Leita í fréttum mbl.is

Skákţáttur Morgunblađsins: Íslensku stúlkurnar hlutu ţrenn verđlaun á NM í Borgarnesi

GL612PUUMÍslendingar unnu til ţrennra verđlauna á vel heppnuđu Norđurlandamóti stúlkna sem fram fór í Borgarnesi um síđustu helgi. Nansý Davíđsdóttir varđ Norđurlandameistari í flokki keppenda 16 ára og yngri, en Nansý, sem er margfaldur Norđurlandameistari, varđ eftir stigaútreikning hlutskörpust ţeirra fimm sem fengu flesta vinninga.

Batel Goitom Haile fékk silfur í flokki keppenda 13 ára og yngri ţó ađ hún hafi unniđ gullverđlaunahafann, Amelíu Nordquelle, í innbyrđis viđureign. Ţćr hlutu fjóra vinninga af fimm mögulegum.

Ţá hreppti Veronika Steinunn Magnúsdóttir bronsiđ í elsta flokknum, ţar sem keppendur voru 20 ára og yngri.

Í flokkunum ţremur áttu Íslendingar níu fulltrúa en alls voru keppendur 33 talsins. Norđmenn, sem sigla á bylgju mikils skákáhuga, unnu tvenn verđlaun og Svíar einnig. Finnar fengu ein silfurverđlaun og Danir ein bronsverđlaun.

Ađstćđur á mótstađ voru til mikillar fyrirmyndar. Á mótinu tóku ţátt nokkrar kornungar stúlkur sem ekki hafa áđur keppt í móti međ fullum umhugsunartíma. Lokaorđiđ á Nansý međ fléttu úr 1. umferđ: 

GL612PUUVNansý Davíđsdóttir – Ingrid Skaslien

Svartur lék síđast 32. ... Db6-b4 en nú kom...

33. Hxe6+! Kxe6 34. Dd5 mát!

 

Heimsmeistarinn sigrađi á minningarmótinu um Vugar Gashimov

 

Magnús Carlsen bćtti skrautfjöđur í hattinn er hann vann minningarmótiđ um Aserann Vugar Gashimov sem lauk í borginni Shamkir í Aserbaídsjan um síđustu helgi. Jafnteflunum bókstaflega rigndi niđur í byrjun en ţađ var Veselin Topalov sem tók af skariđ og vann fyrstu skákina í fjórđu umferđ. Svo hrökk Magnús Carlsen í gang, vann ţrjár mikilvćgar skákir og mótiđ. Lokastađan: 1. Magnús Carlsen 6 v. (af 9) 2. Ding 5˝ v. 3. Karjakin 5 v. 4.-7. Radjabov, Mamedjarov, Wojtaszek og Giri 4˝ v. 8.-9. Topalov og Mamedov 4 v. 10. Navara 2˝ v.

Í nćstsíđustu umferđ vann Magnús hollensku „jafnteflisvélina“ Giri, en sá hefur oft reynst honum erfiđur. Ţeir deildu sigrinum í Wijk aan Zee í ársbyrjun og margir spáđu jafnteflisúrslitum er ţeir mćttust nú. En Magnús tefldi frábćrlega vel og vann eina bestu skák ársins:

Shamkir 2018; 8. umferđ:

Anish Giri – Magnús Carlsen

Enskur leikur

1. c4 e5 2. Rc3 Rf6 3. Rf3 Rc6 4. g3 d5 5. cxd5 Rxd5 6. Bg2 Rb6 7. O-O Be7 8. a3 a5 9. d3 O-O 10. Be3 Be6 11. Hc1 a4!?

Peđsfórn sem áđur hafđi sést í skák Nepo og Aronjan í fyrra. Ekkert er nýtt undir sólinni.

12. Rd2 f5 13. Bxb6 cxb6 14. Rxa4 Bg5 15. Rc3 e4!

Hér er hugmyndin komin fram.

16. Kh1 Dd7 17. Hb1 Had8 18. Rc4 Df7 19. b3

Ađ hirđa b6-peđiđ vćri glaprćđi, 19. Rb6 Bb3 20. De1 exd3 21. exd3 Hfe8 og drottningin á engan reit.

19. ... exd3 20. exd3 f4 21. Re4 Be7 22. gxf4 Dxf4 23. a4 Rb4 24. De2 Dh6 25. Hbd1 Rd5 26. Hg1 Kh8 27. Bf1 Hf4 28. Re5 Hdf8 29. f3 Hh4 30. d4 Rf4!

Tínir upp tvö peđ, veikleikarnir á svörtu reitunum hafa kostađ sitt.

31. Dd2 Bxb3 32. Hb1 Bxa4 33. Bb5 Bxb5 34. Hxb5 De6 35. Db2 Bd8! 36. Rg5 De8 37. Hb3 Bxg5 38. Hxg5 Re6 39. Hg4 Hxg4 40. fxg4 Dd8!

GL612PUURBanvćn sending frá enda vallarins! Svartur hótar 41. ... Dd5+.

41. Hh3

Skásta úrrćđiđ var kannski 41. Hf3 en eftir 41. ... Hxf3 42. Rxf3 Dd5 43. Dc3 h6 verđur erfitt ađ ráđa viđ b-peđ svarts.

41. ... Dd5 42. Kg1 De4 43. Db4 Hf6!

Hótar 44. ... Rf3. Ţađ finnst engin vörn og Giri gafst ţví upp.

Helgi Ólafsson helol@simnet.is

Skákţćttir Morgunblađsins eftir Helga Ólafsson birtast u.ţ.b. viku síđar á Skák.is.

Grein ţessi birtist í Morgunblađinu 2. maí 2018

Skákţćttir Morgunblađsins


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Síðan

Skák.is
Skák.is

Skák.is, skákfréttavefur Íslands. Gunnar Björnsson er ritsjóri vefsins.

 

RSS-straumar

Erlendar vefsíður

Helstu erlendu fréttasíđurnar

Chessdom

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Chess24

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

FIDE

  • Augnablik... Augnablik - sćki gögn...

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 34
  • Sl. viku: 279
  • Frá upphafi: 8764888

Annađ

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 152
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband