Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Félagaskipti

Antoniewski í TV

AntoniewskiPólski stórmeistarinn Rafal Antoniewski (2538) er genginn til liđs viđ Taflfélag Vestmannaeyja. Hann hefur hćst náđ 2614 elóstigum á júlí stigalistanum 2010. Antoniewski  bćtist viđ fríđan hóp stórmeistara í TV eins og Alexey Dreev (2677), Jon Ludvig Hammer (2638), Jan Gustafsson (2629), Kamil Miton (2623), Mikhali Gurevich (2596), Sebastien Maze (2573), Helga Ólafsson (2547) og Henrik Danielsen (2511).

Youtube-myndbönd frá kappanum


Helgi Áss gerist Gođi

Össur Skarphéđinsson and GM Helgi Áss GrétarssonSkammt er stórra högg milli hjá Gođanum ţví ađ í dag gekk Helgi Áss Grétarsson, stórmeistari og fyrrum heimsmeistari ungmenna, til liđs viđ Gođann. Helgi Áss er annar íslenski stórmeistarinn sem gengur Gođanum á hönd og hittir ţar fyrir félaga sinn, Ţröst Ţórhallsson, sem nýgenginn er í félagiđ.

Ljóst er ađ Gođanum er gríđarlegur liđsauki ađ Helga og munar um minna ţegar hin knáa A-sveit Gođans ţreytir frumraun sína í 1. deild Íslandsmótsins í haust í baráttu viđ firnasterka keppinauta. Hermann Ađalsteinsson, formađur Gođans:  „Ţetta eru mikil gleđitíđindi. Viđ Gođar erum sannarlega stoltir af ţví ađ ţessi  öflugi og fjölhćfi skákmađur lađist ađ ţeirri skákmenningu og umgjörđ sem viđ höfum upp á ađ bjóđa. Viđ hlökkum til ađ njóta atfylgis Helga og gerumst nú enn upplitsdjarfari ţegar horft er til komandi leiktíđar. Međ inngöngu Helga Áss og Ţrastar í félagiđ er sterkum stođum rennt undir framtíđ Gođans međal fremstu skákfélaga á landinu."  

Skákferill Helga Áss er glćsilegur. Áriđ 1994, ţegar Helgi var sautján vetra, varđ hann heimsmeistari ungmenna 20 ára og yngri í skák og hlaut um leiđ nafnbótina stórmeistari. Helgi hefur náđ prýđis árangri á alţjóđlegum mótum, deildi t.d. efsta sćtinu á Politiken Cup í Kaupmannahöfn áriđ 1997 og var á međal efstu manna á Reykjavíkurskákmótunum 1994 og 2002. Hann hafnađi fjórum sinnum í öđru sćti í landsliđsflokki á Skákţingi Íslands, síđast áriđ 2004, og varđ skákmeistari Taflfélags Reykjavíkur tvö ár í röđ, 1991 og 1992. Helgi varđ tvívegis Íslandsmeistari í atskák og hefur einnig tvívegis orđiđ hrađskákmeistari Íslands, síđast áriđ 2006. Ţá náđi hann tvisvar sinnum 2. sćti á heimsmeistaramótum barna- og unglinga, u-14 áriđ 1991 og u-16 áriđ 1993. Helgi varđ ţrefaldur Norđurlandameistari í einstaklingskeppni í skólaskák, síđast áriđ 1992, og er margfaldur Íslandsmeistari barna- og unglinga frá árunum 1988-1993. Loks má geta ţess ađ Helgi hefur fjórum sinnum teflt fyrir hönd ţjóđar sinnar Ólympíumótinu í skák.

Helgi Áss Grétarsson: "Sú blanda af samheldni,  glađvćrđ og frćđimennsku sem einkennir félagiđ veldur miklu um ákvörđun mína ađ ganga ţví á hönd. Ég hlakka til ađ leggja mitt af mörkum í ţessum öfluga hópi."

Stjórn og liđsmenn Gođans bjóđa Helga Áss Grétarsson velkominn í sínar rađir. 


Íslandsmeistarinn í Gođann

Ţröstur Ţórhallsson Íslandsmeistari í skák Ţröstur Ţórhallsson, stórmeistari og nýbakađur Íslandsmeistari í skák, hefur gengiđ til liđs viđ skákfélagiđ Gođann. Vart ţarf ađ orđlengja ađ félaginu er mikill akkur í liđsinni svo öflugs skákmeistara, ekki síst í ljósi ţess ađ hin eitilharđa A-sveit Gođans ţreytir frumraun sína međal bestu skáksveita landsins í 1. deild Íslandsmótsins á nćstu leiktíđ. Hermann Ađalsteinsson, formađur Gođans: „Okkur er í senn heiđur og styrkur ađ komu Íslandsmeistarans í okkar rađir og hlökkum til ađ njóta snilldar hans, reynslu og ţekkingar. Međ inngöngu Ţrastar í Gođann fćrumst viđ nćr ţví markmiđi ađ festa Gođann í sessi međal fremstu skákfélaga á landinu."  

Skákferill Ţrastar er langur og afrekin mörg. Hann var útnefndur alţjóđlegur stórmeistari í skák áriđ 1996. Fyrsta áfanganum náđi Ţröstur í Gausdal í Noregi áriđ 1991 og annar áfanginn vannst í Oakham í Englandi áriđ 1994. Ţriđji áfanginn kom strax í kjölfariđ međ sigri á Péturs Gauts mótinu í Gausdal áriđ 1995 en međal ţátttakenda ţar voru kunnir kappar á borđ viđ Margeir Pétursson og Emil Sutovsky sem Ţröstur lagđi eftirminnilega.
 
Ţröstur hefur orđiđ Reykjavíkurmeisari í skák alls 6 sinnum og hefur einnig áunniđ sér titilinn haustmeistari TR nokkrum sinnum. Hann er margfaldur Norđurlandameistari í skólaskák, bćđi í keppni sveita og einstaklinga, en ţann titil vann hann fyrstur Íslendinga er hann sigrađi í flokki 11-12 ára áriđ 1982 í Asker í Noregi. Ţröstur varđ einnig ţrásinnis Íslandsmeistari í skólaskák međ sveitum Hvassaleitisskóla, Verslunarskóla Íslands og Menntaskólans í Hamrahlíđ. Hann hefur teflt alls 9 sinnum fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í skák og stefnir ađ ţví ađ tefla í 10 skiptiđ fyrir hönd ţjóđar sinnar á Ólympíuleikunum í Istanbul í haust, en Ţröstur vann sér sćti í landsliđinu međ sigrinum í Íslandsmótinu á dögunum.
 
Ţröstur Ţórhallsson: ´"Ég hef hrifist af uppgangi Gođans á undanförnum misserum, ţví skemmtilega félagsstarfi sem ţar fer fram og góđum liđsanda. Einnig er mikil rćkt lögđ viđ skákfrćđin undir forystu Einars Hjalta Jenssonar, sem ađstođađi mig einmitt í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Ég hlakka til ađ leggja mitt af mörkum í hópi vaskra skákmanna Gođans sem ég ţekki marga hverja mjög vel allt frá unglingsárum".    
 
Stjórn og liđsmenn Gođans bjóđa Ţröst Ţórhallsson velkominn í sínar rađir.  

Hannes Hlífar gengur í Víkingaklúbbinn

Hannes Hlífar StefánssonStórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2531) einn sigursćlasti íslenski skákmađur síđustu ára gekk i dag til liđs viđ Víkingaklúbbinn. Öţarfi er ađ telja upp öll afrek Hannesar á síđustu árum, en hann er margfaldur Íslandsmeistari og hefur jafnframt unniđ Reykjavíkurskákmótiđ oftar en nokkur annar skákmađur. Hannes á eftir ađ styrkja Víkingaklúbbinn gríđarlega í baráttunni í efstu deild á Íslandsmóti skákfélaga.

Björn Ţorfinnsson gengur í Víkingaklúbbinn

Davíđ Kjartansson býđur Björn Ţorfinnsson velkominn í VíkingaklúbbinnAlţjóđlegi meistarinn Björn Ţorfinnsson (2416) gekk í kvöld í rađir Víkingaklúbbsins. Björn verđur klúbbnum gífurlegur liđstyrkur fyrir átökin í efstu deild nćsta keppnistímabil, en Björn var áđur félagsmađur í Taflfélagi Helli og hefur auk ţess unniđ gott starf fyrir skákhreyfinguna.  Međal annars var hann forseti Skáksambands Íslands en hann tók viđ embćttinu í maí 2008 af Guđfríđi Lilju Grétarsdóttur.

Fjör á félagaskiptamarkađi

KarpovGífurlegt fjör var á félagaskiptamarkađi á síđustu dögum áđur en hann rann út.  Á ţađ bćđi viđ innlenda og erlenda skákmenn.   Taflfélag Reykjavíkur fer mestan í nýskráningu nýrra félaga og má ţar nefna fyrrverandi heimsmeistarann, Karpov, Judith Polgar og hina mjög svo stigaháu Gashimov og Kamsky.   Sokolov er genginn til liđs viđ Helli og Salgado Lopez í TV.  Stćrstu innlendu félagaskiptin á lokadögunum voru án efa skipti Karl Ţorsteins úr Helli í TR.

En hér er samantekt um helstu félagaskiptin.  Rétt er ađ hafa í huga ađ skrifstofa SÍ hefur ekki stađfest öll félagaskiptin enn.

Erlend félagaskipti/nýskráningar:

Skákfélag Akureyrar:

  • IM John Rödgaad (2343)
  • WIM Fiona Steil-Antoni (2096)

Taflfélag Garđabćjar

  • IM Vladimir Poley (2325)

Skákfélagiđ Gođinn

  • Stephan Jablon (1965)

Taflfélagiđ Hellir

  • GM Ivan Sokolov (2673)
  • GM Alexandr Fier (2583)
  • GM Simon Williams (2512)

Skákdeild KR

  • GM Joshua Friedel (2518)

Taflfélagiđ Mátar

  • GM Gawain Jones (2624)
  • GM Dragan Kosic (2495)
  • GM Vladimir Kostic (2433)
  • IM Nikoljai Mikkelsen (2384)
  • WIM Sue Maroroa (1987)

Taflfélag Reykjavíkur

  • GM Vugar Gashimov (2756)
  • GM Gata Kamsky (2756)
  • GM Judit Polgar (2701)
  • GM Emil Sutovsky (2690)
  • GM Yuriy Kryvoruchko (2666)
  • GM Jan Smeets (2619)
  • GM Anatoly Karpov (2617)
  • GM Kravtsiv Martyn (2583)
  • GM Vasily Papin (2583)
  • GM Mykhaylo Oleksienko (2563)
  • IM Jakob Van Glud (2496)
  • IM Helgi Dam Ziska (2460)

Skákfélag Íslands

  • GM Roman Slobodjan (2535)
  • Bernd Salewski (2048)
  • Dennis Calder (1953)

Taflfélag Vestmannaeyja

  • GM Ivan Salgado Lopez (2614)

Víkingaklúbburinn

  • GM Luis Galego (2477)
  • IM Jan-Willem de Jong (2424)
  • WGM Bianca Muhren (2307)

Sjá nánar um erlend félagaskipti hér.

Innlend félagaskipti/nýskráningar:

Mörg félagaskipti og nýskráningar í félög áttu sér stađ í september.  Hér eru nokkur athyglisverđ:

Taflfélagiđ Mátar

  • Guđni Ágústsson
  • Illugi Gunnarsson
  • Guđjón Guđmundsson

Skákfélag Íslands

  • Sigurđur G. Daníelsson
  • Jóhannes Björn Lúđvíksson
  • Halldór Garđarsson

Taflfélag Reykjavíkur

  • Karl Ţorsteins
  • Sigurjón Haraldsson

Taflfélag Vestamannaeyja

  • Tómas Veigar Sigurđarson

Skákfélag Vinjar

  • Hörđur Garđarsson

Sjá nánar um innlend félagaskipti hér.


Nýir liđsmenn Taflfélags Reykjavíkur

KarpovPolgarStórveldi Taflfélags Reykjavíkur er nú ađ rísa úr öskunni eins og slíkra er siđur. Međ ţađ í huga hafa, nú á síđustu dögum, margir góđir skákmenn gengiđ til liđs viđ félagiđ, einkum ţó af erlendum uppruna.

Međal nýrra liđsmanna eru fyrrverandi heimsmeistari, Anatoly Karpov (eló 2617), fyrrum Evrópumeistari, Emil Sutovsky (2690), besta skákkona sögunnar og einn besti skákmađur heims, Júdít Polgar (2701), einn af bestu skákmönnum heims, Rússinn Vugar Gashimov (2756), hollenski stórmeistarinn Jan Smeets (2617), úkraínski stórmeistarinn Yuriy Kryvoruchko (2666), rússneski stórmeistarinn Vaselí Papin (2581), danski alţjóđameistarinn Jakob Vang Glud (2496), fćreyski alţjóđameistarinn Helgi Dam Ziska  (2460), og nokkrir innlendir meistarar.

Međ ţessu mun Taflfélagiđ hrista af sér sleniđ og berjast til sigurs á komandi Íslandsmóti skákfélaga, ţar sem margar öflugar sveitir munu etja kappi saman og keppni trúlega verđa skemmtileg og spennandi eins og jafnan áđur.

 


Tómas Veigar í TV

Tómas VeigarTómas Veigar Sigurđarson (1938) er genginn í Taflfélag Vestmannaeyja (TV). Tómas Veigar hefur veriđ í SA um árabil, fyrir utan eitt ár í Gođanum. Hann hefur  veriđ  sigursćll á skákmótum norđan heiđa undanfarin ár og varđ m.a. í 2. sćti í haustmóti SA sl. vetur, er núverandi bikarmeistari SA og međal efstu manna á SŢN. Tómas Veigar mun án efa styrkja b-liđ TV sem hefur sett stefnuna á sigur í 3. deild.


Iván Salgado López í TV

Ivan SalgadoSpćnski stórmeistarinn Iván Salgado López (2614) er genginn til liđs viđ Taflfélag Vestmannaeyja (TV) en skammt er síđan íslenski stórmeistarinn Henrik Danielsen slóst í hóp TV manna. López er 20 ára og ţykir efnilegasti skákmađur Spánar. Hann er jafnframt 3. stigahćsti skámađur Spánverja á eftir Shirov og Vallejo Pons.

Lopez var útnefndur stórmeistari ađeins 16 ára ađ aldri og varđ ţar međ yngsti stórmeistari sögunnar á Spáni en ţess má geta ađ Lópes er af ýmsum talinn einn af fremstu ruđningsmönnun Spánar. Í TV eru fyrir ungstirnin Jon Ludvig Hammer (2601) og Nils Grandelius (2536) sem er ađeins 18 ára.


Sćvar í SFÍ

Sćvar BjarnasonAlţjóđlegi meistarinn, Sćvar Bjarnason (2142), hefur gengiđ frá félagaskiptum yfir í Skákfélag Íslands.  Sćvar hefur um langt árabil veriđ í Taflfélagi Vestmannaeyja en skiptir nú yfir í Skákfélag Íslands og leiđir vćntanlega ţá sveit í 3. deild í haust.

 


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 8764610

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 131
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband