Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Félagaskipti

Hannes Hlífar í Taflfélag Reykjavíkur

HannesStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson er genginn til liđs viđ Taflfélag Reykjavíkur eftir nokkurra ára fjarveru.  Hannes Hlífar ţarf ekki ađ kynna fyrir skákáhugamönnum en hann hefur um árabil veriđ einn af sterkustu og sigursćlustu skákmönnum ţjóđarinnar og er sem stendur fjórđi stigahćsti skákmađur landsins međ 2540 Elo-stig.

Hannes sýndi snemma mikla skákhćfileika og var á unga aldri orđinn mjög sterkur skákmađur.  Fjórtán ára varđ hann heimsmeistari unglinga 16 ára og yngri, ári seinna var hann orđinn alţjóđlegur meistari og 1993 varđ hann stórmeistari.  Hannes er tólffaldur Íslandsmeistari og ţá hefur hann ellefu sinnum teflt međ sveit Íslands á Ólympíumótinu í skák, eđa á hverju móti síđan 1992.  Fimm sinnum hefur Hannes sigrađ á Opna alţjóđlega Reykjavíkurmótinu.

Ţađ er mikill fengur fyrir Taflfélag Reykjavíkur ađ fá Hannes til liđs viđ sig ţar sem hann hittir fyrir félaga sinn og nýkrýndan Íslandsmeistara, alţjóđlega meistarann Guđmund Kjartansson.  Koma Hannesar er vatn á myllu hins ţróttmikla starfs félagsins sem hefur sjaldan veriđ öflugra.

Taflfélag Reykjavíkur býđur Hannes Hlífar velkominn heim í félagiđ.


Stefán Kristjánsson genginn í GM Helli

Stefán Kristjánsson stórmeistariStefán Kristjánsson, stórmeistari í skák, er genginn til liđs viđ Skákfélagiđ GM Helli.

Stefán er ţriđji íslenski stórmeistarinn sem gengur félaginu á hönd en fyrir eru ţeir Ţröstur Ţórhallsson og Helgi Áss Grétarsson.

Skákferill Stefáns hófst áriđ 1993 ţegar hann tefldi fyrir skákliđ Melaskóla, ţá ellefu ára ađ aldri. Ţetta geđţekka ungmenni varđ fljótlega einn efnilegasti skákmađur landsins og á nćstu árum sigrađi hann á fjölmörgum barna- og unglingamótum. Styrkur Stefáns óx jafnt og ţétt.

Áriđ 2000 tefldi hann fyrst fyrir hönd ţjóđar sinnar á Ólympíuskákmótinu í Istanbúl og náđi ţar prýđisárangri. Stórmeistaranafnbótina ávann hann sér svo áriđ 2011.

Hermann Ađalsteinsson, formađur GM Hellis:  „Ţetta eru ánćgjuleg tíđindi. Stefán verđur okkur góđur liđsstyrkur enda er hann einn sigursćlasti skákmađur landsins á Íslandsmóti skákfélaga frá upphafi."

Stjórn og liđsmenn GM Hellis bjóđa Stefán Kristjánsson velkominn í sínar rađir. 


Sameining Taflfélags Akraness og Skákfélags Íslands

Tilkynning frá Taflfélagi Akraness og Skákfélagi Íslands.

Taflfélag Akraness hefur sameinast Skákfélagi Íslands ţannig ađ Taflfélag Akraness gengur inn í Skákfélag Íslands. Skákfélag Íslands mun ţví tefla fram ţremur sveitum í Íslandsmóti skákfélaga sem hefst í Rimaskóla ţann 10. október nk., ţ.e. í 2. deild, 3. deild og 4. deild. Sameiningin hefur engin áhrif á skipan liđa í deildum Íslandsmóts skákfélaga.

Kristján Örn Elíasson og Gunnar Magnússon.


Kristján Guđmundsson gengur til liđs viđ Gođann-Máta

Hinn snjalli skákmeistari Kristján Guđmundsson (2289) hefur gengiđ til liđs viđ Gođann-Máta. Vart ţarf ađ orđlengja ađ félaginu er mikill styrkur í liđsinni svo öflugs og reynds meistara.Kristján Guđmundsson Kristján hefur um langt árabil veriđ áberandi í íslensku skáklífi. Hann var á sínum tíma Íslandsmeistari unglinga í skák, var fulltrúi ţjóđar sinnar á heimsmeistaramóti unglinga og  fékk 7 vinninga af  9 á World Open í Bandaríkjunum 1982. Sá árangur fleytti honum í efstu sćtin á ţví öfluga móti, mitt í öllum stórmeistarafansinum og hlaut Kristján sérstök verđlaun fyrir frammistöđuna.    Međal annarra afreka má nefna ađ hann hefur unniđ Öđlingamót TR nokkrum sinnum, auk sigra í fleiri sterkum mótum, og  varđ Íslandsmeistari međ TG á Íslandsmóti skákfélaga.Síđast en ekki síst var Kristján liđsstjóri landsliđs Íslands í skák á fjórum Ólympíumótum í röđ, m.a. ţegar liđiđ náđi 4. sćti í Dubai og vantađi einungis  ˝ vinning til ađ hreppa bronsiđ. Hermann Ađalsteinsson, formađur Gođans-Máta: „Ţetta er mikil gleđifregn. Kristján fellur ekki bara vel í okkar hóp sem sterkur skákmađur heldur líka sem skemmtilegur félagi. Góđur liđsandi skiptir okkur GM-ara nefnilega jafnvel enn meira máli en geta í skák og ţar er skemmst ađ minnast ţáttar góđrar stemningar og samheldni í sigri okkar á Íslandsmóti skákfélaga í hrađskák  á dögunum. Ţá er heldur ekki amalegt ađ njóta atfylgis nýja liđsmannsins í herkćnsku ţví ađ Kristján er eins og kunnugt er doktor í sálfrćđi. Ljóst er ađ Kristján mun efla enn frekar hina grjóthörđu a-sveit okkar í efstu deild Íslandsmóts skákfélaga sem senn fer í hönd." Stjórn og liđsmenn Gođans-Máta bjóđa Kristján Guđmundsson velkominn í sínar rađir. 

Hjörvar í Víkingaklúbbinn

Hjörvar í SkotlandiAlţjóđlegi meistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson (2505) einn stigahćsti og efnilegasti íslenski skákmađur landsins gekk í dag til liđs viđ Víkingaklúbbinn, en Hjörvar var áđur félagi í Taflfélaginu Helli.  Hjörvar hefur veriđ ađ bćta sig mikiđ síđustu árin, er međ tvö stórmeistaraáfanga af ţrem og hefur ţegar náđ stigalágmarkinu fyrir stórmeistaratitilinn, 2500 elóstig.  Hjörvar á eftir ađ koma sterkur inn á Íslandsmót skákfélaga, en Víkingaklúbburinn stefnir á ađ verja Íslandsmeistaratitil sinn frá ţví í vor.

Heimasíđa Víkingaklúbbsins


Loftur í SA

Loftur BaldvinssonLoftur Baldvinsson (1703) hefur gengiđ á ný í uppeldisfélag sitt, Skákfélag Akureyrar, úr Gođanum-Mátum. Loftur er af fjölmennri kynslóđ skákmanna frá Akureyri sem fengu sitt skákuppeldi í Ţingvallastrćti 18, gamla félagsheimilli Skákfélagsins. Sem unglingur tefldi Loftur međ sterkum skáksveitum Gagnfrćđaskóla Akureyrar sem voru ćtíđ ofarlega á Íslandsmóti grunnskólasveita, en ţjálfari ţeirra var Ţór Valtýsson. Eins og gengur tók Loftur sér langt hlé frá opinberri taflmennsku en hefur veriđ ţó nokkuđ virkur ađ undanförnu og vakti glćsilegur sigur hans á Braga Ţorfinnssyni á Íslandsmótinu gríđarlega athygli.

Skákfélag Akureyrar býđur Loft hjartanlega velkominn í félagiđ. Mun Loftur tefla međ Skákfélaginu í kvöld í Hrađskákkeppni taflfélaga gegn Briddsfjelaginu.


Harpa í TR

HarpaSkákdrottningin Harpa Ingólfsdóttir Gígja er gengin til liđs viđ Taflfélag Reykjavíkur.  Harpa varđ Íslandsmeistari stúlkna áriđ 1995 og sama ár Íslandsmeistari međ sveit Árbćjarskóla í sveitakeppni stúlkna.  Hún hefur tekiđ ţátt í heimsmeistaramótum ungmenna, ţremur ólympíumótum, norđurlandamótum og evrópumeistaramótum.  Harpa hefur tvisvar orđiđ Íslandsmeistari kvenna, áriđ 2000 og 2004.  

Ţá hefur hún hefur setiđ í stjórn Skáksambands Íslands, í stjórn Hellis, og veriđ varaformađur Taflfélags Reykjavíkur.  Harpa er skráđ til leiks á Norđurlandamót kvenna sem haldiđ verđur 17. til 23. september í Norrćna húsinu, og verđur gaman ađ sjá hana kljást ţar viđ stöllur sínar af hinum norđurlöndunum.

Taflfélag Reykjavíkur býđur Hörpu hjartanlega velkomna heim!


Sergey Fedorchuk í TR

Sergey Fedorchuk Úkraínski ofurstórmeistarinn Sergey Fedorchuk (2667) er genginn til liđs viđ Taflfélag Reykjavíkur. Fedorchuck varđ Evrópumeistari unglinga undir 14 ára áriđ 1995, en međal annarra afreka hans má nefna efsta sćtiđ á Cappelle la Grande Open áriđ 2008, ásamt TR-ingunum Vugar Gashimov (2737), Erwin L'Ami (2640), nýbökuđum skákmeistara Úkraínu, Yuriy Kryvoruchko (2678) og fleirum. Einnig sigrađi hann á Dubai Open 2006 ásamt Armenunum Sargissian og Petrosian.

Sergey Fedurchuck bćtist ţví viđ stóran hóp öflugra erlendra stórmeistara félagsins, en fyrir eru hjá félaginu svo nokkrir séu nefndir, heimsmeistarinn fyrrverandi Anatoly Karpov, skákdrottningin Judit Polgar, Gata Kamsky, Jan Smeets, Mykhailo Oleksienko og fyrrnefndir Erwin L'Ami og skákmeistari Úkraínu Yuriy Kryvoruchko.

Fedorchuck mun leiđa fríđan hóp sem tekur ţátt í lokuđu 9 umferđa stórmeistaramóti Taflfélags Reykjavíkur sem haldiđ verđur í skákhöll TR í Faxafeni í byrjun október.  Frekari fréttir af ţátttakendum á ţví geysiöfluga móti munu berast á nćstu dögum og vikum.


Rozentalis í TV

Litháíski stórmeistarinn Eduardas Rozentalis (2612) er genginn til liđs viđ Taflfélag Vestmannaeyja. Rozentalis hefur međal annars teflt á 1. borđi fyrir Litháa á 7 Ólympíuskákmótum.  Rosentalis bćtist viđ fríđan hóp stórmeistara sem eru fyrir í TV og má ţar helsta nefna Aleksey Dreev (2668), Jan Gustafsson (2619), Ivan Salgado Lopez (2614), Kamil Miton (2606), Jon Ludvig Hammer (2599), Tomi Nybäck (2599), Nils Grandelius (2573), Helga Ólafsson (2544) og Henrik Danielsen (2510). 

 


Ţorvarđur í TR

Björn og ŢorvarđurŢorvarđur Fannar Ólafsson (2266) hefur gengiđ til viđ Taflfélag Reykjavíkur. Ţorvarđur kemur úr Víkingaklúbbnum en hefur lengst af aliđ manninn í Skákdeild Hauka og fyrrirennaranum Skákfélagi Hafnarfjarđar.

Ţorvarđur er mikill liđsauki fyrir Taflfélag Reykjavíkur fyrir átökin á Íslandsmóti skákfélaga í haust.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 39
  • Sl. viku: 273
  • Frá upphafi: 8764851

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 149
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband