Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Drottningarfórnin

ŢrösturDrottningin er öflugasti taflmađurinn á borđinu og viđ hliđ hennar virđist kóngurinn fremur vesćldarlegur og samband ţeirra hjóna virkar stirt; ţađ eru peđin sem skýla kónginum ţar sem hann leitar skjóls úti í horni en drottningin oft upptekin viđ landvinninga annars stađar á borđinu. Ţetta hefur ekki alltaf veriđ svona; í arabískri skák fyrir meira en ţúsund árum var viđ hliđ kóngsins atkvćđalítill ráđgjafi sem gat fćrt sig einn reit á ská líkt og biskup. Ţá breytingu sem varđ á vćgi taflmannanna má rekja til landafundanna miklu í lok 15. aldar og fyrirmyndin ađ drottningu skákborđsins í öllu sínu veldi er engin önnur en Ísabella drottning Spánar, sem hafđi ekki lítil áhrif á kóng sinn Ferdinand ţegar Kristófer Kólumbus leitađi eftir fjárstuđningi vegna ferđar sinnar til „Nýja heimsins" áriđ 1492.

Ţegar viđ nokkrir félagar fórum í svolitla „pílagrímsferđ" til Portoroz í vor gaukađi Friđrik Ólafsson ađ mér 300 bls. bók, um ţetta efni „Fćđing drottningar" eftir Marilyn Yalom. Höfundur er ţjóđfélagsrýnir sem tekst á viđ ţá spurningu hvernig svo sterk kvenímynd gat náđ fótfestu á miđöldum, í leik sem var ákaft stundađur af körlum, en Spánverjar státuđu af fremstu meisturum ţess tíma ţ. á m. prestinum Ruy Lopez sem spćnski leikurinn er kenndur viđ.

Ţađ er kannski vegna ţessarar sterku nćrveru drottningarinnar ađ stundum sćkir ađ okkur strákunum ţörf til ađ fórna henni. Ţröstur Ţórhallsson stóđ frammi fyrir ţessu vali í skák sinni viđ Tyrkjann Dastan á Ólympíumótinu í Istanbul sem lýkur um helgina. Um byrjun ţessar skákar er ekki mikiđ ađ segja, sikileyjarvörn ţróast yfir í „spćnskan leik". Međ 36. Bd4 hrekst svarta drottning til c7 og hin eiginlega sviđsetning hefst. Leikfléttan inniheldur ekki ađeins drottningarfórn heldur einnig línurof, hróksfórn og svikamylluţema:

Ol 2012; 4. umferđ:

Ţröstur Ţórhallsson- Muhammed Dastan

Sikileyjarvörn

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5 Rc6 4. c3 Bd7 5. O-O Rf6 6. He1 a6 7. Ba4 b5 8. Bb3 e5 9. d4 Be7 10. Rbd2 O-O 11. h3 Dc7 12. Rf1 cxd4 13. cxd4 Ra5 14. Bc2 Hac8 15. Bd3 Db8 16. b3 Hfe8 17. Bb2 Bf8 18. Dd2Rc6 19. Had1 Hcd8 20. Bb1 Bc8 21. a3 Bb7 22. Rg3 h6 23. b4 Da8 24. d5 Re7 25. Rh4 Rd7 26. Hf1 g6 27. f4 Da7 28. Kh1 Bg7 29. Rf3 Rc8 30. h4 He7 31. h5 Kh7 32. Rh4 Bf6 33. Rf3 Db6 34. Rh2 Bh4 35. Re2 exf4 36. Bd4 Dc7 37. Dxf4 Bg5

gs2pj9ce.jpg38. Dxf7+!

Ţađ er ekki hćgt ađ sleppa svona tćkifćri, hugsađi Ţröstur. Ef allt bregst á hvítur ţráskák í hendi sér.

38. ... Hxf7 39. Hxf7+ Kg8 40. Hg7+ Kf8 41. Hf1+ Ke8 42. e5!

Línurof! Hótar 42. Bxg6 mát.

42. ... Re7 43. Hg8+! Rxg8 44. Bxg6+ Ke7 45. Hf7+ Ke8 46. Hh7+! Kf8 47. exd6!gs2pj9ci.jpg

( sjá stöđumynd )

Mögnuđ tilţrif. Eftir 47. ... Dxd6 kemur 48. Bg7+! Ke7 49. Be5+! og 50. Bxd6+.

47. ... Dc1+

Betri leikur finnst ekki.

48. Rxc1 Rgf6 49. Hh8+ Rg8 50. Re2?

Hvíta stađan er léttunnin en 50. Bg7+! Leiđir til máts, 50. ... Kxg7 51. Hh7+ Kf6 52. Rg4 mát eđa 51. ... Kf8 52. Hf7+ Ke8 53. Hf1 mát.

50. ... Bxd5 51. Rc3 Be6 52. Re4 Bf4 53. Hh7 Re5 54. Rf3 Rxg6 55. hxg6 Bc1 56. Hc7 Hc8 57. d7!

og svartur gafst upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

-------------------------------------------

Skákţćttir Morgunblađsins eru birtir á Skák.is viku síđar en í sjálfu Morgunblađinu.  

Grein ţessi birtist í Sunnudagsmogganum, 9. september 2012.

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ţessi skák mun lifa lengi.

Snilldar handbragđ hjá okkar manni.

Jón Ţorvaldsson (IP-tala skráđ) 17.9.2012 kl. 12:51

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

 • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

 • Í dag (4.7.): 5
 • Sl. sólarhring: 23
 • Sl. viku: 232
 • Frá upphafi: 8704984

Annađ

 • Innlit í dag: 4
 • Innlit sl. viku: 156
 • Gestir í dag: 4
 • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband