Leita í fréttum mbl.is

Fćrsluflokkur: Félagaskipti

Bjarni í TV

Bjarni Hjartarson og Hannes HlífarBjarni Hjartarson (2093) er genginn í rađir TV en hann hefur teflt fyrir Fjölni í efstu deild undanfarin misseri. Bjarni hóf sinn feril í TR í kringum heimsmeistareivígiđ 1972 og ţótti fljótt á međal efnilegustu unglinga landsins. Hann hefur veriđ tíđur gestur á Reykjavíkurkákmótunum undanfarin ár.


Enn fleiri Mátar

Halldór BlöndalŢađ fjölgar í ýmsum taflfélögum ţessa dagana.  Nýlega gengu stórkanónur í Taflfélagiđ Máta og má ţar fyrst nefna fyrrum ráđherra!

Nýju Mátarnir eru; feđgarnir Halldór og Pétur Blöndal, Ágúst Bragi Björnsson og Steinar Ţór Sverrisson.

 


Henrik Danielsen í TV

HenrikStórmeistarinn Henrik Danielsen (2535) hefur gengiđ til liđs viđ Taflfélag Vestmannaeyja en síđustu ár hefur Henrik veriđ í Haukum en ţar áđur í TV og Hróknum.

Eyjamenn eru til alls líklegir í komandi átökum međ stórmeistarana Henrik og Helga Ólafsson innanborđs.


Skákfélag Vinjar fćr góđan liđsstyrk

Haukur AngantýssonŢrír góđir piltar og öflugir skákmenn hafa gengiđ til liđs viđ Vinjarliđiđ.  Haukur Angantýsson (2290), Jorge Rodriguez Fonseca (2006) og Eymundur Eymundsson (1795).

Alţjóđlegi meistarinn Haukur Angantýsson tók sér hlé frá skákinni í vel á annan áratug en hann var međ öflugri mönnum hér áđur fyrr ţar sem hann var í Taflfélagi Reykjavíkur.   Haukur var Íslandsmeistari í skák áriđ 1976 og tefldi fyrir Íslands hönd á Ólympíuskákmótinu 1970.  Ţađ er mikiđ gleđiefni ađ Haukur sé sestur viđ borđiđ á ný og hann hefur svo sannarlega sýnt ađ ţađ lifir í glćđunum.

Jorge Fonseca hefur teflt međ Haukum undanfarin ár. Jorge hefur veriđ duglegur ađ mćta á mót Vinjargengisins undanfarin misseri og hefur margoft sýnt hve öflugur hann getur veriđ, bćđi á Íslandsmótinu sem og á minni mótum. Hann heldur međ Real Madrid.

Eymundur Eymundsson hefur frá blautu barnsbeini teflt međ Skákfélagi Akureyrar, enda fćddur ogeymundur.jpg uppalinn í ţorpinu. Hann hefur veriđ búsettur í borginni í nokkurn tíma og verđur nú međ Skákfélagi Vinjar sem sendir tvö liđ til leiks í haust, í ţriđju og fjórđu deild. Liđiđ er međ í Íslandsmótinu í fjórđa sinn í vetur og markmiđiđ er, sem fyrr, ađ gera betur frá ári til árs og hefur félagiđ stađiđ viđ ţađ hingađ til. Fimmtíu félagar eru nú skráđir í skákfélagiđ og liđsfélagar fagna komu ţessara öflugu skákmanna og frábćru liđsmanna.


Fjölgar í Bridsfjelaginu

Stefán Freyr GuđmundssonBridsfjelagiđ hefur sótt um ađild af Skáksambands Íslands og verđur ađildarsumsókn félagsins tekin fyrir og vćntanlega samţykkt á nćsta stjórnarfundi SÍ.  Allmargir skákmenn hafa skráđ sig í félagiđ og hafa margir ţeirra eitthvađ átt viđ Bridge auk skákarinnar.  Sterkastir félaga eru ţeir Sigurđur Páll Steindórsson, Sigurđur Sverrisson og Stefán Freyr Guđmundsson, sem er forsvari fyrir félagiđ.

Ţeir sem hafa skráđ sig í félagiđ skv. Keppendaskrá SÍ eru auk Sigurđur Páll Steindórssonofangreinda: Gunnar Björn Helgason, Valgarđur Guđjónsson, Gústaf Steingrímsson, Ragnar Sveinn Magnússon, Gísli Hrafnkelsson, Páll Ţórsson, Sveinn Rúnar Eiríksson og Daníel Már Sigurđsson.  

Bridsfjelagiđ byrjar međ látum en ţađ mćtir Hrađskákmeisturum Hellis í fyrstu umferđ Hrađskákkeppni taflfélaga. 


Magnús Örn og Lárus gerast Víkingar

Magnús Örn

FIDE-meistarinn Magnús Örn Úlfarsson (2375) og Lárus Knútsson (2080) hafa gengiđ frá félagaskiptum í Víkingaklúbbinn.  Magnús Örn úr Helli og Lárus úr Taflfélagi Vestmannaeyja.

Víkingar eru ţví ađ styrkja sig fyrir átökin í 2. deild sem geta orđiđ hörđ enda Gođamenn einnig orđnir geysiöflugir.   

 


Hlíđar gengur í Gođann

Róbert og HlíđarHlíđar Ţór Hreinsson (2180) Ísl (2253 FIDE) hefur tilkynnt félagaskipti úr Haukum í Gođann.   Međ komu Hlíđars Ţórs Hreinssonar til félagsins, styrkist Gođinn mikiđ, enda er Hlíđar Ţór öflugur skákmađur.

Hlíđar Ţór hóf ferilinn í Taflfélagi Reykjavíkur 7 ára gamall og tefldi međ unglingasveitum TR en fór í Taflfélag Kópavogs eftir nokkur ár og var ţar allt til ađ félagiđ lagđist í dvala. Hlíđar hefur síđustu ár teflt međ Skákdeild Hauka í fyrstu og annarri deild. Hann á ađ baki talsverđan félagsmálaferil, var skákkennari í 8 ár međfram námi og var stjórnarmađur í Skáksambandi Íslands og Taflfélagi Kópavogs um árabil. Hlíđar er formađur Skákstyrktarsjóđs Kópavogs sem styrkir barna og unglingastarf í Kópavogi.

Hlíđar tefli frekar lítiđ fyrir utan deildakeppnina, en síđasta mót sem hann tók ţátt í var Bođsmót Hauka 2009 og varđ hann ţar í 1-3. sćti ásamt Hjörvari Steini Grétarssyni og Lenku Ptacnikovu. Besti árangur Hlíđars í deildakeppninni var 6,5 af 7 vinningum 2008-2009 ţegar b liđ Hauka vann sig upp í fyrstu deild.


Sigurđur Dađi gerist Gođi

Sigurđur Dađi kampakáturFide-meistarinn Sigurđur Dađi Sigfússon (2337) er genginn til liđs viđ Gođann frá SFÍ.
Hann gekk frá félagaskiptunum um helgina. Afar mikill fengur er af komu Sigurđar Dađa til liđs viđ Gođann, enda er hann stigahćsti félagsmađur Gođans og kemur til međ ađ styrkja A-liđ Gođans gríđarlega fyrir komandi átök í 2. deild á Íslandsmóti skákfélaga nćsta vetur.

Sigurđur Dađi Sigfússon hefur teflt opinberlega í rúm 30 ár og búinn ađ vera međ um og yfir 2300 stig í 20 ár. Sigurđur hefur náđ yfir 2400 á íslenskum stigum og hćst 2381 á FIDE stigum.  Sigurđur er Fide-meistari og er búinn ađ ná í einn IM áfanga.  Hann hefur orđiđ Skákmeistari Reykjavikur og Skákmeistari TR ásamt Norđulandameistaratitlum í sveitakeppni (grunnskóla og menntaskóla).  Besti árangur var sigur á alţjóđlegu móti KB banka áriđ 2006 og sigur á móti í Ungverjalandi 2001. Sigurđur vann Stigamót Hellis sem er fram fór nú nýlega.


Ţröstur gerist Gođi

Ţađ sŢröstur Árnasonćtir tíđindum ţegar knáir kappar setjast ađ tafli á ný eftir langa brottvist.  Nú er ţađ tíđinda ađ Fide-meistarinn öflugi, Ţröstur Árnason (2288), er genginn til liđs viđ Gođann. Ţar hittir hann fyrir fleiri kappa sem hafa tekiđ gleđi sína á ný viđ skákborđiđ og nćgir ţar ađ nefna Ásgeir P. Ásbjörnsson, sem hafđi líkt og Ţröstur löngu lagt tafliđ á hilluna. Gođanum og skákhreyfingunni er mikill fengur ađ endurkomu slíkra snillinga sem auđga og efla íslenska skákflóru.

Ţröstur vakti verulega athygli ţegar hann sigrađi á Skákţingi Reykjavíkur áriđ 1986, ţá ađeins 13 ára ađ aldri, og yngstur allra fyrr og síđar til ađ bera ţann titil.  Reyndar var ţetta tvöfaldur sigur hjá Ţresti ţví ađ hann sigrađi á tvennum vígstöđvum í senn, í opnum flokki og í unglingaflokki, og sló ţar viđ engu minni köppum en jafnaldra sínum Hannesi Hlífari Stefánssyni og Héđni Steingrímssyni, svo ađ fáeinir séu nefndir. 

Glćstasti árangur Ţrastar er Evrópumeistaratitil skákmanna 16 ára og yngri áriđ 1988 sem vakti athygli víđa um lönd og var mikiđ fjallađ um hér heima. Međal annarra afreka ţessa geđţekka skákmanns má nefna ađ hann varđ tvöfaldur Norđurlandameistari međ skáksveit Seljaskóla, fjórfaldur Norđurlandsmeistari međ skáksveit Menntaskólans viđ Hamrahlíđ og vann einstaklingskeppnina ađ auki.  Ţá eru ótalin fjölmörg önnur afrek ţessa efnilega skákmanns sem hćtti ţátttöku í skákmótum ađeins rúmlega tvítugur ađ aldri og hefur nánast ekkert komiđ viđ sögu á skáksviđinu undanfarinn áratug.

Heimasíđa Gođans


Kristján Eđvarđsson í Gođann

Kristján Eđvarđsson (2235) hefur gengiđ til liđs viđ Gođann.    Kristján hefur í allmörg ár veriđ í Taflfélaginu Helli.Kristján Eđvarđsson og Sverrir Örn Björnsson

« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 205
  • Frá upphafi: 8764953

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 155
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband