Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Gulliđ gekk Kínverjum úr greipum

Úkraína - KínaFyrir síđustu umferđ ólympíumótsins í Istanbúl á dögunum áttu kínversku sveitirnar í opna- og kvennaflokknum góđa möguleika á gullverđlaunum. Karlasveitin var jöfn Rússum og Armenum en međ sigri í lokaumferđinni hefđi sveitin stađiđ langbest ađ vígi ţar sem allar niđurstöđur hnigu í sömu átt; ef grípa ţyrfti til stigaútreiknings myndi kínverska vinna. Reyndin varđ sú ađ stigaútreikning ţurfti til en ţá ţurfti međ afar flóknu kerfi ađ gera upp á milli armensku sveitarinnar og ţeirrar rússnesku. Kína tapađi nefnilega fyrir Úkraínu og endađi í fjórđa sćti. Í kvennaflokknum fór einnig allt á versta veg, kínversku stúlkurnar, međ heimsmeistarann Hou Yifan á 1. borđi, unnu sína viđureign en viđ stigaútreikning reyndust keppinautar ţeirra Rússar hafa betur. Ţar er ţó bćttur skađinn ţví kínverska kennaliđiđ hefur margsinnis unniđ gull á ólympíumótum.

Vandinn liggur nefnilega hjá körlunum. Bíđi mađur nógu lengi viđ bakka Gula fljótsins er aldrei ađ vita nema lík óvinanna fljóti ţar framhjá, segir kínverskt máltćki fornt. Einn góđan veđurdag munu fremstu skákmenn ţeirra uppfylla vćntingar alţýđulýđveldisins um fullnađarsigur á vettvangi ólympíumótanna. Til ţess hafa ţeir a.m.k. nćgan mannskap. Hljómfögur nöfn stórmeistara á borđ viđ Liren Ding, Ni Hua og Xiangzi Bu kalla fram minningar um skćran bjölluhljóm sem ónefndur íslenskur skákmađur ţóttist heyra ţegar yfir menn dundu hinar frćgu „kínversku drottningarfórnir" sem voru ađalsmerki frumherjanna sem tefldu í Buenos Aires 1978. Í dag er leiktćkni sumra kínversku skákmannanna svo góđ ađ minnir á vel ţjálfađa borđtennisleikara. Og ţađ var ekki hátt á ţeim risiđ, andstćđingunum í lokaumferđinni, Úkraínumönnum. Ivantsjúk hafđi orđiđ fyrir ýmsum skakkaföllum í Istanbúl og sumir ađrir langt frá sínu besta. Sigurstund Kínverja virtist ćtla ađ renna upp - en ţeir töpuđu 1:3! Ég hef dálítiđ veriđ ađ velta ástćđunni fyrir ţessari kínversku „tregđu gagnvart gullinu". Niđurstađan er ekki alveg komin. Ţegar Mikhael Tal kom til Íslands áriđ til 1964 kjaftađi á honum hver tuska. Ţó kom hann úr lokuđu samfélagi. Kínversku skákmennina er ekki hćgt ađ nálgast á sama hátt:

ÓL 2012; 11. umferđ:

Vasilí Ivantsjúk - Wang Hao

Nimzoindversk vörn

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. e3 0-0 5. Bd3 d5 6. Rf3 b6 7. a3 Bxc3+ 8. bxc3 c6?!

Sérkennilegur leikur. Sjálfsagt er 8.... dxc4 9. Bxc4 c5 ásamar - Dc7 o.s.frv.

9. cxd5 cxd5 10. Be2 Rc6 11. O-O Ra5 12. a4 He8 13. Re5 Re4 14. f3 Rd6

Vitaskuld ekki 14.... Rxc3 15. Dc2 og vinnur.

15. Ba3 Bb7 16. Bxd6 Dxd6 17. f4 g6 18. Dg4

Hvítur er búinn ađ byggja upp vćnlega sóknarstöđu.

18.... Rc4 19. Dg3 Dc7 20. Bxc4 dxc4 21. f5 f6

Nú er afar freistandi ađ fórna manni. Til ţess ađ dćmiđ gangi upp ţarf ađ finna 26. leikinn.

22. fxg6! fxe5 23. Hf7 Dc6 24. gxh7+ Kxf7 25. Hf1+ Ke7

Ivantsjúk var búinn ađ sjá ađ valdiđ á e7-reitnum skiptir hér sköpum.

g00pmcqd.jpg26. h8(D)! Hxh8 27. Dg7+ Kd6 28. dxe5+!

- og Wang Hao gafst upp. Framhaldiđ gćti orđiđ 28.... Kc5 29. De7+ Kd5 30. Hd1+ Ke4 31. Hd4+ Kxe3 32. Dg5+ Ke2 33. Dd2 mát.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 30. september 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (10.7.): 14
 • Sl. sólarhring: 30
 • Sl. viku: 189
 • Frá upphafi: 8705168

Annađ

 • Innlit í dag: 10
 • Innlit sl. viku: 155
 • Gestir í dag: 9
 • IP-tölur í dag: 9

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband