 7. Bg2 b6 8. 0-0 Bb7 9. e4 c5?

Sigurbjörn bregst hart viđ ađ venju en betra var sennilega ađ bíđa átekta og leika 9. ... Ra6. Uppskipti á e4 koma einnig til greina en vandinn er ađ losa um sig.

10. cxd5 exd5 11. e5 Re4 12. dxc5 Rxd2 13. Bxd2 bxc5 14. Had1 Ra6 15. Hfe1 Rc7 16. Ba5!

Hangandi peđin eru ekki burđug eftir ţennan leik.

16. ... Dd7 17. Bxc7 Dxc7 18. Rd4 Hac8 19. Rf5 Hfd8 20. e6 fxe6 21. Hxe6 Bf8 22. De2 Hd7 23. He1

Yfirburđir hvíts eru augljósir en ţó ekkert rakiđ fyrr en eftir nćsta leik svarts.

23. ... d4 24. He8! Bxg2 25. De6+ Kh8

26. Rh6!

Slagkraftur mikill. Hótunin er 27. Dg8 mát og 26. ... gxh6 strandar á 27. Df6+ og mátar.

26. ... Bd5 27. Df5! Bf7 28. Hxc8 Dxc8 29. Rxf7 Kg8 30. De6!

GGKUD5FDEnn er mát á g8 yfirvofandi og leppun hróksins gerir útslagiđ. Svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu 

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 25. júlí 2015

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (23.1.): 0
 • Sl. sólarhring: 51
 • Sl. viku: 283
 • Frá upphafi: 0

Annađ

 • Innlit í dag: 0
 • Innlit sl. viku: 220
 • Gestir í dag: 0
 • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband