Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: 13 ára Ţjóđverji stal senunni

GMF12LS9THvítur leikur og vinnur.

Georg Maier – Magnús Carlsen

Stađan kom upp í fimmtu umferđ efsta flokks skákhátíđarinnar GRENKE chess sem stendur yfir ţessa dagana í Karlsruhe og Baden Baden í Ţýskalandi. Ţađ merkilega viđ ţessa stöđu er ađ hvítur á ţrjá leiki sem allir leiđa til vinnings. Ég er nánast handviss um ađ ţeir sem eitthvađ kunna fyrir sér myndu finna rétta leikinn án mikillar yfirlegu. Heimamađurinn Maier hafđi teflt vel en virtist aldrei afhuga jafntefli gegn heimsmeistaranum sem hafđi greinilega teygt sig of langt ţegar hér var komiđ sögu. Vinningsleikirnir ţrír eru:

A) 39. Hh5.

Svartur á enga haldgóđa vörn gegn hótuninni 40. Hxh7+, t.d. 39.... De7 40. Hxh7+ Kxh7 40. Hh1+ Kg8 41. 41.Be6+ Hff7 42. Hh6! međ hótuninni 43. Dh5. Engin vörn finnst.

B) 39. Hh1.

Vinnur einnig t.d. 39.... De7 40. Hxh7+ Kxh7 41. Hh5+ Kg6 42. Hh6+! Kf7 43. Dh5+ og mátar.

C) 39. Hf5

– og svartur er varnarlaus, t.d. 39.... Db8 40. Hxf8+ Dxf8 41. Hb1 og vinnur. Hvítur átti nćgan tíma fram ađ 40. leik til ađ finna einn ţessara leikja. Kannski var hann hrćddur viđ ađ vinna. Hann valdi:

39. Ha1?

og eftir...

39.... De7 40. Dxg7+ Dxg7 41. Hxg7 Kxg7 42. Hxa4 Bc6 43. Hb4... sömdu keppendur um jafntefli.

Magnús tefldi strax í fyrstu umferđ viđ hinn nýbakađa áskoranda Fabiano Caruana. Eins og oft áđur virtist hann hafa í fullu tré viđ Bandaríkjamanninn en upp kom flókiđ hróksendatafl ţar sem peđ svarts voru komin lengra, kóngsstađan betri og vinningshorfur ţarafleiđandi góđar:

GMF12LS9PGrenke classic; 1. umferđ:

Fabiano Caruana – Magnús Carlsen

Svartur á leik og stađan er unnin en vinningsleikurinn á fátt líkt međ mynstrum sem skákmenn hafa oft í kollinum í hróksendatöflum. 54.... Hh7! hefur ţann tilgang ađ hamla för hvítu peđanna. Ađalbrigđiđ er svona: 55. Kxd3 Hd7+! 56. Ke4 a5 57. g5 a4 58. g6 Hd8! 59. Hc7 a3 60. g7 a2 og svartur vinnur. En Magnús valdi ađ leika:

54.... a5?

og eftir...

55. h6! He2+ 56. Kxd3 Hh2 57. g5

varđ hann ađ sćtta sig viđ skiptan hlut...

57.... Hh3+ 58. Kd2 Hh2+ 59. Kd3

– Jafntefli.

Eftir ţessi vonbrigđi hefur lítiđ gengiđ hjá Norđmanninum ţótt hann sé ađ venju međ í baráttunni um sigurinn. Stađan ţegar fjórar umferđir eru eftir: 1.-3. Caruana, Vachier-Lagrave og Vitiugov 3˝ v. (af 5). 4.-5. Carlsen og Aronjan 3 v. 6.-7. Anand og Bluebaum 2 v. 8.-10. Hou Yifan, Maier og Naiditsch 1˝ v.

GMF12LS9LUm ţađ leyti sem ađalmótiđ hófst lauk keppni í opna A-flokknum en ţar var mikiđ mannval á ferđinni og eitt sterkasta opna mót ársins. Úrslitin hafa vakiđ mikla athygli ţví ađ 13 ára Ţjóđverji, Vincent Keymer, bar glćsilegan sigur úr býtum, hlaut átta vinninga af níu mögulegum og stal gjörsamlega senunni. Hann er talinn mesta efni sem Ţjóđverjar hafa eignast um áratuga skeiđ. Fjórir efstu urđu:

1. Keymer 8 v. (af 9). 2.-4. Korobov, Shirov og Gordievskí 7˝ v. Ađstođarmađur Keymers og ţjálfari á mótsstađ var ungverski stórmeistarinn Peter Leko.

Vignir Vatnar Stefánsson, nýorđinn 15 ára, tók ţátt í ţessu móti og stóđ sig ágćtlega, hlaut 5˝ vinning af níu mögulegum og hafnađi vel fyrir ofan mitt mót en keppendur voru hvorki fleiri né fćrri en 787 talsins. Fađir hans, Stefán ´Már Pétursson, tefldi í opna B-flokknum og hlaut fimm vinninga af níu mögulegum.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 7. apríl 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 40
  • Sl. viku: 276
  • Frá upphafi: 8764854

Annađ

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband