Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Félagaskipti

Rúnar gengur í Skákfélag Íslands

Áhorfandinn: Rúnar BergŢrenn félagaskipti hafa átt sér stađ síđustu daga og öll tengjast ţau Skákfélagi Íslands. Rúnar Berg (2126) hefur gengiđ til viđ félagiđ en hann var síđast í Taflfélaginu Helli.

Páll Andrason (1775) og Eiríkur Örn Brynjarsson (1629) hafa hins vegar sagt sig úr félaginu. Ţeir hafa gengiđ til liđs viđ Kórdrengina.

 


Vignir Vatnar snýr aftur í TR

Vignir VatnarEftir skamma fjarveru hefur Vignir Vatnar Stefánsson gengiđ aftur í rađir Taflfélags Reykjavíkur ásamt föđur sínum, Stefáni Má Péturssyni.  Félagiđ fagnar endurkomu ţeirra feđga og býđur ţá velkomna í elsta og stćrsta skákfélag landsins en ţess má til gamans geta ađ langa langa afi Vignis, Pétur Zophaníasson, var einn af stofnendum ţess fyrir 112 árum.

Nćst á döfinni hjá Vigni Vatnari er ţátttaka í Heimsmeistaramóti ungmenna sem fer fram í Maribor, Slóveníu, dagana 7.-19. nóvember og verđur spennandi ađ fylgjast međ gengi hans ţar.  Nánari upplýsingar um mótiđ má finna hér.


Vignir Vatnar gengur til liđs viđ Skákdeild Fjölnis

Vignir Vatnar á Skákmóti Árnamessu 2011 ţar sem hann sigrađi í yngri flokkSkákdeild Fjölnis bćttist  góđur liđsauki í dag ţegar ţeir feđgar Stefán Már Pétursson og Vignir Vatnar Stefánsson gengu til liđs viđ félagiđ.

Vignir Vatnar er ekki ókunnur barna-og unglingastarfi Fjölnis ţví ađ hann hefur veriđ duglegur ađ sćkja ćfingar skákdeildarinnar á laugardögum og tekiđ ţátt í öllum skákviđburđum deildarinnar. Ţađ var einmitt á TORG-móti Fjölnis 2009 sem Vignir Vatnar, ţá 6 ára gamall, sló í gegn og hefur strákurinn síđan veriđ einstaklega sigurglađur á öllum Fjölnismótum.

Ţađ er Skákdeild Fjölnis mikill fengur ađ fá ţá feđga til liđs viđ barna- og unglingastarfiđ sem hefur veriđ afar blómlegt og árangursríkt í ţau 8 ár sem liđin eru frá stofnun deildarinnar en skákdeildin hefur margsinnis notiđ ađstođar Stefáns viđ undibúning og framkvćmd barna- og unglingaskákmóta.


Fjör á félagaskiptamarkađi

Wesley So - teflir hann á nćsta ReykjavíkurmótiMikiđ fjör hefur veriđ á félagaskiptamarkađi síđustu vikur. Skák.is hefur tekiđ saman félagaskiptabreytingar sem átt hafa sér stađ í ágúst og september.  

Stjórn SÍ ákvađ ađ breyta 8. grein reglugerđar Íslandsmót skákfélaga á síđasta stjórnarfundi á ţann hátt ađ taka allan vafa ađ viđ sameiningar félaga haldi hiđ sameinađa félag deildarsćtum viđkomandi félaga eins og ţau voru réttilega áunnin fyrir sameininguna.  Ţađ ţýđir ađ Gođinn-Mátar heldur deildarsćtum bćđi Gođans og Máta og ţetta mun einnig gilda fyrir sameiningar framtíđarinnar.   

Ljóst er ađ íslensk taflfélög eru mörg hver ekki á flćđiskeri stödd. Íslenskir skákáhugamenn geta bćđi hlakkađ til öflugs Íslandsmóts skákfélaga og ekki síđur spennandi skákvetrar.  Sleppt er ađ minnast á félagaskipti kornungra skákmanna (fyrra félag í sviga):

Skáksamband Austurlands:

  • Bjarni Jens Kristinsson (Hellir)

Briddsfjelagiđ:

  • Bergsteinn Einarsson (TR)
  • Elvar Guđmundsson (TB)
  • Kjartan Ingvarsson (Haukar)
  • Grímur Grímsson (Hrókurinn)

Gođinn-Mátar

  • Guđfríđur Lilja Grétarsson (Hellir)
  • Snorri Ţór Sigurđsson (nýr)
  • GM Victor Mikhalevski (Ísrael)
  • IM Nikolaj Milkkelsen (Danmörku)

Ekki er taldir ţeir upp sem voru fyrir í Mátum

Sauđárkrókur:

  • Birgir Örn Steingrímsson (nýr)

Skákfélag Akureyrar:

  • Rúnar Ísleifsson (Gođinn)
  • Ágúst Bragi Björnsson (Mátar)
  • Tómas Veigar Sigurđarson (TV)
  • Rúnar Sigurpálsson (Mátar)
  • Pétur Gíslason (Gođinn)
  • GM Simon Williams (Hellir)

Taflfélag Bolungarvíkur

  • Guđni Stefán Pétursson (Fjölnir)
  • WGM Svetlana Cherednichenko (Úkraínu)
  • GM Yaroslav Zherebukh (Úkraínu)

Taflfélag Reykjavíkur:

  • Ólafur Helgi Árnason (nýr)
  • GM Erwin L´Ami (Hollandi)
  • WGM Alina L´Ami (Rúmeníu)
  • WGM Vita Chulivska (Úkraínu)
  • Arsenij Zacharov (nýr)
  • Andrei Voloktin (Úkraínu)
Taflfélag Vestmannaeyja:
  • FM Sigurbjörn Björnsson (Hellir)

Taflfélagiđ Hellir

  • Steinţór Baldursson (nýr)
  • Luca Barillaro (Ítalíu)
  • GM Amin Bassem (Egyptalandi)

Vin

  • FM Róbert Lagerman (Hellir)
  • Jörgen Paulus Napatoq (Grćnlandi)
  • Marteinn Ţór Harđarson (Haukar)
  • Ingi Tandri Traustason (Haukar)

Víkingaklúbburinn

  • GM Stefán Kristjánsson (TB)
  • GM Bartosz Socko (Póllandi)
  • GM Monika Socko (Póllandi)
  • GM Marcin Dziuba (Póllandi)
  • GM Grzegorz Gajewski (Póllandi)
  • GM Pavel Eljanov (Úkraínu)
  • GM Wesley So (Filippseyjum)

Skákfélag Íslands

  • IM Jonathan Carlstedt (Ţýskalandi)
  • FM Thomas Michalczak (Ţýskalandi)
  • Hugh Titmas (Ţýskalandi)
  • Uwe Staroske (Ţýskalandi)

Nýir félagsmenn SA

Nú á haustdögum hafa fjölmargir magnađir skákmenn gengiđ í rađir Skákfélags Akureyrar. Ţeim liđsstyrk fagna Norđanmenn. Ţetta eru:

  • Rúnar Ísleifsson (kemur úr Gođanum)
  • Rúnar Sigurpálsson (kemur úr Mátum)
  • Tómas Veigar Sigurđarson (kemur úr TV)
  • Ágúst Bragi Björnsson (kemur úr Mátum)
  • Pétur Gíslason (kemur úr Gođanum)
  • Einar Garđar Hjaltason (Kemur úr SSAust)
  • Einar Guđmundsson (var utan félaga)

Allir ţessir góđu félagar eru bođnir velkomnir í félagiđ.

 


Sigurbjörn í TV

Sigurbjörn Björnsson

Fidemeistarinn Sigurbjörn Björnsson er genginn til liđs viđ Taflfélag Vestmannaeyja. Hann hefur undanfarin 10 ár teflt fyrir Helli og ţar á undan fyrir SH.  Sigurbjörn státar af allmörgum sigrum á skákferli sínum og má ţar m.a. nefna ađ hann varđ Skákmeistari Reykjavíkur áriđ 2007 auk ţess sem hefur ţrívegis deilt efsta sćtinu á sama móti. Sigurbjörn hefur tvívegis unniđ Haustmót TR og ţrívegis hefur hann hampađ sigri á Meistararmóti Hellis.  Auk ţess varđ hann nokkrum sinnum Skákmeistari Hafnarfjarđar.  Sigurbjörn náđi sínum fyrsta alţjóđlega áfanga fyrir ári síđan á EM Taflfélaga í Slóveníu og fór svo yfir 2400 elóstig í seinni hluta Íslandsmóts Skákfélaga í mars síđastliđnum. Sigurbjörn mun án efa styrkja ţétt liđ Vestmannaeyinga í komandi deildarkeppni.


Guđfríđur Lilja í Gođann

Lilja og dóttir

Guđfríđur Lilja Grétarsdóttir, alţingismađur og fyrrverandi forseti Skáksambands Íslands, er gengin til liđs viđ Gođann. Félaginu er mikill akkur í atfylgi ţessarar fjölhćfu afrekskonu enda er hún ein fremsta skákkona Íslands og hefur unniđ skákíţróttinni mikiđ gagn.  Guđfríđur Lilja vakti ţegar á unga aldri athygli fyrir skákhćfileika sína.  

Kornung varđ hún alţjóđlegur meistari og ellefu sinnum hefur hún hlotiđ sćmdarheitiđ Íslandsmeistari kvenna í skák. Guđfríđur Lilja braut blađ í skáksögu Íslands ţegar hún var kjörin forseti Skáksambands Íslands áriđ 2004, fyrst kvenna, og hún varđ einnig fyrst kvenna til ađ gegna formennsku í Skáksambandi Norđurlanda. Guđfríđur Lilja hefur unniđ ötullega ađ ţví ađ efla skákiđkun á Íslandi og endurvakti m.a. kvennalandsliđ Íslands í skák áriđ 2000. Hún er međ BA-gráđu í sagnfrćđi frá Harvard og meistaragráđu í heimspeki frá Cambridge í Englandi.  

Hermann Ađalsteinsson, formađur Gođans: „Okkur er ljúft ađ bjóđa skákdrottinguna Guđfríđi Lilju velkomna í okkar rađir. Hiđ ötula starf hennar viđ útbreiđslu og eflingu skákíţróttarinnar er einstakt og viđ vonumst til ţess ađ geta sótt til hennar góđ ráđ og innblástur á ţví sviđi. Fyrst og fremst vonum viđ ţó ađ Guđfríđur Lilja eigi sem flestar ánćgustundir viđ taflborđiđ og ađ hún njóti ţess sem Gođinn hefur upp á ađ bjóđa." 

Guđfríđur Lilja: „Ég kveđ Taflfélagiđ Helli međ söknuđi og ţakklćti. Ţađ er frábćrt félag. Nú er hins vegar komiđ ađ nýjum kaflaskilum í mínum skákferli og ég lít á inngöngu mína í Gođann sem upphafiđ ađ einhverju nýju og fersku. Gođinn hefur vakiđ athygli mína fyrir skemmtilegan liđsanda og kraftmikiđ félagsstarf.  Hér fć ég tćkifćri til  ađ rifja upp mannganginn í góđra vina hópi og hver veit nema ţetta verđi vel heppnuđ innkoma í seinni helming míns skákferils. Skákin er falleg, skemmtileg og skapandi og ég á ekki von á öđru en ađ hún verđi mér dyggur félagi út lífiđ.  Svo er ţađ auđvitađ borđleggjandi ađ hin klassíska skák er margfalt meira gefandi en refskák stjórnmálanna!"


Stefán Kristjánsson gengur í Víkingaklúbbinn

Stefán KristjánssonStórmeistarinn Stefán Kristjánsson (2473) einn sigursćlasti íslenski skákmađur síđustu ára gekk i vikunni til liđs viđ Víkingaklúbbinn, en Stefán var áđur félagi í Taflfélagi Bolungarvíkur. Óţarfi er ađ telja upp öll afrek Stefáns á síđustu árum, en Stefán var útnefndur Stórmeistari á síđasta ári, ţegar hann náđi 2500 stiga markinu eftir kröftuga taflmennsku.  Stefán á eftir ađ auka skáklíf Víkingaklúbbsins í vetur, en Stefán er annar íslenski stórmeistarinn sem gengur í klúbbinn á árinu

Fjölgar hjá Víkingum

Félagaskipti Ţorvarđar innsigluđHinn öflugi skákmađur Ţorvarđur Fannar Ólafsson (2202) gekk á ţriđjudagskvöld í rađir Víkingaklúbbsins. Ţorvarđur Fannar er góđur liđstyrkur fyrir Víkingaklúbbinn í baráttunni í deildarkeppninni í vetur, en Ţorvarđur var áđur félagi í Skákdeild Hauka. Ţorvarđur er einnig frábćr liđsmađur sem teflir allar skákir i liđakeppnum og er manna iđnastur viđ skákborđiđ, en hann varđ nýlega öđlingur í skákinni (fertugur) og hélt upp á ţađ međ ţví ađ vinna Öđlingamótiđ 2012.  Ţađ var vel viđ hćfi ađ Hafnfirđingurinn knái, vigđist í Víkingaklúbbinn á heimasvćđi Golfklúbbsins Keilis í Hafnafirđi. 

Skammt er stórra högga á milli, ţví fyrr í sumar gekk hinn ţétti skákmađur og norski víkingur Hrannar Baldursson (2137) í Víkingaklúbbinn en Hrannar  var áđur í Skákdeild KR og úr sjálfu Svíalandi eđa Svíaríki kemur sćnskur landi sjálfs Gláms, enginn annar en GM Emanuel Berg (2573), en hann gekk einnig í Víkingaklúbbinn í vikunni. 

sjá nánar á
http://vikingaklubburinn.blogspot.com/


Gawain Jones stafnbúi Gođans!

Gawain Jones and Fabiano CaruanaÍ fornum ritum íslenskum er stafnbúa víđa getiđ og ţótti sćmdarheiti. Stafnbúar voru vígamenn er stóđu í stafni herskipa og var ţeim falinn sá virđingarstarfi ađ aflífa sem flesta úr framvarđarsveit andstćđinganna. Hiđ rammíslenska skákfélag Gođinn hefur nú valiđ sér stafnbúa fyrir orrustur vetrarins. Sá er enskur og heitir Gawain Jones. Stafnbúanum er ađ fornum siđ treyst til ađ ţjarma ađ andstćđingum sínum á 1. borđi Gođans á Íslandsmóti skákfélaga.

Gawain (2655) er einn af öflugustu skákmönnum Englendinga um ţessar mundir ţó ađ hann sé ađeins 24 ára ađ aldri. Ferill hans hefur veriđ afar farsćll. Hann ávann sér fyrst lýđhylli ţegar hann lagđi alţjóđlegan skákmeistara ađ velli, ađeins níu vetra. Nafnbótina stórmeistari hlaut hann svo áratug síđar. Gawain hefur vegnađ vel á alţjóđlegum mótum, deildi m.a. fyrsta sćti á London Classic Open 2010 og sigrađi á Breska samveldismótinu 2011. Leiktíđina 2011-2012 tefldi hann fyrir hiđ ágćta skákfélag Máta í fyrstu deild Íslandsmótsins og hlaut 5 vinninga af sex mögulegum. Í kjölfariđ tók hann ţátt í Alţjóđlega  Reykjavíkurskákmótinu í Hörpu ţar sem hann hafnađi í 2.- 8. sćti. 

Gawain er mađur víđförull og langförull eins og stafnbúa sćmir. Hann fćddist í Jórvíkurskíri en hefur búiđ á Ítalíu, Írlandi, Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Hann er fjölhćfur íţróttamađur, leikur tennis, hleypur vasklega og er vel liđtćkur glímumađur. Ţađ verđur Gođanum ţví  ánćgjuefni ađ efna til móts í íslenskri glímu, Gawain til heiđurs, ţegar hann sćkir Ţingeyjarsýslurnar heim í haust og fróđlegt ađ sjá hvernig honum vegnar á ţeim vettvangi. Einnig kemur til greina ađ Gawain tefli fjöltefli á vegum Gođans á Húsavík.

Í för međ Gawain verđur eiginkona hans, Sue Maroroa Jones. Sú mćta kona er nýsjálensk ađ uppruna og er ágćt skákona međ 2035 elóstig. Sue mun án efa styrkja B-sveit Gođans međ kunnáttu sinni og reynslu. 

Gođinn býđur Sue og Gawain hjartanlega velkomin í rađir félagsins og vćntir mikils af atfylgi ţessara góđu gesta.


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 24
  • Sl. sólarhring: 24
  • Sl. viku: 270
  • Frá upphafi: 8765152

Annađ

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 157
  • Gestir í dag: 20
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband